Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. april 1972. TÍMINN 17 Kolbeinn Pálsson, einn af beztu leikmönnum Noröurlandamótsins I körfuknattleik. Breiðholtshlaup Í.R.-inga 9. apríl Breiðholtshlaup ÍR mun fara fram i 4. sinn á vetrinum n.k. sunnudag, 9. april, og mun hefjast kl. 14,00. t siðasta hlaupi tóku þátt 140. þáttakendur, og hafa þar meö alls um 250 hlaupið einu sinni eða oftar og eiga enn allir, sem hafa hlaupið i vetur möguleika til að vinna sér til verðlauna. Þvi er nú búizt við enn fleiri þátttakendum. — jafnvel nýju þátttökumeti og þvi er þeim tilmælum beint til allra, sem ætla að taka þátt, að mæta timalega svo númera- uthlutun og skrásetning nýrra keppenda geti gengið fljótt fyrir sig. Settum markið hátt - kannski of hátt - segir Kolbeinn Páísson, sem kjörinn var einn af fimm beztu leikmönnum Norðurlandamótsins í körfuknattleik ,,Enda þótt Dönum hafi tekizt að sigra okkur núna, er ég ekki tilbúinn að viðurkenna, að við séum i afturför. Sannleikurinn er sá, að leikir islands og Danmerkur á undanförnum árum hafa alltaf verið hnifjafnir, og yfirleitt höfum við aðeins sigrað það með eins eða tveggja stiga mun. Nú gerist það hins vegar, að Dönum tókst sérlega vel upp á lokaminútunum, og - úrslit leiksins ráðast tveimur siðustu minút- umun, en fram að þvi var staðan jöfn. Sést af þessu, hve mjótt var á mununum." Þannig fórust Kolbeini Páls- syni, sem kjörinn var einn af fimm beztu leikmönnum Norðurlandamótsins, orð, er við ræddum við hann um frammistöðu landsliðsins i keppninni, sem haldin var i Stokkhólmi um páskana. ,,Ég er i engum vafa um, að það hafa orðið framfarir bæði hjá Dönum og Islendingum frá siðasta móti, en mestar eru þó framfarirnar hjá Norðmönn- um. Þær eru stórstigar." — Nú hefur verið rætt um það, Kolbeinn, að niðurröðun leikja i mótinu hafi verið ykkur sérstaklega óhagstæð? — Já, það er alveg rétt. Við urðum að leika þrjá leiki á sólarhring, og það hafði óneitanlega áhrif til hins verra á liðið. — Tölduð þið ykkur vissa um sigur gegn Dönum fyrir- fram? — Nei, engan veginn. Hins vegar settum við markið hátt, kannski of hátt. Við vorum ekki með leikinn gegn Dönum sérstaklega i huga, en vorum aftur á móti staðráðnir i að standa okkur vel á móti Finn- um og Svium, sem hafa verið og eru i sérflokki á Norður- löndum. Hins vegar var það aðalmarkmið Dana að sigra Islendinga. Fyrir þvi hef ég orð Þorsteins Hallgrímssonar, sem umgengst danska körfu- knattleiksmenn og þekkir þá vel. Það hefur verið óska- draumur Dana I mörg ár að sigra okkur. Og nú tókst þeim að ná þvi langþráða marki eftir harða keppni. Við þvi er" ekkert að segja. Þannig er gangurinn I Iþróttum, þegar tvö jöfn lið mætast i keppni, sigur Idag—ósigur á morgun. En ég get viðurkennt, að ég var heldur óhress eins og aðrir yfir þessu tapi, var raunar bú- inn að telja sjálfum mér trú um, að ég ætti ekki eftir að leika með landsliði, sem tap- aði fyrir Dönum. En nú hef ég að því marki að keppa, að leika með landsliði, sem ætlar sér að hefna ósigursins — og vinna Dani, eins fljótt og auðið verður. — Þú talaðir um framfarir islenzka landsliðsins. Eru framfarirnar hjá okkur ekki minni en hjá öðrum þjóðum, ef Danir eru undanskildir? — Það hafa orðið alveg ótrú- lega miklar framfarir i körfu- knattleik siðustu árin. Körfu- knattleikur er þanníg iþrótt, að hann hefur næstum óen- danlega þróunarmöguleika. Leikaðferðir, sem notaðar voru fyrií tveimur árum, eru úreltar i dag. Vissulega háir það okkur, hve erfitt það er að fylgjast með nýjungum er- lendis. Loksins þegar við kom- umst i snertingu við þær, er farið að breyta aftur — og við orðnir á eftir timanum. — Höfum við ekki ráð á að fá erlenda þjálfara hingað? — Ég get ekki sagt, að við höfum ráð á þvi, þótt það hafi verið gert. Við vorum svo heppnir að fá hingað banda- riskan þjálfara á siðasta sumri. Byggðum við mjög á þvi, sem hann kenndi okkur, er við lékum nú i Norður- landamótinu. En ég verð að viðurkenna það, að ráðlegg- ingum Bandarikjamannsins var ekki fylgt nægilega eftir. — Hvað um framtið Körfu- knattleiks á Islandi? — Enda þótt sumir séu svartsýnir eftir þetta Norður- landamót, er ég bjartsýnn. Nú eru að koma upp piltar i yngri aldursflokkunum^ sem greini- lega hafa mikla hæfileika. Ef okkur lánast að leysa leiðbein- enda- og þjálfaramál okkar, en á þessu sviði erum við i vanda eins og svo margar aðr- ar iþróttagreinar, er ég viss um, aðkörfuknattleikur a eftir að blómgast á Islandi og ná enn meiri vinsældum, sagði Kolbeinn að lokum. —alf. Innanhússknattspyrnumótið: ÚRSLITIN I RIÐLUNUM Hér birtum við stöðurnar i hverjum riðli fyrir sig i karla- flokki islandsmótsins i innan- hússknattspyrnu — og leiki þá sem sigurvegararnir i hverjum riðli léku i riðlunum. A-riðill Ármann—Stjarrtan Ármann—ÍA Ármann—IS Ármann—Fylkir 6:4 8:3 7:7 5:4 Ármann ÍA Stjarnan IS Fylkir 4 3 1 0 26:18 7 4 3 0 1 30:23 6 4 112 21:22 3 4 112 25:30 3 401317:261 Þau úrslit, sem mest komu á óvart i A-riðlinum, var sigur Ármanns yfir 1A — i hálfleik var staðan3:2fyrir!A,enhið unga lið Armanns náði frábærum leik i siðari hálfleik. Vikingum. Valur tapaði bæði iyrir Viking og KR, á skirdag — daginn áður var árshátið Vals. C-riðill IBK—FH IBK-Viðir ÍBK—Reynir IBK FH Reynir Viðir Viðir Mjög einkennileg niðurröðun var i riðlinum — fyrsti leikur riðilsins var úrslitaleikurinn i rið- lingum IBK— FH. D-riðill. Þróttur—Hrönn bróttur- Breiðablik Þróttur—Kram 3:2 15:2 8:5 3 3 0 0 26: 9 6 3 111 14:13 3 3 10 2 20:17 2 3 0 1 2 20:17 2 3 0 12 9:30 1 Þróttur Fram Breiðab. Hrönn 12:2 11:3 6:6 3 2 1 0 29:11 5 3 2 10 25:12 5 3 10 2 15:21 2 3 0 0 3 9:34 0 Markatalan réði úrslitum i D- riðlinum — þar sem Þróttur var með betra markahlutfall en Fram. Kramarar voru ekki nógu ákveðnir i leik liðsins gegn Þrótti - ungu leikmennirnir i liðinu, voru ragir við aö skjóta á mark i opnumfærum. SOS. B-riðill KR—Haukar KR-Valur KR—Völsungar KR—Vikingur. KR Vikingur Valur Völsungur Haukar 10:5 8:6 5:3 4:3 4 4 0 0 27:17 8 4 3 0 1 26:22 6 4 2 0 2 29:22 4 4 10 3 18:26 2 4 0 0 4 21:35 0 Þetta var lang sterkasti riðill- inn — KR-ingar unnu Viking á svæfingaraðferðinni, léku þeir mjög rólega knattspyrnu, sem dugði gegn hinum létt-leikandi Frá leik Þróttar og Keflavlkur. ólafur Brynjólfsson sækir að marki Keflavlkur. Guðni Kjartansson er til varnar. "Uff. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.