Tíminn - 31.05.1972, Síða 17
Miðvikudagur 31. maí. 1972.
TÍMINN
17
- segir David Exall,
framkv.stjóri Everton,
í viðtali við TÍMANN,
en Exall gisti ísland um
síðustu helgi
sinni. Liðsstjóri Everton er
hinsvegar, Harry Catterick.
— Eftir að Ball fór til Arsen-
al efldist liösandinn hjá okkur
mjög og þrátt fyrir gifurleg
meiðsl leikmanna tókst okkur
sæmilega upp. Ekki bætti það
þó úr skák, er Harry Catterick
veiktist og þurfti að fara á
sjúkrahús. Þjálfarinn Tommy
Casey tók þá við stjórninni.
Catterick er ekki alveg búinn
að ná sér að fullu, en verður
vonandi orðinn hress i byrjun
leiktimabilsins i ágúst. Hon-
um til aðstoðar næsta ár hefur
verið ráðinn Tommy Eggle-
stone, sem var með Catterick
hjá Sheffield Wednesday 1958-
62 og komu þeir Wednesday i
1. deild. Egglestone var siöast
framkvæmdastjóri griska
liðsins Athaniokos. Miklar
vonir eru bundnar við sam-
starf þeirra.
Og þar sem Everton hefur
keypt nokkra nýja leikmenn,
ertu þá ekki bjartsýnn fyrir
næsta leiktimabil?
— Jú, það er ég. Það kom
öllum mjög á óvart, er við
keyptum Mike Bernard frá
Stoke, nú fyrir stuttu, meira
að segja stuðningsmenn
Stoke, en þeir töldu Bernard
vera eina traustustu stoð
liðsins, voru alveg bit. Verðið
var mjög hagstætt, aðeins 130
þúsund pund og töldum við
okkur hafa gert mjög góð
kaup. John Connelly kom til
Everton frá St. Johnstone
Skotlandi, i lok leiktimabils-
ins, og var verðið á honum
einnig mjög hagstætt, um 70
þúsund pund. Connelly er
framlinumaður, en Bernard
er tengiliður.
Erþá kaupum Everton lokið
fyrir næsta leiktimabil?
— Nei, alls ekki. Ég býst viö,
að nýr leikmaður veröi keypt-
ur annaðhvort áður en leik-
timabilið hefst eða i byrjun
þess — þ.e.a.s.ef einhver fæst,
sem okkur fellur við.
En um sölu á ykkar eigin
leikmönnum?
— Það hefur ekki veriö
ákveðið enn.
Minnkaði ekki mikið aðsókn
að heimaleikjum Everton, á
Goodison Park?
— Jú, áhorfendum fækkaöi
úr 44 þúsundum, að meöaltali
á leik, niður i aðeins 36
þúsund. Þetta er reyndar i
fyrsta sinn i 7 ár, sem við
teljum að hafi verið tap.
En önnur starfsemi?
— önnur starfsemi gekk
mjög vel. Égget sagt þér þaö
hér uppi á tslandi, að við
græddum 96 þúsund pund á
getraunaseðlum okkar, sem
einnig eru bingo-miðar. 42
þúsund pund græddum við á
lekskrám og auglýsingum og
er það mjög gott.
Hve margir starfsmenn eru
hjá Everton?
— Það eru 46 fastir starfs-
menn á skrifstofum félagsins
og við ýmiss konar önnur
störf. Leikmenn félagsins eru
46 og i þeirri tölu eru einnig
nokkrir áhugamenn og leik-
menn, sem eru að gerast
atvinnumenn.
Finnst þér^að islenzk lið eigi
að halda áfram þátttöku sinni
i Evrópumótum?
— Já, alveg tvimælalaust, ef
fjárhagurinn leyfir. Kynni
min af komu Keflavikur til
Liverpool voru ánægjuleg og
efast ég ekki um að leikmenn
beggja liða gátu lært þar af.
Ahugamannalið, eins og
Keflavik, fá skemmtilega
reynslu af þátttöku og tel ég
það til góðs að blanda áhuga-
mönnum og atvinnumönnum
saman, eins og gert er i þess-
um Evrópumótum.
„Öffum fyrir beztu
að Alan Ball fór"
HARRY CATTERICK — liðs-
stjóri Everton heldur hér á
Englandsmeistarabikarnum,
sem Everton vann 1970.
Og að lokum langar mig til
að spyrja þig einnar sigildrar
spurningar, hvernig likar þér
við tsland?
— Þó að dvöl min hér nú, og
einnig er ég kom hingað með
Everton fyrir tveimur árum,
sé stutt, hefur hún verið mér
mjög ánægjuleg. Hótelið, sem
við gistum á, Hótel Loftleiðir,
er á mjög háum mælikvarða
og allir hér hafa sýnt okkur
MIKE BERNARD — Everton
keypti hann frá Stoke fyrir 130
þúsund pund.
velvild. Okkur i hópnum var
meira aö segja boðið sérstak-
lega uppá aö sjá tslandsmynd
(Loftleiða) og tókum viö þrir
þvi boði, á meðan hinir þrir
flugu með Ömari) Ragnars-
syni á flugvél hans yfir landið.
Vil ég nota þetta tækifæri til að
þakka yfirmönnum Loftleiða-
hótelsins fyrir lipurð þeirra
við okkur og Ragnarssyni fyr-
irflugiö. -kb-
JOHN CONNELLY —
leikmaðurinn, sem Everton
keypti frá St. Johnstone, Skot-
landi fyrir 70 þúsund pund.
6 manna hópurinn sem dvaidi á tslandi um helgina, sést hér á Loftleiðahóteiinu, talið frá hægri: David
Exall, framkvstj. Everton, Bill Townsend, aðstoðarmaður Exall.W.J. Henry, auglýsingastjóri
Everton, Card. Charlie Johnson, aðstoðarmaður hans, John Creasey, fjáröflunarstjóri Birmingham
City og Mr. Skinner, fjáröflunarstjóri Luton Town.
FRAMMISTAÐA
Alan Ball nokkra
mánuði fyrir söluna á
honum til Arsenal var
ekki viðunandi. Flest-
ir forráðamanna
Everton og stuðnings-
menn félagsins voru
óánægðir. Hann var
skipaður fyrirliði liðs-
ins 1970, en Brian La-
bone lék ekki vegna
meiðsla, sem hafa
orsakað það nú að
Labone hefur orðið að
leggja knattspyrnu-
skóna á hilluna, Geta
Ball fór smátt og
smátt dvinandi og var
það hvimleitt fyrir
leikmenn Everton að
hlusta á hann ávita þá
fyrir mistök sem hann
gerði sig ef til viil oft-
ar sjálfur sekan um i
leik. Siðan kom tilboð
frá Arsenal, sem
hljóðaði uppá 225 þús-
und pund og eftir að
hafa ihugað málið
vandlega, álitum við
það bezt fyrir alla
aðila að taka boðjnu.
— Þannig svaraði fram-
kvæmdastjóri Everton, David
Exall, er hann var spurður um
ástæðuna fyrir sölu Everton á
Alan Ball til Arsenal, en Exall
dvaldi hér um helgina ásamt
þremur öðrum mönnum frá
Everton, einum frá nýliðunum
i 1. deild á næsta ári, Birming-
ham City og einum forráða-
manni 2. deildarliðsins, Luton
Town.
Hópurinn kom á laugardag,
með Loftleiðaþotu frá
Glasgow, gistu á Hótel Loft-
leiðum um nóttina, en fóru sið-
an áfram til New York, þar
sem þeir ætla aö leita nýrra
leiða til fjáröflunar, félögum
sinum til handa.
David Exall hefur starfað
hjá Everton i nokkur ár og er
m.a. þakkað hinar miklu
framkvæmdir, sem átt hafa
sér stað, a.m.k. utan vallar,
undanfarið. Hann er yfir-
maður allrar fjáröflunar
félagsins, ritstjóri leikskrár,
blaðafulltrúi og margt fleira,
og ber þvi nafnið fram-
kvæmdastjóri með réttu. Lið-
stjóri ( sem oftast er titlaður
framkvæmdastjóri) sér bara
um þá ellefu leikmenn, sem
leika með aðalliðinu hverju
DAVID EXALL, framkvæmdastjóri Everton og greinar-
höfundur, —kb—, á Hótel Loftleiðum.
V
✓