Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 26. mai 1972. TÍMINN 3 FLUGFÉLAGIÐ FLUTTI 45 ÞÚS. FARÞEGA AAILLI REYKJAVÍKUR OG AKUREYRAR Á SÍÐASTA ÁRI KJ-Reykjavik. Á aðalfundi Flugfélags islands, sem haldinn var i gær, var frá þvi skýrt, aö vegna aukinnar sam- keppni á millilandaflugleiðum heföi millilandaflug Flugfélags- ins ekki gengið eins og búizt hafði verið við, en hinsvegar hefði innanlandsflugið gengið vel og skilað ágóða — þótt litill væri — i fyrsta sinn i 15 ár. Hér á eftir fara hlutar úr frétta- tilkynningu Flugfélagsins um aðalfundinn: Birgir Kjaran,formaður félags- ins setti fundinn, en að þvi loknu minntist örn Ó. Johnson forstjóri Kristins Jónssonar umdæmis- stjóra félagsins á Norðurlandi og skrifstofustjóra á Akureyri, sem lézt á siðastliðnu sumri. Kristinn var annar elzti starfsmaður félagsins, hafði starfað hjá Flug- félagi Islands frá 1. mai 1939. Fundarmenn vottuðu hinum látna virðingu. Að þvi búnu var gengið til dagskrár. Fundarstjóri var Magnús Brynjólfsson og fundar- ritari Geir G. Zoega yngri. Birgir Kjaran flutti yfirlit um rekstur og starfsemi Flugfélags Islands á liðnu ári. Félagið er 35 ára um þessar mundir og þetta 35. aðal- fundur þess. Birgir Kjaran sagði, að afkoma ársins hefði orðið mun lakari en á árinu á undan. Þá hefði orðið 40 millj. króna hagnaður. Nú væri 18 millj. króna halli. Birgir Kjaran gerði þessu næst grein fyrir flutn ingum og helztu atriðum I starf- semi félagsins á árinu 1971. Starf- semin byggist á þrem meginþátt- um: Aætlunarflugi milli landa, áætlunarflugi innanlahds og leiguflugi milli landa. Brúttó- tekjur félagsins af þessari starf- semi skiptast þannig að 60% tekna eru af áætlunarflugi milli landa, tæpl. 15% af leiguflugi milli landa og rúml. 25% af innan- landsflugi. Aukning farþegaf jölda til og frá Islandi jókst um 2.8%. Vöruflutningar milli landa jukust um 14,85% Hinsvegar hætti félagið flugi milli Færeyja og Danmerkur i lok febrúar, en sú flugleið hafði verið starfrækt um árabil i samvinnu við SAS, og hafði það, að sjálfsögðu, nokkur áhrif til lækkunar á framleiðslu millilandaflugsins. Póstflutn- ingar milli landa minnkuðu einnig nokkuð, annars vegar vegna tilkomu BEA á flugleiðinni milli tslands og London og hins- vegar vegna aukinna umsvifa Loftleiða á flugleiðunum til Norðurlanda. Leiguflug milli landa jókst mjög verulega, eða um 42% sé miðað við klst. i lofti, en 156% ef miðað er við afköst i tonn/km, sem gefur til kynna, aö aukningin Frá aðalfundi Flugfélags islands, sem haldinn var I Atthagasai Hótel Sögu. felst fyrst og fremst i leiguflugi þotanna. Heildarflutningar i áætlunar- flugi innanlands og milli landa, reiknaðir i tonn/km, jukust um 4.73% frá árinu áður, þar af far- þegaflutn. um 2.77% og vöruflutn. um 16.02%. Hinsvegar minnkuðu póstflutningar um 4.53%. Farþegafjöldi félagsins i áætl- unarflugi til og frá Islandi var 53.752 (52.303), aukning 2.8%, en milli staða erlendis 11.285, en hafði verið 15.220 árið áður. Megin ástæðan fyrir fækkun far- þega milli staða erlendis er sú, að I lok febrúarmánaðar hætti félagið starfrækslu flugleiðar- innar milli Færeyja og Dan- merkur. Hinsvegar varð enn aukning flutninga á þeirri einu flugleið félagsins milli annars og þriðja lands, sem segja má að verulegu máli skipti þ.e.a.s. á flugleiðinni milli Glasgow og Kaupmannahafnar, en á þeirri leið flutti félagið 9.533 farþega (8.683). Vóruflutningar milli landa námu 1.173 lestum og póst- flutningar 203 lestum. Um flutninga innanlands er það að segja, að þeir jukust mjög verulega. Farþegafjöldinn um 20.57%, vöruflutningar um 12.73% og póstur um 20.2%. Alls fluttu flugvélar félagsins 130.612 far- þega innanlands (108.328), 3.834 tonn af varningi (3.401) og 526 tonn af pósti (437). Langfjöl farnasta flugleiðin var að venju Reykjavik-Akureyri með 45.600 farþega (36.900). Milli Reykja- vikur og Vestmannaeyja voru fluttir 23.651 farþegar (20.363), milli Reykjavikur og Isafjarðar 17.600 (14.600) og milli Reykja- vikur og Egilsstaða 16.250 (13.000). Flutningar jukust á öllum leiðum innanlands, enda urðu flutningar meiri en nokkru sinni fyrr. Þess má geta, að fyrir réttum 10 árum árið 1961, fluttu Fæddist klukkan tvö - komin í skírnarkjól og skírð klukkan fimm ÞÓ—Reykjavik. Það telzt til undantekninga, þegar kornbörn eru færð I skirnarkjól /áeinum klukku- stundum eftir fæðingu og færð undir sklrn. Þetta átti sér þó staö norður á Dalvik á hvitasunnudag. Stefán Snævar, sóknarprestur á Dalvik, sagði okkur, að fermingarmessa hefði byrjað i Dalvíkurkirkju kl. 10:30 á hvita- sunnudagsmorgun. Að þessu sinni voru fermd 29 börn, og eins og alltaf er, þá voru foreldrar fermingarbarnanna einnig I kirkjunni. Móðir eins fermingar- barnsins var komin langt á leið, og fékk hún sér sæti aftast í kirkjunni, til þess að geta komizt út, ef brátt bæri að. Gekk allt vel I kirkjunni, og fór konan út meðal annarra kirkjugesta, laust fyrir klukkan hálf eitt. En rétt fyrir klukkan tvö var barnið fætt. „Klukkan 14.30", sagði Stefán, ,,var faðirinn kominn til min til að biðja mig að skira, og klukkan fimm var barnið skirt, og var allt i bezta lagi. Barnið, sem er myndarstúlka, hlaut nafnið Snjólaug Elin, en foreldrarnir eru Arni Óskarsson verkstjóri við frystihúsið og Ingibjörg Jónina Björnsdóttir." Stefán sagði, að Ingibjörg hefði fætt heima hjá sér, og mætti þvl með sanni segja, að þar hafi bæöi verið skirnarveizla og fermingar- veizla sama daginn, þó svo að enginn hefði búizt við skirnar- athöfninni. flugvélar félagsins 44.111 farþega á áætlunarleiðum, en 130.612 áriö 1971, og hafa flutningar þvi ná- lega þrefaldazt á þessum áratug. Farþegar I leiguflugi milli landa voru 29.133 (13.731). Heildarflugtimi flugvélanna nam 10.381 klst. og flogin vega- iengd i áætlunar- og leiguflugi 4 millj. 162 þús. km Fjöldi flugferða I innanlands- flugi var 6.114, I áætlunarflugi milli landa 1.532, i leiguflugi milli landa 534, eða alls 8.180. Þá sagði Birgir Kjaran: Af atburðum ársins 1971 og fram- kvæmdum ber auðvitað fyrst að geta um kaup félagsins á annarri þotu, sömu gerðar og þeirrar, sem félagið átti fyrir, Boeing 727. Hún kom til landsins þann 20. mai og var gefið nafnið „SOLFAXI". Öhætt er að fullyrða, að félagið komst að mjög hagkvæmum kaupsamningum á þessari flug- vél, sem reynzt hefir með miklum ágætum. Félagið starfrækti áætlunarflug á sömu flugleiðum, innanlands og milli landa, og árið 1970, þó að þvi undanskyldu, að ein langþráð leið bættist við I millilandaflugi, þ.e. milli Keflavikur og Frankfurt, en fyrsta ferðin á þeirri flugleið var farin þann 19. júni. Flutningar urðu meiri en björtustu vonir stóðu til, og verða því farnar tvær ferðir i viku á þessari flugleið nú I sumar. Ljóst er þó, að enn sem komið er eru það þýzkir ferða- menn, sem eru I yfirgnæfandi meirihluta á Frankfurt-flugleið- inni, og eftirspurn þvi mest á hin- um svokallaða ferðamannatima. Þó er i ráði að freista þessa að byggja upp trausta flutninga á flugleiðihni og þvi mun félagið að likindum fljúga einu sinni i viku á komandi vetri á leiðinni. Starfsmannafjöldi félagsins jókst nokkuð á árinu eða ur 419 I ársbyrjun I 441 I árslok. Um háannatimann störfuðu 531 hjá félaginu a.m.t. 38 starfsmönnum erlendis og 33 utan Reykjavikur hér innanlands. Hluthafar i árslok 1971 voru 1279. (Timamynd Gunnar) Birgir Kjaran lagði siðan fram tillögu stjórnar um að leitað yrði heimildar til að gefa út jöfnunar- hlutabréf. Hann þakkaði siðan starfsfólki öllu, forstjóra félags- ins og stjórn góða samvinnu og rriikil og góð störf á liðnu ári. Innanlandsflugið með 78 þús. króna ágóða. Orn 0. Johnson talaði um afkomu innanlandsflugsins i ræðu sinni, og sagði þá m.a.: — i erfiðleikum millilanda- flugsins er það gleðiefni, að inn- anlandsflugið hefur nú I fyrsta sinn á 15 árum komið út án halla, með 78 þús. kr. ágóða. Aukning hefur orðið veruleg I innanlands- fluginu, og auk þess kemur félg- inu nú til góða hagkvæmari rekstur flugvéla, þar sem eru F- 27 Friendskip flugvélarnar. Á þeim hefur orðið hagnaður i þessu flugi,en tap á gömlu flugvélunum, sem enn eru notaðar innanlands að nokkru leyti. Þá gerði örn grein fyrir kaup- um tveggja F-27 Friendship flug- véla frá All Nippon i Japan. — Rétt áður en aðalfundur hófst I dag, sagði örn, —kom skeyti,sem tilkynnti, að fyrri flugvélin hafði verið afhent þá fyrir stundu og myndi leggja af stað heimleiðis I kvöld. örn skýrði siðan efnahags- og rekstrarreikning. Heildarvelta félagsins árið 1971 varð 741.37 millj. króna, og varð tap á rekstrinum 18. millj. króna eftir 109 millj. króna afskriftir. Með stöðluðum flugflota myndi hagur félagsins batna og þótt sam- keppni væri hörð og sivaxandi, væri ekki ástæða til svartsýni. Þvi næst var gengið til stjórn- arkjörs. I stjórn voru kosnir: Birgir Kjaran, Jakob Frimanns- son, Bergur G. Gislason, Óttarr Möller og Svanbjörn Frlmanns- son, og i varastjórn Thor R. Thors, Olafur O. Johnson og Geir G. Zoé'ga, yngri. Endurskoðendur voru kjörnir Einar Th. Magnús- son og Magnús J. Brynjólfsson, og til vara Bjórn Hallgrimsson. ðrn 0. Johnson: Of margir um bitann á millilandaflugleiðum KJ-Reykjavik A aðalfundi Flugfélags íslands, sem haldinn var i gær, ræddi for- stjóri félagsins örn 0. Johnson sérstaklega um samkeppnina á millilandaflugleiðunum og leigu- flugfélögin, sem hingað fljúga. Um þetta segir svo i fréttatil kynningu frá Flugfélaginu: Allar áætlanir um kostnað við flugið og varðandi innanlands- flugið stóðust. Hinsvegar varð stóraukin samkeppni á milli- landaflugleiðum til þess, að sii aukning sem þar var vonazt eftir kom ekki fram. Hér væru of margir um bitann, og auk áætlunarflugfélaga hefði erlent leiguflugfélag, Sterling Airways, komið hér við sögu á siðastliðnu sumri og tekið mikinn fjölda far- þega, sem að öðrum kosti heföu flogið með Flugfélagi Islands. Ennfremur hin stóraukna sam- keppni af hálfu Loftleiða, sem hófst siðastliðið haust. Ahrif hennar væru ekki stórvægileg á árinu 1971, en yrðu þeim mun meiri i ár, ef svo héldi fram sem horfði. Þegar kaup slðari þotu Flugfélags islands, „SOLFAXA", voru ráðin, var ekki vitað um ýmsa þætti þessar- ar samkeppni. Þá stóö hinsvegar svo á, að fyrri þota félagsins, „GULLFAXI", var gjörsamlega fullnýtt. Ný verkefni biðu, svo sem flugferðir til Frankfurt og leiguflug fyrir SAS. Verkefni væru þvi fyrir báðar þoturnar yfir sumarið. Veturinn væri erfiðari, og verr hefði gengið að fá leigu- flug erlendis slðastliðinn vetur en búizt heföi veriö við. Þá ræddi Orn hina hörðu samkeppni af halfu Loftleiða á Norðurlanda- leiðinni, og I framhaldi af þvi fund, er samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra boðuðu til. i framhaldi af honum samninga- umleitanir Flugfélags Islands og Loftleiða Hann ræddi siðan I stór- um dráttum samningaumleitan- ir, sem fram hafa farið milli félaganna. Ennþá heföi ekkert samkomulag tekizt, sagði Orn. Viðræðurnar væru þó gagnlegar, þóttof snemmtværiaðspá um, tií hvers þær mundu leiða. Tekiö hefði verið á málunum af hrein- skilni og með góðum vilja af beggja hálfu, og þótt viðræður miíli félaganna væru I algjöru lágmarki þessa stundina, hefði engum dyrum verið lokað. Hann hvað hinsvegar hryllilegt til þess að hugsa, ef núverandi sam- keppni héldi áfram, sem einungis leiddi til ófarnaðar. Orn sagði: „Ég get fullvissaö hluthafa um,aö fullur vilji er fyrir hendi hjá Flug- félagi Islands til þess að leysa þessi mál farsællega." Hinn bjarti timi að renna upp Veiðihornið hefur göngu sina i blaðinu i dag og fyrr en venjulega, enda svo margt á undan timanum á þessu ári, sem einkum er vegna þess hagstæða tfðarfars, sem rikt hefur i iandinu það sem af er árinu. Óskar Veiðihornið öll- um stangaveiðimönnum landsins og öðrum áhuga- mönnum um veiðimál til ham- ingju með það, að senn rennur upp hinn bjarti tinii. Laxinn farinn að ganga Eins og fram kom I frétt i Timanum i gær, eru netaveiði- menn við Hvitá i Borgarfirði farnir að fá lax i net sin. Foli- lega hafa menn viðar orðib varir við laxagengd, til dæmis i Laxá i Leirársveit og I Laxá i Kjós. Reikna má með,að þeg- ar t.d. Norðurá verður opnuð fyrir stangaveiði nti um mán- aðamótin, verði mikið um að vera. ,/Veiðimál íörum vexti" Veiðimálastofnunin hefur sent frá sér rit eftir Einar Hannesson, er nefnist „Veiði- mál I öruiii vexti". Vikur Ein- ar fyrst i ritinu að veiðimálum almennt og ástandi þeirra. Þvi næst ræðir hann sérstaklega um þau sem þátt ferðamála. Að lokum gerir Einar veiði- málum Vesturlandskjör- dæmis sérstök skil, enda bezta. kjördæmið hvað viðkemur laxveiði. Kemur fram I ritinu, aö veiðin þar nemur um 40 af hundraði allrar veiði á laxi i landinu. Um 2/3 hltilar veið- innar i kjördæminu fást á stengur en hitt i net. Væntan- lega verður við og við vikið að þessu riti hér i Veiðihorninu i sumar, enda hefur það margt gott og nauðsynlegt að geyma —EB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.