Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. april 1972. TÍMINN 7 Segir fólki l|k frá framtiöinni W I skuggsælum krók við götu eina i indverskri borg situr spá- maður með páfagaukinn sinn. 1 Indlandi er það trú manna, að páfagaukurinn sé mjög vitur fugl. og þessi spámaður notar fuglinn til þess að segja fólki fyrir um framtið þess. Spámaðurinn les hitt og þetta úr þvi, sem fuglinn tekur sér fyrir hendur, og siðan getur hann sagt fyrir um óorðna hluti. Þetta er heldur óvenjuleg spádómsaðferð, en sennilega ekki verri en þegar lesið er úr spilum eða krystalkúlu. Kátar ekkjur Það heyrir til liðinni tið, að konur i Japan séu undirokaðir þrælar eiginmanna sinna. Nú eru japanskar konur óhræddar að segja álit sitt á hlutunum, og lifa lifinu að eigin geðþótta. Nýlega var sýndur sjónvarps- þáttur i Japan, sem sannaði betur en nokkuð annað, hvilik breyting hefur átt sér stað. Sjónvarpsmaðurinn spurði til dæmis unga stúlku, hvað hún vildi vera. — Ég vil vera ekkja og rithöfundur, sagði sú stutta. — Hvernig stendur á þvi, að þú vilt vera ekkja, spurði mað- urinn. — Jú, það er einfalt. Þá væri ég búin að vera gift. og hefði erft peninga mannsins ★ Samkeppni vegna 200 ára afmælis Konunglega postulins- verksmiðjan i Kaupmannahöfn heldur senn upp á 200 ára af- mæli sitt. f tilefni af þvi heíur verið ákveðið að efna til sam- keppni meðal norrænna lista- manna um hönnun listaverka, eða öllu heldur hluta, sem hafa hagnýtt gildi, og framleiða má i verksmiðjunni. Trúlega verða verðlaunin 200 þúsund danskra króna. mins, og þannig gæti ég með aðstoð peninganna, helgað mig ritstörfunum. Vilja Arabar sjá myndir Liz Taylor? Elizabeth Taylor, sem gerðist gyðingatrúar, er hún fyrir löngu giftist söngvaranum Eddie Fisher, vill nú semja við Araba með með þvi að leika i kvik- mynd um Egyptaland, að þvi er vikuritið A1 Jamhour i Beirut hefur skýrt frá. Bannað hefur verið að sýna kvikmyndir Elizabeth Taylor i nær þvi heilan áratug i Arabarikjunum, og er það vegna þess að hún var gift Fisher, sem var Gyðingur. En nú hefur Eiizabeth farið fram á, að sýningarbanninu verði aflétt, ef hún leiki i áðurnefndri kvikmynd, Blöð i Kairó hafa lika skrifað um þetta mál, og hafa sagt, að Richard Burton, eigimaður Liz hafi boðizt til að taka einnig þátt i Egyptalandsmyndinni, ef sýningarbanninu verði aflétt. Aröbum finnst hins vegar Liz Taylor hafa sýnt tsraels- mönnum of mikla vinsemd og of mikinn áhuga á undanförnum árum, svo óvist er, hvað gert verður. Neðanjarðarbrutirnar fljótari í ferðum Neðanjarðarbrautirnar i Paris hafa nú fundið upp leið til þess að ferðir lestanna taki mun skemmri tima heldur en verið hefur. Aðferðin er einfaldlega sú, að fólk fær skemmri tima til þess að komast inn i lestirnar og út úr þeim á hverjum við - komustað heldur ven verið hefur fram til þessa. Sér- fræðingar komust að þvi eftir gaumgæfilega athugun, að 95% farþega sem fóru upp i lestirnar og úr þeim gerðú það á 30 sekúndum eftir að lestirnar höfðu numið staðar við brautar- pallana. Þá var ákveðið að sýna farþegum enga miskunn, eða réttara sagt þeim 5% farþega, sem er eitthvað að væblast um á brautarpöllunum, og kemur sér ekki að þvi að fara upp i lestirnar. Nú hringja bjöllur og lestardyrunum er lokað aðeins hálfri minútu eftir að lestin hefur numið staðar við brautar- pallinn, og siðan er haldið af stað aftur. Þannig hafa lestirnar unnið upp að meðaltali eina minútu og 30 sekúndur á hverjum viðkomustað en það þýðir að allt að 20% fleiri lestir geta runnið eftir neðanjarðar- brautarteinunum dag hvern, og hægt er að flytja langtum fíeiri iarþega, daglega, heldur en áður var. ★ Kirkja á ferðalagi Séra Róbert Dunlop i Eng- landi hefur komið sér upp þessari óvenjulegu kirkju. Komi fólk ekki til kirkju kemur kirk- jan til fólksins segir hann. Þar af leiðandi lét hann mála þennan vagn og setja á hann turnspiru, og nú ekur presturinn um i kirkjunni sinni, og messar hvar og hvenær, sem honum dettur i hug. —Hjálp, hjálp! Ég er að drukkna! —Jæja, frú Hansen, svo þér hafið verið gift i tiu ár. —Nei, tiu ár og þrjá mánuði. —Jæja, en þessir þrir mánuðir skipta engu. —Jú, vist gera þeir það, þvi ég á son, sem er niu ára og hálfs árs. —Konan min er ómöguleg. Hún veit ekkert! —Já, konan min er lika ómögu- leg. Hún veit allt! Á skömmtunartimunum kom gömul kona inn á skömmtunar- skrifstofuna og kvartaði yfir að hafa ekki fengið leyfi til að kaupa sér ný]a skó. Hún syncn skrit- 'stofumanninum garmana sina, en hann sagði, að þvi miður væri ekkert við þessu að gera. —Kvótinn leyfir það ekki, sagði hann. —Ég vil fá að tala við þennan kvóta, sagði kerling. Sveitarvegurinn átti af afhen- dast héraðinu og verkfræðingur átti að athuga hann og gæta að hvort hann stæðist allar kröfur sem héraðsvegur. Hann fann ýmislegt að, mölin ójöfn, ræsi skökk og vegurinn mishæðóttari, en þurfa þótti. Þegar verk- fræðingurinn hafði lokið upp- talningunni, varð vegaeftirlits- manni sveitarinnar að orði: —Ég vona, að hann sé þó mátulega langur. Faðirinn við nýkvæntan son sinn: —öll ung hjón eiga sin vandamál. Við mamma þin þurítum að rök- ræða mikið og lengi, áður en mér varð ljóst, að ég hafði alltaf rangt fyrir mér. —Vina min. Auðvitað ertu eins falleg og Brigitte Bardot.. Þú ert bara önnur „týpa”. DENNI DÆAAALAUSI Ef hann væri meira heima, en hann er, þá vissir þú undan hverju ég er aö kvarta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.