Tíminn - 31.05.1972, Page 11

Tíminn - 31.05.1972, Page 11
Miðvikudagur 31. mai. 1972. TÍMINN 11 = SVÆÐ- I UNG- UPP" jóri á Albert í vik. Ef ég man rétt, þa varst þú það lika i fyrra, og þá yfir allt landið. Er einhver skýring á þvi, að sömu mennirnir eru alltaf með toppafla ár eftir ár?” „Ætli þetta sé bara ekki eins og hvert annað happdrætti, við vinn- um i happdrætti vertiðarinnar i vetur, en svo kannski aðrir næsta vetur. Það er eins og gengur.” ,,En heldurðu,að það hafi verið minni fiskgengd á miðin sunnan Reykjaness i vetur en undanfarin ár?” „Greinilega var hún miklu minni. Það eiginlega gekk aldrei neinn fiskur að ráði á miðin, ja , mér er óhætt að segja fyrir sunn- an Jökul.” „Og hverju viltu um kenna?” „Já, þessari spurningu er erfitt að svara, að mér finnst. Fjöldinn allur af þeim mönnum, sem hafa verið spurðir að þessu, þeir segja að fiskurinn sé að verða búinn i sjónum. Ég er hreint ekki viss um, að hann sé að verða búinn. Það hefur komið fyrir hérna i Grindavik, svona ár og ár, að litill afli hefur verið. Við skulum til dæmis fara 5 ár aftur i timann. Á vertiðinni 1967 fengum við 960 tonn á hann Albert, og ef ég man rétt, þá var Geirfuglinn rúmu tonni hærri en við. Hann var þá aflahæstur yfir landið. Vertið- irnar þar á eftir, hafa allar komið út með 1300-1600 tonn hjá okkur, en ég man, að einmitt umrædda vertið átti fiskurinn að vera bú- inn.” „Hvað var aflinn mikill hjá ykkur i vetur?” „Hann var 1001 tonn.” „Og ert þú ánægður með út- komuna?” „Nei, það er ég engan veginn. Það þarf að fiskast mikið, til þess að útkoman verði þokkaleg. Að visu hækkaði fiskverðið mikið, og aflaverðmætið hjá okkur varð nokkrum krónum meira i ár, heldur en i fyrra og fengum við þá rúm 1400 tonn. 1 vetur fengum við á annað hundrað tonn á linuna, og það var allt saman úrvals fiskur og vel borgaður.” þess að stunda veiðar á i Norður- sjónum.” „Eru einhverjar umbætur, sem að þinu áliti þyrfti að gera i Grindavfk, i sambandi við útgerð frá staðnum?” „Hafnarbætur, fyrst og fremst meiri hafnarbætur. Það er orðinn alveg gifurlegur átroðningur á okkur á vertiðinni. Þetta er ekki roðið nokkru lagi likt. Það liggur við, að við biðum skaða af þvi, heimamennirnir, hvað það sækja margir aðkomubátar hingað. Það vantar meira löndunarpláss.” „En finnst þér, að þvf hafi verið sýndur nógu mikili skilningur, hver nauðsyn er á, að leggja var- anlegt slitlag á Grindavikurveg, þar sem talsverðu hráefni er ekið i burtu frá staðnum?” „Nei, það er nú öðru nær. En vonandi stendur þetta nú til bóta. Það er vist meiningin að hefja framkvæmdir við veginn 1973, en varanlegur vegur hefði þurft að vera kominn fyrir löngu. Það gerir sér örugglega enginn grein fyrir þvi, sem ekki þekkir til, hvað það er erfitt og kostnaðar- samt að flytja fisk um þennan veg fyrir þá aðila, sem þurfa þess með Og það er alltaf verið að tala um vöruvöndun. Maður getur gert sér i hugarlund hvernig hrá- efnið fer i svona flutningum um hálfgerðan moldarveg oft ill- færan yfirferðar.” „Og að lokum, Þórarinn. Hvað um landhelgismálin?" „Ég er þvi eindregið fylgjandi, að fiskveiðilögsagan verði færð út i 50 milur. Við verðum að gera ráð fyrir þvi, að fiskmagnið i sjónum fari minnkandi með aukinni sókn, Aflaskipið Albert G.K. 31. og við eigum að haga okkur sam- kvæmt þvi. Mér fyndist sjálfsagt, að þau svæði yrðu friðuð, þar sem vitað er,að ungviði elzt upp. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan i.” En hvernig hefur svo verkunin á fiskinum gengið hjá fisk- vinnslustöðvunum? Það var Guð- steinn Einarsson, forstjóri Hrað- frystihúss Grindavikur, sem varð fyrir svörum: „Hráefnið i vetur var með alversta móti. Það fór snöggtum minna i frystingu heldur en i fyrra. Við framleiddum 14 þús. kassa af frystum fiski i vetur á móti 18 þús. kössum i fyrra” „Hvað tókuð þið á móti miklu magni af fiski til vinnslu á vertið- inni?” „3200 tonnum.” „Og var það allt netafiskur?” „Að mestu leyti. Það byrjuðu að visu tveir bátar á linu. Annar þeirra fiskaði dálitið, hann fór á útilegu alla leið vestur á Fjörðu. Hinn stundaði róðra hér heima og fiskaði mjög litið, svo að þetta var að mestu leyti netafiskur, sem við fengum.” „Leggja margir bátar upp hjá fyrirtækinu?” „Fimm bátar, og þeir stunduðu allir netaveiðar frá 1. febrúar.” „Er ekki yfirleitt margt fólk i vinnu hjá ykkur?” „Það voru i vetur 55 við fryst- inguna og 12-14 i saltfisksverkun- inni.” „Var margt aðkomufólk?" „Það var svona þriðjungurinn aðkomufólk.” „Og það vinnur bara hjá ykkur yfir vertiðina og fer svo á vorin?” ,Já, og fer oft bagalega snemma á vorin, þvi að þegar april er liðinn, þá yfirleitt hverfur það.” „Þið eruð lika meö saltfisks- verkun?” „Já, yfirleitt má segja, að þar sem netaveiði er stunduð, er ekki hægt að vera með frystingu, nema að hafa einhvern mögu- leika á að koma úrgangsfiski i einhverja vöru. Þessi úrgangs- fiskur var nú lengi verkaður i skreið, en nú hefur það ekki verið gert i þrjú ár, og i staðinn hefur þetta verið verkað i saltfisk og hann siðan harðþurrkaður fyrir Suðurlandamarkað.” „Var þetta minna magn af fiski, sem þið fenguð til vinnslu i vetur heldur en i fyrra?” „Já, það var eitthvað 200-300 tonnum minna. En við eigum fullt En varð mikill veiðarfæra- kostnaður, og ef til vill meiri en undanfarnar vertíðir?” „Já, hann varð mikill, en ég vil þó ekki segja,að hann hafi verið meiri en undanfarnar vertiðir. Við vorum auðvitað ekkert á net- um i januar, og litið i febrúar og þar af leiðandi varð minni veiðar- færakostnaður á þvi ti mabili, en að öðru leyti varð kostnaðurinn öllu meiri en undanfarin ár.” „Telur þú að vertiðin i Grinda- vik hafi verið léleg i heild?” „Já, hún var greinilega mun lé- legri en undanfarin ár. En það er nú alltaf svo,að það er miðað við toppvertiðirnar og það er engan veginn raunhæft.” „Á hvaða veiðar farið þið nú?’ „Það er meiningin að fara á fiskitroll. Að minum dómi er um tvennt að velja, og það er að fara á grálúðuveiðar eða á fiski- trollið.” „En þið hafið farið á sildveiðar i Norðursjó, er það ekki?” „Jú, við höfum verið þar, en Albert er heldur litill bátur til eins mikið til af saltfiski nú eftir vertiðina og á sama tima i fyrra.” „Eru áform uppi um það hjá fyrirtækjum i Grindavik, að láta smiða skuttogara?” „Já, það er búið að ganga frá samningum. Það á að smiða skip- ið i Póllandi, 1000 tonna skip eftir gömlu mælingunni.” „Og hvenær á þetta skip aö verða tilbúið?” „Seint á árinu 1973.” „Hvaða fyrirtæki standa aö skuttogarakaupunum?” „Það eru hraðfrystihúsin þrjú hér i Grindavik, eitt frystihús i Kópavogi og Fiskimjöl og Lýsi i Grindavik.” „En telur þú, að Grindvikingar þurfi beinlínis á svona skipi að halda, þarsem útgerð er mikil frá staðnum?” „Ja, þegar komið er út i það að eiga að borga fólki kaup, hvort sem verkefni eru til fyrir það eða ekki, eins og oft vill verða yfir haustmánuðina og fyrri hluta vertiðar, þá er annað hvort að hafa skip, sem er ekki eins bundið tiðarfari og aflabrögðum hér heima og bátarnir, eða hreinlega loka fyrirtækjunum þennan tima,” sagði Guðsteinn Einars- son að lokum. - Ól. Rúnar. - Löndun i Grindavíkurhöfn á vetrarvertíð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.