Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.04.1972, Blaðsíða 6
£ TÍMINN Fimmtudagur 27. april 1972 Frá umræðum á Alþingi um verðlagshækkanirnar: MEGINÞUNGI HÆKKANANNA STAFAR AF ÁKVÖRÐUNUM, SEM GERÐAR VORU í TÍÐ FYRRVERANDI RÍKISSTJÓRNAR - sagði Lúðvík Jósepsson viðskiptamálaráðherra EB—Heykjavik. A fundi I Sameinuðu þingi i fyrradag urðu talsverðar umræð- ur i fyrirspurnatima um verð- lagshækkanir þær, sem stjórn- viild hafa heimilað sfðustu mán- uði. Bar Gylfi Þ. Gislason (A) fram fyrirspurn um það efni til viðskiptamálaráðherra. t þcssum umræðum sagði Lúð- vfk Jósepsson viðskiptamálaráð- herra, að þær verðlagshækkanir, sem rfkisstjórnin hefði heimilað eftir áramót, væru vissulega meiri en æskilegt hefði verið, en varla væri hægt að sjá, að mögu- legt hefði verið að komast hjá þeim eins og i pottinn hefðí verið búið. Ráöherrann sagði ennfrem- ur, að Ijóst væri, að meginþunginn af þeim verðlagshækkunum, sem nú hefðu verið að koma fram, stafaði frá ákvörðunum, sem gerðar hefðu verið i tfð fyrrver- andi rikisstjórnar, eöa sem bein- linis ættu rætur að rekja til þess, sem gerzt hafði í rekstrar- ' og verölagsmálum áður en núver- andi rikisstjórn hefði tekið við völdum. Magnús Jónsson (S) sagði m.a. i umræðunum, að sjálfsagt hefði veriö nauösynlegt og cðlilegt, að leyfa umræddar verðlagshækk- anir — og Gylfi Þ. Gislason sagði, að öllum hefði veriö Ijóst, að um gffurlega mikinn vanda f verð- lagsmálum þjóðarinnar hefði verið að ræöa, sem hlaut að fylgja I kjölfar langrar verðstöðvunar. Sagði viðskiptaráöherra, að út af fyrir sig væri mjög athyglisvert, að Gylfi Þ. Gislason, fyrrverandi viðskiptaráðherra, viðurkenndi þá staðreynd, að hér hefði verið um mikinn vanda að ræða, sem fyrrverandi rikisstjórn heföi skil- ið eftir sig. — En mér þykir mjög hafa boriö á þvi i málflutningi þeirra, sem tala fyrir fyrrverandi rikisstjórn, að þeir vilja kenna núverandi rikisstjórn um þann vanda, sem við var að glfma I þessum efnum, sagði Lúðvik Jósepsson viðskiptaráðherra m.a i tilefni viðurkenningar Gylfa Þ. Gislasonar. 1 upphafi svarræðu sinnar við fyrirspurn Gylfa Þ. Gislasonar sagði Lúðvfk Jósepsson viðskipa- ráðherra, að fyrirspurnin væri mjög yfirgripsmikil, og hann hefði þvi valið þann kost aö láta dreifa meðal þingmanna skrif- legu svari við fyrirspurninni. — En ég tel rétt, sagði ráðherrann, — að láta hér fylgja með þessum svörum nokkrar almennar skýr- ingar frá minni hálfu. Verðlags- hækkanir þær, sem stjórnvöld hafa heimilaö siöustu mánuði, má greina i fjóra aðalflokka, eftir þvi hvaða áátæður eru fyrir þessum hækkunum. Verölagshækkanir, sem stafa frá ákvörðunum í tið fyrrverandi stjórnar. í 1. flokki eru þær verðhækkan- ir, sem stafa frá ákvörðunum, sem teknar voru i tið fyrrverandi rikisstjórnar eða frá kostnaðar- hækkunum, sem urðu á verð- stöðvunartimanum. Dæmi um slikar verðhækkanir, sem nú koma fram i verðlagi, eru m.a. þessar: Hækkun á hitaveitugjöld- um, rafmagnsverði, strætis- vagnagjöldum, sementsverði, gjöldum simans, afnotagjöldum Lúövik Jósepsson — mestmegnis afleiðingar frá valdatið „við- reisnar” útvarps og sjónvarps, bifreiða- tryggingum, dagblöðum, oliu- flutningum innanlands, steypu- stöðvartöxtum og á verði ýmiss konar iðnaðarvöru. Þeir, sem sótt hafa um verðhækkanir vegna þessara þjónustugreina, hafa fyrst og fremst rökstutt hækkun- arbeiðnir sinar með þvi, að þeir hafi ekki fengið nauðsynlegar verðhækkanir samþykktar á verðstöðvunartimanurn, og þvi margir rekið meö halla. Þannig telja t.d. forsvarsmenn Sements- verksmiðjunnar, að hækka hefði þurft verð á sementi um 16,7% vegna synjunar um hækkun á s.l. ári og tapreksturs fyrirtækisins. Rikisstj. heimilaði þó aðeins 10% verðhækkun á sementi. Fjármálastjóri útvarpsins taldi einnig, að hækka þyrfti afnota- gjöld þess um 32,2% til þess aö ná fullum rekstursjöfnuði, eins og nú er komi, en rikisstj. féllst aðeins á 10% hækkun afnotagjalda. A svipaðan hátt var rökstuðningur borgaryfirvalda i Reykjavik fyrir hækkunarbeiðnum á hitaveitu- gjöldum og strætisvagnagjöldum. Eigendur steypustöðva i Reykja- vik töldu sig þurfa að fá 34-39.5% verðhækkun, m.a. vegna tap- reksturs á s.l. ári. Rikisstj. heimilaði þeim 10% verðhækkun. Landsvirkj taldi óhjákvæmilegt að hækka verð á raforku i heild- sölu um 20%, til þess að fyrirtæk- ið gæti staðið við samninga við erlenda aðila um rekstursaf- komu. Af þeim ástæðum var sið- an heimiluð 10% verðhækkun á almennri raforkusölu rafveitna. Mörg iðnfyrirtæki hafa talið nauðsynlegt að fá að hækka út- söluverð á sinni framleiðslu, vegna þess að á tima verðstöðv- unarinnar hafi framleiðslu- kostnaður þeirra farið vaxandi, m.a. vegna hækkunar á erlendu efni, eða rekstrarvörum. Verö- hækkanir af þessu tagi, sem rekja verður til þess, sem gerzt hafði i verðlagsmálum fyrir tið núv. rikisstj., eru tvimælalaust fyrir- ferðamestar og hafa haft mest áhrif til hækkunar á visitölu. Aðrar ástæður 1 2. flokki verðhækkana eru svo þær verðlagsbreytingar, sem beinlinis stafa af erlendum verð- lagshækkunum. Þannig hefur verðlag á sykri hækkað mjög Gylfi Þ. Gislason — öllum ljóst,aö um gifurlegan vanda var að ræða mikið á heimsmarkaði. Afleiðing- ar þess eru m.a. þær, að ýmsar vörur, sem hér eru framleiddar úr sykri, hafa hækkað i verði. Má þar til nefna gosdrykki, sælgæti og ýmsar brauðtegundir. Þá er einnig vitað, að gjaldeyrir flestra viðskiptalanda okkar i Evrópu hefur hækkað siöustu mánuði, en það hefur skiljanlega leitt til hækkunar á verði innfluttra vara. 1 3. flokki eru þær verðhækkan- ir, sem stafa af nýgerðum kaup- gjaldssamningum. Vegna laga- ákvæða um, að bændur skuli hafa sambærileg laun við verkamenn og iðnaðarmenn, hækkaði verð á landbúnaðarafurðum um 12-14%, og afleiðing þess varð sú, að ýms- ar unnar kjöt- og mjólkurvörur hlutu einnig að hækka i verði. Þá hækkaði neyzlufiskur innanlands um leið og fiskverð var hækkað til sjómanna. Og um leið og kaup iðnaðarmanna hækkaði, hlaut út- seld vinna þeirra að hækka, þó að dregið væri úr þeirri álagningu, sem meistarar og fyrirtæki höfðu áður haft á útseldri vinnu. I 4. flokki eru svo þær verð- hækkanir, sem stafa af sérstök- um ráðstöfunum rikisstj. til tekjuöflunar fyrir rikissjóð og vegasjóð. Þar er um að ræða verðhækkanir á áfengi og tóbaki og á bifreiðum vegna nýs inn- flutningsgjalds. Þær verðlags- hækkanir, sem rikisstj. hefur heimilað siðan um áramót, eru vissulega meiri en æskilegt hefði verið, en varla hægt að sjá, að mögulegt hefði verið að komast hjá þeim eins og i pottinn var bú- ið. Um geymdan vanda að ræða 1 tið fyrrv. rikisstj. var samið um miklar launahækkanir opin- berra starfsmanna, þ.e.a.s. starfsmanna i þjónustu rikisins, rikisfyrirtækja og starfsmanna bæjarfélaga. Þessir samningar voru gerðir i des. 1970, eða nokkru eftir að verðstöðvunín hófst. Þær launahækkanir hlutu að koma fram i opinberum rekstri. En vegna verðstöðvunarinnar komu afleiðingar þeirra hækkana ekki fram i verðlagi, og var þvi þar um geymdan vanda að ræða. Ljóst er af þvi, sem hér hefur verið sagt, að meginþunginn af þeim verð- hækkunum, sem nú hafa verið að Magnús Jónsson — sjálfsagt verið nauðsynlegar og eðlilegar verð- lagshækkanir koma fram, stafar frá ákvörðun- um, sem gerðar voru i tið fyrrv. rikisstj., eða sem eiga beinlinis rætur að rekja til þess, sem gerzt hafði i rekstrar- og verðlagsmál- um áður en núv. rikisstj. tók við völdum. En rétt er svo að hafa i huga, að enn hafa ekki verið af- greiddar beiðnir um hækkun á álagningu verzlunarfyrirtækja en sú beiðni er að verulegu leyti rök- studd með kaupgjaldssamning- unum, sem áttu sér stað um sið- ustu áramót og heldúr hefur ekkí verið tekin aístaoa til beiðni frá skipafélögum um hækkun á frögt- um, en beiðni þessara aðila er að verulegu leyti rökstudd með launahækkunum, sem einnig urðu um siðustu áramót. Afleiðingar i verðlagsmálum af þeim kaupgjaldssamningum, sem þá voru gerðir, eiga þvi að nokkru eftir að koma fram. Getur hækkað um 5,8 vísitölustig Eins og fram kemur i hinu skriflega svari, sem alþingis- menn hafa fengið, þá er þar gerð nokkur grein fyrir áhrifum verð- lagsbreytinganna á visitölu, en þó hefur ekki þótt fært að gefa hér ýtarlega upptalningu á áhrifum vegna þeirra verðbreytinga, sem ýmist eru nú að eiga sér stað eða hafa átt sér stað siðustu daga a- þeim ástæðum, að þar leikur nokkur vafi á um ýmis atriði. En þó er það álit Hagstofunnar, að gera megi ráð fyrir þyi, að kaupgjaldsvisitalan geti hækk- að um það bil 5.8 visitölustig, þegar kaupgjaldsvisitalan kemur næst til framkvæmda, og yrði þá kaupgreiðsluvisitalan i kringum 115 stig. En á þessu geta að sjálf- sögðu enn orðið breytingar. „Listinn er ófagur^ sagði Gylfi Gylfi Þ. Gislason sagði, að listi sá, er viðskiptaráðherra hefði lagtfyrir þingmenn, væri ófagur. Þá sagði hann, að öllum hefði verið ljóst, að um mikinn vanda hefði verið að ræða i verðlags- málum þjóðarinnar — og sagði, að i ljós hefði komið, að núver- andi rikisstjórn hefði ekki reynzt þeim vanda vaxin að leysa málin. Siðan kvaðst Gylfi ekki ætla að ræða þessi mál að sinni,. það myndi hann gera á eðlilegri grundvelli. „Eimskipafélagið hækkaði um allt að fjórðungi" sagði Jón Ármann Jón Armann Héðinsson (A) kvaðst hafa lista undir höndum, þar sem kæmi fram, að Eim- skipafélagið hefði hækkað um allt Jóhann Ilafstein — Gunnar J. Friðriksson geri grein fyrir máli sinu að fjórðungi gjöld fyrir útflutning á vörum frá landinu. Spurði hann siðan viðskiptaráðherra að þvi hvort félaginu hefði verið heimil- uð þessi hækkun. Lúðvik Jósepsson viðskiptaráð- herra kvaðst játa, að honum væri ekki kunnugt um neina slika heimild, og væri sjálfsagt að huga að þvi, hvernig þessu væri háttað. — En hitt veit ég, sagði ráðherr- ann, — að Eimskipafélagið hefur þegar gert samninga til lengri tima við aðila, sem hafa með höndum mikinn hluta af okkar út- flutningi, eins og t.d. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna o.fl. um flutn- ing á frosnum fiski og þéim samn- ingum sem eru til miklu lengri tima, hefur að visu veriö breytt, en það hefur aðeins orðið um mjög litla hækkun að ræða, ég held innan við 4% frá þvi, sem áð- ur hafði verið. En þetta atriði mun út af fyrir sig verða tekið til athugunar. Fyrrverandi fjármálaráð- herra telur verðlagshækkanirnar eðlilegar Magnús Jónsson (S) taldi, að sjálfsagt hefði verið nauðsynlegt og eðlilegt að leyfa umræddar verðlagshækkanir. Þá beindi Magnús þeirri fyrirspurn til við- skiptamálaráðherra, hvort rikis- stjórnin myndi gera ráðstafanir til þess að hækka kaupgreiðslu- visitöluna, ef kauplagsnefnd teldi sér ekki fært að lita framhjá þeim breytingum, sem yrðu, eða gera breytingar á grundvelli kaup- gjaldsvisitölunnar með tilliti til þess, að nú væru nefskattar felld- ir niður. Lúðvik Jósepsson viðskiptaráð- herra sagði m.a. vegna fyrir- spurnarinnar: — Ég tel, að það sé enginn vafi á þvi, að kaupgjalds- nefnd muni f jalla um þetta mál og að það sé aðeins i fullu samræmi við hennar vinnubrögð. Ég vil t.d. nefna eitt dæmi. Eins og kunnugt er, varð sú breyting á s.l. hausti, að iðgjöldum til bifreiðartrygg- inga var breytt i grundvallarat- riðum frá þvi, sem áður var. Tek- in var upp svonefnd sjálfsábyrgð i stað beins iðgjalds, að nokkru leyti. Kaupgjaldsnefnd ákvað að meta þetta, þó að það væri ekki i visitölugrundvellinum. Og hún mat þetta sem tiltekna iðgjalda- hækkun og hækkaði visitöluna um rúmlega 0,2 stig af þessum ástæð- um. Ég efast ekkert um það, að kaupgjaldsnefnd hlýtur að fjalla um þetta mál, og ég held, að rikisstjórnin hafi ekki i huga að bla-da sér i það á neinn hátt. Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.