Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 16. april 1972. I" mmsv Morgunritual fí..... Hlutur i landslagi ,,EF MIG LAN AAÁLA ÖÐRU V GÆR,LÆT ÉG Þi l>af) sem ekki má segja (Timamyndir GE) Fyrir um 36 árum hélt 10 ára drengur sina fyrstu myndlistarsýningu suöur í Hafnarfirði. Þetta var reyndar ekki formleg sýning, en einn og sami nemdandinn í barna- skólanum í Hafnarfiröi var svo áhugasamur aö teikna og mála, að myndir hans eins skreyttu veggina í skólastofu bekkjarins. Á gamalli bekkjarmynd lítur helzt út fyrir að hér hafi verið um heila málverka- sýningu að ræða. Þessi duglegi nemandi Eiríkur Smith, síðar listmálari, sem fyrir skömmu hélt enn sýningu i kjallara Norræna hússins. Á milli þessara tveggja sýninga hafa verið margar aðrar, bæði hér heima og erlendis. Það kann lika að vera, að breyting hafi orðið á verkum Erikis á þessu timabili, frá litlu myndunum snáðans i Hafnar- firði, sem fannst upplifelsi að vera farinn að teikna i skóla, til oliumyndanna 76 á siðustu sýningu, sem sumar hverjar voru m jög stórar. Á fyrstu árum sinum sem alvarlega þenkjandi lista- maður, málaði Eirikur ,,figúra- tif" verk, siðar fór hann út i framúrstefnu, og i mörg ár málaði hann ,,hreina abstraksjón", sem hann byggði á „áhrifum frá landslagi og nánasta umhverfi", svo notuð séu hans eigin orð úr viðtali við blaðamann Timans á dögunum. Þeir sem sáu sýningu Eiriks i Norræna húsinu, muna eflaust eftir slikum abstraktmálverkum, sem voru mikill hluti hennar. En á sýningunni voru einnig myndir með talsvert öðrum svip. — Um 1967-68 fór ég að breyta til i málverkum minum, sagði Eirikur Smith um þennan hluta sýningarinnar. Mér fannst orðin einhver stöðnun hjá mér og fitjaði upp á þvi að fara aftur að mála „figúratift". Ég byrjaði i auknum mæli að nota „figúruna" á ýmsan hátt, bæði i landslagi og „fantasium". Þessi breyting er eflaust að ein- hverju leyti til orðin fyrir áhrif frá erlendri nútimalist, en um svipað leyti hafði ég sýningu á abstraktmálverkum i London. Þar voru uppi ýmsar stefnur og breytileg sjónarmið i málara- listinni um þessar mundir eins og gengur. En brezkir og banda- riskir myndlistarmenn hafa að minu áliti haft sterkust áhrif á þróun heimsmyndlistarinnar að undanförnu. Ég vil þó taka það fram að mitt takmark er ekki að mála framúr- stefnumálverk. Ég er búinn að gera nóg af sliku. Ég hef siðustu ár verið að reyna að finna mina persónulegu linu — svona með • jálfum mér. — Ástundar þú þjóðfélagsádeilu i málverkum þinum? — Nei, yfirleitt ekki, en þó er eins og örli á sliku hjá mér. Þú átt sennilega við hráar and- stæður, sem stundum koma fyrir i myndum minum. Nei, þar held ég sé miklu fremur um dulræn áhrif að ræða. Það er mikið um ýmiskonar gagnrýni á þjóðfélagið i ungri myndlist. Þetta getur stundum orkað spennandi og stundum ekki. En fyrst og fremst held ég aö málaralist verði að vera myndræn, Og i góðri myndlist er sjaldan mikil predikun eða póli- lik. Það kemur nokkuð oft fyrir að það er viss meining i myndum minum, við getum t.d. nefnt áhrif frá mengun, en ég hef ekki áhuga á, að hún komi mjög ljóst fram. Það álit ég til lýta fyrir mynd- verk. Svo fer lika oftast, að dulbú- in ádeila reynist sterkari en það, sem framreitt er beint ofani skoðandann. önnur form eru e.t.v. heppilegri fyrir háværa predikun, málverk eru nú einu sinni hin þögla list. Ég hef miklu fremur verið að leitast við að sýna i myndum min- um viss tvö svið, svo sem verald- legt umhverfi og andstæðuna við það. Þetta er eitthvað, sem legið hefur i loftinu hjá mér, en ég á vist erfitt með að tala um og túlka i orðum. En ég hef haft gaman af að vinna að þessu. Og stundum næst það i myndum. Sjálfur hef ég áhuga á eilifðar- málunum, og það kæmi mér ekki á óvart þótt hann kæmi fram i þessari myndgerð. Þegar ég bregð mér i þetta gervi er ég ekki eins mikill landslagsmálari og ég var upphaflega. Já, það mætti segja mér að i þessum myndum komi fram einhvers konar leit mannsins, verunnar, að ein- hverju öðru sviði en sinu verald- lega umhverfi. Þetta er svo sem ekkert nýtt. Elztu meistarar málaralistarinnar glimdu við þvilik viðfangsefni, og sömuleiðis hefur kvikmyndatækni nútimans verið beitt við þau. En það sem mér sjálfum er mikilvægast við þessa breytingu á myndum minum er, að ég mála eins og mig langar tií. Og ef mig langar til þess að mála öðruvisi á morgun en ég geri i dag, þá læt ég það eftir mér. Með aldrinum er maður ekki eins bundirin af ákveðnum stefn- um. Það hafa allir lent i þeim potti að mála eftir ákveðinni linu, og sumum tekst aldrei að komast Úr barnaskóianum i Hafnarfirði. A vef gleraugu). Við hlið hans er Jón Gunn; son. „Sáttmáli um, að engin þjód skuli nokkru sinni hafa her c Undanfarna daga hefur staðiö yfir hörö rimma um lengingu flugbrautar á Keflavikurflugvelli og fjárframlag til hennar. Einnig hefur stjórnarandstæðingum og málgögnum þeirra orðið tiörætt um þá stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar aö stefna að þvi á þessu kjörtimabili, með endur- skoðun eða uppsógn varnarsamn- ingsins við Bandarikin sam- kvæmt ákvæðum hans sjálfs, að hinn erlendi her hverfi úr landinu. Þvi sést hvað eftir annað haldiö fram, að með þvi að láta herinn fara, svikjumst við undan skyld- um okkar við Atlantshafsbanda- lagið, og samkvæmt þeim skyld- um beri okkur að hafa herinn og herstöðina, ef Atlantshafsbanda- lagiðóski þess. Aðrir segja: Mun- ið þið ekki fyrirvara íslendinga? Sá fyrirvari var um það, að for- senda þess aö íslendingar gerðust aöilar að Atlantshafsbandalaginu varskjalfestyfirlýsingum, að við þyrftum ekki að hafa hér erlend- an her á friðartimum. Aðrir spyrja: Var þetta nokkur fyrir- vari? Hvernig var hann? Við get- um ekki gegnt skyldum i banda- laginu nema hafa herinn, ef það vill það. Að vera fullgildur aðili þar og hafa herinn er það sama. Vegna umræðna- undanfarinna mánaða um þessi mál er ástæða til að rifja þennan fyrirvara upp og aðfara allan að inngöngu i bandalagið, og til þess máls hæfir bezt áð taka skráðan vitnisburð tveggja manna, sem gerzt máttu um þetta vita, þeirra Bjarna Benediktssonar, þáverandi utan- rikisráðherra, og Ólafs Thórs, þá- verandi forsætisráðherra. Flettum þá upp i Morgunblað- inu 29. marz 1949: Þar er frá þvi skýrt, þvert yfir forsiðu, að daginn áður hafi verið lögð fram á Alþingi tillaga rikis- stjórnarinnar um aðild tslands að Atlantshafsbandalaginu. Siðan er birt, orði til orðs, framsöguræða utanrikisráðherra, Bjarna Bene- diktssonar, um málið, þar sem hann rekur nákvæmlega aðdrag- anda allan og umræður og yfir- lýsingar um sérstöðu Islands. Hann segir, að'sendiherra Banda- rikjanna hér, hafi hreyft málinu hér og annazt viðræður i umboði bandalagsþjóðanna. Siðan segir utanrikisráðherra orðrétt: „Eftir að máliö hafði verið ihugað innan rikisstjórnarinnar tilkynnti ég hinn 12. jan. 1949 sendiherra Bandarikjanna form- lega fyrir hönd rikisstjórnarinn- ar, að stjórnin mundi ekki geta ákveðið afstöðu sina til þátttöku tslands i samningsgerð N- Atlantshafssáttmálans fyrr en ákveðnari upplýsingar væru fyrir hendi um það aukið öryggi, sem fyrir tsland væri fólgið i slikum samningi, svo og þær skyldur, sem þessu væru samfara. Og þess vegna væri nauðsynlegt að þessi atriði - ásamt hinni sérstöku að- stöðu tslands - væru skýrð rneð frekari viðræðum. Og um leið og ég las þessa orð- sendingu fyrir sendiherranum, átti ég samtal við hann og tók ég þá m.a. fram: „að sú skoðun væri ákaflega rik, bæði hjá fylgjendum rikis- stjórnarinnar og stjórninni sjálfri, að það væri of dýru verði keypt að láta hermenn dvelja hér á friðartimum fyrir það öryggi, sem við slikt fengist". Siðustu málsgreinarnar birti' ráðherrann sjálfur innan gæsa- lappa sem orðrétta tilvitnun þess- ara orða i ræðunni. I samræmi við þessa orðsend- ingu til Bandarikjastjórnar fóru þeir vestur um haf Bjarni Bene- diktsson, Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson og ræddu við Bandarikjastjórn, sem gaf i lok viðræðnanna eftirfarandi yfirlýs- ingu i umboði allra bandalags- þjóðanna: „1. Að ef til ófriðar kæmi mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Islandi og var i siðasta striði, og að það mundi algerlega vera á valdi Is-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.