Tíminn - 31.05.1972, Side 6

Tíminn - 31.05.1972, Side 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 31. mai. 1972. New Statesman skammar Wilson ÍSLENZKUR LÆKNIR VER DOKTORSRIT- GERÐ I SVIÞJÓÐ ÓV—Heykjavik. Nýr ritstjóri tók við brezka blaðinu New Statsman á fimmtu- daginn i siðustu viku og áður en ritstjóranum nýja haföi tekizt að venjast ritstjórastólnum, hafði hann skrifað leiðara, grimmileg- ustu árás, sem hingað til hefur verið gerð á prenti á leiðtoga stjórnarandstöðunnar i Bret- landi, Harold Wilson, fyrrum for- sætisráðherra Breta. Segir ritstjórinn, Anthony Howard, i grein sinni, að hann segi með trega, en samt fullviss um sannleiksgildi orða sinna, að Wilson sé nú kominn svo lágt, að forysta hans i Verkamanna- flokknum sé til þess eins að menga brezk stjórnmál og andrúmsloft þeirra. Fyrirsögn leiðarans er „Hinn týndi leiðtogi”. IVIeðfylgjandi skopmynd er úr Guardian og sýn- ir Howard berja Wilson með blaði sinu, en Ted Heath, forsætisráð- herra, fylgist ánægður með fram- gangi mála i hnefaleikahringnum — þar sem Howard er dómarinn. Drap þrjú lömb og eina kind SJ-Reykjavik Aðfaranótt sunnudags var ekið á kind og þrjú lömb og þau drepin á þjóðveginum skammt frá Teigi i Hrafnagilshreppi og voru gripirnir eign bóndans þar. Lögreglunni á Akureyri var til- kynnt um atburðinn kl. 3.50 um nóttina, en hann mun hafa átt sér stað á klukkutimanum áður. öku- maðurinn fór sina leið, og hefur ekkert sézt til hans siðan. Vinna úti á landi 24 ára stúlka með 2 ára barn óskar eftir vinnu úti á landi Uppl. í sima 25087 Oska eftir að komast í sveit Er vön sveita- störfum. Get gætt barna. Upplýsingar i sima 84871. 12 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveita- býli, er vanur hestum. UppTýsingar i sima 32702 eftir kl. 6. Jarðýta til sölu International TD—14, árgerð '47. Upplýsingar i sima 86038 eftir kl. 18.00 næstu daga. AK—Heykjavík. — Fyrir skömmu varði Haraldur Guðjónsson doktorsrit- gerð i læknisfræði við Karólinska sjúkrahúsið i Stokkhólmi, og fjallaði ritgerðin um rannsóknar- efni, sem kallast Jarisch- Herxheimer Reaction, og er hún byggð á tilraunum og rannsókn- um doktorsins á viðbrögðum hjá mönnum og kaninum, sem vart veröur við lækningu á sárasótt. Dr. Haraldur starfar nú við Karólinska sjúkrahúsið og er þar Haraldur Guðjónsson. Leiðrétting 1 Timanum 14. þ.m. er greinin „Skýring vegna rikisleiklistar- skóla” eftir Svein Einarsson. Hún á að vera skýring á þvi, hvers- vegna hann vildi ekki taka til- nefningu menntamálaráðuneytis- ins i nefnd til að athuga stofnun sérstaks leiklistarskóla og enn- fremur er hún kvörtun um það, að ráðuneytið hafi ekki viljað veita honum nægilegan styrk til þess að sækja leiklistarnámskeið i Vasa i Sviþjóð. Siðan segir Sveinn Einarsson: ,,Siðar er mér sagt, að ráðuneytið hafi styrkt Vilhjálm Þ. Gislason til að ferðast um á Norðurlöndum og kynna sér nýjungar i leiklistarkennslu. Er mér til efs, að sú ferð hafi kostað rikið minna en þátttaka margra leikhúsmanna i Vasa-námskeið- inu”. Þessi ummæli Sveins Einarssonar eru tilhæfulaus og röng. Ég hef ekkert fé fengið til slikra ferðalaga, hvorki úr ráðu- neyti né nokkrum öðrum stað. Vilhjálmur Þ. Gistason. NTB—Philadelphia Stúlka, sem býr i húsi með steinveggjum, á margfalt meiri möguleika til að verja heiður sinn en kynsystir hennar, sem býr i húsi með þunnum— og jafnvel engum veggjum. Það er bandariski mannfræðingurinn dr. Robert Maxwell, sem setur þessar staðhæfingar fram i skýrslu um frelsi nútima samfélags. Segir<ir. Maxwell i skýrslu sinni, að mjög greinilegt sam- hengi sé á milli þykkt veggja og þeirrar virðingar, er jóm- frúdómi stúlkna sé sýndur. Segir hann, að jómfrúdómur — eða hreinlffi i ástum fyrir hjónaband — sé hærra metinn i loftslagi, þar sem fólk býr i V aðstoðaryfirlæknir, en þvi starfi hefur hann gegnt allmörg ár og unnið jafnframt að rannsóknum sinum. Dr. Haraldur er sonur Arnheiðar Jónsdóttur kennara og Guðjóns H. Sæmundssonar, fædd- ur i Reykjavik 1929, stúdent 1948 og kandidat i læknisfræði frá Háskóla tslands 1955. Hann starf- aði hér á landi, aðallega hjá borgarlækni næstu þrjú ár, en hélt þá til framhaldsnáms i Lundúnum og lauk þar sérgreina- prófi i atvinnu- og verksmiðju- sjúkdómum. Þaðan hélt hann svo til Sviþjóðar og hefur dvalizt þar siðan, fyrst við sérnám i kyn- og húðsjúkdómum. Greinaflokki Magna lokið TK—Reykjavik Með 30.þættinum i greina- flokki Magna Guðmunds- sonar, hagfræðings, um stjórnun, er birtist i Tim- anum sl. miðvikudag, er þessum fræðsluflokki lokið. Þessi greinaflokkur hefur tvimælalaust orðið fjöl mörgum," sem við rekstur eru riðnir, að gagni, og ber þvi vitni, að fjölmargir hafa látið þakkir berast til Magna fyrir skrifin. Tilmæli hafa borizt um, að þessi greinar- flokkur verði gefinn út i heild i bókarformi og er Magni nú að kanna möguleika á þvi. Standa vonir til, að af útgáfu þessari geti orðið. — Timinn þakkar Magna Guðmunds- syni samstarfið. 220 þúsund en ekki 22 þúsund 1 þriðjudagsgrein Stefáns Val- geirssonar, Stjórnarandstaðan, varð meinleg prentvilla i siðustu málsgrein i öðrum dálki, þar urðu 220 þúsund að 22 þúsundúm, og auk þess hólst málsgreinin á: A eftir þessu heldur... en átti að vera sem hér segir i heild: Eftir þessu heldur Alþýðublaðið þvi fram,að máður,sem hefur 400 þús. krónur i brúttó tekjur, eigi nú að borga i beina skatta til rikis og sveitarfélaga um 220 þús krónur. Fyrr má nú vera. Er nú liklegt.að þetta met Alþýðublaðsins i full- yrðingum um skattpiningu verði af þeim tekið þótt hin stjórnar- andstöðublöðin hafi oft gengið langt i þvi efni. húsum með þykkum veggjum, en þjóðfélagi,þar sem fólk búi við þunna veggi eða alls enga. Dr. Maxwell var að rann- saka áhrif arkitektúrs á sam- félagsháttu manna, þegar hann komst að þessum niður- stöðum. Hann tók þó fram, að kenning sin væri ekki algild, þvi að til dæmis á Norður- löndum, þar sem fólk væri til- neytt að búa innan traustra og sterkbyggðra veggja, væri jómfrúrdómur kvenna ekki sérlega hátt metinn. En hvað skyldi þá vera sagt um Island, þar sem 25% barna fæðast utan hjónabands— og allir búa i steinkössum, sem stæðu af sér hvaða kjarnorku- styrjöld sem er? - Svefnsófar með hlifðardúk og rúmfatageymslu. Þessi glæsi- legi einsmanns svefnssófi (teak) kostar aðeins kr. 12.000.oo Úrval áklæða. Sófinn fæst einnig úr eini ( kr. 12.990.00 ) og pallisander ( kr. 14.730.00 ) Sendum gegn póstkröfu. VERZLUNIN ÓÐINSTORG HF. Bankastræti 9, Reykjavik, simi 14275 LYFTARAMAÐUR Maður óskast á lyftara, helzt vanur. Upplýsingar hjá verkstjóra i vöru- afgreiðslunni. Skipaútgerð rikisins ÞYKKIR VEGGIR VERJA MEYDÓMINN!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.