Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur. 10. mai 1972 TÍMINN 9 Wíwrnm Tramk ijÞarárij G. Þo gjrjmu! 18300 1Í333. Áiknf Úfgefíndi; Frafnsókna rfiokkurtnn jfæmdastiórif Kristján Banadfkfssön, Rjtstjörar! pórarirth asson (ábh Andrés KHíflánsson, Jön Helgííön, ludrtSl •steinsson og Tömns KsrlMom Awgtýslnaastjórh: Stefn- ■Gislason. RjlsfjprnarskTffstOfwr f tdduhúíinu, sftrwr — 18306. Skrif?tofur Bapkastræfl 7. — Afgreið'siusími : :Augfýsíngasímj: :•:! 9533^: Attrar :: skrlfstofur:: :siflnf: : :T8300>::: tafgíald kr. 32S.0Q: .á:: mánú&i lnnan!ands.::í: tausasötv : kr. lí.00 alntakfó. — ÖUSaprent h.f. (Óffsati Háar kröfur lækna Alvarleg kjaradeila er nú komin upp milli lækna og Rikisspitalanna. Segja læknar nú upp stöðum sinum i hrönnum til að fylgja fram kröfum sinum. í upphaflegum kröfum sínum kröfðust læknar 80—90% hækkunar greiðslna, launa og annarra greiðslna, að mati skrifstofu rikisspitalanna. Telja ríkisspítalarnir, að kröf- ur Læknafélags Reykjavikur feli i sér 102 milljón króna útgjaldaaukningu til 107 lækna eða um milljón krónur á mann i hækkun á ári! Á Alþingi í fyrradag upplýsti Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra, að rikisstjórnin hefur nú boðið þeim læknum, sem nú eru að segja lausum stöðum sinum, laun, sem með hóflegu vinnuálagi nema 110—130 þúsundum króna á mánuði fyrir sérfræðinga og 90—100 þúsundum króna fyrir aðstoðarlækna. Nemur hækkunin ein, sem rikið hefur nú boðið þeim, 24—30 þúsundum króna á mánuði. Samtals fela boð rikisins í sér 25—30% hækk- un launagreiðslna til sérfræðinga og aðstoðar- lækna, en um 37—38% hækkun til kandidata, vegna mikillar yfirvinnu þeirra. Fjármálaráð- herra sagði, að þessi boð rikisins hefðu i raun- inni þótt riflegri en verjandi væri. Af hálfu rikisins var af þeim sökum lýst yfir á siðasta samningafundi með læknum, að um umtals- verðar breytingar frá þessu tilboði yrði ekki að ræða af rikisins hálfu. En þrátt fyrir þessi boð, ber svo mikið i milli samningsaðila, að viðræðum við lækna hefur verið frestað og læknar hafið hópuppsagnir. Verða það að teljast talsverð tiðindi, þegar menn segja upp stöðum sinum vegna of lágs kaups, þegar i boði eru 130 þúsundir króna i mánaðarlaun!! í ræðu sinni á Alþingi rifjaði Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra upp fyrri kjara- deilu rikisins við lækna frá árinu 1966. Varð sú deila mjög harðvitug, og sögðu allir læknar sjúkrahúsanna þá upp störfum, að undanskild- um yfirlæknum. Samningar tókust um siðir, og höfðu þeir i för með sér stórkostlega hækkun á launaútgjöldum spitalanna. Lýsti þáverandi fjármálaráðherra samningunum svo i fjár- lagaræðu haustið 1966, að læknar hefðu neytt þeirrar aðstöðu sinnar, að hafa i bókstaflegri merkingu lif fjölda fólks i hendi sér, og hefðu samningarnir af hálfu rikisins þá verið algerir nauðungarsamningar. Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra sagði, að gifurlegar hækkanir nú til lækna mundu mjög bráðlega hafa áhrif á aðra hópa starfsmanna rikisins. Þetta mál varðaði al- þjóð, og fór f jármálaráðherra þess á leit við þá lækna, sem hér eiga hlut að máli, að þeir endurskoðuðu afstöðu sina i ljósi þess, að á þessi mál, sem önnur, verður að lita frá sjónar- miði þjóðfélagsins i heild. — TK Forustugrein úr The Times London: Nixon reynir að forðast auðmýkingu í Vietnam Getur McGovern einn endurvakið sjálfsvirðingu Bandaríkjamanna? Eftirfarandi forustu- grein birtist i The Times i London i síðastl. viku. Það, sem síðan hefur gerzt, staðfestir allt ályktanir blaðsins. Ráð- stafanir þær og tillögur, sem Nixon tilkynnti i ræðu sinni í fyrrakvöld, eru sambland af hótunum og tilboðum, sem eiga að koma í veg fyrir fullkomna auð- mýkingu hans í Víet- nam. Helzta von hans virðist sú, að Rússar og Kinverjar hjálpi honum til að semja, af ótta við nýjan Titóisma i sameinuðu Vietnam. Hefst svo forustugrein The Times: ÓSIGUR þriðju fótgöngu- liðsherdeildar Suður-Vietnam leiðir af sér, að viðurkenna verður þann möguleika, að her Norður-Vietnam geti borið sigur úr býtum á vigvellinum. Þriðja fótgönguliðssveitin lagði á flótta. Sumir Bandarikjamann- anna i Vietnam höfðu gert sér i hugarlund, aö hún gæti reynzt betur en aðrar her- sveitir, sem áður höfðu brugðizt i miðhálendinu um- hverfis Kontum. En sú varð ekki raunin. Sama sagan endurtekur sig á öllum vigstöðvum, ef undan eru teknar fáeinar úrvals- sveitir. Her Suður-Vietnam er deigur að striða. Forustan virðist léleg, bæði hátt og lágt. Her, sem lýtur lélegri forustu, biður lægri hlut fyrir vel stjórnuðum her, eins og ávallt endranær. UPPGJÖF er og hefir verið smitandi. Enginn getur treyst þvi, að uppgjöf i hernaði leiði ekki til uppgjafar i stjórn- málum i Suður-Vietnam. Ekki ber að efa, að markmið rikis- stjórnarinnar i Norður-Viet- nam var annað og minna, þegar hún lét hefja sókn þá, sem nú stendur yfir, en reynist brautin til Saigon bein og hindrunarlaus, þarf nálega ofurmannlegt aðhald til þess að meina skriðdrekunum að renna hana á enda. Vitaskuld getur breyting orðið á. Þeir eru æði margir i Suður-Vietnam, bæði meðal almennings og embættis- manna, sem óttast alvarlega afleiðingarnar af stjórn kommúnista. Þetta fólk berst eins vel og það getur, og meðan þaö getur. En hugrekki og vilji til að berjast nægir ekki til sigurs. NORÐUR-VtETNAM hefir alla tið staðiö betur að vigi i stjórnmálum en Suður-Viet- nam. Kommúnisminn gæðir ung riki aga, sem er mikil- vægur á friðartimum og ómet- anlegur i striði. t þvi efni kemur út á eitt, hvort rikin standa á gömlum merg eða ekki. Þannig stóö á i Norður-Viet- nam, að Þjóðsagnaljóminn um Ho Chi-minh iklæddi kommúnismann kufli þjóðernis. Forustumenn Nixon Norður-Vietnama hafa getað haldið þvi fram i heilan mannsaldur, að striðið væri varnarbarátta gegn aðvifandi innrásarher, en Suður-Viet- namar hafa orðið að láta sér lynda að fela hinum máttugu, vestrænu bandamönnum sinum að annast baráttuna að langmestu leyti. Þeir verða nú allt i einu að axla baráttuna sjálfir, en þá skortir þá bæði fórnarlund og trú á sigur- möguleikana. EN hvaö sem þessu liður, verður þvi ekki neitað, að borgarastyrjöldin i'Vietnamer orðin alþjóðleg, alveg eins og spánska borgarastyrjöldin varð á sinni tið. Fylgjendur stjórnkerfanna tveggja, sem þarna eigast við, verða ekki látnir einir um að útkljá bar- áttuna á orrustuvellinum. Hvorki Rússar né Kinverjar munu fagna þeirri framvindu, að upp risi sameinað Vietnam undir forustu sjálfsöruggra leiðtoga nýrrar útgáfu af þjóð- legum kommúnsima. Þetta kynni að hvetja til eftirbreytni um allan heim, ekki siður en fordæmi þeirra Titó og Castro fyrr. Rúsar hafa fengið að kenna á þvi, hve slikir forustumenn geta þvælzt fyrir, og Kinverjar hugsa varla til þess meö fögnuði.aö slik forusta eflist til áhrifa svo að segja i hlaðvarpanum hjá þeim. EN getur þá talizt liklegt, að Rússar eða Kinverjar geti komið i veg fyrir þetta? Hafnar eru að nýju alvarlegar tilraunir til að koma á stjórnmálasamningum, bæði i Moskvu, Washington og Paris. Leiðtogunum i Hanoi kynni að vera meira i mun að afla al- þjóðlegrar viðurkenningar, sem færði þeim i raun allt það, sem þeir hafa barizt fyrir, en að setja sigruðum óvini einum þá kosti. Ösigurinn kemur niður á Bandarikjamönnum, hvað svo sem ofan á verður að öðru leyti, jafnvel þó að vörn Suður Vietnama eflist að nýju. Straumur hins bugaða fjölda frá Quang Tri hlýtur að skelfa alla þjóöina, sem þegar er að örmagnast undir fargi styrjaldar, sem hefir hvorki fært henni sigurvinninga né ábata i aöra hönd. Er þá raunin, að Bandarikjamenn hafi fdrnað jafnmörgum mannslifum og jafnmiklum verömætum og raun ber vitni fyrir þjóð, sem sýnilega hefir engan hug á að verja sig? VERIÐ getur, að vonbrigði gerðu Nixon forseta auðveldara um vik að taka slæmum samningum, ef nauðsyn krefði. Ef ófriðnum lýkur, hermennirnir koma heim og striðsfangarnir verða látnir lausir, verða margir Bandarikjamenn ef til vill reiðubúnir að gleyma hreysti- yrðum forsetans i sjónvarps- ræðunni um daginn, um að vera fastur fyrir og gefast aldrei upp. Og þó er ekki likt Nixon forseta að viðurkenna dulbúinn ósigur, jafnvel þó að kjósendurnir sættu sig við það. Hann spilar efalaust út öllum sinum hernaðar- og stjórn- málatrompum — nema sendingu meiri landhers á vettvang — til þess að reyna að forðast auðmýkinguna. Nixon gerir sér þess ljósari grein en nokkur annar maður, aö sá forseti, sem lætur Ba nda rik ja m en n biða óumdeilaniegan og endan- legan ósigur i Vietnam, verður ekki endurkjörinn. Vinsældir hans hafa alla tið verið hálf- gerður góugróður, sem kelur til dauðs i minnsta kuldakasti. Ef krafizt yrði fórnardýrs, yrði hann efstur á blaði, enda er ekki framar um það að ræða að skella skuidinni á Johnson forseta. ÓSIGURINN er þegar far- inn að setja svip sinn á kosn- ingabaráttu forsetans. Hrun vietnamska hersins gjör- breytir öllu. FoFusta Demokrataflokksins eygir sigurvon, en forusta Repu- blikanaflokksins verður að horfa fram á hugsanlegan ósigur, enda þótt hann sé ekki óhjákvæmilegur, og ef til vili verður hún að finna annan frambjóðanda i stað þess, sem gengið hefir verið út frá sem gefnum alla tið, eins og Demo- kratar urðu að gera i april- byrjun 1968. McGovern er hinn rökrétti frambjóðandi Demokrata- flokksins eins og nú er komið málum. Hann einn hefir óflekkaðan feril i Vietnam- málinu og hefir alla tiö verið sjálfum sér samkvæmur. Það verður ekki sagt um Humphrey, enda þótt atvinnu- mennirnir telji hann sennilega sigurstranglegri frambjóö- anda en hinn litt kunna og óreynda keppinaut hans. For- mælendur beggja geta gengið til orrustu i lokaþætti forkosn- inganna með þetta fyrir aug- um. En eins og málum er nú komið, er það fremur undir úrslitunum á vigvellinum i Vietnam komið en niðurstöðu forkosninganna, hver verður næsti forseti Bandarikjanna. Ef ófarirnar reynast jafn miklar og ótviræðar og horfur eru á, getur enginn vakið að nýju nauðsynlegt sjálfstraust bandarisku þjóðarinnar nema sá einn, sem enga ábyrgð ber á þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.