Tíminn - 31.05.1972, Page 7
Miðvikudagur 31. mal. 1972.
TÍMINN
7
Barnið pyndaö, eða hvað?
Söngvarinn Charles Aznavour
hefur orðið fyrir miklu aðkasti
að undanförnu i tilefni af þvi, að
hann heimilaði að þriggja ára
dóttir hans Katia léki aðalhlut-
verkið i nýrri kvikmynd, sem
byrjað er að sýna i Evrópu. En
hvers vegna er þetta svona
merkilegt? Jú, i myndinni græt-
ur barnið ofboðslega, og lætur
öllum illum látum, eins og verið
sé að pina það, og reyndar litur
hreinlega út fyrir, að það se
pyndað. Fólk hefur sagt, að það
sé nokkuð langt gengið, þegar
fólk á borð við Charles
Aznavour, og hina sænsk fæddu
konu hans, Ullu, leyfi sér að
selja börn sin til þess að leika i
kvikmyndum, og hlutverkin séu
þannig, að börnin hljóti að biða
varanlegt tjón á sálu sinni við að
leika þau. Þessar ásakanir hafa
gengið svo langt, að Charles
Aznavour hefur séð sig til-
neyddan til þess að bera hönd
fyrir höfuð sér. — Telpan hefur
alls ekki verið pynduð, segir
hann. Hins vegar er gráturinn,
og ofsinn, sem fram kemur hjá
henni i myndinni eins eðlilegur
og slikt getur nokkru sinni orðið
i kvikmynd. Kvikmyndatöku-
mennirnir voru nefnilega lang-
timum saman á heimili
Aznavour, og fylgdust með litlu
stúlkunni. Þeir gripu hvert
tækifæri, sem gafst, þegar hún
fékk reiðiköst, eða grét, til
dæmis þegar hún fékk ekki
karamelluna, sem hún hafði
beðið um, eða þegar hún hélt, að
taka ætti af henni dúkkuna
hennar. Þá streymdu tár niður
litlu kinnarnar, og það voru
engin gervitár framkölluð með
þvi að láta hana lykta af lauk,
eða öðru álika. Katia er mikil
skapofsamanneskja, eins og
faðir hennar er einnig sagður
vera, og þvi hefur kvikmyndin,
sem gerð var með þessum
grátinnskotum, á viðeigandi
stöðum orðið jafn raunsönn
mynd af þvi, sem fram hafði átt
að fara og raun ber vitni. Fólk á
þó enn erfitt með að trúa þessari
skýringu, en flestum foreldrum
finnst ótrúlegt, að nokkur geti
selt barnið sitt til þess að láta
pynda það, þótt háar peninga-
upphæðir séu i boði fyrir kvik-
myndaleikinn.
Rödd að ofan
Þjófar, sem brjótast inn i
kirkjuna i Vrena i Sviþjóð heyra
allt i einu rödd kalla til sin. Þú
skalt ekki stela. Þetta er rödd
prestsins, Lars Ekrelius, sem
hljómar til þeirra af segulbandi.
Tveir þjófar, sem létu sér ekki
segjast, þegar þeir heyrðu
prestinn tala, lögðu þó á flótta,
þegar kirkjuklukkurnar tóku að
hringja. En kirkjuklukkurnar,
sem eru i beinu sambandi við
aðvörunarbjöllu á lögreglustöð-
inni, gerðu lögreglunni viðvart,
og þjófarnir náðust.
Vildrsjálf hegna þjófinum
Sjötiu og þriggja ára gömul
kona i Omaha i Nebraska var
kölluð á lögreglustöðina til þess
að lita framan i hóp manna, en
talið var, að i hópnum leyndist
maður, sem skömmu áður hafði
rænt mann hennar, sem var
mikill sjúklingur. Gamla konan
gekk fram hjá röðinni, og allt i
einu kom hún auga á þjófinn.
Aður en við var litið, hafði hún
ráðizt á manninn, og barði hann
nú sundur og saman með
regnhlifinni sinni. Hún hafði
ætlað sér að lumbra sjálf á hon-
um fyrir það, að hann réðist á
mann hennar og rændi hann,
hjálparlausan.
Nýr svifnökkvi frá Gorki
I skipasmiðastöðinni i Gorki,
iðnaðarborginni miklu við
Volgu, hefur nýjum svifnökkva
(loftpúðabáti) verið hleypt af
stokkunum og var honum gefið
nafnið ,,Orion” við sjósetn-
inguna. Þetta er stærsti far-
þegabátur af þessari gerð, sem
smiðaður hefur verið til þessa i
Sovétrikjunum. Hann getur flutt
80 farþega og siglt á mjög
grunnu vatni með allt að 60 km
hraða á klukkustund.
Silfurrefurinn á
nýjan leik
Þá er senn kominn timi til þess
að draga gamla silfurrefinn
sinn fram á nýjan leik, ef dæma
má af þessari mynd frá haust-
tizkusýningu i London. Sýn-
ingarstúlkan, Vicki Hodge er
hér i hvitri ullardragt með hvit-
an hatt og slæðu, og á herðum
hennar hangir langur silfurref-
ur. Það er tizkuteiknarinn Tania
Soskin, sem hefur teiknað þenn-
an haustklæðnað.
DENNI
DÆAAALAUSI
Auðvitað sef ég, en ég geri það
bara ekki á daginn.