Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. april 1972 TiMINN VI Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Magnús Guðmundsson, KR — gefur ekki kost á sér. MAGNÚS GEFUR EKKI KOST Á SÉR Þorsteinn jólafsson valinn í hans stað Magnús Guðmundsson, markvörður KR, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér i iandsliðið i knattspyrnu I sumar. Þegar við höfðum samband við Magnús sagði hann: Það er af persónulegum ástæðum aö ég get ekki æft með landsliðshópnum — einnig hef ég ekki efni á að fara með landsliðinu f utanlands- ferðir í sumar, og hef ég því dregið mig í hlé, til aö annar maður geti farið að æfa i landsliöshópnum. t staðinn fyrir Magnús, hefur Þorsteinn Ölafsson, markvörður úr Keflavik, bætzt i landsliðshópinn. SOS. breytti Þrumuskot Marteins gangi leiksins VÍKINGUR SÓTTI STÍFT TIL AÐ BYRJA MEÐ, EN FRAM VANN 4:0 Það kom nokkuð á óvart, hve léttilega Fram sigraði Viking i fyrsta „stórleiknum” á knatt- spyrnuvertiðinni, þegar þessi lið mættust i R.vikurmótinu i fyrra- kvöld, en Vikingar urðu bikar- meistarar i fyrra, eins og kunnugt er, en Fram Reykjavikur- meistari. Lauk leiknum 4:0 og var sá sigur ekki ósanngjarn. Raunar byrjuðu Vikingar af miklum krafti og sóttu látlaust fyrstu 15-20 minúturnar, en án árangurs. Hvort tveggja var, aö sókn þeirra var bitlaus, þar sem Góður árangur ísl. kylfinga Þeir óttar Yngvason og Einar Guðnason, sem eru i hópi okkar beztu golfleikara, dvöldu i siðustu viku i Skot- landi og Englandi, þar sem þeir m.a. tóku þátt I tveim mótum. Fyrra mótið var svonefnd Pro-Am keppni, en þar eru þrir menn saman, tveir áhugamer.n og einn atvinnu- maður. Þeir félagar léku með enskum atvinnumanni og urðu i miðjum hópnum af þeim 60, sem .tóku þátt i keppninni. Siðara mótið var keppni milli áhugamanna viðsvegar að úr heiminum. Þar urðu þeir félagar i 18. sæti af um 60. Er það mjög góður árangur hjá þeim* Eirik Þorsteinsson vantaði, auk þess, sem Fram-vörnin, með þá Martein Geirsson og Sigurberg Sigsteinsson, stóð eins og klettur fyrir. Um miðjan fyrri hálfleik tók leikurinn algera stefnubreytingu, þegar Marteinn Geirsson skoraði mark með þrumuskoti af 25 metra færi, beint úr auka- spyrnu. Stórglæsilegt mark, sem hvaða landsliðsmaður getur verið stoltur af, en knötturinn hafnaði efst i vinstra horni marksins. Skömmu siðar bætti Kristinn Jörundsson öðru marki við og var staðan i hálfleik 2:0. I siðari hálfleik bætti Fram þremur mörkum við, en siðasta markið, mark Einars Árnasonar var dæmt af. Sigurbergur Sig- steinsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu, 3:0 og hinn mark- sækni Kristinn Jörundsson skoraði fjórða mark Fram. Eins og fyrr segir, kom það nokkuð á óvart hve auðveldur sigur Fram var, þegar titilit er tekið til þess, að Fram hefur misst nokkra góða menn úr sinum röðum undanfarið. Sigurbergur og Marteinn áttu afbragðsleik. Sömuleiðis Kristinn Jörundsson og Erlendur Magnússon, sem dreifir spili liðsins á skemmti- legan hátt. Vikings-liðið var ekki upp á marga fiska. Eins og fyrr segir saknaði það Eiríks Þorsteins- sonar, sem óneitanlega hafði mikil áhrif. Guðgeir Leifsson er, eins og áður, sá leikmaður Vikings, sem mesta athygli vekur fyrir afbragðs knattmeðferð, en hefur ekki alltaf eins næmt auga fyrir samleik. Dómari leiksins var Valur Benediktsson og dæmdi vel. -alf. Draugagangur í Edduhúsi? Það er engu likara en einhver draugagangur sé i Edduhúsinu. Þannig hefur þaö nú gerzt tvisvar sinnum á skömmum tima, aö rangir getraunaseðlar hafa birzt i blaöinu — og i báðum tilvikum voru spámennirnir verkstjórar hjá Eddunni, I fyrra skiptið Stefán Traustason og nú I siðara skiptið Ólafur Karlsson, sem einnig er verkstjóri hjá Eddunni, ' en seðill sá, sem hannspáði á, átti ekki aö birtast fyrr en i næstu viku. Til aö bæta úr þessu, birtum við rétta seöilinn — þ.e. fyrir leikina um næstu helgi, — og er Eysteinn Guömundsson, hinn kunni knatt- spyrnu- og handknattleiksdómari úr Þrótti, og einn af frámá- mönnum þess félags, spámaður okkar. Eysteinn er einn þeirra manna, sem sjá um getrauna- söluna hjá Þrótti. Spá hans er þannig: Leikir 29. april 1972 1 X 2 England — V.-Þýzkaland f C. Palace — Huddersfield X Manch. United — Stoke 1 Blackpool — Charlton 1 Bristol City — Oxford Utd. X Cardiff — Luton / Fulham — Sunderland x Middlesboro — Hull i Portsmouth — Burnley 1 Q.P.R. — Carlisle / Sheff. W. — Birmingham X Watford — Norwich Skilar flokkunum jafnan frá sér sem íslandsmeisturum Sigrún setti íslandsmet OE-Reykjavik. Sigrún Sveinsdóttir, A, setti nýtt islandsmet i langstökki inn- anhúss á móti i Baldurshaga i vikunni, stökk 5,49 m, sem er 3 sm betra en gamla metið, sem hún átti sjálf. Asa Halldórsdóttir, Á, setti glæsilegt telpnamet, stökk 5,22 m. Lára Sveinsdóttir, A, stökk 5,20 m. Valbjörn Þorláks- son, A, hljóp 50 m grind á 7,0 sek. og Hannes Guðmundsson, A, stökk 6,09 m i langstökki. 1972, Frimann Vilhjálmsson, er ungur maður, sem á einstæðan feril að baki sem þjálfari — hann hefur á undanförnum árum, náö frábærum árangri i þjálfun yngri flokka. Frimann byrjaði ungur að þjálfa við góðan orðstir hjá Fram — og árangurinn lét ekki á sér standa. Þeir flokkar, sem hann þjálfaði, urðu ávallt Islands- meistarar. Eitt dæmi um það, er að undir stjórn Frimanns varð 2.flokkur karla i Fram Islandsmeistarar i fyrra. Og um s.l. helgi, var Frimann mættur til að verja tslandsmeistaratitillinn — en þá sem þjálfari 2. flokks FH — er hægt að segja, að hann hafi verið maöurinn, sem kom, sá og sigraði, þvi að FH-ingar fóru með Islandsmeistaratitillinnn i 2. flokk karla til Hafnafjarðar, þar sem Frimann er einnig búsettur. Þessi árangur Frimanns — sem hefur fengið orð fyrir að vera mjög duglegur og samvizku- samur þjálfari — er einstæður. Þess má geta að Frimann hefur mikla reynslu aö baki sem þjálfari og leikmaður I hand- knattleik, hann lék i mörg ár, með meistaraflokk Fram og á einnig unglingalandsleiki. Er ástæða til að óska Frimanni til hamingju með þann árangur, sem hann hefur náð sem hand- knattleiksþjálfari. SOS Þegar lið flokkaiþróttamanna vinna afrek — vilja þjálfarar liðanna oft falla I skuggann. En þegar að er gáð — eru þjálfararnir, yfirleitt mennirnir „bak við” sigrana. Það eru ein- mitt þeir, sem leiðbeina leik- mönnunum, stjórna liðunum og hvetja þau til dáða. Maðurinn „bak við” sigur 2,flokks karla úr FH, sem varp ts- landsmeistari i handknattleik Frfmann Vilhjáimsson með Islandsmeistara FH f 2. fiokki. Piltarnir heita Leifur Heigason, Bergþór Ingibergsson, Janus Þórðarson, Gunnar Einarsson, Gunnar Bjarnason, Guðmundur Á Stefánsson, Hörður V. Sigmarsson, fyrirliði, Tryggvi Harðarson, Reynir Þórðarson, Sæmundur Stefánsson, Július Karisson og Logi Ólafsson. Tvo þeirra vantar á. myndina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.