Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 7. april 1972. TÍMINN 19 Sæluvikan hefst á sunnudag tg þakka GÓ—Sauðarkróki. Sæluvika Skagfirðinga hefst á Sauðárkróki sunnudaginn 9. april og stendur til 16.april. Að vanda verður þar margt til skemm- tunar. Fyrsta atriði Sæluvikunnar er frumsýning Leikfélags Sauðár- króks á leikritinu Landabrugg og ást. Leikstjóri er Kári Jónsson. Verður leikurinn sýndur nokkrum sinnum Sæluviku Kvenfélag Sauðárkróks sýnir Saklausa svallarann. og verður það leikrit frumsvnt á miðviku- dag. Leikstjóri Svallarans er Jón Ormar Ormsson. Verður Það leikrit sýnt á hverju kvöldi fram á sunnudag. Á þriðjudaginn syngur Karla- kórinn Heimir. Dansleikir verða haldnir fimm kvöld vikunnar. Kvikmyndasýningar verða alla dagana. Framhald af bls. 1 Háskóla lslands kl. 2 siðdegis á afmælisdaginn 23. april 1972. Halldóri Laxness var tilkynnt um þessa ákvörðun i dag, en hann dvelst nú i Kaupmannahöfn og hefur verið i Sandinaviu undan- farinn mánuð. Timinn átti simtal við Halldór Laxness og óskaði honum til hamingju með væntan- lega heiðursnafnbót. — Ég er ósköp ánægður með að góðir menn -vilja sýna mér hlý- hug. sagði Laxness, — þessi frétt kom alveg flatt uppá mig nú fyrir' skammri stundu ég haf ði alls ékki gert ráð fyrir þessum heiðri. Laxness kvaðst alls ókunnugur öllum aðdraganda þess, að ák- veðið var að sæma hann heiðurs- doktorstitli. — Ég hef heyrt eitt- hvað mjög lauslega um málið, en það er algerlega fyrir utan mig, og ég get ekkert um það sagt, sagði Laxness. — Mér er sagt að einn maður hafi verið andvigur málinu sam- vizku sinnar vegna. Við-spurðum nóbelsskáldið hvort tregða sú, sem reyndist á að hann hlyti þennan heiðurstitil, varpaði nokkrum skugga á vænt- anlegan atburð i hans huga. — Nei, það varpar ekki skugga á hann fyrir mér, þar sem ég veit ekkert um þetta, ef til vill varpar það skugga á hann fyrir einhverj- um öörum. Halldór Laxness bjóst við að koma heim um 17. april. Við spurðum hann loks hvort mikið yrði um dýrðir hjá honum á af- mælinu. — Það eru aðrir góðir menn, sem halda uppi allri dýrð af þvi tilefni. 1 sjálfu sér er ekki svo mikil dýrð að verða sjötugur. Ég þakka fyrir að vera við góða heilsu. Það er sú mesta dýrð, þegar maður er kominn á þennan aldur. Olía Framhald af bls. 1 óhappið varð, en mönnum tókst að flæma fuglinn út. Ein kolla mun þó hafa drepizt, og kalla menn það vel sloppið. Strax eftir óhappið var haft samband við Olíufélagið h.f. i Reykjavik, sem sendi strax menn austur með efni til að eyða oli- unni, eða fjarlægja hana á annan hátt. Nokkrar skemmdir urðu á bryggjunni við áreksturinn, en þær eru ekki að fullu kannaðar. Sjópróf fóru fram i Þorlákshöfn i gær. Til marks um magnið sem fór i sjóinn, þá samsvarar það stóru bílhlassi af olfu. Þykkt lag af oliu var komið i krikann við Meitilinn i gær, og var þar ljótt umhorfs. B jör guna rað gerðir Eftir hádegið var byrjað að ná oliunni úr höfninni, og var dælu- bíll hafður á bryggjunni, sem dæla átti sem mestu af oliunni i. Síðan var ráðgert að dreifa zetor efni yfir afganginn, en efnið hefur þau áhrif, að olian fer i kekki, sem sökkva til botns og leysast upp i sjóinn. Japanirnir héldu i fyrstu að 35 tonn hefðu farið i sióinn en siðar kom i ljós, að dælt hafði verið úr stafnhylkinu á leiðinni til Þor- lákshafnar frá Vestmannaeyjum, en verr hefði farið, ef 35 tonn hefðu farið i höfnina i Þorláks- höfn. VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN GEFJUN AKUREYRI <^m X-kusux Lagerstærðir miðað við múrop: Haeð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smlSaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 New Holland bindivélar Þœr binda vidstödulaust ¦ÍH ^^bfó xSÖ? Þegar bindivél er notuð, þarf að vinna viðstöðulaust við mikið álag. Þessvegna byggir New Holland styrkleika og nákvæmni inn í sínar bindivélar. Styrkleika til að standast langt og viðstöðulaust erfiði. Nákvæmni til að baggarnir verði með rétta lögun, þéttir og vel hnýttir — sem sagt galla- lausir. Við gefum allar nánari upplýsingar um New Holland bindivélarnar, þeirra óvenju hagstæðu verð og greiðslu- skilmála. Hafið samband við okkur. Gbbusn LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 FRJV JFJLUCJFELACMJVU SKRIFSTOFUFÓLK I SÖLUSKRIFSTOFU Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða mann og konu nú þegar til að starfa i söluskrif- stofu Lækjargötu 2, Reykjavik. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif- stofum félagsins, sé skilað til starfs- mannahalds i siðasta lagi þann 12. april. FLUGFÉLAG /SLANDS Aðstoðarforstöðumaður Staða aðstoðarforstöðumanns við Gæzluvistarhælið i Gunnarsholti. Rangár- völlum, er laus til umsóknar frá 1. júli n.k. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður hælisins, simi um Hvolsvöll. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Skrifstofu rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 1. mai n.k. Reykjavik, 6. april 1972 Skrifstofa rikisspitalanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.