Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 5. mai 1972. Steingrímur Hermannsson um tillögu ríkisstjórnarinnar um raforkumálin: Ekki sannfærður um nauðsyn þess að ríkið eigi minnst 50% í orkuvinnslufyrirtækjum EB- Reykjavík. Þegar tillaga rikisstjórnar- innar um raforkumálin var til umræðu I Sameinuou þingi s.l. þriðjudag, tók Steingrimur lier- mannsson (F) til máls og lagöi áherzlu á, aö megintilgangur til- lögunnar væri sá, að ná jafnaöar- veröi og lágu verði á raforku fyrir landsmenn alla. Sagði Stein- grimur, að það væri grundvöllur þess, að raforkan yrði notuð i vaxandi mæli til upphitunar, til islenzks iðnaðar, ekki sizt orkufreks iðnaðar og fjölmargs annars. Þá sagði Steingrimur, að hann væri ekki sannfærður um það enn, að nauðsynlegt væri að hið opin- bera ætti minnst 50% i orku- vinnslufyrirtækjunum, en Magn- ús Kjartansson iðnaðarráðherra teldi, að fyrsti afangi heildar- Deildu um vátrygg- ingastarfsemina EB.Reykjavik. A fundi I neðri deild s.l. mið- vikudag, mælti Magnús Kjart- ansson, tryggingarráöherra fyrir stjórnarf rum varpinu um vátryggingastarfsemina i land- inu, en frá þvi frumvarpi hefur verið greint hér i blaðinu. Urðu nokkrar deilur milli ráðherrans og Guðlaugs Gislasonar (S). Taldi tryggingaráðherra, að f- elagsleg sjónarmið ættu að ráða þessari starfsemi, en samkvæmt máli Guðlaugs Gislasonar, vildi þingmaðurinn, að þessi starfsemi yrði rekin eftir sjónarmiðum gróðahyggjunnar. Ennfremur tók til máls Matthias Bjarnason (S), og kvaðst hann i meginatriðum vera sammála tryggingaráð- herra. Félagsleg sjónarmið ættu að rikja i þessari starfsemi. Steingrimur Hermannsson stefnu i raforkumálunum mætti vera sá að stofna slik fyrirtæki I hverjum landshluta Sllk fyrir- tæki yrðu sameign ríkis og þeirra bæjar- sveitar- og sýslufélaga, er óskuðu að leggja fram fé eöa verðmæti. Eignarhluti rlkisins yrði aldrei minni en 50%. Um þetta atriði sagði Stein- grimur Hermannsson orðrétt: „Ég er ekki sannfærður um það enn, aö nauðsynlegt sé,að hið opinbera eigi minnst 50% i slikum landshlutafyrirtækjum til þess að sú samræming, sem gert er ráð fyrir, að hér fari fram, nái fram að ganga. betta er eitt atriði, sem ég fyrir mitt leyti vil skoða betur. Ef svo skyldi reynast, eftir ýtar- lega og vandlega athugun, að þetta væri nauðsynlegt til þess að ná jafnaðarverði raforku og skipulegri nýtingu hennar i land- inu, þá get ég fyrir mitt leyti fall- izt á þetta." Þá gat Steingrimur þess i þessu sambandi, að ekki væri minnzt nema litið eitt á Landsvirkjun i tillögunni. Ljóst væri, að Lands- virkjun yrði að falla inn i þessa heildarstefnu raforkumálanna. Ennfremur sagði Steingrimur m.a., að hann saknaði þess, að ekki skyldi vera unnið að heildar- áætlun fyrir raforkuvinnslu i landinu. Það er sannfæring min, sagði Steingrimur, — að slik athugun muni leiða i ljós, að á vissum stöðum er ekki rétt að virkja eins og ráðgert hefur verið,a.m.k. er vafalaust, að slik athugun hefði getað komið i veg fyrir þau leið- indi, sem orðið hafa við Laxá fyrir norðan, og ef til vill ef fyrr hefði legið fyrir, komið i veg fyrir ýmiss konar vandræði, sem af þvi munu hljótast, ef ekki verður talið rétt að leggja Þjórsárver undir vatn. Mývatn og Þjórsárver eru tvö stór svæði með mjög 'sér- stæða liffræði, sem nauðsynlegt er að athuga vandlega, og átti að athuga, áður en nokkrar áætlanir voru gerðar um virkjanir fall- vatna, sem frá þessum svæðum eiga uppsprettur sinar. Ef ákveð- ið veröur að leggja ekki Þjórsár- ver undir vatn, er ljóst, að nálægt þvi allar áætlanir um virkjanir Þjórsár riðlast, og má vel vera, ef svo heföi verið ljóst fyrr, að aörar ákvarðanir og aðrar fram- kvæmdir heföu verið teknar og gerðar i þessu sambandi. Vel má t.d. vera, að heildaryfirsýn yfir orkuvinnslu landsins leiddi i ljós, að skynsamlegra væri að leggja meiri áherzlu á stórvirkjanir Norð-austurlands, sem hafa verið athugaðar, heldur en á Þjórsár- virkjanirnar. Ég tel þvi,að varla geti verið um það nokkrar deilur, að i okkar litla og fámenna landi er heildaryfirsýn yfir orkuvinnsl- una, dreifingu hennar og nýtingu, höfuðnauðsyn og grundvallar- atriði. Frumvarp Björns Fr. Björnssonar. Afréttarsvæði teljist til sveitarfélagsins - sem þar á eignar- eða afnotarétt EB — Reykjavik. Björn Fr. Björnsson (F) hefur lagt fyrir Alþingi frum- varp um breytingu á sveitar- stjórnarlögum nr. 58 frá 29. marz 1961. Leggur Björn til að við 2. grein laganna bætist: „Afréttarsvæði, sem ekki hefur þegar verið skipað innan staðarmarka neins sveitar- félags, skal teljast til þess sveitarfélags, sem þar á eign- ar- eða afnotarétt. Ef fleiri en eitt sveitarfélag eiga aðild að sliku landi og ekki er sam- komulag um, hverju þeirra það skuli tilheyra, sker sýslu- nefnd úr. úrskurði sýslu- nefndar má skjóta til félags- málaráðuneytisins, sem fellir fullnaðarúrskurð." Greinargerð Björns með frumvarpinu er svohljóðandi: „Bein ákvæði eru ekki talin vera i löggjöf okkar um það, hver staðarmörk sveitar- félaga eru, þegar til afrétta kemur og nær dregur hálendi landsins. t stjórnarskránni segiri 76. gr.: „ Rétti sveitar- félaganna til að ráða sjálf málefnum sinum meö umsjón stjórnarinnar skal skipað með lögum". Til samræmis við þetta stjórnarskrárákvæði hafa verið sett lög um sveitar- stjórnir og eru gildandi lög i þessu efni frá 1961. Þar segir i 1. gr.: „Rikið skiptist i sveit- arfélög, sem ráöa sjálf málefnum sinum undir yfir- stjórn rikisstjórnarinnar (félagsmálaráöuneytisins), samkvæmt þvi sem lög ákveöa." Siðan segir 2. gr. laganna, aö með sveitarfélög- um sé átt við hreppa og kaup- staði. Með hliðsjón af tilvitnuðum lagagreinum er auðsætt, aö fá eða engin landssvæði séu þau, að eigi skuli falla undir stjórn sveitarfélags. Um nokkur af- réttttarlönd mun svo ástatt, að nokkur óvissa þykir rikja um það, hvaða sveitarfélag hafi þar rétt og skyldur að sveitar- stjórnarlögum. Er auðsætt, að þessi landssvæði eiga og þurfa að heyra til einhverju sveit- arfélagi. Afréttir okkar eru allstór hluti landsins alls. Þeir hafa Björn Fr. Björnsson. verið og eru nýttir á ýmsa lund. Svo hefur verið um aldir. A þvi er enginn vafi, að nýting þeirra mun færast mjög i vöxt. Fyrst koma i hug hinir miklu upp- græðslu- og ræktunarmögu- leikar. Þá má t.d. geta þeirra framkvæmda, sem eiga sér stað á afréttum sunnanlands til undirbúnings stórvirkjun- um. Þar hafa verktakar og fyrirtæki þeirra bækistöðvar og fjöldi manna atvinnu mik- inn hluta árs. Þegar fram liða stundir, munu þeir verða eigi allfair, sem þar starfa að staöaldri og setjastað. Viðar á slíkum landssvæðum getur komið til margs konar fram- kvæmda bæði á vegum opin- berra aðila og einstaklinga. Þykir flm. sú skipan afréttar- lands, að þvi er sveitarstjórn varðar, nærtækust og eðlileg, að þaö heyri þvi sveitarfélagi til, sem þar hefur haft eignar- eða afnotarétt og rækt þær skyldur, sem slikum rétti fyigja. Vera má, að fleiri en eitt sveitarfélag hafi átt og eigi sameiginlega afrétt, og verður þá i fyrsta lagi að gera ráð fyrir samkomulagi innbyrðis með þeim um, hvernig haga skuli staðarmörkum. Náist hins vegar ekki samkomulag, þykir rétt að viðkomandi sýslunefnd skeri úr, en úr- skurði hennar megi skjóta til félagsmálaráðherra." Verðgildi krónunnar tífaldað? - Líklegt að Alþingi álykti að fela stjórninni að láta athuga, hvort slíkt sé hagkvæmt og tímabært EB—Reykjavík. Allsherjarnefnd Alþingis hefur orðið sammála um að mæla með tillögu Björns Pálssonar (F) um athugun á þvi, hvort hagkvæmt sé að tífalda verðgildi krónunnar. Leggur. nefndin einróma til, að Alþingi álykti að fela rikis- stjórninni að láta athuga, hvort þetta sé hagkvæmt og tímabært. Samkvæmt áliti nefndarinnar, sem lagt var fram i fyrradag, leitaði nefndin umsagna Seðla- banka Islands og viðskipta- bankanna, og eru þær prentaðar með nefndarálitinu sem fylgi- skjöl. Á engan hátt timabært og hagkvæmt nú Niðurstöður umsagnar Seðla- banka Islands eru þessar: Bankastjórn Seðlabankans er eindregið þeirrar skoðunar, að á engan hátt sé timabært eða hag- kvæmt að tifalda nú verðgildi krónunnar. Slik breyting mundi hafa mikinn kostnað i för með sér, en enga hagkvæmni umfram það, sem þegar hefur náðst. Sú eining, sem út úr slikri breytingu kæmi væri þar að auki þegar of litil, ef hún ætti eftir sem áður að skiptast i 100 aura, eins og krónan nú. Bankastjórn Seðlabankans getur þvi mælt með, að framlögð þingsályktunartillaga um þetta efni verði samþykkt. A hinn bóginn er orðið ljóst, að 10—-eyringurinn, sem nú er smæsta mynteiningin, er orðinn of verðlitill og þvi óhagkvæmur bæði i viðskiptum og sláttu. Bankastjórn Seðlabankans legg- ur þvi til, að lagaheimildar sé aflað hið fyrsta til þess að fella 10—eyringinn úr gildi, þannig að 50 aurar verði minnsta mynt- einingin fyrst um sinn. Jafnframt leggur hún til, að heimild verði -veitt til þess að fella einnig 50—eyringinn úr gildi, þegar og ef það verður talið æskilegt að dómi Seðlabankans og rikisstjórnar- innar. Væri þannig að þvi stefnt, að ein króna verði orðin smæsta mynteiningin innan fárra ára, en jafnframt yrði hægt að fella niður tvö núll úr öllum viðskipta- reikningi. Loks telur bankastjórnm æski- legt, að kannað verði með al- mennum umræðum innan Björn Pálsson Alþingis og utan, hvort menn telji upptöku stærri gjaldmiðils- einingar gagnlega ráðstöfun og liklega til þess að auka virðingu og traust manna á gjaldmiðli þjóðarinnar. Fái þessi hugmynd nægilega jákvæðar undirtektir, mætti hugsanlega stefna að þvi, að tekin yrði upp ný gjaldmiðils- eining.er væri jafngildi 100 kr. en þó ekki fyrr en eftir að 10 og 50 eyringarnir hafa báðir verið felldir úr gildi. Verður það varla fyrr en eftir nokkur ár, svo að nægur timi er til að athuga tækni- legar hliðar málsins betur. Meðal annars þarf að áætla þann kostnað, sem gjaldmiðilbreytingu yrði samfara, en hann hlyti að verða mjög verulegur. Álit vioskipta- bankanna 1 umsögn Lándsbanka Islands kemur fram, að bankinn telji ekki rétt að láta i té álit á tillögunni. Visar bankinn til þess, að það er m.a. hlutverk Seðlabankans að ráða Alþingi og rikisstjórn i slikum málum. Umsögn bankans er undirrituð af bankastjórunum Helga Bergs og Björgvini Vil- mundarsyni. Hins vegar er umsögn Otvegs- bankans, sem undirrituð er af þeim Jóhannesi Eliassyni og Jónasi G. Rafnar, svohljóöandi: „Við teljum framkomna tillögu til þingsályktunar um athugun á auknu verðgildi islenzkrar krónu, sem nú liggur fyrir Alþingi, mjög athyglisverða og timabæra. Við teljum hins vegar, að slikri breytingu mundi fylgja mjög mikill kostnaður, sem aðallega er fólginn i seðla- og mynt- skiptingu." ÞeirMagnús Jónsson og Stefán Hilmarsson hjá Búnaðar- bankanum segja i umsögn sinni, að þar sem tillagan fjalli um atriði, er varði tiltekin áhrif á peningakerfið i heild, og yfir- stjórn peningamála sé- lögum samkvæmt i höndum Seðlabankans, telji bankastjórnin ekki eðlilegt, að einstakir við- skiptabankar tjái sig um málið, enda sé bankastjórninni kunnugt um, að stjórn Seðlabankans hafi tekið tillöguna til sérstakrar at- hugunar. Að lokum segja þeir Bragi Hannesson og Pétur Sæmundsen hjá Iðnaðarbankanum: „Vér álitum, að sú breyting á gjaldmiðlinum, sem lagt er til að verði athuguð, muni ekki ein sér Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.