Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SCNDIBIL ASTODIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR SJ-Reykjavik tJtför Jóhannesar Kjarvals iistmálara fór fram i gærmorgun frá Dómkirkjunni i sólskini og golu. Hópur fólks hafði safnazt saman fyrir kirkjudyrum þar sem Lúðrasveit Reykjavikur lék ættjarðarlög áður en sjálf athöfnin i kirkj- unni hófst með orgelleik Ragnars Björnssonar dómorganista og söng Fóstbræðra. Margt manna var i kirkjunni. Sr. Bragi Friðriksson flútti kveðjumál og fórust honum m.a. orö á þessa leiö:„En anda, sem unnast, fær aldregi, eilifö aö skiliö”, sagöi annaö skáld islenzkt, sem einnig unni yfir djúpin, sem skilja lönd vor tvö. Tóve dó 3. marz 1958. Yfir rilmi hennar hékk fögur mynd i blá- um og rauöum litum, en stór gulur bátur meö litla, gula mannveru viö stýri siglir inn i myndina. Reginssund heitir þessi mynd. Þaö var erfitt gaman fyrir þennan stóra, stælta og skapúfna mann aö gefa Islandi likama sinn og sál. ,,En andi hans er geymd- ur okkur, þar til köllun lista- mannsins er fullnægt”, reit kona hans einnig. „Æska min er öll i mynd- um” sagöi Kjarval. Gat hann ekki lika sagt: Ast min er öll I myndum. Viö trúum þvi, aö inn i myndina hafi stóri, guli báturinn nú siglt heilu og höldnu og andar, sem unnust hafi aö lokum fundizt á friöar- ströndu handan Reginssunda. Þaö var sonurinn, Sveinn, sem bar þessa mynd sem kveöju og þökk frá fööur aö dánarbeöi móöur. Þaö varö og hlutverk þeirra systkina beggja aö brúa biliö, sem varö milli foreldra þeirra.” Eftir aö Þorvaldur Stein- grimsson haföi leikiö einleik á fiölu flutti sr. Jón Auöuns Dómkirkjuprestur útfarar- ræöuna og sagöi m.a.: „Hin ólikustu tilvik virtust finna sina strengi i sálu þessa furöulega manns, ýmist til gleöi eða hryggðar. Ég man einn morgun snemma sumars. Þá var hann hryggur og sá ekki sumarljósiö. Hér i nágrenni var verið að brenna sinu. Kjarval sagöi: Hugsaöu þér, að þessi skuli vera kveöja íslands til farfuglanna, sem hingað eru komnir um óraveg og liggja nú á hreiörunum sjálfum i eldi og svælu. Lóurn- ar kveina, og nú er draumur vetrarrjúpunnar dáinn! Hann heyrði I eigin hjarta sársauka- kvein þessara vængjuöu vina sinna, og þjáning hans var mikil. Þá átti Kjarval ekkert gamanyröi til aö gleöja aöra meö, aöeins sorg, sem brann i augum hans og rómi. Hann málaði ekkert þann dag.” Og ennfremur: „Jóhannes Kjarval er á gangi út Snæfellsnes. Hann ætlar að mála i Einarslóni. Morgunn var fagur, himininn blár, hrauniö angaöi, mosinn var silfraöur og huldumeyjar liðu mjúklega og létt milli hraundranganna. Málarinn er einn á veginum, aleinn og þó er hann i góöum félagsskap. Litil hagamús hefir elt hann langa leiö og tinir upp brauö- agnir, sem I götuna falla. Hann sezt og talar viö hana og heyrir hana tala, og sálu- félagiö viö litla förunautinn á veginum fyllir málarann geilsandi gleöi og förunautur- inn ljósbrúni skilur mannamál af tungu Kjarvals. Það er eins og lifiö allt streymi i gegn um þennan stóra mann. 1 leiöslu lifir hann alheimskennd mýstikarans. Uppnuminn kemur Kjarval I Einarslón og málar allan þann dag.” Meðan Sorgarmars Hándels var leikinn báru kistu Kjar- vals úr kirkju þeir Ólafur Jó- Frh. á bls. 15 Kista Júhannesar Kjarval Donn ur uomKirnjunm í gær. iumamyna uunnar) Skáld íslenzkra lita kvatt með viðhöfn Endanleg vígsla Búrfellsvirkjunar fer fram 20. maí Sjötta og síðasta túrbínan verður prófuð innan skamms. Hámarksorkuframleiðsla verður 240 megavött. OÓ-Reykjavik. Verið er að setja niður sjöttu og siðustu túrbin- una i Búrfellsvirkjun og 20. mai n.k. fer fram vigsluhátið og virkjunin þar með fullvigð. Verður túrbinan tilbúin til próf- unar 11 maí. og verður hún þá reynd. Undan- farna mánuði hefur ver- ið unnið að niðursetn- ingu þriggja véla. Fimmta vélin fór i gang i marzmánuði og hin fjórða i febrúar. Þegar þessar þrjár vélar kom- ast allar i gagnið tvö- faldast orkuframleiðsla Búrfellsvirkjunar. Afl allra -vélanna er 210 mega- vött, en ef meö þarf er hægt að auka þaö um 15%, þannig aö raunverulega er orkugeta virkjunarinnar 240 megavött. Til samanburðar má geta, aö samanlögö orka allra virkjana I Soginu er 89 megavött. Hinn 20. mai verður virkjunin vigö, eins og áöur er sagt, en þann dag fyrir sjö árum voru lögin um Landsvirkjun staðfest. öllum framkvæmdum viö siálfa virkiunina viö Búrfell er lokiö, en eftir er aö hreinsa og snyrta umhverfiö. Veröur næsta umhverfi mannvirkjanna ræktaö upp, eins og viö aörar stöövar. En i sumar verður lögö önnur lina frá Búrfelli til Reykjavikur. Viö rekstur stöövarinnar vinna alls um 20 manns. Eru þeir flestir meö fjölskyldur og hefur myndazt smábyggö viö Búrfell. Þeir, sem þar búa, tilheyra Gnúpverja- hreppi. FLAKIÐ AF EL GRILL0 A B0TNI SEYÐISFJARÐAR KVIKMYNDAÐ I SUMAR ÞÓ-Reykjavík. Olíuskipiö E1 Griilo hefur legiö á botni Seyöisfjaröar siöan á striösárunum, og er taliö aö I tönkum skipsins sé mikiö af oliu. Ef tæring nær til aö gera gat á tankana er voðinn vis og olfan myndi leggja undir sig allan Seyöisfjörð. Aö vonum eru Seyö- firöingar uggandi yfir þessu og nú hafa nokkrir áhugasamir Seyö- firöingar ráöiö sér froskmenn til aö kafa niöur að skipinu, og er ætlunin aö þeir hafi meö sér neöansjávarkvikmyndavélar og taki kvikmyndir af flaki Ei Grillo. Meö þessum köfunum og kvik- myndun á aö reyna aö komast aö þvl hvort olia sé I skipinu ennþá, en frekar eru taldar likur á þvi, þó svo aö Oliufélagiö h/f hafi dælt , oliu upp úr skipinu i kringum 1950. Seyðfirðingar þeir, sem fyrir köfuninni standa munu greiða kostnaöinn viö hana, þar ssem opinberir aðilar viröast hafa lit- inn áhuga á henni. 45850 FJÖLSKYLD- UR Á LANDINU OÓ-Reykjavik. 1. des. 1971 voru Islendingar orðnir yfir 207000 talsins. Sam- kvæmt upplýsingum úr þjóö- skránni voru landsmenn 206818 fyrrgreindan dag, en þar var um bráðabirgöatölu aö ræöa og voru ekki talin meö börn, sem fæddust i mánuðinum þar á undan, og er samkvæmt Hagtiöindum óhætt aö bæta aö minnsta kosti 300 til 400 manns viö uppgefna tölu. Sama heimild segir, að tala fjölskyldu- kjarna á landinu sé alls 45850. En einhleypingar eru 50197. Mun þaö nokkuö há tala miöaö viö þaö sem almennt er talið einhleypingur, en þarna eru talin börn yfir 16 ára aldri, þótt þau búi hjá foreldrum sinum. Er það vegna þess, aö þjóöskráin er á þessu sviöi löguö eftir þörfum skattayfirvalda. En hvaö um þaö, fjölskyldurnar skiptast þannig: Hjónabönd án barna 12655, Hjónabönd meö börnum 26700, Óvigö sambúð án barna 609. Óvigö sambúö meö börnum 1049. Faðir meö börn 289. Móðir meö börn 4548, 1 siðasta liö eru taldar um 100 eiginkonur er- lendra manna, sem búa á Kefla- vikurflugvelli. Meöalstærð fjölskyldukjarna, og er þar sami fyrirvari og áður með börn yfir 16 ára, sem búa hjá foreldrum sinum: er 3,42.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.