Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. maí 1972. TÍMINN 17 VALUR - KR 28. maí - Laugardalsvöllur kl. 20.00 Helgi Björgvinsson, Val. „Það verður hart tekið á móti KR-ingum" —Við tökum á móti KR- ingum eins og öðrum liðum — ætlum okkur að vinna leikinn, sem leggst mjög vel i mig. Ég veit, að KR-ingar leggja mikið á sig til að sigra okkur, en það verður tekið hart á móti þeim. Þetta verður erfiður leikur, og má búast viðfað hann verði spennandi og vel leikinn af báðum liðum. Ég vil helzt ekki nefna neinar úrslitatölur, en er bjartsýnn a Vals-sigur. Það eru engin meiðsli hjá leik- mönnum liðsins, og við mætum þvi með okkar sterkasta lið til leiks. —Ég hef trú á þvi, að allir leikir i Islandsmótinu, verði úrslitaleikir — svo jafnt verður mótið i ár. Það verða fá lið, sem skara fram úr i sumar. Magnús Guðmundsson, KR. „Mætum alltaf til leiks til að sigra" —Ég er ekki hræddur við Valsmenn, frekar en fyrri daginn. KR-liðið er ungt og væri æskilegt.að það fengi gott start i Islandsmótinu. Liðið færi vel af stað með þvi að sigra leikinn við Val, það væri mikil uppörvun fyrir hina ungu leikmenn KR-liðsins. Ég veit,að Valsmenn verða erfiðir svona i fyrsta leik mótsins — en illu er best af lokið. Einu get ég lofað Valsmönnum: „Það verður gamli KR- andinn, sem ræður rikjum — við mætum alltaf til leiks til að sigra. —Og eins get ég lofað áhorfendum, sem koma til að sjá leikinn, að hann verður spennandi frá byrjun til loka. Góð knattspyrna verður alls- ráðandi, og látum við KR- ingar ekkert þar eftir okkur liggja. Víkingur— Fram 29. maí— Laugardalsvöllur kl. 20.00 Guðgeir Leifsson, Vikingi. „Við gefum ekkert eftir gegn Fram" Leikurinn leggst prýðilega i mig, og ég hef trú á, að við vinnum leikinn, þótt okkur hafi alltaf gengið illa með Fram. — Við erum ákveðnir i, að þar verði breyting á. Vikingsliðið er i toppformi þessa dagana og liðsandinn er mjög góður. — Má búast við þvi, að Eirikur Þorsteinsson, sem hefur ekki leikið með liðinu upp á siðkastið, vegna meiðsla, komi til með að styrkja framlinuna hjá liðinu mikið i leiknum. —Þá má búast við, að Framliðið veikist nokkuð við að missa Þorberg, og verður örugglega vont fyrir vara- markvörðinn að fylla skarð það, sem hann skilur eftir sig i Framliðinu. Við erum ákveðnir i að blekkja vara- markvörðinn — þvi að það má búast við.að hann verði tauga- óstyrkur i sinum fyrsta stór- leik. —Það verður ekkert gefið, eftir hjá okkur i leiknum — við komum inn á völlinn til að sigra og leikum með þvi hugarfari allan leikinn. Marteinn Geirsson, Fram. „Allir ákveðnir í að sigra Víking" —Leikurinn við Viking leggst vel i mig. Framliðið er nú mjög samstillt — samt er ég ekki alltof bjartsýnn. Ég veit,að Vikingsliðið gerir allt til að sigra okkur — við van- metum það ekki, þvi að þegar Vikings-liðinu tekst vel upp, er það stórhættulegt. —Það kemur til með að veikja Framliðið, að Þor- bergur leikur ekki með okkur — en við leikum i leiknum, eins og hann sé fyrir aftan okkur. Við treystum vel vara- markverðinum, sem leikur fyrir hann, Tómasi Kristins- syni, þótt það verði kannski erfitt með hann að leika sinn fyrsta stórleik með liðinu. —Annars leikum við með fullt lið og erum allir ákveðnir i að sigra Viking. Við leikum alla leiki, eins og þeir-séu hreinir úrslitaleikir i Islands- mötinu, allir leikir eru jafn þýðingarmiklir. Islands- mótið í knatt- spyrnu hefstum helgina - spennandi leikir strax í 1. umferð Nú um helgina hefst tslands- mótið i knattspyrnu — með þvi að fjórir leikir verða leiknir i 1. deildinni. Það má búast við,að 1. deildarkeppnin verði spennandi i sumar, og ómögulegt er að spá um, hvaða lið vinni deildina. Strax i fyrstu umferð verða leikn- ir spennandi leikir — Valur leikur gegn KR á sunnudaginn, og fer leikurinn fram á Laugardals- vellinum. Sá leikur verður mjög tvisýnn. Þá leikur Vikingur við Fram á sama stað á mánudags- kvöldið, og má búast við spenn- andi leik. I Vestmannaeyjum leika heimamenn við Breiðablik á laugardaginn. Þar eru heima- menn sigurstranglegri. Aðal- leikurinn i umf. er svo á Akranesi á sunnudaginn — þar mæta heimamenn Islandsmeisturunum Keflavik, og þar má búast við hörkuleik, eins og svo oft áður, þegar liðin mætast. Það verða örugglega margir knattspyrnuáhugamenn, sem leggja leið sina á knattspyrnu- vellina um helgina til að sjá spennandi leiki — og eitt má bóka, það verða ekki margir áhorfendur, sem fara óánægðir heim, eftir að hafa séð leikina. Það verða þá helzt áhangendur þess liðs, sem verður að bita i það súra epli að láta i minni pokann fyrir mótherjunum Iþróttasiða Timans, hefur ákveðið að gefa lesendum siðunn- ar kostá að fylgjast betur með Is- landsmótinu en undanfarin ár — það er að segja að fylgjast betur með þvi, sem gerist utan vallar. T.d. að leyfa lesendum að fylgjast með hvernig leikmenn 1. deildar- liðanna lita á þá leiki, sem þeir leika, misjöfnum augum. Það er ætlun siðunnar að hafa viðtöl við leikmenn liðanna, sem verða i eldlinunni um helgar. I sumar birtast á hverjum föstudegi viðtöl við leikmenn. A siðunni i dag byrjum við fyrstu viðtölin, og vonum við, aðlesendur hafi gam- an af þessari nýbreytni. Höfum við gefið þessari föstudagssiðu nafnið 1. deildarsiðan. Við ætlum hér til gamans að birta lokastöðuna i 1. deildinni s.l. ár. IBV 14 9 2 3 37:19 20 IBK 14 8 4 2 32:17 20 Fram 14 7 1 6 29:25 15 IA 14 6 2 6 27:27 14 Valur 14 6 2 6 24:25 14 KR 14 3 4 7 13:20 10 Breið. 14 4 2 8 12:31 10 IBA 14 4 1 9 21:21 9 (1 aukaúrslitaleik sigraði IBK — IBV 4:0). Makhæstu menn: Steinar Jóhannss. IBK Matthias Hallgrimss. IA Kristinn Jörundss. Fram Haraldur Júliuss. IBV IngiB. Albertss. Val Nú verður gaman að fylgjast með, hvort lokastaðan i ár verður svipuð og s.l. ár — einnig hvaða menn verða markhæstir. Akur- eyringar féllu i fyrra — i staðinn fyrir þá i 1. deildina komu Vik- ingar. Setja þeir strik i reikinginn i ár? SOS. 12 11 10 9 9 „Sigurinn verður okkar" —Leikurinn við Breiðablik leggst alveg ljómandi vel i mig — sigurinn verður okkar, þar sem við leikum á grasi. Við höfum aldrei átt i erfið- leikum með Breiðablik og það verður engin breyting á nú. —Það verður gott start að fá tvö stig svona strax i byrjun. Vestmannaeyjingar voru ákveðnir i að gera stóra hluti i sumar. Við vorum óheppnir i fyrra, en það kemur ekki fyrir i ár, þvi að þetta sumar verður okkar sumar. —Allir leikmenn Vest- mannaeyjaliðsins eru mjög friskir núna og i góðri æfingu. Ég ér farinn að fá fiðring i lappirnar og hlakka mikið til að leika gegn Breiðablik — það má bóka tvö stig strax hjá okkur. Ólafur Sigurvinsson, Vest- mannnaeyjum. Vestmannaeyjar - Breiðablik 27. maí - Vestmannaeyjavöllur kl. 16.00 „Gerum okkur ánægða með jafntefli" Leikurinn leggst ekki illa i mig, en ég er ekki i neinum vafa um, að þetta verður harður leikur. Við höfum leík- ið tvo æfingaleiki i Eyjum, ekki alls fyrir löngu, og það verður mjótt á mununum, þegar Breiðablik og Vest- mannaeyjar mætast nú. Auð- vitað gerum við okkur grein fyrir, að Vestmannaeyingar eru erfiðir heim að sækja. Til að mynda hefur okkur ekki tekizt að sigra þá á heima- velli, hvorki i 1. deild né 2.. deild. Við gerum okkur ánægða með jafntefli i leikn- um á laugardaginn með tilliti til þessa. Alltaf haríir loiLir norð barátta er alltaf milli „Hiuai naroir leuur þessara tveggja liða við KefIvíkinga" Það er mjög erfitt að spá fyrir um þennan leik. Leikirn- ir gegn Keflvikingum eru allt- af harðir og erfiðir. Það verð- ur hart barizt i þessum leik. Við erum staðráðnir i að hleypa Keflvikingum ekki i burtu með stig, þvi að i þessu Islandsmóti, sem nú er að hefjast, er hvert stig dýrmætt. 1 fyrra sigruðum við Kefl- vikinga i leiknum á Akranesi með 3:1 i tvisýnum og mjög skemmtilegum leik. Ég hef trú á, að leikurinn á sunnu- daginn verði ekki siður tvi- sýnn og skemmtilegur. Sum- um finnst, að þegar þessi lið mætast fari litið fyrir góðri knattspyrnu. Þaðmá vel vera, að eitthvað sé til i þvi, en það stafar þá af þvi, hve geysilega Þröstur Stefánsson, Akranesi AKRANES-KEFLAVIK 28. maí - Akranesvöllur kl. 16.00 — Leikurinn uppi á Skaga á sunnudaginn verður mjög erfið- Einar Gunnarsson (tBK) ur, en við ætlum að taka á honum stóra okkar i honum, þótt mikið sé um meiðsli i liðinu. Fjórir leik- menn hjá okkur eru meiddir, Þeir Jón Ólafur, Astráður, Friðrik Ragnarsson og Gisli Torfason. — Ég veit, að leiðindamálið, sem kom upp hjá landsliðinu, hvetur leikmenn Akranessliðsins og áhangendur þess til dáða, og býst ég við,aö Skagamenn berjist eins og grenjandi ljón gegn okkur — þvi að Hafsteini Guðmunds- syni, formanni IBK, er kennt um það, að Skagamennirnir voru settir út úr landsliðinu, og það kemur til með að bitna á okkur i leiknum uppi á Skaga. Við látum það ekki á okkur fá, þvi að við för- um upp á Skaga til þess að taka bæði stigin með okkur til Kefla- vikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.