Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. april 1972 TÍMINN 9 næði. Og þá má ekki gleyma þvi, að við hér úti á landsbyggðinni þurf- um að borga tvöfalt flutningsgjald miðað við Faxaflóasvæðið og meira en það. Þetta er hlutur, sem þarf að laga hið bráðasta, enda engin hemja að einn landshlutinn skuli þurfa að borga lægri flutningsgjöld en annar. Þá vantar okkur alltaf fleiri menn til vinnu. Um þessar mundir vinna 25 menn hjá Vélsmiðjunni, en þeir þyrftu að vera 40-50 miðað við verkefnin. — Er búið að semja um smíði á fleiri bátum? — Já, við erum byrjaðir á öðrum báti eins og þessum, sem nú er langt kominn, og búið er að semja um smiði á þeim þriðja, þannig að við þurfum ekki að tala um verk- efnaskort. — Nú sjáið þið eingöngu um stál- smíðina. Hverjir hafa annazt tréverk fyrir ykkur? — Skipasmiðastöð Austfjarða hefur alla tið gert það. Góð samvinna hefur ávallt verið milli þessara fyrirtækja og annast skipasmiðastöðin allar trevið- gerðir fyrir okkur, ásamt þvi að ganga frá tréverki i nýsmiði. Álíka afli og allt fyrsta árið Fiskvinnslan h.f. heitir annað fiskiðjuverið á Seyðisfirði. Fyrir- tækið var stofnað árið 1969 og frá upphafi hefur Þorbergur Þórðar- son verið framkvæmdastjóri þess. Sagði Þorbergur, að i fyrstu hefði verið erfitt að reka frystihúsið, en það hefði smálagazt og um þessar mundir væri óhætt að segja, að reksturinn gengi vel. Það sem af er þessu ári er kominn meiri afli á land á Seyðisfirði en allt fyrsta árið, sem frystihúsið var starfrækt. — Hvað var erfiðast i byrjun? — Þegar við byrjuðum voru allir óvanir og tækjaútbúnaður litill. Þetta hefur allt lagazt mjög, og þjálfunin á fólkinu gekk mjög vel. Vélakostur allur hefur batnað mjög, og erum við nú að taka i not- kun nýja og fullkomna vélasam- stæðu frá Baader verksmiðjunum þýzku. Nýtingin á aflanum hefur batnað mjög mikið og hefur það ekki svo litið að segja fyrir fyrir- tæki sem þetta. . ■ . -'w ■•<. Seyðisfjörður. Timamynd KJ tók svo við með Gullver'65 og var með hann þangað til togarinn kom nú i febrúar. Jón sagði okkur, að þann tima, sem hann hefði verið skipstjóri frá Seyðisfirði, hefði hann verið með þrennskonar veiðarfæri. Meðan sildin var sem gjöfulust, var verið með nót allt árið, en eftir að sildin hvarf var verið á trolli yfir sumar- timann, og á elzta Gullver var einnig verið á netum frá Vest- manneyjum. — Hvaða veiðiskapur finnst þér skemmtilegastur? — Mér finnst alltaf skemmti- legast á nótinni, en það er gaman að öllum veiðiskap, er vel gengur. — Var ekki orðið erfitt að stunda sildveiðina eins og t.d. árið 1968? — Það er ekki hægt að neita þvi, enda var maður ekkert heima á þessu ári. Við fórum norður undir Svalbarða strax um sumarið og vorum þar i 6 vikur. Heima vorum við svo i 3 daga, en þá var farið til sildveiða i Norðursjó og verið þar til 15. desember. — Telur þú einhverja framtið i sildveiðinni i Noröursjó? — Ég tel tvimælalaust vera framtið i þeim veiðum, það er að segja ef skynsamlega verður á hlutunum haldið, og ekki gengið of mikið á stofninn. Það yrði baga- legt, ef þær veiðar legðust niður. Þennan dag, sem við vorum á Seyðisfirði, var Gullver að landa úr sinum fyrsta túr, siðan skipið var keypt til Seyðisfjarðar. En Gullver var smiðaður i Fredrikshavn i Danmörku og gerður þaðan út, áður en hann var keyptur til Seyðisfjarðar af Brimberg h.f. Aflinn i þessari fyrstu veiðiferð var mjög góður, þvi að eftir 8 daga úthald var hann orðinn 120 tonn. Við spurðum Jón, hvort það væru ekki mikil viðbrigði að skipta frá siðutrolli og yfir i skuttog, og um leið að fá stærra skip. Jón sagði, að viðbrigðin væru auðvitað mikil að mörgu leyti. Stærra skip gæfi aukið pláss, og með skuttoginu gengi allt fljótara fyrir sig, og að auki væri hægt að vera að i verri veðrum. En ekki sagðist Jón geta ennþá sagt svo mikið um skuttogið, þar sem hann væri aðeins búinn að fara eina veiðiferð á Gullver. .................... : M Gamla fólkið flakar af krafti f frystihúsinu — Hvernig hefur fiskurinn verið i vetur? — Hann hefur verið góður. Af heildaraflanum hafa um 400 tonn farið i salt, en hitt hefur allt farið i flökun. En það er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að fá betri fisk, og til þess að fá enn betra hráefni, þá höfum við i hyggju að breyta mót- tökunni i vor, og um leið verða settir kassar um borð i bátana, en það verður örugglega þannig i framtiðinni, að allur fiskur verður settur i kassa,er hann kemur um borð. En ekki er nóg, að bátarnir komi með góðan fisk að landi. Meðferðin i landi þarf lika að batna og i þvi skyni ætlum við að koma upp kældri móttöku hjá okkur. — Hvað vinnur margt fólk við fiskinn i landi á Seyðisfirði? — Hjá okkur i Fiskvinnslunni vinna um 60 manns og hjá Norður- sild vinna um 35 manns. Allt þetta fólk er heimafólk. Gaman að öllum veiðiskap ef vel gengur Skipstjóri á hinum nýja skuttogara þeirra Seyðfirðinga er Jón Pálsson, en Jón, sem er fæddur Vestmannaeyingur, hefur verið skipstjóri á Seyðisfirði frá þvi á árinu 1959, og byrjaði þá með bát, sem bar sama nafn og nýi skuttogarinn ber. Jón var skip- stjóri á elzta Gullver frá '59 til '64, Arið'64 var hann með Gullberg en ■ ■ Frystihús Fiskvinnslunnar á Seyðisfiröi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.