Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.04.1972, Blaðsíða 20
Þessi mynd var tckin i borginni Dong Ha, sem var yfirgefin, er N-Víetnamar hófu stórsókn sina. Hermenn S-Víetnam komu aftur til borgar- innar og sjást hér fjórir þeirra blöa eftir birgöaflutningabflum N-Víetnama. , Sókn N-Vietnama nær suður undir Saigon - Alvarlegasta ógnunin síðan 1968 NTB—Saigon Bandariskar flugvélar og fall- byssur skipa létu kúlnaregnið dynja á skotmörkum I N-VIetnam Svart: Iteykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH I gær. Jafnframt voru háðir liaro- ir bardagar á tvennum vlgstöðv- um i S-Vietnam. Bandariskur talsmaður i Saigon sagði, aö aö- eins yrði varpað sprengjum á N- Vletnam I takmarkaðan tima, og væru árásirnar svar við sókninni suður yfir hlutlausa beltið. Hanoi-útvarpið tilkynnti í gær, að tiu bandarískar sprengjuflug- vélar hefðu verið skotnar niður, sjö þeirra yfir Quang-Binh-héraði og þrjár yfir Vinh-Linh-svæðinu. Árásum fimm sprengjuflugvéla á Tonkinflóa var beint að birgða- flutningaleiðum N-Vietnama til sóknarhersins við hlutlausa belt- ið. Allir þeir 20 þúsund óbreyttu borgarar, sem eftir voru i Quang Tri-borg voru fluttir til Hue i gær, en hún er aðeins 56 km sunnar. 1 Saigon sagði bandariski kap- teinninn Parrish, að Bandarfkin hefðu varað kommúnista við að auka tilþrif sin og ógna lifi Bandarikjamanna. Þeim hefði verið gert það ljóst, að Ban- darikin myndu svara árasum, ef kommúnistar hæfu stórsókn mynd Á mánudaginn tilkynntu Bandarikjamenn, að þeir myndu Moskusuxar fara Pandabirnir koma ABCDEFGH Hvltt: Akurcyri: Sveinbjorn Sigurðsson Heiðreksson. og Hólmgrimur 7. leikur Reykjavikur Rc6 NTB—Washington Bandarisk herflugvél, hlaðin tveimur Moskusuxum, lagði i gær af stað frá Washington til Peking. Eftir nokkra daga er flugvélin væntanleg til baka með tvo Panda-birni um borð. Þessi skipti eru m.a. árangur af ferð Nixons til Kina. Tveir dýrafræðingar eru i för með uxunum austur, og eiga þeir að kenna Kinverjum meðferð dýranna. Einnig koma tveir kinverskir sérfræðingar með Pandabjörnunum yfir hafið. Dýragarðar um öll Bandarikin hafa sótt um að fá þessar sjald- gæi'u skepnur til sin, en forsetinn hefur ákveðið, að þjóödýra- garðurinn i Washington skuli fá þá. snúast til varnar þeim 95000 mönnum, sem enn eri i S-Viet- nam. mönnum, sem enn eru i S-VIet- nam. í gær varð ljóst, að kommúnist- ar hafa opnað nýjar vigstöðvar i Binh Long-héraði, aðeins 96 km norðan við Saigon. Þar hafa þeir lokað þjóðveginum til landamæra Kambódiu. Lengra norður frá fóru herir N-Vietnama yfir ána Cua Viet, sem takmarkar norður- vigstöðvarnar 16 km sunnan hlut- lausa beltisins. Mikil skriðdrekaorrusta var háð i gær beggja vegna árinnar, en siðari hluta dagsins reyndu s- víetnamskar hersveitir að reka árásarmennina af höndum sér. Samkvæmt óstaðfestum fréttum særðust tveir bandariskir hernað- arráðunautar, er þeir fylgdust með skriðdrekaorrustunni. Bandariskar og s-víetnamskar flugvélar vörpuðu sprengjum á herstöð kommúnista nálægt flota- stöð Bandarikjamanna við Cua Viet, en hún er nú yfirgefin. Tveir skriðdrekar og tvær loftvarnar- byssur voru eyðilagðar, og um 35 N-Vietnamar féllu. Stjórnin i Saigon gaf fyrirskip- Framhaldábls. 8. Föstudagur 7. april 1972. ] Indira vill hitta Bhutto NTB—Islamabad Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans, hefur fengið bréf frá Indiru Gandhi, forsætisráðherra Indlands, þar sem hún stingur upp á að þau haldi með sér fund. Bhutto sagði blaðamönnum, að hann væri að undirbúa svar við bréfinu, sem svissneskir fulltrúar afhentu honum fyrir þremur dögum. 1 bréfinu stingur Indira upp á samningaviðræðum án fyrirfram skilyrða, og að full- trúar landanna hittist fyrst til að undirbúa fundinn. Bhutto kvað bréfinu verða svarað næstu daga, en ekki hvernig svarið yrði. Muskie ekki af baki dottinn NTB—Chicago öldungadeildarþingmaðurinn Edmund Muskie, sem varð að láta sér nægja fjórða sætið I próf- kosningunum I Visconsin, sagði i gær, að hann mundi halda áfram I kapphlaupinu um að verða út- nefndur forsetaefni demókrata. Hann myndi heldur ekki breyta baráttuaðferðum sinum. Muskie hélt fjögurra klukku- stunda fund bak viðíokaðar dyr, með ráðamönnum sínum og þeim, sem styðja hann fjár- hagslega. Joho Tunney öldungadeildarþingmaður frá Kaliforniu, hefur ráðlagt Muskie að taka ekki þátt i prófkosningum i sex smárikjum, en leggja þess i stað alla áherzluna á próf- kosningarnar i Kaliforniu, Penn- sylvaniu og Ohio. Lúbke látinn NTB—Bonn Heinrich Liibke, fyrrum forseti V-Þýzkalands, lézt i gær á sjúkrahúsi i Bonn, 77 ára að aldri. Banamein hans var magasár. Lubke fæddist i Westfalen 1894. Hann stundaði nám vlð háskólana i Bonn, Berlin og Munster, i land- búnaðar og viðskiptafræðum. Þegar Hitler kom til valda árið 1933 var Liibke rekinn lír öllum stöðum og handtekinn margsinnis. 1 fangelsi sat hann 20 mánuði 1934 — 35. Eftir siðari heimsstyrjöldina gekk Lúbke i flokk Kristilegra demókrata. Hann varð forseti 1959 og sagði af sér í júli 1969, tiu vikum áður en annað kjörtimabil hans rann út. Indland og Sovét vilja að Bhutto viðurkenni Bangladesh til að beinar samningaviðræður geti hafizt NTB—Moskvu Indland og Sovétrikin hafa orðið ásátt um, að koma þurfi á viðræðum milli Indlands, Bangladesh og Pakistan um lausn mála I Suður—Aslu. Þetta segir I sameiginlegri yfirlýsingu, sem'birt var I Moskvu I gær, eftir heimsókn Swaran Sings, utanrikisráð- herra Indlands. Fréttaskýrendur i Moskvu túlka yfirlýsinguna sem áskorun til Bhuttos forseta Pakistan um að viðurkenna Bangladesh og koma þar með á viðræðum aðilanna þriggja. Sovétrikin og Indland eru hlynnt friðsamlegri lausn deilunnar gegn um viðræður eins fljótt og hægt er, segir i yfirlýsingunni. UPI segir, að beinar viðræður muni útiloka Sovétrikin sem sáttasemjara i deilunni, eins og varð i striðinu milli Indlands og Pakistan 1965. 1 yfirlýsingunni segir enn- fremur, að þjóðirnar tvær vilji auka samvinnu sina á sviði stjórnmála, visinda, tækni og viðar, án þess að farið væri út i nánari skýringar. Kosygin fagnað í Irak ítrekar stuðning við Araba gegn ísrael NTB-Beirut Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, kom til Bagdad I gær i broddi fylkingar háttsettra fulltrúa sovézka kommúnista- flokksins og stjórnarinnar. Til- gangur heimsóknarinnar er trúlega að styrkja samband Sovétrikjanna og iraks og leggja áherzlu á stuðning Sovétrikjanna við Arabaþjóðirnar i deilunni við ísrael. Þúsundir manna hylltu Kosygin við komuna, og höfðingjar úr irakska byltingarráðinu heilsuðu honum með vinsemd og virðingu. Irakska fréttastofan tilkynnti, að i dag muni Kosygin verða við- staddur opnun nýs olíusvæðis I suðurhluta landsins. Þar mun framleiðslan ná 40 milljónum lesta af oliu á ári fyrir 1979. Sovézk herskip munu heirrsækja hafnir i Irak, meðan Kosygin dvelst þar. Hann mun taka þátt i 25 ára afmælishátið Baath-flokk- sins. Þetta er i fyrsta sinn, sem Kosygin kemur til Iraks, og er hann hæstsetti Rússi, sem komið hefur þangað siðan Podgorny var þar árið 1967, eftir ósigurinn við Israel. Fréttaskýrendur segja, aö heimsóknin muni veita Rússum tækifæri til að auka pólitisk og efnahagsleg áhrif sin i landinu og telja jafnvel möguleika á að gerður verið samvinnu— og vináttusáttmáli á borð við þann, sem gerður var við Egypta I fyrra. Heimsóknin stendur i fimm daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.