Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 9. april 1972. TÍMINN 9 Utgef*ndi; Framítkttarflofckurfrtn ::::: Ipr-amkwwmdftatfliri; ::|íriSt.fÍn;:6<lnftdikHSún;: Þárartnsson: :(áþ); : ArtdréS: ::Kffcf$ártíS:<>rt(:: iéft: :H«)9aí&rt,: irtdflSf: x : ;:: 6. PorstÆinsspn pg Tdmo*. Karfsscm, AugHýsingastióri: Steln- frrifrtur tjíslason. Rltsfiórnarskritstofgr í ídduiíúíirtU, sírtvsr 18300 — 18305. 5krif?tofpr Bankostræti 7. Af&roiðsiusfmi 111333. AuaiýsírtOaMmf 1-M33k ASrar skrif?tofvr sirtd T83O0, Áskriftít'ífald kt, 328,00 á mánuSi Innanfantfs. í bUsafóW kr. 15,00 aintakfS. — BláSápront h.f. !<3«wt) Flutningur stofnana í sambandi við umræður um nauðsyn þess að vinna að skipulegri þróun byggðarinnar og treysta jafnvægi i byggð landsins, hafa komið fram ýmsar hugmyndir og tillögur um flutning rikisstofnana út um landið.í málefnasamningi rikisstjórnarinnar er einnig kveðið á um þetta mál, og þar lýsir rikisstjórnin yfir þeim vilja sinum að stuðla að þvi að nýjum rikisstofn unum verði valinn staður úti á landi. Það er augljóst, að það er ýmsum er- fiðleikum bundið að flytja gamlar og grónar rikisstofnanir frá höfuðborginni. Eins og samgöngumálum er háttað er fráleitt að unnt sé að flytja þær rikisstofnanir frá Reykjavik sem allir landsmenn þurfa að sækja til um þjónustu og fyrirgreiðslu. Allt öðru máli gegnir um þær stofnanir, sem bundnum verkefnum gegna. Eins má hugsa sér að ýmsum rikis- stofnunum megi skipta, þannig að þau verk- efni, sem tilheyra landsfjórðungunum, séu unnin þar i landsfjórðungsútibúum, þótt höfuð- stöðvarnar yrðu áfram i Reykjavik. Þessi mál eru nú öll til sérstakrar skoðunar. Ein þeirra tillaga, sem fram hafa komið um þetta efni, er frumvarp Kristjáns Ingólfssonar um að flytja höfuðstöðvar Skógræktar rikisins til Fljótsdalshéraðs. í fljótu bragði virðist hér um tillögu að ræða, sem einna auðveldast ætti að vera að hrinda i framkvæmd af þeim tillög- um um flutning rikisstofnana, sem fram hafa komið. Þessa tillögu ber þvi að taka strax til gaumgæfilegrar athugunar. Með henni er lagt til að aðalstöðvar Skógræktarinnar verði fram- vegisiþvihéraði, þar sem skógar eru mestir og skógrækt lengst komin. Varnarmálakönnun í sambandi við þær umræður, sem hafa orðið á Alþingi að undanförnu um varnarmálin, vegna þeirrar ákvörðunar rikisstjórnarinnar að taka boði Bandarikjastjórnar umaðfallafrá öllum skilyrðum varðandi fjármögnun flug- brautarlengingarinnar á Keflavikurflugvelli, er rétt að vekja athygli á yfirlýsingum utan- rikisráðherra varðandi þá könnun, sem nú fer fram á varnarmálunum. Utanrikisráðherra sagði, að íslendingar ætluðu sér að veraáfram i Nato og standa við allar þær skuldbindingar, sem af Nato-aðild leiddi fyrir ísland. Er Island gerðist aðili að Nato 1949, var um það samið, að sú aðstaða, sem ísland léti bandalaginu i té hér á landi, væru afnot af Keflavikurflugvelli án herliðs. Island hefði gert þann fyrirvara, að hér á landi dveldist ekki erlendur her á friðar- timum.Könnun varnarmálanna beinist að þvi, hvort ekki séu aðstæður og möguleikar fyrir hendi að taka upp þá skipan nú, þ.e. að Nato hafi fullnægjandi eða viðunandi aðstöðu á Keflavikurflugvelli en bandariski herinn hverfi á brott. Vonir manna standa til þess að sú geti niðurstaðan orðið. —TK. Peter Jenkins, The Guardian: Verður Angela Davis fundin sýkn saka? Sýknun „Soledad”-bræðranna eykur vonir um það SÝKNUN „Soledad-bræðr- anna” kom á óvart þeim mörgu, sem ýmist gera ráð fyrir, að enginn svertingi fái notið réttlætis fyrir dómstól- um hvitra manna i Banda- rikjunum — eða að svertingjar séu alltaf sekir hvort sem er. Sýknudómurinn efldi traust þeirra, sem gera ráð fyrir að, hlutleysi dómstóla og rétt- dæmi hvitra dómenda hafi jafnvel i fullu tré við stjórn- mála-og kynþáttaþrýstinginn, sem þeir verða fyrir. Hvitir kviðdómendur i San Francisco kváðu upp sýknu- dóminn yfir Fleeta Drumgo og John Clutchette. Kviðdóm- endurnir komust að þessarri niðurstöðu eftir þriggja vikna réttarhöld, þrátt fyrir öryggisráðstafanir i réttar- salnum, sem gáfu i skyn, að sakborningar væru trylltir morðingjar, þrátt fyrir marg- endurtekna fordæmingu sak- borninga, áréttingum og tiðar aðfinnslur dómarans við verj- endur þeirra fyrir óviður- kvæmilegt orðbragð. UNGU sakborningarnir voru dag hvern fluttir i þyrlu milli San Quentin-fangelsisins og þaks dómhússins. Aheyrendapallarnir voru greindirfrá réttarsalnum með stálneti og skotheldu þili. Leitað var á áheyrendum og fréttamönnum utast klæða innst, og skór þeirra meira að segja athugaðir af gaum- gæfni. Allur þessi viðbúnaður og andrúmsloftið, sem hann skapaði, gat tæpast talist til þess fallið að stuðla að hlut- leysi og réttdæmi. brátt fyrir allt þetta tókst kviðdómendum að einbeita huganum að framkomnum upplýsingum og komust að þeirri niðurstöðu, — efalaust réttri, — að ekki væru gild rök til að dæma „Soledad-bræð- urna” seka um morð fanga- varðarins 16. janúar 1970. Drumgo og Clutchette neituðu að hafa verið i námunda at- burðanna. Annar sagðist hafa verið að horfa á sjónvarp en hinn kvaðst hafa verið i klefa sinum. Ekki er vitað, hvort kviðdómendur hafa trúað þeim eða ekki. HELZTU vitnin gegn sak- borningunum voru fjórir sam- fangar þeirra, tveir svartir og tveir hvitir. Þeir sögðust hafa séð George Jackson berja fangavörð, sem fannst látinn og fallið hafði ofan af þriðju hæð fangageymslnanna. Þeir fullyrtu og, að Drumgo og Clutchette hefðu verið við- staddir. Enginn hélt þó fram, að hann hefði séð þá greiða fangaverðinum högg. Dómurinn i Soledad-málinu kann að auka trúna á það, að Angela Davis njóti sannsýni og réttlætis við réttarhöldin, sem sem nú eru hafin i San Jose. Dómarinn er Richard Earle Arnason, en hann er frá byggð hvitra manna norð- austan við San Francicco-flóa. Ttlnefning hans var gagnrýnd harðlega á þeim forsendum, að hann væri reynslulitill dómari út sveit og ekki fær um að stjórna svo mikilvægri og vandasamrf málsrannsókn, þar sem öldur stjórn- og kyn- þáttamála hlytu að risa hátt. DÓMARINN hefir komið áheyrendum á óvart og vakið virðingu þeirra enn semkomið er. Við undirbúning sjálfra réttarhaldanna kvað hann upp allmarga úrskurði, sem sýndu tillitssemi við ungfrú Davis, og þegar hæstiréttur Angela Davis. Kaliforniu nam dauða refsingu úr gildi, lét Arnason hana lausa gegn tryggingu. begar málastappið hófst fyrir tiu mánuðum leit út fyrir, að Angela Davis væri við þvi búin að verða pislar- vottur, eða að minnsta kosti að Kommúnistaflokkurinn og herskáir baráttumenn á hennar bandi vildu gera réttarhöldin að dæmigerðum stjórnmálaréttarhöldum. Nú er svo að sjá sem Angela Davis vilji færa sönnur á sak- leysi sitt og öðlast frelsi. Þegar val kviðdómenda hafði staðið i niu daga — en allir höfðu reiknað með deilum mánuðum saman — féllst hún öllum að óvörum á val kvið- dómenda, sem allir voru hvitir, og lýsti opinberlega yfir, að hún treysti þvi, að úr- skurður þeirra yrði réttlátur. UM EINS árs skeið eða svo hafa i málum herskárra svert- ingja verið kveðnir upp ýmsir dómar, sem vekja vonir. Afrýjunarréttur i Kaliforniu lét Huey Newton leiðtoga „svörtu hlébarðanna” fara frjálsan ferða sinna. Dómstóll i Connecticut visaði frá ákær- um á hendur Bobby Seale, en hann hafði verið keflaður og bundinn meðan á hinum ræmd u réttarhöldum i Chicago stóð. Saksóknarinn i Kaliforniu viðurkennir, að málið gegn Angelu Davis byggist „eink- um á likum”. Skráningar- skirteini sýnir, að hún er eig- andi að byssum, sem beitt var i skothriðinni i Martin County i ágúst 1970. En saksóknarinn verður að sanna, að hún hafi átt þátt i tilraun Jonathans Jacksons til að taka glsla i þvi skyni að fá bróður sinn George Jackson lausan, en hann beiö þá dóms i Soledad-morðmál- inu. ENN sem komið er hefir að- eins komið fram eitt atriði, em gæti bendlað ungfrú Davis við atburðina, sem leiddu til dauða dómara og tveggja annarra manna, auk Jona- thans Jacksons. Borið hefir verið, að bækur, sem hún á og voru merktar henni, hafi verið notaðar til að leyna byssunum i pakkanum, sem þær voru fluttar i inn i réttarsalinn. Saksóknarinn heldur fram, að byltingaráhugi Angelu Davis hafi ekki knúið hana til athafna, heldur „mannleg ástriða”. Hún hafi verið ást- fangin af George Jackson og litið á sig sem konu hans. „Ast hennar”, sagði sak- sóknarinn, „var hömlulaus, átti ser engin takmörk og virti einskis lif annarra, e kki einu sinni lif Jonathans bróöur Georg.”. VERA má, að likurnar sannfæri kviðdómendur um aðild Angelu Davis að morðunum i Martin County. Niðurstaðan getúr þó einnig orðið, að þeir áliti hana of hyggna og skynsama stúlku til að taka þátt i slikri fifldirfsku, — eins og fjölmargir, sem þekkja hana vel, hafa fullyrt. Hun aðhyllist að visu kenn- ingar Marx og Lenins og er félagi i hinum óvinsæla kommúnistaflokki, en er eng- inn nýjabrumsbyltingarsinni. Kviðdómendurnir kunna einnig að hugsa sem svo, að ást hennar á George Jackson hefði ef til vill átt að hvetja hana til að fara eftir áskorun hans i hjartnæmu bréff, sem hann skrifaði henni úr fangelsinu. Þar segir hann um Jónathan bróöur sinn: „Hann er á þeim hættulega aldri, þegar allt getur um- snúist og leitt bróður annað hvort i fangelsi eða til útfara- stjórans. Hann er litlu betur á vegi staddur en ég var og flestir bræður eru raunar á hansaldri.En hann er fljótur að læra og getur greint veru- leikann frá þvi, sem sýnist á yfirborði, svo fremi að einhver gefi sér tima til leiðbeininga. ” Ef til vill hefir nemandi Marcuser gefið sér tima til að leiðbeina honum i skynsemi og byltingu. SOLEDAD—SAGAN er ekki á enda fyrri en að lokið er réttarhöldunum yfir Angelu Davis. George Jackson er látinn, einnig Jónathan Jackson, svo og John Mills, fangavörðurinn ungi, Þrir svartir fangar voru skotnir til dauðs i Soledad—fangelsinu, þegar Mills var drepinn. 1 Martin County . voru skotnir voru skotnir tveir fangar og einn dómari og tveir fangar og þrir fangaverðir voru skotnir þegar George Jackson lét lif sitt' i ágúst i sumar sem leiö i San Quentin- —fangelsinu. Yfirvöldin segja, að það hafi verið tilraun til flótta, en herskáir svertingjar halda, að uppþotið hafi verið sett á svið til þess að fá tæki- færi til að skjóta Jackson. Fjórtán lik liggja þvi á sviðinu i þessum bandariska harmleik, þegar sá þáttur hefst, sem vonandi verður hinn siðasti. (Eftir aö þessi grein var rituð var eitt vitni ákæru- valdsins James Carr að nafni, myrtur á götu i San Jose, og eru þvi likin orðin 15.) Nauðsynlegt er i lokin að lita i svip til upphafsins. George Jackson var 18 ára 1960. Hann meðgekk að hafa rænt 70 dollurum á benzinstöð og hlaut fyrir fangelsisdóm, sem gilti um óákveðinn tima. Eftir það kom hann ekki út fyrir fangelsismúrana. Fátækrahverfið hafði gert hann að smáglæpamanni en fangelsis kerfi kynþátta mi.smunarins gerði hann aö manni, rithöfundi, byltingar- sinna og ef til vill að morðingja. Þetta kerfi kynþátta- mismunarins, fangelsið og samfélagið, sem þau endur- spegla, hafa kostað 14 manns lifið i einni ægilegri blóði drif- inni fléttu. Þrátt fyrir þetta er Angela Davis nú i hlutverki sakbornings, en samfélag hinna hvitu skipar kvið- dóminn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.