Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. april 1972 TÍMINN 3 F.v. Bragi Ragnarsson framkvæmdastjóri, Jón Guö bjartsson stjórnarformaöur og Margeir Sigurjónsson stjórnarmaöur fyrir utan hús Kristjáns ó. Skagfjörö I örfirisey. (Tfmamynd G.E.)' FYRIRTÆKID KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD SEXTÍU ÁRA Klp-Reykjavik t dag á ein elzta og þekktasta heildverzlun á islandi Kristján ó. Skagfjörö, sextiu ára afmæli. Verzlunarleyfiö var gefiö út á Patreksfirði þann 27.april 1972 og fyrirtækinu gefiö leyfi til aö verzla með hvað sem var nema áfenga drykki og viö þaö stendur enn i dag. Fyrirtækiö gat sér góðan orðstir og aflaði traustra sambanda undir stjórn Kristjáns, en hann var maður vinsæll og vel látinn af öllum. Þegar Kristján lézt árið 1951 var stofnað hlutafélag undir sama nafni, og voru hluthafar þau Emilla Skagfjörð, ekkja Kristjáns, Haraldur Agústsson og Margeir Sigurjónsson. Fljótlega réðu þau Jón Guðbjartsson sem framkvæmdastjóra fjfrir- tækisins, og undir hans stjórn hefur fyrirtækið -vaxið svo úr grasi, að það er nú orðið eitt það stærsta sinnar tegundar i landinu. Má þar nefna sem dæmi, að árið 1952, var hlutafjárupphæöin 90 þúsund krónur og starfsmenn 3, en er nú 6 millj. kr. og starfsmenn 56. Jón er nú stjórnarformaður félagsins, en núverandi fram- kvæmdastjóri er Bragi Ragnars- son. Fyrirtækið Kristján Ó Skagfjörð hefur löngum haft góða starfs- menn I sinni þjónustu, en þar er sá háttur hafður á, að þeir sem unnið hafa i 5 ár hjá þvi, fá gefins hlutabréf i fyrirtækinu og er nú um helmingur starfsmanna hlut- hafar i þvi. Kristján 0. Skagfjörð hefur lengst af verzlað með nýlendu- vörur og veiðarfæri, en nú siðari ár, hefur það fært út kviarnar og má nefna sem dæmi um nýja vöruflokka, fiskvinnsluvélar, bátavélar, tæki og búnað til skipasmiða, byggingavörur, raf- eindatæki, svo sem radara og fl. Fyrirtækið hefur einnig reynt að hlúa að íslenzkum iðnaði með þvi að selja Isl. framleiðslu frekar en innflutta, þar sem um sam- keppnishæfa vöru er að ræða. Dótturfyrirtæki Kristjáns Ó.Skagfjörð eru nú oröin 3 talsins. Steinavör, Reykver I Hafnarfirði og Hafver i örfirisey, þar sem margskonar fiskverkum fer fram á vegum þess. I örfirisey, hefur fyrirtækið byggt myndarlegt hús, þar sem i framtiðinni verða skrif- stofur og vörulager, enda hefur það þegar sprengt utan af sér gamla húsið að Tryggvagötu 4. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið við byggingu nýja hússins i örfisey i fritimum og hafa þeir fengiö greitt fyrir það i hluta- bréfum. Hafa þeingert allt nema hörðustu fagvinnu.og er það mikið verk og vel unniö, eins og flest það, sem komið hefur frá þessu fyrirtæki i þau 60 ár, sem það hefur séð landsmönnum fyrir nauðsynjavörum. Dr. Róbert A. Ottósson stjórnar Filharmonluhljómsveitinni á æfingu i gær. (Tlmamynd G.E.) DR. RÓBERT STJÓRNAR SINFÓNÍUNNI í KVÖLD SJ-Reykjavik. Dr. Róbert Abraham Ottósson stjórnar tónleikum Söngsveitar- innar Filharmóniu og Sinfóniu- hljómsveitarinnar i Háskólabiói i kvöld, fimmtudag. Rétt er að geta þess i þvi tilefni, að Dr. Róbert Abraham verður sextugur um þessar mundir, nánar tiltekið 17. mai, en hann hefur stjórnað Söng- sveitinni Filharmóniu á öllum tónleikum, sem hún hefur tekið þátt i, ef frá er tekin þátttaka hennar i setningu Listahátiðar 1970, og enginn hljómsveitarstjóri hefur stjórnað tónleikum Sin- fóniuhljómsveitarinnar oftar en hann. A efnisskrá tónleikanna annað kvöld er forleikurinn að Meistar- söngvurunum eftir Wagner, Sin- fónia nr. 5 eftir Beethoven og Te Deum eftir Dvorak, sem ekki hef- ur verið flutt fyrr hér á landi. Dovrak samdi Te Deum fyrir ein- söngvara, kór og hljómsveit i til- efni Kólumbusarhátiðar til minn- ingar um 400 ára afmælis komu hans til Ameriku. Einsöngvarar eru Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson. Söngsveitin Filharmónia var stofnuð 1959 og hefur haldið tón- leika flest ár siðan og yfirleitt flutt a.m.k. eitt meiri háttar kór- verk i hvert sinn. Dr. Róbert er fæddur i Berlin 1912, : Hann kom hingað 1935 undan þvingun nazismans og dvaldist fyrstá Akureyri. Hann hefur unn- ið mikið og gott starf i þágu tón- listar i landinu. Hann er Islenzkur rikisborgari og hefur bundið mikla tryggð við sitt siðara föður- land, menningu þess og það sem islenzkt er. Dr. Róbert er Söng- málastjóri þjóðkirkjunnar. Árið 1959 hlaut hann doktorsnafnbót Háskóla íslands fyrir rit sitt um Þorlákstiðir. Hann starfar sem kennari við Háskólann. FLUGFELAGSÞOTURNAR FARA ALLT AÐ 21 FERÐ í VIKU MILLI LANDA í SUMAR Sumaráætlun millilandaflugs Fugfélags tslands h.f. gekk I gildi 1. april sl. Þessi sumar- áætlun er sú viðamesta i sögu félagsins hingaö til og verða þotur félagsins tvær, Gullfaxi og Sól- faxi, fullnýttar yfir annantimann. Auk eigin áætlunarflugs mun félagiö samkvæmt sérstökum samningi við S.A.S. annast áætlunarflug þess milli Kaup- mannahafnar, Keflavikur og Grænlands. Þegar áætlunin hefur að fullu gengið I gildi munu Bo- eing 727 þotur félagsins fara tuttugú og eina ferð milli landa I viku hverri. Auk þotuflugsins eru ráögerðar þrjár ferðir á viku milli íslands og Færeyja, og verða þær farnar með F-27 Friendship skrúfuþotum. Til Kaupmannahafnar verður þotuflug alla daga og tvær feröir á miðvikudögum og sunnudögum. Auk þess fljúga þotur félagsins áætlunarflug fyrir S.A.S. frá Keflavik til Kaupmannahafnar á mánudögum og föstudögum. Til Lundúna eru beinar feröir á þriöjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Auk þess flýgur brezka flug- félagið B.E.A. þessa leið á sunnu- dögum og miðvikudögum. Til Glasgow verða fimm ferðir i viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, og næturferðir, að- Þota Fl flug til Klp-Reykjavik. Sumaráætlun Flugfélagsins hefur nú tekið gildi og eru miklar annir framundan hjá félaginu. Báðar þoturnar veröa fullnýttar I sumar. önnur þeirra verður eitt- hvað I lciguflugi og fer hún t.d. i dag I eitt slikt flug og verður I þvi eina 8 daga. Hún fer utan fullsetin far- þegum, sem fara til Skotlands til að leika golf, og fer hún með hópinn til Edinborgar. Þaðan fer faranótt þriðjudag og aðfaranótt sunnudags. Til Osló veröa þrjár ferðir i viku. A þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Til Frankfurt am Main verða tvær ferðir I viku á þriöjudögum og laugardögum. Til Færeyja verður flogið á þriöjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Millilandaflug Flugfélagsins er flogið til og frá Keflavikurflug- velli, nema flugferðir til Færeyja, sem veröa frá Reykjavlk. Sumaráætlun Flugfélags Islands er komin út á Islenzku og ensku og eru i þeirri útgáfu auk sjálfrar áætlunarinnar, ýmsar upplýsingar. Meðal annars um ýmsa afslætti með flugvélum félagsins, upplýsingar um skrif- stofur þess og umboösmenn hér- lendis og erlendis o.fl. o.fl. Drengurinn enn meðvitundarlaus ÞÓ-Reykjavik. Litli drengurinn, sem fékk reykeitrun I brunanum á Hellis- sandi i byrjun siðustu vdku, og hefur siöan legiö meðvitundar- laus á Landspitalanum, er enn meðvitundarlaus. Læknar á Landspitalanum sögöu i gær, aö liðan hans væri alveg óbreytt. í leigu- Afríku vélin til Stansted I Englandi og tekur farþega til Accra i Ghana. Þaðan fer hún svo til Lille i Frakklandi og flýgur með fólk þaöan til Cagliari á Sardiniu. Verið getur að vélin fari i milli- tiðinni i leiguflug frá Antwerpen fyrir sama flugfélag og keypti Cloudmastervél Flugfélagsins á dögunum. En heim kemur vélin úr þessu mikla flugi n.k. fimmtu- dagskvöld, með golfáhuga- mannahópinn frá Edinborg. HALLD0R GERÐUR AÐ HEIÐURSBORGARA A LAUGARDAGINN Hreppsnefnd Mosfellshrepps samþykkti einróma að heiöra Halldór Laxness i tilefni af sjö- tugsafmæli hans og gera hann að heiöursborgara Mosfellshrepps. Verður honum afhent heiðurs- borgarabréf I kaffisamsæti, sem hreppsnefndin býður til á laugar- Jakob Thorarensen látinn SB-Reykjavik. Jakob Thorarensen skáld, lézt I gærmorgun, tæplega 86 ára að aldri. Hann stundaði nám I Iön- ~ skólanum I Reykjavik og siðar trésmiðanám. 1 allmörg ár stund- aði hann húsasmiöi. Fyrsta bók hans, Snæljós kom út árið 1914, en alls urðu þær átján að tölu, ljóð og smásögur. Jakob Thorarensen átti um skeið sæti I stjórn Félags Islenzkra rit- höfunda. Hann hlaut Riddara- kross Fálkaorðunnar 1956. daginn, 29. april. Hefst samsætið kl. 15.30. Til samsætisins býöur hrepps- nefndin öllum sveitungum Hall- dórs, sem áhuga hafa á að heiðra henn með nærveru sinni. Er sér- staklega vonast eftir þeim vinum hans og kunningjum sem fluttir eru burt úr sveitinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.