Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 26. mal 1972. Ragnheiður Sigurgrímsdóttir: Evrópumeistaramót íslenzkra hesta verður í St. Moritz í Sviss í haust Útsláttarkeppni fyrir mótið verður á fjórðungsmótinu á Heliu A fjórðungsmótinu á Hellu i sumar 30. júni —2. júli, fer fram útsláttarkeppni fyrir Evrópu- meistaramót islenzkra hesta, sem halda á i St. Moritz, dagana 9. og 10. september. Meðal keppnisgreina er viðavangshlaup með hindrunum og er það i fyrsta sinn,sem þannig keppni fer fram hér á landi. Þar gefst islenzkum hesta- mönnum tækifæri til að spreita sig og reyna gæðinga sina i þess- ari fjölbreytilegu og skemmtilegu keppni. Sjö hestar verða valdir til að senda til keppninnar i Sviss. Hver hestur þarf að geta tekið þátt i að minnsta kosti fimm keppnis- greinum. Þátttakendur eru skuldbundnir til að senda hesta sina út, komist þeir i úrslit á Hellumótinu. Aætlað er, að flogið verði til Sviss, mánudaginn 4. sept., þannig að hestar geta jafnað sig eftir ferðina i nokkra daga og hægt er að þjálfa þá undir keppn- ina á staðnum. Hestar og knapar fá fritt flug- far til Zú'rick, sem er næsti flug- vóllur við mótsstaðinn. Siðan fá knapar fritt flugfar heim frá ein- hverjum þeirra staða, sem is- lenzku flugfélögin fljúga til i Evrópu. Auk þess fá þeir dagpen- inga, 500.- S.fra. fyrir vikuna, sem þeir dvelja á mótsstaðnum. Aðkeppninni lokinni verða hestar seldirá uppboði. Hestar, sem þátt taka i keppninni, þurfa að vera orðnir 6 vetra, eða eldri, og knap- ar ekki yngri en 16 ára. Ferðaþjónusta Loftleiða sér um hópferð á mótið. Knapar fara með Fragtflut. Vinsældir islenzka hestsins fara stöðugt vaxandi i nágranna- löndum okkar, og hópur þeirra, sem eiga islenzka hesta, vex stöð- ugt ár hvert. Einnig fjölgar þeim löndum, sem islenzki hesturinn er seldur til, þannig að islenzkir stóðbændur mega hafa sig alla IÍIIIV AÐ BÍLAVÖRUBÚÐIN FJÚÐRIN VAR AÐ LAUGAVEGI 168 -EML sjá framhald við til að geta annað eftirspurn eftir góðum og fallegum hestum og þeir, sem temja þurfa einnig að vanda verk sitt, þannig að vara þessi verði ósvikin gæða- vara og skipi stóran sess i útflutn- ingi okkar i framtiðinni. bað er ekki nokkur vafi á þvi að eftirspurn eftir góðum og vel tömdum hestu hefur aukizt gifur- lega. Mót sem þetta hefur ómetanlegt gildi, hvað snertir kynningu og sölu á islenzkum hestum. Ég heiti á alla vaska menn að þjálfa hesta sina og koma með þá til keppninnar, þeim mun meiri likur eru til, að islenzka keppnissveitin nái góð- um árangri i Swiss. Keppnisgreinar á mótinu eru fimm: Hlýðnikeppni, Töltkeppni, Fjórgangskeppni (þ.e. klárhestar með tólti) eða fimmgangskeppni (þ.e. alhliða ganghestar), Skeið- keppni eða hraðatöltskeppni i A eða B. flokki. Viðavangshlaup. Hlýðnikeppni fer fram á velli 20x40 m. Þar er hestinum riðið eftir vissum reglum og hann lát- inn gera æfingar, sem sýna mýkt hans og fimi og hversu ljúflega hann lætur að stjórn mannsins. Töltkeppni fer fram á hring- velli. Hestar eru sýndir fyrst á ró- legu tölti, siðan á frjálsum hraða. Aherzla er lögð á fegurð i reið og takt, en ekki hraða. Eftirfarandi keppnisgreinar fara fram á hringvelli. Fjórgangskeppni — fet — tölt — brokk — stökk Keppni fer fram á hringvelli 45mx74m. Dómarar 5. Verkefni: Þegar merki er gefið, er riðið inn á vóllinn á fetgangi, vinstri hönd. Við miðju skammhliðar tölt (1. umferð) . Við miðju skammhliðar brokk (1. um- ferð). Við miðju skammhliðar vinstri stökk (1. umferð). Við miðju skammhliðar fetgangur. Riðið til hægri (hægri hönd) og út af vellinum, Gangskipting fer ávallt fram milli miðju skammhliðar og byrjunar langhliðar. Dæmt er: gangteg- undir og gangskiping. F i m mga ngskeppn i — f et — brokk — tölt — skeiö — stökk. Verkefni: Þegar merki er gefið er riðið inn á völlinn á fetgangi vinstri hönd. Við miðju skammhliðar brokk (1. umferð). Við miðju skammhliðar tölt (1 umferð). Við miðju skammhliðar skeið (1 umferð). Skeiðið verður að- eins dæmt á langhliðum, ekki á skammhliðum eða i beygjum. Við miðju skammhliðar vinstri stökk (1 umferð). Við miðju skammhliðar fetgangur. Riðið til hægri og út af vellinum. Hver gangskipting fer fram frá miðju skammhliðar að byrjun langhliðar. Rétt til þátttöku i fimmgangskeppni eiga þeir hestar# sem fara 200 m. skeið- sprett á 28 sek. eða skemur. Dæmt er: gangtegundir og gangskipting. Töltkeppni A. Hringvöllur, 3x200 m. Sami hestur getur aðeins tekið þátt i töltkeppni A eða B. Dómarar: 4 timaveröir, 1 ræsir, 6 dóm- arar. Verkefni: Þegar merki er gefið koma 2 hestar inn á völlinn, stanzi við ráslinu hvor á sinum vallar- enda og hefja keppninaumleið og ræsir gefur merki. Hestarnir eiga að vera komnir á hraðatölt 20 m. frá ráslinu, og eiga að halda fjórtakti keppnina út. Ef hestur sýnir oftar en þrisvar annan gang, t.d. skeið, stökk eða brokk, er hann dæmdur úr leik. Sigurvegari er sá hestur, sem töltir 600 metrana á skemmst- um tima. Töltkeppni B. Hringvóllur, 3x200 m. Hver hestur getur aðeins tekið þátt i annarri hvorri keppninni A eða B. Hestar, sem taka þátt i skeiðkeppni, mega ekki taka þátt i hraðatölukeppni A og B. Dómarar: 4 timaverðir, 1 ræsir, 6 dóm- arar. Verkefni: Þegar merki er gefið koma 2 hestar inn á völlinn i einu, þeir stanza við ráslinu hvor á sinum vallarenda (við skammhlið) og hef ja keppnina um leið og ræsir gefur merki. Hestarnir eiga að vera komnir á hraðatölt 20 m. frá ráslinu og halda fjórtakti út alla keppnina. Ef hestur sýn- ir brokk eða stökk oftar en þris- var sinnum, er hann dæmdur úr leik. Sigurvegari er sá hest: ur, sem fer vegalengdina á skemmstum tima. Skeiökeppni 200 m. skeið- völlur, (bein braut). Dómarar: 6 dómarar, sem dreift er með- fram brautinni. 4 timaverðir, 1 ræsir. Verkefni: 2 hestar keppa samtimis. Hest- urinn má fara á frjálsum gangi fyrstu 50 metrana, Siðan á hann að skeiða 150 m. Ef hann hleypur upp þó ekki sé nema eitt stökk, er hesturinn úr leik. Hestar, sem keppa i hraðatölt- keppni B mega ekki keppa i skeiði. Sigurvegari er sá hestur, sem hleypur vegalengdina á skemmstum tima. Hestur, sem er lengur en 28 sek. fær enga punkta. VÍÐAVANGSHLAUP Viðavangshlaupinu á Hellu hef- ur verið valinn staður við móts- staðinn, þannig að áhorfendur hafa gott útsýni yfir leiðina, sem hestunum er ætlað að hlaupa. Lengd hlaupsins er 2,5 km. á misjöfnu landi. Leiðin verður merkt með veifum á heppilegum stöðum varðandi rétta leið og hindranir. Hindr- ----------------íðm-------------------- anir eru 11 talsins, ekki hærri en 80 cm. Stokkið yfir skurð með hindrun i miðjum skurði, riðið upp bratta brekku og nið- ur brekku. Einnig riðið yfir vatn ekki dýpra en 80 cm. 1 byrjun leiðarinnar á hesturinn að fara á frjálsum gangi, að undanskildu stökki. Siðah kemur stökk, þá fetgangskafli, til að hvila hestinn. Siðan kemur lokaspretturinn, og fer hesturinn þá á stökki aftur. Skráning hesta til útsláttar- keppninnar fer fram á sama hátt og skráning i aðrar keppnisgreinar mótsins. 4m 38 m •&6m 13m —i Teikning af hringvelli, eins og keppt verður á. 20 m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.