Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.04.1972, Blaðsíða 20
Sunnudagur 16. april 1972. Charles Duke, stjórnandi tunglferjunnar Thomas Mattingly, stjórnar móðurskipinu John Young, stjórnandi feröarinnar LEGGUR AF STAÐ í DAG - I TÓLF SÓLARHRINGA FERÐ Fyrirlestur Amerasinghe á mánudag Sendiherra Ceylon hjá Sam- einuðu þjóöunum, Hamilton A. Amerasinghe, er hér á landi I heimsókn, og flytur hann fyrir- lestur il.kennslustofu Háskólans á mánudaginn. Hefst fyrir- lesturinn kl. hálf sex. Amera- singhe er formaður undir- búningsnefndar hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, og mun hann eiga viðræður við stjórnvöld hér Kaupið fjöður APOLLO 16. SB—Reykjavik Apollo 16. hefur tunglferð sina frá Kennedyhöfða klukkan 17.54 að isl. tima i dag og mun ferðalagið alls taka 12 sólarhringa, tvær klukkustundir og 36 minútur. í rúmlega 6 sólarhringa verður móðurskipið á tunglbraut og mannleg augu, myndavélaaugu og rafeindaaugu rannsaka tunglið. Mann- legu augun tilheyra þeim félögum, John Young, Thomas Mattingly og Charles Duke. Þessi ferð, sem er hin næst- siöasta i Apollo-áætluninni, á að færa til jaröar nýjar, dýrmætar upplýsingar um tunglið og himin- geiminn og nú i fyrsta sinn verður tunglið notað til að rannsaka frekar, það sem er enn lengra I burtu. Apollo 16. er fyrsta og eina tunglfarið i áætluninni, sem lendir uppi i tunglfjöllunum, sem raunar þekja um 70% af yfirborði tunglsins. Lendingarstaðurinn Staöurinn, sem tunglferjan lendir á, liggur um 2.400 metrum hærra en-Haf Kyrrðarinnar, þar sem Neil Armstrong á Apollo 11. tyllti fyrst niöur mannlegum fæti. fyrir tæpum þremur árum. Svæðið er kennt viö franska heim spekinginn : 'Descartes, en fjóll þarna eru talin nokkru eldri, en steinar þeir, sem áhafnir Apollos 11. og 12. söfnuðu á sinum tima, en hins vegar yngri, en sýnishorn úr ferðum þessN14. og 15. Þá rriá geta þess, að þetta er i fyrsta sinn, sem tunglfararnir lenda á þeirri plið tunglsins, sem alltaf snýr að jórðu. Bletturinn, sem tunglfararnir ferðast um að þessu sinni, er litill, mun minni en sá, sem félagar þeirra úr fyrri ferðum fóru yfir. En i stað þess munu tæki móður- skipsins gera öllu umfangsmeiri rannsóknir á hringferðum sinum og ná þær um allt tunglið. Þremenningarnir Fararstjóri ferðarinnar er John Young, 41 árs gamall. Hann hefur þrisvar áður farið i geimferðir, fyrstmeðGemini-3 i mars 1965 og siðan með Gemini-10 i júli 1966 og Apollo 10 mai 1969. Young er kvæntur og á 13 ára son og 14 ára dóttur. Thomas Mattingly, stjórnandi móðurskipsins, er 36 ára og hefur aldrei áöur farið í geimferð. Hann átti að fara meö Apollo 13 i april 1970, en féll úr vegna þess, að grunur lék á, að hann hefði smitazt af mislingum. Mattingly er kvæntur, en á engin börn. Charles Duke, sem stjórna á tunglferjunni, er 37 ára. Hann hefur ekki farið i geimferð fyrr en nú, en var þjálfaður til aö taka viðstjórn tunglferju Apollos 13. ef aðalmaðurinn heltist úr lestinni. Duke er kvæntur og á tvo syni, 7 og 4 ára. Tunglvinnan Með i þessari ferð verður tungl- bíll, sams konar og i þeirri siðustu. Gert er ráð fyrir, aö þeir Duke og Young aki um 15 milur i fjöllunum og setji upp margs kyns mælitæki, safni grjóti og sandi, taki myndir og geri ýmsar mælingar. Hið eina nýstárlega, sem gert er nú, er að notuð er myndavél, sem nær útfjólubláu ljósi, og verður hún notuð alla leiðina til tunglsins, á tunglinu og i bakaleiðinni og eru bundnar miklar vonir við árangurinn. Athuganir á fjallgrjótinu munu einkum beinast að þvi að fá stað- fest, það sem margir visinda- menn vilja halda fram, að fjöllin séu úr annarskonar efni, en aðrir hlutar tunglsins.* Þá verður væntanlega hægt að komast að þvi, hvort einhverntima hafa verið þarna eldgos. Menn eru ekki sammála um, hvort tungl- gigarnir eru gigar, eða för eftir loftsteina. Sum fjöllin á Descares- svæðinu likjast mjög eldfjöllum. Alls munu þeir Young og Duke dveljast á tunglinu i 73 klukku- stundir og er það nýtt met. Þeir fara þrisvar i rannsóknarferðir, en á meðan sveimar Mattingly umhverfis i móðurskipinu. Ferðaáætlunin 1 stórum dráttum litur áætlun þessar næstsiðustu Apollo-ferðar þannig út: Skotið kl. 17.45 sunnudag 16. apríl frá Kennedy- höfða. A tunglbraut kl. 20.23 mið- vikudag l&.aprfl. Lending á tungl- inu fimmtudag 20. aprfl kl. 20.41. Rannsóknarferðir um yfirborð tunglsins kl. 00.34 föstudag, 22.34 föstudag og 22.34 laugardag. Tunglið yfirgefið sunnudag 23. april kl. 21.39. Lagt af stað til jarðar kl. 00.15 miövikudag 26. april og lent á Kyrrahafi kl. 20.30 föstudagskvöld 28. aprfl. berjumst gegn blindu Söludagar 15. og 16. april LionsumdæmiS á Istandl GARÐYRKJUBÆNDUR Nú getum við útvegað yður plast gróður- hús frá MUOYIHUONE i Finnlandi. Lægri stofnkostna&ur Fljótleg uppsetning Breidd 6,5 og 7,5 m, hæð 2,9 og 2,5 m Lengd ótakmörkuð Heilsárshús og sumarhús Hringið, skrifið eða komið og við munum gefa nánari upp- lýsingar. H.G. GUÐJONSSON Stigahlið 45-7, Suðurveri, Reykjavlk, sími 37637.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.