Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 24. marz 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson KEPPA VIÐ PÓLVERJA UM ÞRIÐJA SÆTIÐ Leikurinn fer fram í Madrid í kvöld t kvöld fæst úr þvl skorið, hvort islenzka landsliðið I handknatt- leik kemur ósigrað heim frá for- keppni Olympiulcikanna á Spáni. tslenzka liðið hefur ekki tapað það sem af er — unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli — frábær árangur hjá liðinu sem hefur veriö Islenzkuin handknattleik og jafnframt þjdðinni til sóma. t kvöld kl. 18.30 eftir islenzkum tima, leikur liðið við Pólland um Dæma í NM unglinga Alf-Reykjavik. — Akveöið hef- ur verið, að Sveinn Kristjánsson og Óli Ólsen dæmi i Norðurlanda- móti pilta i handknattleik, sem fram fer um páskana i Noregi. þriðja til fjórða sætið I keppninni — mun islenzka landsliðið örugg- lega gera sitt bezta til að koma ósigrað heim. ísland hefur þrisvar áður leikið landsleik i handknattleik viö Pólland — 1966 lék Island við þá tvo leiki I forkeppni H.M. — Pólland vann i Gdansk 27:19, en Island vann svo mánuði siðar i Laugardalshöllinni 23:21. 1970 mætti svo islenska landsliðið þeim aftur i H.M. keppninni i Frakklandi og sigraði Island þá aftur, 21:18. Það veröur þvi barizt i leiknum i kvöld — þvi að möguleikar Islands eru miklir að koma ósigrað heim. Andinn hjáliðinu er góður — og er það ekki hann, sem bindur flokkaiþróttamenn saman til afreka? Þá má minnast á það, að islenzka landsliðið er talið vin- sælasta liðið i keppninni, og fylgir þvi alitaf stór hópur Spánverja til til að hvetja það til sigurs. S.O.S. Guðmundur Gislason Á 0L í 4. sinn? Alf-Reykjavik. — Það var ekki rétt með farið, á iþróttasiðunni s.i. miðvikudag, að Guðmundur Gislason, sundkappi úr Armanni, keppti að þvi að komast á Olympiuleika i þriðja sinn. Guð- mundur hefur þegar keppt á þremur Olympiuleikum - i Róm 1960 - Tókió 1964 og Mexikó 1968. Hann keppir þvi i fjórða sinn að þvi að komast á Olympiuleikana nú - og ef að likum lætur, mun honum takast að ná þvi marki. Kipchoge Keino á flest afríkönsku hlaupametin Nýlega skýrðum við frá beztu af- rekum Afrikubúa i frjálsum iþróttum á siðasta ári, en fram- farir hafa verið miklar hjá Afrikubúum undanfarin ár. 1 dag birtum við metaskrána eins og hún var 1. jan. 1972, en flest me;t- in á hinn frábæri hlaupari, Kipchoge Keino frá Kenya. 100 m 10,0 Paul Nash, S. Afrfku, (2-4-68) 10,0 J. Louis Ravelomanantsoa, Madagaskar, (1-7-71) 200m 20,1 Paul Nash, S.Afriku (2- 7-68) 400 m 45,0 Amadou Gakou, Sene- gal (18-10-68) 45,0 Charles Asati, Kenya (23-7- 70) 800 m 1:44,5 Wilson Kiprukut, Kenya (15-10-68) 1500 m 3:34,9 Kipchoge Keino, Kenya (20-10-68) Ensk mila 3:53,1 Kipchoge Keino, Kenya (10-9-67) 3000 m 7:39,6 Kipchoge Keino, Kenya (27-8-65) 5000 m 13:24,2 Kipchoge Keino, Kenya (30-11-65) 10000 m 28:06,4 Kipchoge Keino, Kenya (21-7-68) !■■■■■■■■■■■■■■■! Bobby Charlton — mun leika i Suður - Afriku Isumar. Skýríst á næstu vikum, hvort Jóhannes undirrítar samning Uppistaðan hjá Suður-Afríku féiögunum eru brezkir leikmenn — Bobby Charlton mun leika þar syðra í sumar ■ Nú hafa verið leiknar 2 JJ umferðir I 1. dcildinni I Suður- ■ Afriku og hefur liði Jóhannes- ■ ar Kdvaldsonar, Cape Town ■ City, ekki vegnað vel i þeim - í * I. umf. tapaði liðið 1:2, síðan ■ gerði það jafntefli i 2. umf. 2:2 • i leik sem háður var I . Jóhannesarborg. ■ Við höfum fengið uppiýs- Z ingar, um þá leikmenn sem ■ leika með Jóhannesi i Cape 1 Town City - vekur það athygli ■ okkar, að aðeins einn leikmað- J ur i liðinu er uppalinn i S- ■ Afriku. En eftirtaldir leik- J menn leika með Jóhannesi: ■ Audy Donnelly, markvörður J| (Torquay Utd.). ■ Erine Yarce: bakvörður 2 (Bury og C.Palace). ■ Brian Kinsey: bakvörður 2 (Charlton). John Keirs: bakvörður (Charlton). George Heslop: miðframv. CMan. City). Bcn Anderson: miðframv. (Blacburn og Bury). Jimmy Morrison: tengiliður, er fyrirliði liðsins - hann er einskonar Nobby Stiles, S- Afriku. Doualce Gie: tengil. er frá S- Afriku. Tommy Claxton: útherji (Bury). Tony Coleman:útherji (Man. City). G. France: miðframherji (Bury). John Regan: miðframherji. (Doncaster). ian Towers: miðframherji (Burnley og Bury). Mc.Kinney: irskur landsliðs- maöur. Kenn Scott: (Hearts og Falkirk). Framkvæmdastjóri Cape Town City, er Frank Lord sem var frægur fyrir skalla-mörk sin, þegar hann lék með ensku liðunum Balckburn, Burnley, Sheff. Wed. og Middlesbrough - er hann talinn fjórði bezti leikmaður sem hefur skorað með skalla i Englandi, fyrr og siðar. Honum hefur verið boð- ið starf sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Manchester City. Flestir leikmenn Cape Town City, eru fyrrverandi atvinnu- menn i Englandi, en knatt- spyrna i S-Afriku byggist mest á breskum knattspyrnumönn- um, og bætast enn fleiri við þegar knattspyrnutimbilið i Englandi lýkur. Fara margir i sumarfriinu sinu þangað og leika þar fyrir svimandi háar peningaupphæðir. Nú hefur verið ákveðið að einn frægasti knattspyrnu- maður Englands, Bobby Charlton, Man. Utd. - fari til S- Afriku i sumar og leiki fyrir Hellenic - liðið, sem tapaði fyrir Cape Town i meistara- keppninni fyrir stuttu. Einnig fara aðrir frægir enskir leik- menn þangað i sumar og leika með l. deildarliðunum þar. Jóhannes Edvaldsson hefur nú verið i S-Afriku i rúma tvo mánuði - og mun það skýrast á næstu vikum hvort hann skrif- ar undir atvinnusamning, eða kemur aftur til tslands - til að leika knattspyrnu. SOS. 3000 m hindr. 8:29,6 Ben Jipcho, Kenya, (23-7-70) 110 m grind 13,8 Adeola Aboyade, Nigeriu (16-7-71) 400 m grind 49,0 John Akii-Bua, Uganda (16-7-71) Hástökk 2,17 Mahamat Idriss, Chad (10-4-66) Stangarstökk 4,72 Daniel Burger, S.Afriku (11-4-66) Langstökk 7,91 Ali Brakchi, Alsir, (18-4-63) Þristökk 16,73 Mansour Dia, Senegal (17-10-68) Kúluvarp 20,19 Youssef Nagi Ass- ad, Egyptal. (12-10-71) Kringlukast 63,65 John van Reen- en, S.Afriku (4-4-70) Sleggjukast 62,46 Adam Barnard, S.Afriku C17-3-70) Spjótkast 79,36 Bertie Binne- mann, S.Afriku (8-4-70) 4x100 m 39,4 Nigeria (29-10-68) 4x 400 m 2:59,6 Kenya (20-10-68) K. Keinó — á flest metin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.