Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 27. april 1972 Scyðisfjörður á sér gamla sögu, og i sögu staðarins hafa verið skin og skúrir. Bærinn hefur átt sin miklu uppgangstimabil, en þess á milli hefur myndazt lægð I atvinnu- lifinu. Seyðisfjörður er einhver bezta höfn frá náttúrunnar hendi, sem til er i landinu, og þar af leiðandi varð staðurinn fljótt mikill verzlunar- staður, og útgerö dafnaði þar vel. Um siðustu aldamót var mikil Stefán Jóhannsson gróska i öllu atvinnulifi þar, og af atvinnurekendum á þeim tima bar hæst Norðmanninn Otto Wathne. Eftir það gekk á ýmsu i atvinnulifi Seyðfirðinga, nema hvað á striðs- árunum var óhemju atvinna. Sild- arævintýrið kom svo upp úr 1960 og stóð i sjö ár. Þá var mikill upp- gangstimi á Seyðisfirði, en þegar sildin hvarf, þá dofnaði yfir öllu og var svo i tvö ár. Arið 1969 byrjaði atvinnulifið að blómstra aftur, og um þessar mundir er þar ohemju atvinna. A Seyðisfirði má finna margt, sem minnir á uppgangstimann kringum aldamótin. bar er sjúkra- hús, sem reist var fyrir aldamót, simstöðvarhúsið, sem Otto Wathne byggði á sinum tima, og til Seyðis- fjarðar var sæsiminn lagður frá út- löndum. begar við stöldruðum við á Seyðisfirði fyrir stuttu var búið að landa þar 1750 tonnum af fiski á móti 750 tonnum á sama tima i fyrra. Fiskinum hefur fylgt mikil atvinna, og er það heimafólk að lang mestu leyti, sem annazt hefur vinnslu aflans. Til þess að fá sem flestar konur i vinnu hafa frystihúsin i sameiningu rekið barnaheimili i vetur, og hefur það gefizt mjög vel. Forráðamenn þeirra segja, að fyrir bragðið hafi þeir -fengið 15-20 konum fleiri i vinnu. Til þess, að fá enn jafnara hrá- efni að landi hafa Seyðfirðingar fengið sér skuttogara, og var hann einmitt að landa i fyrsta skipti,er við vorum á Seyðisfirði. Skuttogari þessi ber nafnið Gullver og er i eigu Brimbergs h.f. Hráefniö þarf að vernda er það kemur á land Ólafur M. Ólafsson, er einn af aðaleigendunum i Fiskvinnslunni og Brimbergi h.f. Ólafur segir okk- ur,að þrir stærri bátar leggi nú upp hjá Fiskvinnslunni, nýi skuttogar- inn Gullver, er 338 tonn, Gullberg 264 tonn og Hannes Hafstein 252 tonn. Hjá Fiskvinnslunni leggja einnig upp margir smábátar og Margrét NK hefur einnig lagt þar upp afla. Hjá hinu frystihúsinu leggja að staðaldri upp tveir bátar bórður Jónasson og Ólafur Magnússon, sem báðir eru i kringum 250 tonn, þá fær Norðursild 20% af afla skut- togarans, og smærri bátar leggja þar upp. — Nú eruð þið búnir að taka á móti meira en helmingi meiri afla i vetur, en á sama tima i fyrra. Hvernig hefur gengið að vinna afl- ann, — og hvernig hefur það verið mögulegt? — bað, sem mest hefur hjálpað okkur við að vinna aflann, er vél- væðingin, sem reyndar má segja að sé aðverða undirstaða þess.að fisk- vinnslan geti borið sig. Um þessar mundir erum við hjá Fiskvinnsl- unni t.d. að taka i notkun nýja véla- samstæðu, sem saman stendur af flökunarvél, hausingavél og roð- flatningsvél. Nú og annað er það, sem kannski hvað mest hefur bjargað okkur, en það er hversu áhugasamir Seyð- firðingar hafa verið að koma aflan- um i verðmæti, og samvinna frysti- húsanna hefur verið alveg einstök. Til þess að fá sem flestar húsmæð- ur i vinnu reka frystihúsin saman barnaheimili, og fyrir bragðið fá- um við 15-20 konum fleiri i vinnu til okkar. bá höfum við hugsað okkur að koma upp vöggustofu, en það verður samt einhver bið á þvi. — Hvað telur þú nauðsynlegt að gera til að bæta meðferð fisksins? — A næstunni þurfa Islendingar að gera stórátak til að vernda hrá- efnið. Hér á Seyðisfirði erum við þegar byrjaðir að gera ráðstafanir til þess. I þessu sambandi höfum við keypt 2600 niutiu litra plast fiskikassa til að hafa um borð i skipunum og að auki fimmtiu 700 kilóa álkassa. betta er fyrsti visir- inn hjá okkur til að bæta meðferð- ina. bá er nauðsynlegt að hafa kælimóttöku i frystihúsunum, og hjá okkur er t.d. ákveðið að koma upp kælimóttöku i kjallara frysti- hússins, þar er mjög, góð aðstaða til þess. Hér á Seyðisfirði hagar þannig til, að frystihúsin liggja á hafnarbakkanum, og þessvegna ber að stefna að þvi að hætta að nota bila við uppskipun. I staðinn þarf að koma færiband eða lyftari, sem færir íiskinn inn i móttökuna, og að þessu er stefnt. — Hvernær byrjaðir þú að gera út Ólafur? — Min útgerð hófst árið 1959, en þá hafði ég verið iþróttakennari i 12 ár. Reyndar hafði ég alltaf verið eitthvað bundinn við sjóinn, fæddur i Vestmannaeyjum, og siðan var maður við þetta á Seyðisfirði. Fyrsti báturinn, sem ég fékk var Gullver, 70 tonna eikarbátur, sem byggður var i Strandby i Noregi. Siðan kom Gullberg, 164 tonna eik- arbátur, sem smiðaður var i Vest- mannaeyjum, og sem þá þótti dýr, en hann kostaði 11 millj. 170 þús. á sinum tima. Næst kom svo nýi Gullver i april 1965, en sá bátur var smiðaður i A-býzkalandi. Árið 1969 seljum við svo Gullver til Vest- mannaeyja og kaupum Hannes Hafstein istaðinn. Og nýjasta skip- ið okkar,skuttogarinn Gullvei; kom svo i febrúar á þessu ári. A þessum skipum eru svo til allt heimamenn. — Hvernig var að byrja útgerð árið 1959? — bað var gott að byrja að gera út á þeim tima. bá var sildin að koma á miðin úti fyrir Austfjörð- um, og við vorum heppnir, fengum góðar vertiðir strax. Jón Pálsson, sem nú er skipstjóri á Gullver nýja, byrjaði hjá mér i upphafi, og ég hef sennilega ekki getað verið heppn- ari með mann. bá hefur Gunnar bórðarson verið vélstjóri hjá út- gerðinni allan timann og hefur hann reynzt ómetanlegur fyrir út- gerðina. Meðan sildin var sem mest hér úti fyrir var létt að gera út. I lok þessa timabils lenti ég i þvi, ásamt 16 útgerðarmönnum og einstakl- ingum að reisa sildarverksmiðjú, sem reyndar fór aldrei i gang, en innborgað hlutafé var rúmar 22 milljónir króna, sem er eitt mesta hlutafé, sem um getur við stofnun islenzks fyrirtækis. begar sildin hvarf var búið að reisa verksmiðj- una, ásamt bryggju og tönkum. Vélarnar tókst að selja til Dan- merkur, en hitt stendur allt eftir á ölfueyri, sem er einhver bezti stað- ur frá náttúrunnar hendi undir starfsemi, sem þessa. — Var ekki atvinnuástandið ömurlegt hér á Seyðisfirði eftir að sildin hverf? — Vist var það. Árið 1968 voru t.d. 150 manns á atvinnuleysisskrá, og það sem verra var, að þá hafði vetrarútgerð sem slik aldrei verið á Seyðisfirði. Reyndar var byggt hér stórt og mikið frystihús á sin- um tima, en það var ekki starfrækt á sildarárunum, en núna sýnir það sig,að það er undirstaðan undir at- vinnulifi Seyðisfjarðar. Aðalforvig- ismaður fyrir byggingu þessa húss á sinum tima var Björgvin Jóns- son, fv. alþingismaður, og verður honum seint þakkað það verk. begar sildin hvarf frá okkur, var grundvöllurinn fyrir sildarbátana, sem algjörlega voru bundnir við heimahafnir, brostinn, og er hann ekki enn fyrir hendi. Aftur á móti höfum við trú á þvi, að ef þær til- raunir, sem nú standa yfir i Noregi með beitingavélina takast vel, að þá sé kominn góður rekstrargrund- völlur fyrir þá á ný. — Hefur þú trú á útgerð frá Aust- fjörðum t.d. með skuttogurum? — Já, alveg tvimælalaust. Hér úti fyrir Austfjörðum eru mjög góð fiskimið, þar sem mikið er af bol- fiski. Með tilkomu skuttogara og stærri fiskiskipa ætti hráefnið að berast jafnar að landi. 1 fyrra sýndi það sig, hvað hægt er að nýta vel miðin hér fyrir utan, þvi að báðir skuttogararnir, sem gerðir eru út héðan að austan, Barði og Hólma- tindur, fengu mikið af sinum afla á svæðinu frá Langanesi suður að Hvalbak. — Eitthvað að lokum? — Aðeins það, að við megum hvergi hika i landhelgismálinu. Útfærsla landhelginnar er forsenda þess, að vel takist til við að nýta fiskimiðin rétt á næstu árum. Tvöfalí flutningsgjald. Vélsmiðja Seyðisfjarðar er eitt af elztu fyrirtækjum á Seyðisfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 1907. I upphafi var það byggt upp með það fyrir augum að setja vélar í báta, en á þessum árum, voru Islending- ar að skipta frá árum og seglum yfir i vélar. Fyrstu árin sá fyrir- tækið mikið um dönsku DAN-vél- arnar, en smámsaman þróaðist þetta meira og meira yfir í viðgerð- ir og upp úr 1920 byrjaði fyrirtækið á smiði á spilum, bæði linu- og trollspilum. A striðsárunum smiðaði fyrir- tækið mikið af varahlutum fyrir is- lenzka flotann. Fróðir menn segja, að hluti Islenzka flotans hefði stöðvazt algjörlega á þessum ár- um, ef varahlutirnir hefu ekki fengizt smiðaðir á Seyðisfirði. bað voru einkum smiðaðir varahlutir June-Munktel vélarnar sænsku. Aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Velsmiðju Seyðisfjarðar er Stefán Jóhannsson. Hann sagði okkur, að hann hefði tekið við fyrir- tækinu árið 1950, og næstu árin var aðalstarfið fólgið i viðgerðum. Svo var það á 50 ára afmæli fyrirtækis- ins 1967, að ákveðið var að fara út i stálskipasmiði. Um vorið 1968 var fyrsti báturinn afhentur og hlaut hann nafnið Valur NK og var hann um 50 lestir að stærð. Um þessar mundir er fyrirtækið með sjötta stálbátinn i smiðum. Er sá bátur smiðaður fyrir Drift h.f. i Neskaup- stað og verður hann um 100 lestir að stærð, og kostnaðarverð hans er um 30 milljónir. — Hvað háir ykkur mest i sam- bandi við stálskipasmiðina? — bað er margt, sem háir okkur. Okkur vantar ennþá meira hús- bennan 100 lesta bát er Vélsmiðja Seyðisfjarðar að smfða fyrir Drift h.f. I Neskaupstað. Hér eru frá vinstri Jón Pálsson, borbergur bórarinsson og ólafur H. Ólafsson fyrir framan nýja skuttogarann Gullver.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.