Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.04.1972, Blaðsíða 10
TÍMINN 10 Sunnudagur 9. apríl 1972. í siðustu viku afgreiddi alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um innflutning búfjár. í þessu frumvarpi felst m.a. heimild tii landbúnaðarráð- herra um að láta flytja inn djúpfryst sæði úr holdanautum af Galioway'. kyni, að fengnum meðmælum stjórnar Búnaðarfélagsins, yfirdýralæknis og forstöðumanns Tilraunastöðvar Háskólans i meinafræði. Hér verður litillega sagt frá þessu fræga Gallowaykyni, sem verður eftir nokkur ár, ef allt fer að óskum, þekkt hér á landi meðal kjötframleiðenda og neytenda. Það eru mörg ár liðin siðan fyrst var farið að tala um innflutning á holdanautum til landsins til að drýgja tekjur bænda, sem í ára- raðir hafa margir hverjir haft sinar tekjur af kvikfjárrækt og mjólkuframleiðslu. Þessi innflutn- ingur hefur ætið mætt andstöðu hjá öðrum, mest vegna ótta á sýk- ingarhættu, og svo mun enn vera, þótt alþingi sé búið að samþykkja heimild til innflutnings á djúp- frystu sæði úr holdanautum af Gallowaykyni. Til þessa hefur aðaláherzlan verið lögð á ræktun kvikfjár og góðra m jólkurgripa. islenzku kýrnar eru taldar frábærar mjólkurkýr, en hafa þótt heldur holdalitlar, og hefur það verið álit margra, að með þvi að nota Gallowaynaut lil Islenzkra kúa megi bæta mjög úr þvi og fram- leiða með þvi nokkuð af góðu nautakjöti með einblendingsrækt. Gallowayblendingar til hér á landi Gailowaykyniö er til hér á landi. Arið 1933 voru flutt inn hingaö til lands nokkur holdanaut frá Skot- landi, m.a. kýr og naut af Gallowaykyni. Voru þau sett i sótt- kvi út, í Þerney, en þar kom upp í þeim sýki (Hringskyrfi), sem ekki tfkst að lækna, og voru þá öll dýrin felld. Gallowaykýrin hafði þá ný- borið nautkálf, og fékk hann að lifa, en var hafður áfram I sóttkvi. Menn lentu i mestu vandræðum með þennan eina kálf. Var hann á flækingi um landiö fram og aftur, en endaði loks á Hvanneyri og grip- um undan honum var blandað saman við mjólkurkúastofninn þar. En það virðist vera augljóst, að þeir sem höfðu afskipti af málum þessum, hafa verið ókunnugir holdanautagripum yfirleitt, og þá einnig þessu kyni, eiginleikum þess, og hvaða tilgangi það þjónaði annars staðar. Frá þessum Galíowaykálfi, sem slapp við að verða líflátinn úti í Þerney og nefndur var Brjánn, komu margir gripir, og dreifðust þeir um landið. Þegar Runólfur Sveinsson tók við starfi sand- græðslustjóra I Gunnarsholti, safn- aöi hann þeim gripum, sem falir voru, þangað, og siðan hefur Gunnarsholt verið miðstöð þessarar búgreinar, og er þar nú all myndarlegt holdanautabú. A fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir hálfri milljón króna til þess að undirbúa innflutning á Galloway- sæði, og er talið að kjöt af Gallowayblendingum verði komiö á islenzkan markað eftir fimm til sex ár. Fyrirhugaðerað allt starfið I þessu sambandi fari fram I sótt- varnastöð rikisins að Bessastöðum, en þar er hægt að hafa mjög gott eftirlit með öllu, sem aö þessari framleiöslu snýr, a.m.k. fyrst um sinn. En við skulum nú aðeins huga aö þessu Gallowaykyni og fræöast örlitið um það. Kynið komið frá Skotlandi Gallowaykyniö ber heiti héraös i Suð-vestur Skotlandi, eða öllu heldur smákonungs eða fursta- dæmis, sem þar var. Nafnið er komið úr fornu orði, Gallovid, sem þýðir Galli, en sá þjóðflokkur er talinn hafa setzt að fyrstur í þessum hluta Skotlands. A timum Rómverja er talið, að hjarðir villtra nautgripa, fyrir- rennara Gallowaykynsins, hafi reikað um skóglendi á þessum slóðum. Um 1840 er talið, að enn séu til leifar af tveim greinilegum frumbyggjum nautgripakynsins á Bretlandi, annaö á Gillingham garðsvæðinu i Norður-Bretlandi, og hitt i Lanarkshire. Hiö fyrra hafði meðalstór horn, en hið siðara var kollótt. Um skeið var Lanarkshire og ná- grannahéruð undir Galloway-smá- konunginum, og hefur þá að sjálf- sögðu verið samgangur á milli, eins og fyrr og siðar. 1 Galloway- héraði hafði nautgriparækt verið aðaluppistaðan I búskap bænda frá ómunatfð. Nákvæm lýsing á æski- legum einkennum Galloway-kyns- ins er til frá 1811, og hefur ræktunarstefna að sjálfsögðu verið endurnýjuð við og við. Fyrstu ættarbækurnar brunnu Ættarbækur kynsins eru nýtizku- legar, þótt þetta sé elzta hrein- ræktaða nautgripakynið á öllum Bretlandseyjum. Fyrstu ættar- bækurnar eyðilögðust i bruna i Edinborg árið 1851, en siðan hefur þeim verið vel við haldið, og I kringum þetta fræga kyn hefur verið stofnaður mikill félags- skapur, sem ber nafnið „Galloway Cattle Society”, og kemur t.d. út á vegum þess mikið og vandað rit, sem heitir „The Galloway Jour- nal”. Er það a.m.k. 200 siður, og þar er að finna greinar og skrár um allt, er viðkemur þessu fræga kyni, og myndir af verðlaunagripum, sem eru margir, enda kynið út- breitt.finnst viða um heim. Þetta kyn hefur aldrei verið Vcrðlaunanaut af Gallowaykyni, sem ber nafnið „Masterstroke of Foreside eða Snilldarbragðið frá Foreside Verðlaunakú af Gallowakyni, sem ber nafnið „Killiechroi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.