Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 9. apríl 1972. Árelíus Níelsson: LEYNDARDÓMUR FORNARINNAR Eitt af þvi, sem erfiðast er að skilja i þessari tilveru, er fórnin, það er að segja þjáningar og gjafir hins góða i baráttunni við andaverur vonzkunnar, sem villa svo mörgum sýn og véla inn á villubrautir. Af þeim hugleiðingum, og alls konar ályktunum, sem komið hafa fram gagnvart þessari ráð- gátu lifsins, er friðþægingar- kenningin þekktust, og að ýmsu leyti elzt og furðulegust, borin uppi af mælsku og hugarflugi margra spekinga og fræðimanna. Ekkert skal hér um þær vanga- veltursagt né fullyrt, enda liggja þær fyrir ofan garð og neðan hjá okkur venjulegu hversdagsfólki i önnum og ysi tæknialdar. En það, sem vekur mest til umhugsunar um sigurafl hins fórnandi kærleika, er sú kveikja til þakklætis, aðdáunar og eftir- breytni, sem er innsta eðli hvers fórnandi starfs i ástúð og sjálf- gleymi elskandi hjarta. Það hefur orðið sterkasta aflið til áhrifa i pislarsögu Krists og kveikt hjá fólki viðbjóð á harðýgi, ranglæti, hálfleika, hræsni, hroka og grimmd, og hins vegar aðdáun til eftirbreytni á göfuglyndi, dreng- lyndi, dáðum, trú og elsku. En segja má, að sá skilningur, sem ýmsir guðfærðingar og kirk- jufeður liðinna alda hafa i þetta lagt, hafi fælt margt hugsandi fólk frá kirkjunni, sem ekki hefur skilið eða þolað hinar svo nefndu kirkjukenningar, sem nefnast t.d. fordæmingarkenning og frið- þægingarkenning. Þær eiga raunar litið skylt við kristinn dóm, sem notað skal yfir kær- leiksboðskap Krists. En hvernig sem á þær og þetta allt, sem sett er i samband við pislarsögu Drottins Jesú, er litið, þá verður samt fórnin leyndar- dómur viöa, þar sem hún birtist i mannlegu liíi. Hvernig má þaö yfirleitt samrýmast réttlætishug- myndum nokkurrar manneskju, að saklaus verði að liða vegna sektar og ranglætis annarra? Hvernig verða örlög margra mæðra og eiginkvenna, sem eiga drykkfellda sonu eöa eiginmenn, skýrð? Hvers vegna leyfir góður guð, sem kennt er að sé almát- tugur, allan djöfulgang styrjalda, skæruhernaðar, og nú upp á sið- kastið mannrána og flugvéla- eða hóprána, með öllum þeim skelfingum, kvölum og ótta fyrir blásaklaust fólk, sem þar kemur fram, jafnvel þótt eitthvað gott gæti af þessu leitt einhvern tima siðar fyrir stétt, þjóð eða land? Fornar sagnir og atvik geta þó sýnt eins og spor i áttina til skilnings og ráðningar þessari fórnargátu. Og alltaf verður hún athyglisverð og þeir, sem fórn veita, ógleymanlegir öllum, sem hafa hiartað á réttum stað. GOÐAR FERMIHGAR GJAFIR FRÁ KODAK Kodak Instamafic 55-X kr. 1.579.00 3 Kodak Instamatic-X myndavélar, sem ekki nota rafhlöður við flashlampa. Eru til stakar og í gjafakössum. Kodak Instamatic — gjöf sem gleður. Kodak Instamatic 155-X kr. 1.999.00 Kodak Instamatic 255-X kr. 3.057.00 BANKASTR. — SÍMI 20313 GLÆSIBÆ — SÍMI 82590 HANS PETERSENr Tveir unglinga spiluðu um peninga. En þau lög giltu, að peningaspil skyldu sektuð þungum gjöldum. Annar þessara ungu manna var auðugur. Hann eða faðir hans galt sektina umsvifalaust. Hinn var sonur fátækrar ekkju og varð þvi að fara i nauðungarvinnu i fangelsi. En móðir hans vildi stytta fangavist hans eftir megni, eins þótt hún hefði varað hann við spilunum og vandað um við hann. Hún fékk vinnu við grjótnámu i nánd við fangelsi sonar sins, og stundum sá ungi maðurinn út um rimlagluggann sinn, hve óttalegt erfiði vinna hennar var, og hvernig steinarnir særðu hendur hennar og fætur. „Mamma, af hverju ertu að þessu?” hrópaði hann til hennar. ,,Ég ætla að vinna fyrir peningum upp i sektina þina”, sagöi hún. Og að siðustu tókst henni það, og drengurinn varð aftur frjáls. Varla var hann fyrr kominn heim en félagi hans kom aftur og bauð honum að spila við sig. „Það geri ég aldrei framar”, sagði pilturinn. „Móðir min varð að vinna og þræla særðum hön- dum og bognu baki fyrir lausnar- gjaldi, sem þú vissir varla af. Ég vil aldrei skapa henni sár og raunir framar.” Þarna birtist fórnin og áhrif hennar i réttu ljósi og varpar skilningsbjarma á ráðgátuna miklu. önnur frásögn veitir einnig leiðsögn i þessu vandamáli og skýrir hvernig réttlæti og elska vixlast oft á i þessum málefnum. Og stundum virðist réttlætið ranglæti i augum kærleikans. Fursti nokkur i Kákasus fékk orð fyrir að vera afar réttlátur i öllum dómum og stjórn sinni yfir- leitt, en þó vænsti maður. A hernaðarárum var stolið nokkrum þýðingarmiklum sk- jölum, sem voru i tjaldi furstans, og þau flutt i hendur óvinanna. Heill alþjóðar var i veði. Furstinn tilkynnti, að sá seki skyldi húð- strýktur hundrað höggum i viður- vist herdeildar sinnar. Bráðlega sannaðist, að það var móðir furstans sjálfs, sem rænt hafði skjölunum og afhent þau óvinum hans. Furstinn lokaði sig inni i tjaldi sinu þrjá sólarhringa, eftir að hann heyrði þessi hræði- legu tiðindi, og neytti hvorki svefns né matar. Að þessum þrem dögum liðnum kallaði hann saman her- deildina og lét sækja hina ógæfu sömu konu. Allir stóðu á öndinni af eftirvæntingu þess, er verða vildi. Þá hóf furstinn réttláti orð sin á þessa leið: „Orð þjóð- höfðingja verða ekki aftur tekin. Réttlætið er heilagt. Böðull, gjör þú skyldu þina. Og vei þeim, sem veitir léttari högg en þótt versti þræll ætti hlut að máli. En” — og hér varpaði furstinn skykkju sinni frá sér — „ég er hold og blóð móður minnar. Það er ég, sem tek á móti húðstrýkingunni.” Böðlinum féllust hendur, og fólkið hrópaði: Aldrei, aldrei. Kærleikurinn er réttlætinu æðri. Arelius Nielsson. Fulltrúi Félagsmálastofnun Reykjavikurborgar auglýsir laust starf fulltrúa við húsnæðis- máladeild stofnunarinnar. Laun samkv. kjarasamningum borgarstarfsmanna. Umsóknir ásamt uppiýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borizt stofnuninni fyrir 20. april n.k. Frekari upplýsingar um starfið veitir húsnæðismálafulltrúi. TILKYNNING um lögtaksúrskurð Þann 6. april s.l. var úrskurðað, að lögtök geti fariö fram vegna gjaldfallins en ógreidds söluskatts fyrir mánuðina janúar og febrúar 1972, nýálögðum hækkunum vegna eldri timabila og nýálögðum hækkunum þinggjalda, allt ásamt kostnaði og dráttarvöxtum. Lögtök fyrir gjöldum þessum fara fram aö liðnum átta dögum frá birtingu upplýsingar þessarar, ef ekki verða gerð skil fyrir þann tima. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Sýslumaðurinn I Gullbringu- og Kjósarsýslu. Góð bújörð á Suðurlandi er til leigu frá næstu fardögum. Upplýsingar i sima 24662 eftir kl. 6 á kvöldin. VOLVO 375 Til sölu bifreið með 7 manna húsi og sorp- kassa, árgerð 1955. hún er i góðu lagi, vélin var tekin upp fyrir einu ári. Nánari upplýsingar hjá yfirverkstjóra i Áhaldahúsi Kópavogskaupstaðar. Tilboð- um sé skilað til rekstrarstjóra fyrir 17. april 1972. Rekstrarstjóri Kópavogskaupstaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.