Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. april 197? TÍMINN 7 'ar <$■ tBgefsneH; Ffðm*6fctt&rftafckur(rtn .ö«n*dikf»í<ltt;:íiitítj6taf±;;P6r|4Wttb :::■:■: :Þárarhn£5on::f.álj)>:AttdféS:-.Kftífj!Sf1íS»rt,::J6n-::H«)j|a*t>rti,.:;tH<t»:Bil;.;.:.;.:.: 6. ¥>orst^ins«>n 09 Támft^ KíKwon> .Atíðlýs)n#«)ióri: Sfetn- frriírtur <?isla£on. RiHfíóFHðrskrífstofgr i ídduJjusirtw, stfmer 1Í2Ö0 — 183Q&. Skrifstofvr Bartkðstræfi j. — AforeWfiiunfmi 1ÍJ3J. Aufliýsíitgásiml 1»Sl3h A$mt 'skrif?tofvr SHtr( TQ30Q, Áskrtftargíald kr, 32$,ÖQ á máni*i: Innanfapds. I tadsaíöW kr. Wv«f etntákW. — StáSáprertt h.f. (Off»»t> Tvöfeldni stjórnarandstöðunnar Málgögn stjórnarandstöðunnar hafa haft stór orð og þung um þær verðhækkanir, sem orðið hafa að undanförnu. Kenna þau rikis- stjórninni um þróun þeirra mála og segja hana bera eina sök á verðhækkununum. Við umræður i fyrirspurnatima á Alþingi á þriðjudag sagði Magnús Jónsson, fyrrverandi fjármálaraðherra, að það hefði „vafalaust verið nauðsynlegt og eðlilegt að leyfa þær” verðhækkanir, sem rikisstjórnin hefur leyft. Vandinn i verðlagsmálum væri mikill. GylfiÞ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, og sá ráðherra, sem fór með verðlagsmál i fyrrverandi rikisstjórn, viðurkenndi einnig, að vandinn i verðlagsmálum hefði verið mikill. Hinsvegar vildi hann kenna núverandi rikisstjórn um þann vanda. Á verðstöðvunartimabilinu voru allar hækkanir bannaðar. Verðhækkanabeiðnir hrúguðust þá upp. Með þessum hætti var vandanum i verðlagsmálum aðeins slegið > á frest fram yfir kosningar. Það hefur komið i hlut núverandi rikisstjórnar að leysa þennan vanda. En er réttlátt að kenna henni um orsakir hans? Svo telja stjórnarandstöðu- blöðin. Það, sem rekja má til stjórnartima nú- verandi stjórnar af þessum vanda, eru þeir kaupgjaldssamningar, sem gerðir voru i des.. sl. Samningar náðust þá um 14% áfanga- hækkun kaupgjalds. En þessi kaupgjalds- hækkun á sér lengri og dýpri rætur. Fyrr- verandi rikisstjórn hafði haldið svo á málum að óhugsandi var að hækka kaupgjaldið minna en raun varð á. Þegar stjórnarandstæðingar, sem vilja telja núverandi rikisstjórn bera alla sök á þeim vanda, sem nú er við að glima i verðlagsmálum, eru að þvi spurðir, hvort þeir telji þá,að samið hafi verið um of miklar kaup- hækkanir i desember, segja þeir, að kaup- hækkanirnar hafi sizt verið of miklar. Þannig játa þeir raunverulega samábyrgð á þeim litla hluta vandans, sem rekja má til stjórnartima- bils núverandi rikisstjórnar. Hækkanir á inn- fluttum nauðsynjavörum fær engin rikisstjórn við ráðið. Þær hækkanir hljóta að koma inn i verðlagið á Islandi. En núverandi rikisstjórn er staðráðin i að leyfa ekki meiri verðhækkanir en ytrasta nauðsyn krefur. Sem dæmi má nefna, að Geir Hallgrimsson fór fram á 13,1% hækkun hita- veitugjalda. Hann fékk ekki nema 5%. Geir krafðist 16.6% hækkunar á gjaldskrám Ráfmagnsveitu Reykjavikur. Hann fékk 10%. Hann vildi 21% hækkun fargjalda með strætis- vögnum, en fékk aðeins 12%. Það er þessi tregða rikisstjórnarinnar, sem hann kallar „aðför að Reykvikingum”. Dag hvern lætur svo þessi hluthafi Mbl. málgagn sitt öskra að rikisstjórninni fyrir ábyrgðarleysi vegna þess, að verðhækkanir hafi orðið alltof miklar!! —TK ERLENT YFIRLIT Reynist Macmillan yngri jafnoki föðurs síns? Járnbrautardeilan verður mikil prófraun fyrir hann Macmillan BREZKIR fjölmi&lar beina mjög athygli sinni um þessar mundir aö nýjum brezkum ráðherra, og ber einkum tvennt til. Þessi nýi ráöherra hefur hlotiö eitt vandasam- asta ráðherraembættiö, og hann er sonur fyrrverandi forsætisráðherra. Sú spurning er á margra vörum, hvort hann muni reynast jafnoki föður sins. Sá maður, sem hér um ræðir, er Maurice Macmillan, en hann var skipaður atvinnumálaráð- herra (Secretary of State for Employment), þegar Heath endurskipulagði stjórn sina i siðastl. mánuði. Undir ráðu- neyti hans heyrir að vinna að þvi.að nóg atvinna sé i landinu og að annast stjórnarafskipti af kaupgjaldssamningum, m.a. samninga fyrir rikis- fyrirtæki, eins og kolanámur- nar og járnbrautirnar, og að sjá um framkvæmd hinnar nýju vinnumálalöggjafar, Industrial Relations Act, en Heath kom henni fram gegn algerri andstöðu verkalýðs- samtakanna. Eitt höfuðefni hennar er það, að sérstakur vinnudómstóll hefur vald til að fresta verkföllum um tiltekið skeið meðan unnið er aö sáttum. Starfi atvinnumála- ráðherrans er þannig háttað, að hann verður aö hafa náið samstarf við fjármálaráð- herrann.Maurice Macmillan var áöur eins konar aðstoðar- fjármálaráðherra hjá Barber, og virðist hafa reynzt svo vel þar, að Barber hefur mælt meö honum i hið nýja embætti. Jafnframt hlaut hann sæti i sjálfu ráðuneytinu, en þangað komast ekki nema útvaldir ráðherrar. FYRSTA stóra deilumálið, sem Macmillan hefur hlotið til meðferðar, er kaupdeila járnbrautarstarfsmanna við rikisjárnbrautirnar. Samn- ingar um kaup járnbrautar- manna hafa staðiö alllengi og stendur deilan nú þannig, að þeim hefur verið boðin 12% kauphækkun, en þeir segjast munu sætta sig viö 16%.Tilaö árétta kröfur sinar, hófu járnbrautarmenn skæruverk- föll, sem ollu strax miklum truflunum á samgöngum. Macmillan gerði þá nýja til- raun til samkomulags, en hún mistókst. Hann visaði þá deilunni til vinnudómstólsins, sem kvað upp þann úrskurð, að jafnt skæruverkföll sem önnur verkföll járnbrautar- manna væru óheimil næstu 14 daga, og skyldi unnið að sam- komulagi á meðan. Jafnframt dæmdi hann aðalfélag flutn- ingaverkamanna, Transport and General Workers, i 50 þús. sterlingspunda sekt fyrir ólöglegar verkfallsaðgerðir, en framkvæmdastjóri þess félagsskapar er „Islands- vinurinn” Jack Jones. ÞETTA er fyrsti úr- skurðurinn, sem vinnudóm- stóllinn hefur kveðið upp. Dómurinn var kveðinn upp, þótt fulltrúar frá verkalýðs- hreyfingunni tækju ekki sæti i dómstólnum, eins og lög gera ráð fyrir, og ekki væri um neinn málflutning að ræða af hálfu verkalýðssamtakanna. Þau hafa ákveðið fram aö þessu að hundsa dóminn alveg. Þó ákváðu járn- brautarmenn að fresta skæru- verkföllum i samræmi við úr- skurð dómsins, nema ein- stakir litlir hópar þeirra. Atökin hefjast aftur, þegar 14 daga frestinum lýkur i næstu viku, og reynir þá á, hve vel Macmillan hefur tekizt aö nota þennan tima, en ætlun stjórnarinnar er aö nota. hann m.a. til þess að fá verka- lýðssamtökin til aö breyta af- stöðu sinni til dómstólsins og bjóða jafnvel fram ýmsar tilslakanir i þvi sambandi. Heath hyggst sjálfur ræöa viö aðalleiðtoga verkalýðs- samtakanna um þetta efni. EF ÞESSI deila leysist farsællega, mun það vafalaust veröa vatn á myllu Mac- millans, og getur hann þá átt eftir að koma meira við söguibrezkum stjórnmálum. Maurice Macmillan er 51 árs að aldri. Hann stundaði nám við Eton College og siðan Balliol College i Oxford Hann var i hernum öll striös- árin. Litlar sögur fara af honum frá þessum tima,enda er hann hlédrægur og feiminn aðeðlisfari. Eftir styrjöldina hóf hann að vinna við hið þekkta bókaútgáfufyrirtæki ættarinnar, og fylgdi þar i fótspor föður sins. Hann er sagður hafa unniö þar gott starf, enda efldist fyrirtækið verulega undir hans stjórn. Hugur hans beindist jafnframt að stjórnmálum, og hafði hann fallið þrisvar i þingkosn- ingum áður en hann var kjörinn þingmaður 1955. Meðan faðir hans hélt um stjórnartaumana, átti hann litlum frama að fagna i þing- inu. Harold Macmillan var illa við þann orðróm, að hann hampaði ættingjum' og venzlamönnum, og bitnaði það á syni hans. Þegar Alec Douglas Home varð forsætis- ráöherra, geröi hann Mac millan yngri að aö- stoðarráðherra i fjármála- ráðuneytinu. Þegar Heath myndaði stjórn sina 1970, hlaut Macmillan aftur að- stoðarráðherraembætti I fjár- málaráðuneytinu, sem var mun valdameira en hiö fyrra. Þvi gegndi hann þangað til i siðastl. mánuði. MACMILLAN er um margt sagður likur föður sinum. Hann minnir talsvert á hann i útliti, en er þó hærri og dekkri. Svipað gildir um framkomu hans. Hins vegar er hann mun minni ræðu- maður en faðir hans var. Hann er ekki' sagöur bókstafs- trúarmaður fremur en faðir hans var, og þvi hefur honum verið skipað i frjálslyndari arm íhaldsflokksins. Harold Macmillan fór á margan hátt ekki hinar troönu ihaldsslóðir, og þvi var eitt sinn sagt viö hann, að hann væri bezti sósialistiski forsætisráö- herrann, sem Bretar hefðu haft, en hann svaraöi þvi á þann veg, aö hann væri eini sósialistinn, sem Bretar heföu haft fyrir forsætisráðherra. Um hvorugan þeirra feöga verður þó sagt, að þeir séu sósialistar, en þeir hafa báðir reynt að samhæfa ihalds- stefnuna nýjum tima. Maurice Macmillan hefur t.d. sýnt mikinn áhuga á að gera hluta- bréfaeign i fyrirtækjum al- menna, og m.a. veriö for- maður i Council for Wider Ownership, sem vinnur að aukinni hlutabréfaeign al- mennings. Hann er sagður hafa átt verulegan þátt i þeim skattabrey tingum, sem Barber tilkynnti i sambandi við fjárlagafrumvarpið i siðasta mánuði. Það þykir sönnun um skap- festu Macmillans, að hann var orðinn verulega drykk- felldur, er hann tók sæti á þingi, en ákvað þá aö ganga i bindindi, og hefur haldið það siðan. Macmillan er kvæntur Katharine, systur Harlech lá- varðar (áður Ormsby-Gore), sem um skeið var sendiherra Breta i Washington og var mikill vinur Kennedys for- seta. Katharine hefur tals- vert látið stjórnmál til sin taka. Þau hjónin eiga þrjá syni og eina dóttur. Maurice hefur jafnan borið mikla virðingu fyrir föður sinum, sambandið milli þeirra var i bezta lagi. Einu sinni hélt þó Maurice ræöu i þinginu, þegar faðir hans var forsætisráðherra, og gagn- rýndi stjórnina fyrir andvara- leysi og aðgerðaleysi i efna- hagsmálum. Gamli Mac svaraði þessu rétt á eftir með þvi að segja það eitt, að ræða háttvirts þingmanns heföi borið vott um skarpskyggni og sjálfstæði, en það væri ekki viðeigandi fyrir sig að skýra frá þvi, hvaðan þeir eigin- leikar væru komnir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.