Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.05.1972, Blaðsíða 20
FÍ gefur flugvél til land- græðslu- starfa KJ-Reykjavik A aðalfundi Flug félags islands i gær, var samþykkt að gefa Gljá faxa DC-3 til notkunar við landgræðslustörf og verður vélin afhent síðar á árinu. 1 fréttatilkynningu frá Flug- félaginu segir, að forstjóri íélagsins, Orn 0. Johnsen, hefði sagt frá þvi, að fyrir nokkrum mánuðum hefði landbúnaðarráðuneytið haft samband við sig vegna áburðardreyfingar á öræfi landsins og örfoka land. Aburðardreyfingu hefur verið sinnt úr litlum flugvélum, en áhugi væri fyrir að gera stærra átak. tslenzkir at- vinnuflugmenn hefðu sam- þykkt að leggja fram vinnu við slikt endurgjaldslaust. örn tók þess næst að sér að afla upp- lýsinga frá Nýja Sjálandi, en þar munu DC-:i flugvélar vera i áburðardreyfingu. Að fengn- um upplýsingum kom i ljós,að frekari vitneskju var þörf, og bauð Flugfélagið, að einn starfsmaður þess færi til Nýja Sjálands og kynnti sér málið. Ferðina fór Gunnar Valgeirs- son, flugvirki. Tvö meginat- riði komu i ljós. Breytingar á flugvélunum eru það miklar, að vart verður hægt að nota þær til annars á eftir. Enn- fremur, að langan tima tekur að koma útbúnaðinum i flug- vélarnar. örn sagði: ,,Upp- blastur lands er stór- vandamál. Þegar svo viðrar fara þúsundir smálesta af jarðvegi á hai' út dag hvern. Þjóðgarðurinn er i hættu, við eigum á hættu að Þingvellir l'ari undir sand. Það er tillaga stjórnar og forstjóra Flug- íelags tslands,að félagið leggi nokkurn skerf til að hindra þessa óheillaþróun og til upp- græðslu örfoka lands. Tillagan, sem þessir aðilar leggja fyrir aðalfund Flugfélags tslands er svohljóðandi: Aðalfundur Flugfélags tslands h.f, 25. mai 1972 heimilar stjórn félagsins að gefa flugvélina ,,GLJA- FAXA" TF-ISH til notkunar við landgræðslustörf og verði flugvélin afhent viðkomandi aðilum eigi siðar en við lok sumaráætlunar 1972." Þessi tillaga stjórnar og for- stjóra Flugfélags tslands var samþykkt af öllum fundar- mönnum. Föstudagur 26. maí 1972. Nikolaij Podgorny forseti Sovétrlkjanna og Nixon Bandarikjaforseti undirrituðu enn einn samning i gær og skrifa að öllum llkindum undir SALT-samningana i dag. Fimmtu samningarnir undirritaðir í Moskvu SALT-samningarnir nær örugglega undirritaðir í dag NTB-Moskvu Leiðtogar Bandarikjanna og Sovétrikjanna undir- rituðu i gær enn einn samning á milli rikjanna tveggja, þann fimmta, sem undir- ritaður er siðan Nixon Bandarikjaforseti hóf viðræður sinar i Moskvu á mánudaginn. Samningurinn, sem undirritaður var i gær, fjallar um aðgerðir, sem miða að þvi að komast hjá árekstrum skipa rikjanna á alþjóða- siglingaleiðum. Búizt hafði verið við, að undir- ritaður yrði einnig samningur um verzlun og viðskipti, en af þvi hefur þó ekki orðið. Viðræðunefndir landanna tveggja á samningafundunum um takmörkun gjöreyðingarvopna- búnaðar I Helsinki halda áfram viðræðum,en i gær var að minnsta kosti tvisvar frestað brottför aðalsamningamanna rikjanna frá Helsinki til Moskvu. Þykir það benda til, að unnið sé af kappi við að leggja siðustu hönd á undir- búning undirritunarinnar og verða samningarnir þvi nær örugglega undirritaðir í Moskvu i dag. Nixon hélt áfram viðræðum sinum við sovézka leiðtoga i gær- dag eftir undirritunina, og talaði hann þá við Podgorny forseta og Kosygin forsætisráðherra. Eins og fyrr taka þeir Rogers og Kissinger þátt i viðræöunum, og segja fréttamenn i Moskvu, að aðdáun Sovétmanna á Kissinger leyndi sér ekki. Þvi siður leynir sér aðdáun landsmanna á forsetafrúnni bandarlsku, Patriciu Nixon. Hún fór I búðir I fyrradag, og segja fréttamenn, að stór hópur hafi safnazt saman i búðinni á meðan frú Nixon dvaldi þar og fagnað henni með dynjandi lófataki. Kærið ekki nakta menn! NTB-Perth, Astraliu Lagastúdent, stúlka, við vestur-ástralska háskólann i Perth, heldur þvi fram, að verið sé að hrekja hana úr skólanum fyrir að hafa kært nokkra skólabræður sina, sem komu naktir til skrásetningar- athafnar skólans. Stúlkan heitir Kathlen Mórrissey og er 26 ára gömul. Krefst hún þess, að sér verði greidd fjárupphæð, sem nem- ur rúmlega hálfri milljón is- lenzkra króna, fyrir ærumeið- andi ummæli, sem um hana voru höfð I skólablaði háskól- ans i júni 1969. Er nú fjallao um málið af dómstól I Perth, og er ungfrú Morrissey kom fyrir rétt, sagði hún, að greinin hefði verið skrifuð eftir að hún kærði skólabræður sina fyrir stjórn lögfræðideildar háskól- ans og lögreglustjóra borgar- innar. Sagði hún einnig að hún hefði lagt fram kæruna vegna þess, að hún vildi ekki að há- skólinn sykki á kaf i siðleysi og yrði fyrir vanvirðu. Afleiðing- in varð sú, að áður en langt um leið voru það aðeins tvær manneskjur við háskólann, sem yrtu á hana. Er ekki hægt að segja annað en að ungfrú Morrissey sé óvenjulegur stúdent nii á tim- um. NTB-Moskvu Bandarikin, Frakkland, Sovét- rikin og Bretland, hafa komið sér saman um að undirrita Berlinar- sáttmálann þann þriðja júni næstkomandi. Pólski vara-utanríkisráðherrann í 4 daga heimsókn KJ-reykjavik Pólski varautan- rikisráðherrann,Jozef Czyrek og frú komu á miðvikudaginn i heimsókn hingað til lands I boði utanrikisráðuneytisins, ásamt fylgdarliði. Dveljast Pólverjarnir hér fram á laugardag. I gærmorgun gekk Czyrek Stýrimenn í verkfalli? Þegar blaðið fór I prentun I gærkvöldi, var allt útlit fyrir, að verkfall stýrimanna væri að hefj- ast. Verkfall var boðað kl. 12 á mið- nætti. varautanrikisráðherra á fund Ólafs Jóhannessonar forsætisráð- herra og formanns utanrikis- málanefndar Alþingis, Þórarins Þórarinssonar, og átti við þá klukkutima viðræður. Þá hitti varautanri'kisráðherrann Eystein Jónsson forseta sameinaðs þings og Þórhall Asgeirsson ráðu- neytisstjóra i viðskiptaráðu- neytinu og um miðjan dag heimsóttu Pólverjarnir forseta- hjónin að Bessastöðum. Síðan var farið I Þjóðminjasafnið og um kvöldið bauð Pétur Thorsteinsson ráðuneytisstjóri og frú til kvöld- verðar að heimili sinu. 1 dag híttir varautanrlkisráð- herrann menntamálaráðherra Magnús Torfa Ólafsson og iðnaðarráðherra Magnús Kjartansson. Þingvalla- hringurinn er næstur á dag skránni, og móttaka I pólska sendiráðinu eftir ferðalagið. „Færðu íslenzku þjóð- inni kveðjur okkar", - sagði formaður kínversku sendinefndarinnar við blaðamann Tímans við komuna í gær ÓV-Reykjavik Klukkan rúmlega fjögur i gær komu með Loftleiðavél til Keflavikur 7 Kinverj- ar, meðlimir sendi- nefndar Peking- stjórnarinnar, sem undirbúa eiga stofnun kinversks sendiráðs i Reykjavik. Blaðamaður Tim- ans tók á móti þeim á flugvellinum, en for- maður sendinefndar- innar, Li Hua sendi- fulltrúi, vildi ekki svara spurningum. Hann sagði þó: ,,Þvi miður, en ég bið þig að færa islenzku þjóð- inni beztu kveðjur okkar." Fyrir hönd ís- lenzkra stjórnvalda tók Pétur Thorsteins- son, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins, á móti Kinverjun- um, og sagði hann, að ekki væri vitað fylli- lega, hve lengi Kin- ver jarnir dveldust hér á landi. Hótelherbergi hefðu verið pöntuð fyrir þá til 28. þ.m., en viðræður hæfust i dag, og yrði væntanlega hægt að gefa ein- hverjar upplýsingar um gang mála siðari hluta dagsins i dag. Verður þvi væntan- lega greint nánar frá þessu i blaðinu á morgun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.