Tíminn - 31.05.1972, Side 14
14
TÍMINN
Miðvikudagur 31. mai. 1972.
Þykir þér ékki vænt um börn?
— Ég er ekki hörö — og ég
elska börn, bæði stör og smá. En
það hjálpar Fleur aldrei að kasta
sér úti sjúklega viðkvæmni.
— Er það sjúkleg viðkvæmni
að syrgja litið barn?
— Já þannig getur það orðið.
Barnið er ekki'lengur til — þvi fær
enginn breytt. Það er Fleur, sem
okkur ber að hugsa um — Fleur
og Chris. Hjúkrunarkonan sagði
mér,að það væri áriðandi að
gleðja Fleur sem mest, en ekki að
halda að henni dapurlegum og
sorglegum hugsunum.
Ég held að mér hafi tekizt að
hrifsa Maeve út úr hinum sorgar-
þrungna hugsanaheimi frú
Blaneys. . . og að hún hafi farið
að skoða málið einnig frá annari
hlið.
Hún horfði á mig eins og á báð-
um áttum.
— Þú ert merkileg manneskja,
Kay. Þú ert svo hjartahlý og kær
öllum, sem þér kynnast — en
samt, einstöku sinnum rekur
maður sig á eitthvað hart, eitt-
hvað kalt. Það eru vitsmunir þin-
ir.
— Það kemur kannski af þvi
hvað ég var einmana i uppvextin-
um, sagði ég.
— Þvi gæti ég trúað, sagði
Maeve.
Ég fór strax að tala um annað,
og meðal annars spurði ég hvað
liði brúðkaupinu.
— Ég veit svo sem ekki, svar-
aði hún hikandi. — Það er nú und-
ir þvi komið hvernig það gengur
með Fleur. Edwin veit hvernig
aðstaða min er á Fairfield.
Ég fékk hugboð, um að eitthvað
ógnaði hamingju Naeve á þessu
augnabliki. — Guð minn góður,
hvað snertir brúðkaup þitt systur
þina, spurði ég næstum reiðilega.
— Hún verður albata eftir eina
viku eða tvær. Hún mun taka sér
það mjög nærri, ef þú frestar
brúðkaupinu hennar vegna.
— Ég hef ekki frestað þvi,
svaraði Maeve stillilega, og stóð á
fætur. — Það verður réttast að ég
fari núna — ég vil ekki að við för-
um að þrátta. Ég veit að þetta
með fjölskylduna er talsvert
furðulegti þinum augum, en fyrir
okkur hefur það svo mikið að
segja.
Ég iðraðist strax orða minna. —
Kæra Maeve, ég meinti þetta ekki
sem ásökun. Það liggur vist ekki
sérlega vel á mér i dag. . . .
Maeve brosti rólega og
vingjarnlega að vanda. —
Gleymdu þvi, það mun ég gera.
Við skildum sem góðir vinir og
ákváðum að borða miðdag saman
einhvern daginn i næstu
viku. En eftir að ég var komin
heim þetta kvöld, var eins og að
mér sækti min eigin óhamingja
og annarra, svo mér lá við sturl-
un. Ég hugsaði til fólksins á Fair-
field. Kannski var það eigingjarnt
og sjúklega viðkvæmt, og neitaði
allri frjálslegri hugsun, en þessi
fjölskylda gaf aftur á móti öryggi
og félagslif, og um leið fullvissu
um það að hafa einhverja þýðingu
fyrir aðra meðlimi fjölskyld-
unnar.
Jólin komu og liðu — og ég hélt
þau ekki i miðalda-krá Drakes.
Og Drake hvarf með öllu úr lifi
minu. Ég saknaði hans, en ég
fann að ég hafði gert það eina
rétta, þegar ég sagði nei. Ekki
vissi ég hvar hann dvaldi um
jólin, en ég eyddi þeim á sjúkra-
húsi. Ekki sem sjúklingur — ég
var að reyna að skemmta sjúkl-
ingum. Við vorum þ rjár um
þetta og sjálf hef ég sjaldan verið
ánægðari með frammistöðuna.
Þegar ég kom svo heim, mjög
seint, var ég ánægðari en ég hafði
lengi verið, og féll strax i draum-
lausan svefn.
Þegar Fleur kom út af fæðingar-
deildinni, dvaldi hún á Fairfield i
nokkrar vikur, og flutti svo til
Chris i Lundúnum. Hún leit oft inn
til min á morgnana, og oftar en
einu sinni sagði hún:
' — Ég finn að ég hef svo gott af
þvi að koma til þin, Kay. Mér
þykir ákaflega vænt um fjöl-
skylduna mina, en þau taka þetta
með barnið svo þungt. Ef ég er
ekki vel kát, get ég næstum heyrt
mömmu sagja við Stellu: ,,Hún
syrgir andvana barnið sitt”. Þess
vegna reyni ég að vera kát og
glöð, og geri kannski of mikið af
þvi stundum. Þá er horft á mig
með meðaumkvun og sagt,að ég
sé regluleg hetja. Það er alveg
hræðilegt, Kay.
— Ég skil það ef það er eins
slæmt og þú segir.
— Já, svo slæmt er það. Chris
finnur alltaf hvort ég kem frá
Fairfield — ellegar ég kem frá
þér. Hann spyr oft eftir þér Kay.
Hjarta mitt tók kipp þegar ég
heyrði nafnið hans. — Hvernig
hefur Chris það? spurði ég með
uppgerðar rósemi.
— Alveg ágætt — óskaplegt
annriki náttúrlega. Ég fer oft með
honum i vinnuna. Ég hef gaman
af þvi, allir eru svo vingjarnlegir.
Samkvæmi okkar á sunnudögum
eru reglulega skemmtileg. Þú
verður að fara að koma, Kay.
Ég var búin að afþakka boðin i
þessi sunnudagssamkvæmi svo
oft, að mig var farið að vanta af-
sakanir. Þegar ég nú hugsa til
baka finnst mér það næstum
óskiljanlegt,að Fleur skyldi ekki
renna grun i ástæðuna til þess að
ég vildi ekki koma þarna. En ég
er sannfærö um það að augu
hennar lukust aldrei upp fyrir þvi
hvaða tilfinningar við Chris bár-
um hvort til annars. Seinast fór
svo að ég þáði boðið. Ég hafði
mikinn hjartslátt þegar ég
hringdi dyrabjöllúnni þeirra, en
sem betur fór gekk allt betur en
ég átti von á. Að visu var eins og
rekinn væri i mig hnifur, þegar ég
mætti hinum dökku augum Chris
þvert yfir stofuna, en svo rétt
strax fannst mér að mér liði bara
vel i nálægð hans.
Litlu seinna var mér boðið hlut-
verk i sjónvarpsþætti Chris, og
mundi ég þá eftir loforðinu, sem
ég hafði gefið sjálfri mér, og tók á
móti boðinu. Og nú hitti ég Chris
oftar og oftar.
Við hefðum sem bezt getað not-
ið ástar okkar, en við gerðum það
ekki. Við elskuðum hvort annað
jafnt og áður, en það virtist þegj-
andi samkomulag að elskast ekki
likamlega fyrr en við værum
frjáls að þvi. Þetta var ákaflega
þungbært, og hversu lengi ork-
uðum við að lifa undir þessum
stranga sjálfsaga?
Kvöld eitt i marz ók Chris mér
heim gegnum Embankment. Það
var sá hluti Lundúna sem mér
likaði bezt.
— Vertu ekki undrandi þó að þú
sjáir mig ekki fyrst um sinn,
nema þá i vinnunni, sagði Chris
allt i einu. — En við fyrsta tæki-
færi hef ég hugsað mér að fara
fram á hjónaskilnað við Fleur.
Ég sat fast hjá honum. og höfuð
mitt hvildi á barmi hans. Ég
hrökk við. — Ó, Chris. . . .
Hann horfði á mig fast. — Þú
ert þó ekki undrandi? Þú veizt þó
vel að ég hef aldrei sætt mig við
þetta ástand. Ég vildi að einhver
önnur ráð væru til. . . sagði ég
sárkvalin.
— Kay, þú veizt ósköp vel að
við eigum engan annan úrkost.
— Chris, vertu góður við
hana. . . ég snerti hönd hans.
— Treystirðu mér ekki til að
vera það? Ég kinkaði kolli, og
minntist um leið þess hve nær-
gætinn hann hafði verið við hana,
þegar hún sagði honum frá þvi að
hún væri barnshafandi. Já, ég gat
reitt mig á það<að Chris mundi
verða góður við hana nú sem áð-
ur.
— Ég er viss um að Fleur vill
einnig hafa sitt frelsi. Henni er
það jafn ljóst og mér að við tókum
bæði misgrip á augnabliks girnd
og raunverulegri ást. Nú, þegar
við höfum ekki barnið til þess að
taka tillit til, er ekkert fyrir okkur
Fleur að gera annað en að byrja
lifið aftur. Ég þekki hana nægi-
lega mikið til þess að vita, að
þannig vill hún helzt hafa það.
— Chris, vertu bara alveg viss
um það áður en þú segir nokk-
uð. . . ég vil ekki, fyrir öll ver-
aldarir.nar gæði, að þú særir
Fleur.
Hann brosti til min þurrlega. —
Þú mátt þjást, ég má þjást —
aðeins ekki Fleur?
— Ekki Fleur, sagði ég ákveð-
in. Kannski hefði ég ekki verið
svona göfugmannleg hefði ég ver-
ið alveg viss um að Fleur óskaði
eftir skilnaðinum.
Hann ók mér heim og kvaddi
mig með ástúðlegum kossi. — Ég
hef samband við þig þegar ég er
búinn að tala við hana. Kay. Við
hittumst ekki fyrr.
Ég beið i óskaplegri eftirvænt-
ingu alla næstu viku, en heyrði
1118.
Lárétt.
1) Kóngi,- 6) Liti,- 8) Góð,- 10)
Þannig,- 12) Kind,- 13)
Pers.forn,- 14) Skaði.- 16)
Alin,- 17) Stafurinn,- 19) Fugl-
ar.-
Lóðrétt
2) Fis,- 3) Oðlast,- 4) Súð,- 5)
Forynju.- 7) Svigna.- 9) Kind,-
11) Mótor,- 15) Tvennd,- 16)
Skel,- 18) Röð,-
Ráðning á gátu nr. 1117
Lárétt
2) Indus,- 6) Mór - 8) Hól - 10)
Tár,-12) 01- 13) La,- 14) Lim,-
16) Oft,- 17) öld,- 19) Snædd,-
Lóðrétt
2) NML,- 3) Dó,- 4) Urt,- 5)
Ahöld.- 7) Hratt - 9) Óli.- 11)
Alf.- 15) Mön,- 16) Odd,- 18)
Læ,-
I— 9
12
i*
HVELL
G
E
(
R
I
D
R
E
K
I
iiíifi Hilli I
Miövikudagur 31. maí
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan:
„Einkalif Napóleons” eftir
Octave Aubry i þýðingu
Magnúsar Magnússonar.
Þóranna Gröndal les (5).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar: is-
lenzk tónlist.
16.15 Veðurfregnir.
Charles Stewart Parnell
eftir Winston Churchill Har-
aldur Jóhannsson hagfræð-
ingur flytur þýðingu sina.
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 ,,A vori lifs i Vinarborg”
Dr. Maria Bayer-Juttner
tónlistarkennari rekur
minningar sinar: Erlingur
Daviðsson ritstjóri færði i
letur: Björg Árnadóttir
byrjar lesturinn.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Daglegt mál Sverrir
Tómasson cand. mag. sér
um þáttinn.
19.35 Álitamál. Umræðu-
þáttur, sem Stefán Jónsson
stjórnar.
20.00 Strengjakvartett i d-
moll nr. 2 eftir Bedrich
Smetana Smetana-kvartett-
inn leikur.
20.20 Sumarvaka a.Einfari á
öræfum Haraldur Guðnason
bókavörður i Vestmanna-
eyjum segir frá Erlendi
Helgasyni. b. i hendingum
Hersilia Sveinsdóttir fer
með vor- og sumarvisur. c.
Sambýli gamans og alvöru
Halldór Pétursson flytur
nokkrar stuttar frásagnir.
d. Einsöngur Árni Jónsson
syngur lög eftir Karl O.
Runólfsson, Hallgrim
Helgason, Árna Björnsson,
Björgvin Guðmundsson og
Emil Thoroddsen.
21.30 Útvarpssagan: „Ham-
ingjuskipti” eftir Steinar
Sigurjónsson Höfundur les
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Gömul saga”
eftir Kristinu Sigfúsdóttur
Ólöf Jónsdóttir les (8).
22.35 Djassþáttur i umsjá
Jóns Múla Árnasonar.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Miövikudagur 31. mai
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Braha Djaknar. Finnsk-
ur stúdentakór syngur i
sjónvarpssal. Gottfrid Gras-
beck stjórnar.
20.55 Valdatafl. (Power
Game) Brezkur framhalds-
flokkur um valdstreitu hátt-
settra manna i stóru fyrir-
tæki. 2. þáttur. Ráð undir
rifi hverju. Þýðandi Heba
Júliusdóttir.
21.40 livað er framundan?
Danskur fræðsluþáttur um
fiskveiðimál á Norðurlönd-
um. Rætt er við ýmsa aðila i
Danmörku og viðar um fisk-
veiðar og fiskveiðilögsögu.
Einnig er fjallað um fyrir-
hugaða aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu og áhrif
hennar á fiskveiðimál.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
22.25 Slim John.
Enskukennsla i sjónvarpi.
26. og siðasti þáttur endur-
tekinn.
22.40 Dagskrárlok.