Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 26. mai 1972. TÍMINN 11 (jisli Guðmundsson, alþingis- maður, tók saman bókina „Framsóknarflokkurinn, störf hans og stefna" fyrir og i samráöi við miðstjórn flokksins árið 1952. Þar segir m.a. svo um flokkinn: „Stundum hefur orðið nokkurt umtal um það, hvort telja skuli Framsóknarflokkinn „miðflokk" eða „vinstri flokk", en fyrir ligg- ur samþykkt flokksþings um, að hann skuli teljast „frjálslyndur miðflokkur". Jafnframt segir: „Samvinnuhugsjónin er megin- kjarni stefnu Framsóknarflokks- ins". Jónas Jónsson, formaður Fram- sóknarflokksins 1934-1944, er sá maður, sem mest vann að stofnun flokksins utan þings 1916, og mót- aði stefnu hans fyrstu þrjá ára- tugina meira en nokkur annar maður. í grein i Suðurlandi II. 3. 1916, undir nafninu „Stjórnmála- horfur á tslandi" sagði J.J. svo: „Til þess að gagn sé að flokkum verða þeir að vera stefnufastir og langlifir. En til að geta verið það, verða þeir að vera sniðnir eftir þörfum þjóðanna. Lik lifskjör skapa likar skoðanir. Þess vegna eru allir heilbrigðir flokkar i raun og veru byggðir á stéttum.,.1 hverju einasta landi, sem til lengdar hefur haft viðunanlega þingræðisstjórn, eru yfirleitt i ihaldsflokkunum efnuðustu mennirnir og þeir, sem hafa mest völd i landinu, i framsóknar- flokknum miðstéttin og i verka- mannaflokknum fátæklingarn- ir...." llermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins 1944-1962 sagði svo um stefnu flokksins á stofnþingi SUF 1938: „Keppinautar okkar til beggja handa hafa mikið um það rætt, hvort Framsóknarflokkurinn muni hallast til hægri eða vinstri....Við erum hér saman komin til þess að athuga dagsins vandamál og finna lausn á þeim i samræmi við stefnu okkar og lifs- skoðun. — Og sú stefna er hvorki til hægri né vinstri, heldur beint fram". MIMAMARKMID AMEININGARMÁL ræðu og nánari könnunar á langtimamarkmiðum og hug- sjónastefnu Framsóknarflokks- ins. Frjálslyndur umbóta- flokkur félagshyggju- manna. Það gefst væntanlega tækifæri til þess að gera Fram- sóknarmönnum siðar i ræðu og riti nánari grein fyrir þeim fræði- legu atriðum, sem erindi mitt byggðistá. Ég skal þvi ekki fara ú t i það mál hér og nú. En niður- staða min um langtimamarkmið Framsóknarflokksins, kjarnann, sem kemur aftur og aftur fram i stjórnmálayfirlýsingum flokksins og störfum hans á Alþingi og i rikisstjórnum allt frá upphafi og fram til þessa dags, var þessi: „Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur umbótaflokkur, byggður upp á grundvelli megin- sjónarmiða liiuna vaxandi is- lenzku miðstétta og félags- hyggjumanna. Hann vill standa vörö um sjálfstæði, frelsi og iiill- veldi islenzka rikisins, tryggja fslendingum lýðveldisstjórnar form á grundvelli lýðræðis og þingræðis og þar með stuðla að frelsi, jafnrétti og öryggi borgar- anna innan ramma iögbundins skipulags. Hann vill beita sér fyrir dreifingu rikisvaldsins og efnahagslega valdsins. Til þess að stuðla að hagvexti, framleiðni, framleiðsluaukningu og alhliða framförum lands og lýðs, vill hann koma á samvinnuhagkerfi á tslandi. Jafnframt þvi vill hann stuðla að stofnun velferðarþjóð- felags, félagslegu öryggi, réttlæti og aukinni menningu i landinu. Hann telur mikilvægt að sætta stiðandi andstæður og hagsmuna- hópa og leita jafnvægis i efna- hags— og stjórnmálum. " I erindinu gerði ég einnig nokkra grein fyrir kenningunni um samvinnuhagkerfið, og benti á,hve samtvinnað samvinnustarf- ið og umbótabarátta Fram- sóknarflokksins hafi verið. Ég held,að ekki sé vafi á þvi, að hver sá, sem á fræðilegum grund- velli reyndi að draga saman hug- sjónastefnu hans og starfs i 56 ár, mundi i meginatriðum komast að sömu niðurstöðum og ég, þótt setja mætti niðurstöðurnar fram með eitthvað breyttu orðalagi. Erindið var flutt fyrri dag ráð- stefnunnar en setið var fyrir svörum siðari daginn. Fyrri daginn voru engar athugasemdir gerðar við það, en siðari daginn gerðust nokkrir ungir menn, sem flestir höfðu ekki setið ráðstefn- una fyrri daginn, all aðsópsmiklir og notuðu spurningatimann ekki nema að litlu leyti til þess að bera fram fyrirspurnir heldur til þess að setja fram málskrúðugar at- hugasemdir, sem sumar hverjar komu erindinu næsta litið við. Meginþorri ráðstefnugesta virti þó form ráðstefnunnar og litu ekki á spurningatimann sem dag- skrárlið almennra umræðna, enda gerði dagskrá ráðstefn- unnar ráð fyrir almennum um- ræðum i lok erindanna allra. Þversögnin mikla. Ég hef reynt að gera mér grein fyri þvi, hvers vegna fræðilegt ér- indi um Framsóknarflokkinn og langtimamarkmið i stjórnmál um olli svo miklu hiigarróti hjá nokkrum hluta ráðstefnugesta. Að athuguðu máli virðist mér or- sökin vera hin mikla þversögn, sem fellst i hugtökunum sam- eining annars vegar en langtima- markmið hins vegar. Sé sameiningarmálið skoðað niður i kjölinn, þá er augljóst að það felur i sér, að þeir flokkar, sem sameina á verða lagðir nið- ur, en á grunni þeirra byggður nýr flokkur. Flokkar, sem þannig á að sameina geta þvi ekki átt sér neina sjálfstæða framtið og ekki heldur nein sjálfstæð langtima- markmið. Flokkur, sem á sér aftur á móti langtimamarkmið i stjórnmál- um, stendur föstum fótum i is- lenzku þjóðlifi og hefur miklu hlutverki að gegna, er hins vegar ekki liklegur til þess að fallast á, að hann sé lagður niður. Hinn fámenni en málgefni hóp- ur forvigsmanna sameiningar- málsins hefur vafalaust komið auga á þessa þversögn. Þar er að öllum likindum að finna skýr- inguna á atferli þeirra á ráðstefn- unni. Daufar undirtektir á fundum sameiningar- manna. Til viðbótar þessari þversögn kemur svo hitt, að postular sam- einingarmálsins hafa ferðazt út og suður um allt land til þess að prédika sinn boðskap og fengið heldur daufar undirtektir að undanförnu. Að þessum sameiningarfundum hafa yfirleitt staðið félög ungra manna úr fjór- um stjórnmálaflokkum. Mér er sagt, að siðustu mánuði hafi þátt- taka i fundum þeirra verið þetta frá 8—14 manns, en flestir munu þo hafa verið i Kópavogi, samtals 17 manns, þegar flestir voru á fundi sunnudaginn 14. mai, þar af voru 4 frummælendur og einn 10 ára drengur. — Hafi hins vegar félög þessi hvert út af fyrir sig auglýst fundi um önnur mál hafa þau yfirleitt fengið meiri aðsókn. Ljóst er þvi, að sámeiningarmál- ið á i raun og veru mjög litinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þvi er aðeins haldið vakandi af tiltölulega fámennum hópi manna, sem rekur það lfkt og heimatrúboð. — Þetta áhugaleysi þjóðarinnar um málið og áhugi Framsóknarmanna á umræðum um langtimamarkmið flokksins hafa greinilega vakið ugg i brjóstum sameiningarmanna. Samstarf og samvinna er sitt hvað. Þeir ungir Framsóknarmenn, sem að heimatrúboði samein- ingarmanna vinna, telja sig starfa i samræmi við yfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins. Vitna þeir i eftirfarandi sam- þykkt, sem 15. flokksþing Framsóknarmanna gerði: „Framsóknarflokkurinn mun á komandi kjörtimabili vinna að þvi að móta sameiginlegt stjórn- málaafl allra þeirra, sem að- hyllast hugsjónir jafnaðar, sam- vinnu og lýðræðis". Ég hef leyft mér að lita svo á, að þessi samþykkt 15. flokksþings Framsóknarmanna hafi þegar komið til framkvæmda með myndun núverandi rikisstjórnar. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar er það sameiginlega stjórnmála- afl, sem um er rætt i flokksþings- samþykktinni: hún er rikisstjórn allra þeirra, sem aðhyllast hug- •sjónir jafnaðar, samvinnu og lýð- ræðis og hún er að framkvæma málefnasamning, sem byggist i grundvallaratriðum á stefnu Kysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins 1962-1968, sagði svo um Framsóknarflokk- inn i erindaflokki Félagsmála- stofnunarinnar 1965: „Framsóknarflokkurinn hefur aldrei boðað kreddutrú né trú á algildar „uppskriftir", sem allan vanda gætu leyst á einfaldan hátt og væru oumbreytanlegar. Flokkurinn hefur hvorki byggt stefnu sina á kapitalisma né kommúnisma, né heldur sósial- isma og ekki talið sig reikullii ráði fyrir það. Enda....er mála sann- ast, að allar einfaldar pólitiskar formúlur hafa illa þolað slitið og timans tönn reynzt þeim harð- leikin"! Framsóknarflokksins og annarra stuðningsflokka hennar. Mér dettur ekki i hug,að flokks- þingið hafi með þessari samþykkt verið að samþykkja að leggja Framsóknarflokkinn niður. Frá minu sjónarmiði er samstarf og samvinna sitt hvað og islenzkt þjóðfélag hefur mikla þörf fyrir Framsóknarflokkinn i nútið ekki siður en það hafði þörf fyrir hann i fortið. Hann heldur þvi áfram að vera til. Á þvi er enginn vafi. Hann hefur miklu hlutverki að gegna og stefna hans á mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Lokamarkmið helztu formæl- enda sameiningarmálsins er hins vegar það að leggja niður nokkra þá flokka, sem starfandi eru i landinu i dag, þ.á.m. Fram- sóknarflokkinn, og steypa upp. úr þeim einhverja imyndaða flokks- mynd, sem næsta óljóst er hvern- ig mundi verða og að hverju hún mundi stefna. „Sameining til hvers og fyrir hverja?" mættu menn gjarnan spyrja, þegar þetta mál ber á góma. Hvað mundi breytast frá þvi sem er, miðað við núverandi ástand ? Að stokka upp form en ekki inntak eða stefnur gæti i mesta lagi breytt nöfnum manna i trúnaðarstöðum flokkanna. Það er allt og sumt. Varla verður það talin rismikil hugsjón. Efla ber stjórnarsamstarf- ið. Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt, að Framsóknarmenn vilji efla núverandi stjórnarsamstarf jafn- framt þvi sem þeir efla Fram- sóknarflokkinn. Framsóknar- flokkurinn er og hefur jafnan verið frjálslyndur umbótaflokk- ur, sem leitar jafnvægis i stjórn- málum. Hann hefur unnið til hægri eða vinstri, eftir^þvi sem málefni hafa staðið til. Fyrir Framsóknarflokkinn var þvi eng- inn vafi á þvi, hvernig staðið skyldi að myndun stjórnar eftir siðustu kosningar. Augljóslega þurfti að leita jafnvægis til vinstri eftir langt stjórnartimabil hægri flokka i landinu. Það ér lika greinilegt, að farsælast er að stefna að sem lengstu stjórnar- timabili núverandi stjórnarflokka i landinu. Hins veear er bað augljóst mál, að samstarf og samrurii er sitt hvað. Miðað við uppruna og sam kvæmt hugsjónafræðilegu eðli Framsóknarflokksins eru ekki mikil likindi til þess, að Fram- sóknarflokkurinn gæti blandazt sósiölskum eða hálfsósiölskum flokkum, sem eiga hugsjóna - fræðilegar rætur sinar i Marx- imanum. Færi nú samt svo ólik- lega, að þetta yrði gert mundi reynslan sýna, hversu margir þeir yrðu, sem létu ekki selja sig slikri pólitiskri sölu heldur beittu ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, hefur verið formaður Framsóknarflokksins siðan 1968. 1 áramótagrein sinni ræddi hann m.a. um mikilvægi þess, að Framsóknarflokkurinn eflist með þjóðinni og sagði: „Innan hans geta allir þeir sameinast, sem að- hyllast stefnu hans og vilja efla hann i þeirri forystu, sem hann hefur um jákvæða mótun þjóð- félagsþróunar til betra lifs og bjartari framtiðar Islendinga all- ra. Er þess yænzt af öllum Fram- sóknarmönnum, hvar sem er á landinu að þeir haldi uppi þrótt- mikilli félagsstarfsemi og einbeiti sér i þvi jákvæða starfi að efla Framsóknarflokkinn i. nútið og framtið." sér fyrir áframhaldandi starfi Framsóknarflokksins á þeim heilbrigða grundvelli, sem lagður var i upphafi. Að reyna að sam- eina frjálslyndan umbótaflokk samvinnu— og félagshyggju- manna eins og Framsóknarflokk- urinn, og flokka, sem reka ættir sinar til Marxismans, mundi ekki góðu heilli gert og mundi vafalitið ekki takast. Raunhæf skref sam- einingarmáli. Hugmynd min er ekki sú að ræða sameiningarmálið að ráði i þessari grein, þótt full þörf sé á þvi að skoða það frá öllum hlið- um, þannig að menn geti myndað sér skoðun á þvi á grundvelli sannsýni fremur en á grundvelli þess einhliða heimatrúboðs, sem um það hefur verið rekið. Þ<J leyfi ég mér að vekja athygli á þvi, að raunhæft fyrsta skref i samein- ingarmálinu sýnist vera það eitt, að þeir aðilar, sem ýmist voru reknir úr Alþýðuflokknum árið 1956 eða fóru með þeim, sem reknir voru, og hafa siðan mynd- að Samtök frjálslyndra og vinstri manna, eftir að hafa yfirgefið Alþýðubandalagið, sameinist aft- ur Alþýðuflokknum með það fyrir augum að efla rikisstjórnina. Bendir ýmislegt til þess að af þessu gæti orðið. Næsta raunhæfa skrefið I sam- einingarmálinu væri svo það, að þeir tveir flokkar, sem aðhyllast kenningar sósiaíismans, sam- einuðust, ef vilji verður þá til þess. I þeim efnum er þess þó að gæta, að sporin hræða. Menri eru þess minnugir, að Héðinn Valdimarsson og Sigfús Sigur- hjartarson vildu sameina Alþýðu- flokkinn og Sósialistaflokkinn fyrir liðlega 30 árum. Afleiðingin varð klofningur Alþýðuflokksins, sem hann hefur ekki fyllilega náð sér eftir enn þann dag i dag,og Héðinn fór fljótlega aftur úr Sósialistaf lokknum. önnur raunhæf verkefni fyrir stuðningsflokka núverandi stjórnar eru mörg,en þó fyrst og fremst þau að standa ötulan vörð um framkvæmd málefnasamn- ings rikisstjórnar ölafs Jóhannessonar og hrinda hverri þeirri árás, sem stjórnarand- staöan gerir að henni, mönnum hennar og málefnum. Væri vissu lega verðugt verkefni fyrir unga fylgjendur rikisstjórnarinnar að ferðast um landið og halda fundi til þess að herða fólk til athafna i þágu þeirra verkefna málefna- samningsins, sem enn biða fram- kvæmda og stjórnarandstaðan reynir að skapa sem mesta tor- tryggni um. Hitt var lika athyglisvert, sem Alfreö Þorsteinsson benti á, að Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.