Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 24. marz 1972. 6 daga stríðið (framhald) Jafnframt almennu póst- þjónustunni var einnig rekin herpóstþjónusta. Israelsmenn notuöu þrlhyrndu her- póststimplana meö D.Z., sem áöur hefir veriö útskýrt ásamt póstnúmeri. Til notkunar fyrir hermennina var af einkaaðila gefiö útflugbréf, mynd 11, og sérstakt herpóstkort, bæöi meö skjaldarmerki hersins áprentuðu. Bréf milli herstööva á svæöinu voru send meö póstmanni hersins og stimpluö meö mis- munandi kringlóttum stim- plum. Á mynd 12 er sýndur stimpill yfirmanns hersins á svæöinu, en á mynd 13 er bréf meö kringlóttum Z-stimpli, Zwaiher. Að ofan til hægri er svo stimpill með áletruninni, Yfirmaöur herafla Gaza- svæöisins. Aö neöan til vinstri er einkastimpill yfirmannsins, dagsetning og undirskrift. Bréfiö er stílað til undirfor- ingjans í E1 Arish. I júni 1967 hertóku israelskar hersveitir aftur Gaza-svæðið eftir skyndiárás. Egyptar höfðu aukið póst- þjónustu sina á svæðinu á árunum 1956-1967, með þvi að opna ný pósthús. Israelsmenn héldu þessari aukningu við. Strax 13. júli 1967 var aðal- pósthúsið i Gaza opnað á ný, og á eftir komu svo hin póst- húsin og nýjum var bætt við. Stimplarnir, sem notaðir eru, eru allir af gerðinni, sem sýnd er á mynd 14. Þeir eru á 3 málum. Efst eru hebresku bókstafirnir ZHL. Til vinstri staðarnafn með latneskum bókstöfum og númer, þar sem það á við. Neðst er hebreskt staðarnafn og til hægri á arabisku. Ummál er 28-29 mm. Flest pósthúsin taka við ábyrgðarsendingum. Aðalpósthúsið i Gaza hefir notað nr. 1, 2, 3, 4, frá 13. júli 67, og 5 frá 9. april '68. Eitt útibúið er i A1 Mukhtar götu. Die el Balah hefir notað nr. 1 20. júli '67, en 2 og 3 tekin upp seinna. Han Yunes hefir notað 1 frá 20. júli '67, en 2 og 3 nýlega tekin i notkun. Rafiah hefir notað nr. 1 og 2 frá 23. júli '67, en 3 tekið upp seinna. Gabalya eru flóttamanna- búöir rétt hjá Gaza, og hafa þær notaö 1 frá 20. november 67, en nr. 2 er nýlega tekinn upp. Bani Suheyla er litið þorp hjá Han Yunes og notar nr. 1 frá 8. febrúar 68, en 2 er nýlega tekinnupp. A1 Nuseirat tók upp nr. 1 og 2, 18. mai 1969, en þaö eru flóttamannabúðir milli Gaza og Dir el Balah. Þeir stimplar, sem tekið er fram um, að hafi veriö teknir I notkun seinna, voru þá allir notaöir opnunardaginn, en siðan geymdir. Eðlilega eru svo Israelsk frimerki notuð á öllum þessum pósthúsum. Stimpilmerki eru yfirstimpluð meö Gaza-svæðið. Þjónustubréf milli póst- stöðva eru burðargjaldsfrjáls, en hafa mörg ýmsa opinbera stimpla, sem mjög er safnað. Það eru t.d. stimplar meö númeri pósthússins sem sendistimpli og með hebreskum og arabiskum teksta „ZAHAL COMMAND GAZA & SINAI / SERVICE DES POSTES,” mynd 15. 011 pósthúsin hafa slika stimpla. Þessir stimplar hafa einnig verið notaðir til að yfir- stimpla hin ýmsu egypzku eyðublöð, eins og kvittanir fyrir ábyrgðarbréfum. Sigurður H. Þorsteinsson. «3sn imi Mynd 11. Mynd 14. Mynd 12 Mynd 15. / ** fió5 Mynd 13. Fyrir tuttugu árum stóðu fætur minir ennþá á helgri jörð heima- byggöar og ég andaði að mér svölu sjávarlofti norðurhafsins. Þá var ég um skeið starfsmaður barna- og unglingafræðslu Hólmavikurþorps. Þótt skólinn standi nokkuö fjarri þjóðbraut, lá leið min oft að loknum vinnudegi inn á „plássiö”. Hægra megin við götuna, sem þangaö iiggur, stendur lágt hús og litið i sniðum. Þaðan mátti oft heyra hamarshögg og annað vinnuhljóö, þótt komið væri fram yfir þann starfstima, sem sam- tök eöa forysta hinna vinnandi stétta hefur hneppt i fjötra skipu- lagsins. Ég vandist þvi fljótt að ganga á þetta hljóð og opna hurðina án þess aö drepa á dyr aö siðaðra manna hætti. Og þar sat hann viö „leistann” og skóaði. Grannur maður með gleraugu hátt á nefinu. „Viltu i nefið, Þorsteinn minn?”. Néi, það vildi ég ekki. Eitt af þvi fáa, sem til munaðar er talið og ég hef ekki getað þýðzt um dagana. Sennilega þó af hégómaskap fremur en dyggð. Já, hér sat „Valdi skó” og fór æfðum höndum um nettan kvenskó, sem einhver mjúkmál yngismeyja hefur fengiö hann til að gera við i flýti, þvi henni liggur á. Jú, og auðvitað gerir hann það „bara fyrir hana”. Siðan þetta var, hefur stundum gróið gatanmilli okkar Valda, þvi ekki hefur hún verið oftroðin. — Þorvaldur heiti ég og er Jóns- son, fæddur að Vöðlum i ön undarfirði. Foreldrar minir voru Jón Þórðarson frá Hvalsá i Hrútafirði og Hólmfriður Árnadóttir. Amma min, móðir móður min- nar, var systir Friðriks Söbeck, sem bjó i Reykjarfirði. Við vorum sex systkinin, og var ég þeirra elztur. Þegar ég var fimm ára, voru foreldrar minir fluttir norður I Hrútafjörð „á sina sveit” sökum fátæktar. Það var á þeim árum, þegar miskunnsemin var háð fjármálavaldinu, jafnvel meira en nú er. Það munaði þó minnstu, að minn lifhlutur yrði á annan veg framreiddur en orðiö hefur, þvi Torfi kaupmaður á Flateyri vildi gjarnan taka mig og gera að kjörsyni sinum. Þrátt fyrir fátæktina var það ekki foreldrum minum að skapi, og sjálfur var ég ekki aðspurður, enda sennilega orðið svarafátt. En þó eru mér ekki með öllu úr minni liðin þessi samskipti. Ég man óljóst eftir karlinum, en þó ennþá betur eftir hænu, sem lá á eggjum i búðinni hjá honum og selkóp, sem synir hans ólu i kassa. Þau tiðindi gerðust hjá móður minni eftir að hún var norður komin, að hún fékk arf frá Kaupmannahöfn, að upphæð 90 krinur. Þótti þar hafa hlaupið heldur betur á snæri hennar, og vildi hreppsnefndin komast i krásina og tileinka sér. Einhver kom þó henni til liösinnis og hindraði þetta miskunnarlausa tiltæki, og tókst henni þvi að nota þessa fjármuni til að skýla nekt sinni og barna sinna. Eitt ár voru foreldrar minir vinnuhjú i Guðlaugsvik, og var ég þar hjá þeim. En niu ára gamall fór ég svo að Broddanesi, létta- drengur, til Jóns Þórðarsonar og Guðbjargar Jónsdóttur, og var hjá þeim.i tvö ár. Eftir það fór ég til Brynjólfs Jónssonar og Ragn- heiðar Jónsdóttur. Hún var systir Guðbjargar, og var ég þar þangað tíl ég var um tvitugt. Þá fór ég að Þorpum I Steingrimfirði og kvæntist Valgerði, dóttur Jóns Guðmundssonar, bónda þar. 1 Þorpum var ég svo um þrjátiu ár. Fyrst vorum við þar húsmennskufólk, en þegar Jón tengdafaðir minn dó, keypti ég sjötta partinn i jörðinni og bjó á honum fram til ársins 1944, að ég fluttist til Hólmavikur. Nálega tvo vetur var ég á fsa- firði hjá Eliasi Kærnested og skóaði. Aldrei tók ég sveinsbréf, en vann eftir þetta alltaf við skó- smiði heima hjá mér. Og að siö- ustu sögðu mér einhverjir hátt- settir spekingar hér fyrir sunnan, að svo lengi heföi ég unað við leistann, að enginn véfengdi min fullu réttindi, þótt ekki heföi ég bréf upp á þau. í Strandasýslu hef ég dvalizt alla mina ævi, að fráteknum þeim fimm árum, sem foreldrar minir guldu ekki fátæktar sinnar i önundarfirði vestra. Það hefur margt erfitt á daga mina drifið. Þó hef ég aldrei þurft að vera annarra handbendi, siðan ég fékk sjálfræði mitt. — Jú, ég hef lent i talsvert tvi- sýnum ferðalögum, og ein sú versta ferð, sem ég hef farið, var ósköp, að þvi er virtist i fyrstu, átakalitið byggðarölt. Þetta var veturinn 1918. Móðir min var þá til heimilis á Smá- hömrum og vildi fara inn að Gröf i Bitru til fundar við Agústu dóttur sina, sem ólst upp hjá hjónunum þar, Einari Einarssyni og Jensinu Pálsdóttur. Agústa giftist seinna Þorsteini Sigurðs- syni, bónda á Vatnsleysu. Móðir min fékk mig til að fara með sér i þetta ferðalag, og fórum við snemma morguns frá Þor- pum. Við gengum á is yfir Kolla- fjörð að Broddanesi og stönzuðum þar kaffitima. Var þá bezta veður. Frá Broddanesi fórum við að Skriðnesenni, og þar var aftur stanzað, þvi engin veðrabreyting virtist sjaanleg. En þegar við vorum komin um það bil miðja vegu áleiðis inn að Bræðrabrekku fór veðrið að versna, og þegar við komum þangað heim var komin hörku- skafhrið af vestri, og var þá farið að bregða birtu. Mér fannst nú ráðlegast að fara ekki lengra, en móðir min vildi óðfús halda áfram, ef ég treysti mér til að rata. Ég var ungur og hraustur þá og ekkert deigur i skapi, en ekki geðjaðist mér þessi fyrirtekt móður minnar. Lét ég hana þó ráða. Klæðnaður kvenna i þá daga var ekki beint vel til þess fallinn að ganga á móti stormi og stór- hrið. Móðir min var i tveim þykkum og siðum utan- yfir—pilsum, sem flæktust um fætur henni, þegar færð fór að þyngjast og hún að þreytast. Og ekki höfðum við farið meira en hálfa leið fram að Hvituhlið, þegar hún var orðin svo dösuð og uppgefin, að hún gat varla borið til fæturna. Mér leizt nú ekki á blikuna og þótti ósýnt hversu fara mundi. í fyrstu reyndi ég að leiða hana svo stöðugt sem ég gat, en að þvi kom fljótlega, að ég mátti þvi sem næst bera hana, en gat þó stutt hana upprétta við hlið mér. Þegar svona var komið hugði ég á það ráðað grafa okkur i fönn, en bjóst þá við að til eins mundi draga, þar sem móðir min var svo illa komin, að hún mátti naumast mæla, og vissi hvorki i þennan heim né annan að mér virtist. Við héldum þvi áfram þótt hægt miðaði. Allt i einu sýnist mér sem bregði fyrir ljósi og reyni að gera móður minni það skiljanlegt, og heyrist þá sem hún stynji upp: „Guði sé lof”. Rétt i sama bili Þorvaldur Jó komum við að túngarðinum i Hvituhlið. Ég staulaðist nú með hana spölinn heim að bæjar- dyrunum og gerði vart við okkur. Komu þá fram piltar, bæði heimamenn og einhverjir fleiri, sem þar höfðu leitað náttstaðar vegna óveðurs. Var nú móðir min borin inn og háttuð ofan i rúm. Hún hafði^þá misst alla með- vitund. Hluð var að henni eftir föngum, og þegar hún skömmu seinna var gripin kölduflogum, var reynt að koma ofan i hana hoffmannsdropum. Þegar við komum aðHvituhlið, var liðið nokkuð á vöku, og hafði ferðin frá Bræðrabrekku tekið fimm stundir. Seint um kvöldið kom móðir min til ráðs og hresstist furðu fljótt. Henni varð ekkert meint af volkinu, og fórum við fram að Gröf daginn eftir. Voriðsem Gisli bóndi Jónsson á Viðidalsá dó (1912) var ég fenginn til að fara suður aö Fagradal og tilkynna þeim hjónum Finni og Sólveigu, en hún var systir Gisla, látið. Ég fór af stað með birtu um morguninn, og var þá útsynnings- Þau mistök urðu i gær við birtingu greinarinnar Þjálf- un reiðhesta hér i opnunni,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.