Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 27. april 1972 viötals, og ég tók eftir þvi að hann, kurteislega en ákveðinn, kom mér frá þeim, sem ég hafði verið að tala við, svo við urðum tvö ein. Ekki leiö löng stund þang- að til ég var umkringd af mann- eskjum, og i gegnum hópinni mætti ég augum Jónatans og brosi. Næsta kvöld komu blóm frá honum og litið kort, þar sem hann spuröi hvort ég vildi borða með sér hádegisverð daginn eftir. Hann spurði,hvort ég vildi mæta sér á vissum veitingastað, og mér varð á að hugsa um það, hvort honum væri það virkilega ljóst hvað það kostaði að boröa þar. Ég hafði gert mér þaö i hugarlund.að hann starfaði i banka. Hafði venjulegur bankafulltrúi ráö á sliku sem þessu? Efasemdir minar voru ástæðulausar. Jónatan pantaði afburða-góöa máltið, borgaði reikninginn einsi og ekkert væri, og gaf nákvæm- lega rétta drykkjupeninga. Þetta var yndislegur dagur. Þegar við gengum út af veitinga- staðnum, spurðu hann mig hvort ég vildi ganga með sér út i skemmtigarðinn. Ég svaraði þvi til að það vildi ég mjög gjarnan, en svo bætti ég við: — En hvað með yður, veröið þér ekki að mæta i vinnuna? Hann hló og tók um leiö fast um handlegginn á mér og leiddi mig að innganginum að St: James Park. — Ég er minn eiginn hús- bóndi. — Meinið þér. . . að þér eigiö bankann? Mér fannst mikið til um þetta. — Nei. . . ekki ennþá. Ég fór aö | hugsa um hvort ég hefði heyrt | rétt þegar ég var kynnt fyrir hon- um. Við stönzuðum og fórum að viröa fyrir okkur svanina og end- urnar. — En hvaö starfið þér þá? spurði ég. — Ég rek forngripaverzlun — aöallega húsgögn og málverk. Ég er nú oröinn einn um hana. Frændi minn hefur nú dregið sig tií baka, en hann haföi veitt verzl- uninni forstöðu allt frá dauöa föð- ur mins. Mervyn Gray og ég er- um skólabræöur — og hann kaus að ráðgast við mig um heimilis- myndina i 2. þætti leikritsins — vildi vera viss um að allt væri þar ósvikið, þess vegna var ég boöinn i veizluna i fyrrakvöld. — Þaðhlýturað vera unaðslegt að hafa með höndum gamla, fagra hluti, næstum hrópaði ég upp yfir mig. — Þetta er gömul fjölskyldu- verzlun, sagði hann, eins og þaö gæfi svar við öllu er verzlunina varöaði. A næstu vikum hittumst við Jónatan oft. . Þaö varð að vana að við tækjum drykk saman fyrir leiksýninguna, og oft kom hann eftir leiksýninguna til þess að bjóða mér til kvöldverðar. Smátt og smátt fékk ég mikiö um hann að vita. Hann særöist snemma i striðinu og var sendur heim. — Þaö varð til þess að ég fékk aö njóta öryggis heima það sem eftir var striðsins, sagði hann með bros á vör. — Það er ekki nauðsynlegt aö taka það fram að móður minni þótti mjög vænt um þetta. Enn þann dag i dag hugsar hún um mig sem veiklaðan og fatlaöan mann. Ég sagði við hann aö ég hefði ekki oft séö frlsklegri né sterk- legri örkumla mann. — O, þú veizt hvernig mömmur eru — þær gera mikið úr öllu sliku. Ég sagði honum ekki að ég hefði aldrei átt áhyggjufulla móður, sem/(geröi mikið úr öllu sliku”, og ég fékk smásting i hjartaö'af öfund. Mér varð það fljótt ljóst að hann var maður sterkt bundinn fjölskyldu sinni. Mamma hans var honum ákaf- lega ofarlega I huga. „Mamma sagði einmitt i gær. . . Mömmu finnst. . . Ég verö aö muna að segja mömmu þetta. . . .” Ég var nú búin að heyra ýmis- legt um aðra meölimi fjöl- skyldunnar lika. Stella og maöur hennar Dorian. — Stella er næst elzta systir min, sagöi hann, og Dorian er virkilega myndarlegur náungi. Maeve er okkar elzt. . . vesalingurinn, hún missti unnust- ann sinn rétt fyrir giftinguna. Og svo er það Fleur. Hún er okkar yngst, gálaus segjum til til þess að striða mömmu. Hún er i Ameriku eins og er. Mig iangar sví mikið til að þú hittir fjölskyldu mina, Kay, sagði Jónatan oft og mörgum sinnum. Þú munt verða þeim öllum kær, og ég er viss um aö þér mun einnig lika vel við þau. — Já, mér yrði það stór ánægja aö kynnast þeim, svaraði ég og meinti þaö. Þessi sterku, ylriku bönd, sem tengdu þessa fjöl- skyldu svo mjög i eina heild, bók- staflega töfruðu mig. En það var erfitt fyrir mig að fá svo langt fri að af þvi gæti oröið fyrst um sinn. I leikhúsinu varð ég að vera á hverju kvöldi, og á sunnudögum var ég upptekin af sjónvarpinu. Ég fann, að Jónatan var bál- skotinn i mér, og mér féll veru- lega vel við hann — og i minum tilfinningum fann ég einhverja tegund af alúö, sem ég hafði aldrei boriö til nokkurrar manneskju fyrr. Fyrri ástar- ævintýri min höfðu öll verið stutt og fjarskalega barnaleg. Hjá Jónatan var ég örugg og ham- ingjusöm, og ég fann og vissi aö svo gæti orðið að eilifu. Þegar ég sá litið, fallegt hús i velhirtum, sólvermdum garði, hugsaði ég mér að þarna rikti unaður kær- leika og lifandi lifs. En það var einmitt þetta, sem ég óskaöi mér við hliðina á Jónatan. Nú var ég búin að vera fimm ár á leiksviðinu. Hafði átt þó nokkur vonbrigöi við aö etja, en engu að siður þó nokkurn fögnuð. Að vera leikkona var það eina, sem ég gat - naunar þaö eina, sem ég kaus aö vera. Eg er barn leiksviðsins. Alltaf fer um migbylgjaíagnaöar og eftirvæntingar þegar teppiö er dregið upp. Ennþá sterkari en þráin til aö vera leikkona var samt þráin til þess að eiga ein- hverjar rætur i mannlifinu, og ég trúði þvi að einmitt Jónatan gæti fullnægt þessari þrá minni. Þarna og á þessari stundi gat ég ekki séð þetta jafn skýrt og nú. Þetta var þá aðeins blind þörf — þrá i minu einangraða, vesalings hjarta. Aleitni Jónatans var i senn hjartanleg og viðkvæm, ofurlitið klaufaleg og drengjaleg, og ég fann að ég mundi vita alveg uppá minútu hvenær hann mundi biöja min. Og þar hafði ég rétt fyrir mér. Við höfðum þekkt hvort annaö i nákvæmlega þrjá mánuði, þegar Jónatan bauð mér út eftir leik- hústima. Viö sátum við okkar venjulega borö á okkar venjulega veitinga- stað. Það voru rósir á borðinu og kampavin i kælinum. Jónatan stamaði litiö eitt og roðnaði þegar hann tók hönd mina. — Kay, elskan, þú vilt giftast mér, er það ekki satt? — Auðvitað, svaraði ég. Hann hafði hringinn með sér, ljómandi fagran opal. Þegar hann dró hann á fingur minn, hló ég við dálitið striðnislega. — Þú hefur verið talsvert sann- færður um að ég mundi taka bón- orði þinu Jónatan, fyrst þú hafðir hringinn með þér, sagði ég. — Ég vonaöi að hann mundi kannski tala máli minu, ef ég ekki dygöi til þess sjálfur. Staðreyndin er sú,aö ég held að hann hafi meint þetta alvarlega. Við skáluðum i kampavini, og gerðum áætlanir eins og nýtrú- lofaðar manneskjur gera venju- lega. — Ég vil að þú komir hiö fyrsta með mér, og heilsir upp á fjöl- skyldu mina, Kay, sagði hann. — Þér þykir afar vænt um fjöl- skyldu þina, ekki satt? — Ja. . . heldurðu að það sé meira en venjulegt er? — Areiðanlega. Ég er viss um að þið þrætið til dæmis aldrei — og það er sjaldgæft. Hann hugsaði sig um sem snöggvast, en brosti svo. — Nei, ég held aö við þrætum aldrei. . . . en við ertum stundum hvort annað, en það ristir ekki djúpt. Þú munt fá ást á móður minni Kay, hún er yndisleg manneskja. Þér er það auvitað ljóst, elskan, að þegar þú giftist mér, giftist þú um leið allri minni fjölskyldu? Ég er að vona að þú óttist það ekki? — Þvert á móti — það er fjöl- skylda þin, sem varð til þess að ég gaf þér jáyrði mitt. Hvorki þú. . . .né hringurinn. — En likar þér ekki hring- urinn? spurði hann með öndina i hálsinum. — Sé svo, geturöu auð- veldlega skipt um hring. . . . 1093 Lóörétt Lárétt 2) Sár.-3) Ugg.-4) Aftan.-5) 1) Land,- 6) Hraustari,- 10) Bræði.- 7) Ost,- 8) Uni,- 9) Keyr,-11) Snæddi.-12) Sleit.- Ari.- 13) Vel,- 14) Kát.- 15) Jötu.- Lóðrétt 2) Rám.- 3) Mann,- 4) Anza.- 5) Skrifir.- 7) Keyri,- 8) ’Hreysi,- 9) Nefnd.- 13) Klæðnaður,- 14) Máttur,- Ráðning á gátu No. 1092 Lárétt 1) Ostur,- 6) Forugar.- 10) TS,-11) Ræ.-12) Atvikiö.-15) Ólétt.- iM To-:«-wsmn- i=P- 75 íi G E I R I D R E K I Loftþrýstingsby/ssurVóg jafnveK okkar geta skipi ýtt fiski a ?egnum A yfirboröinu blða sveitir Barins. Jæja! Getum við hjálpaö •s ykkur?! II ftl mfflfl FIMMTUDAGUR 27.apríl. 7.00 Morgunútvarp 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Viötalsþáttur i umsjá Þóru Kristjánsdóttur. 15.00 Fréttir Tilkynningar. 15.15. Miðdegistónleikar: KammertónlistJ6.15 Veöurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartimi barnanna Jón Stefánsson sér um timann og sjórnar söng barna i Árbæjarskóla. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 H ó p r a n n s ó k n ir Hj artaverndar Ottó J. Björnsson tölfræöingur talar um úrvinnslu gagna. 19.45. Samleikur i útvarpssal. Andrew Cauthery óból- leikari og Guörún Kristinsdóttir pianóleikari leika verk efti Gabriel Pierné, Gésar Franck, Maurice Ravel og Camille Saint- Saéhs. 20.05 Ókunna konan”, útvarpsleikrit frá gömlu Pétursborg eftir Max Gundermann, lauslega byggt á sögu Destojevský. 21.00 Sinfóniuhljómsveit islands heldur hljómleika i Háskólabfói ásamt söngsveitinni Filharmóniu. Stjórnandi: Dr. Robert A. Ottóson. 21.45 Ljóð eftir Þorgeir Svein- bjarnarson. Svava Halldórsdóttir les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Rannsóknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. talar viö Bjarna Kristjáns- son skólastjo'ra Tækniskóla tslands. 22.45 Létt músik á síökvöldi. 23.30 Fréttir og veðurfregnir. Dagskrárlok. NÝTT FRÁ ATON ' RUGGUSTÓLAR SELSKINN OG SALUN ÁKLÆÐI ATON-umboðið: ÓÐINSTORG Bankastræti 9 Sími 14275 Sendum gegn póstkröfu Erlingur Bertelsson héraösdómslögmaður KIRKJUTORGI 6 Srr-n Simar 15545 og 14965

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.