Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 24. júni 1972 Þorsteinn Matthíasson: AAiðdegisstund í Mela: Ingi Kristinsson, skólastjori WÁ Stoinar l'orfiunsson, yfirkonnari Itannvi'ig Liivi'. ki'iinan Sigrifuu Kiriksdnttir, ki'iinan Kyrir tveimur áratugum réðist ég kennari við Meiaskólann i Keykjavik og starfaði þar siðan i sjó ár. fcg kunni vistinni vel. Kennaraliðið var samhent og húsbóndavaldinu stillt i hóf. Þá var skólastjóri Arngrimur Kristjánsson. Núverandi skóla- stjóri, Ingi Kristinsson var þá kennari við skólann, en hann tók við stjórninni að Arngrimi látn- um. Nú, þegar ég er aftur staddur i Melaskólanum, rifjast upp marg- ar skemmtilegar svipmyndir lið- inna daga. Ennþá starfar þarna sama fólkið. Að visu hafa ný and- lit bætzt i hópinn og önnur horfið. Kn mér finnst þó sem ég sé kom- inn i gamalkunnar og kærar heimaslóðir. En sú lilfinning læt- ur sjaldan mikið yfir sér, þegar ég er á ferð hér um höfuðborgar- svæðið. Mér eru minnisstæðir bekkirn- ir, sem ég kenndi tvo fyrstu vet- urna, 11 og 12ára B — og 11 og 12 ára G, i þeim bekk voru eingöngu drengir og þeir voru til aö byrja með ekki fullkomlega sáttir við að láta þennan útstrandamann fá óskorað húsbóndavald yfir hópn- um. Þetta lagaðist þó furðu fljótt og samkomulagið varð hið bezta. ()g ekki skorti mitt heimili ný- metið vorin þau eftir að rauð- maginn fór að veiðast i Skerja- firðinum, drengirnir sáu um það. Nú eru þetta fullorðnir menn og ráðsettir þjóðfélagsborgaiar^með einum þeirra, Gunnari Magnús- syni fór ég á grásleppuveiðar i fyrra vor og hafði mikið gaman af. 1 B bekknum var einn náms- glaöasti hópur, sem ég hef kennt á starfsferli minum, er hann þó orðinn lalsvert langur. Flest þctta fólk hafði góða heiman- fylgju, enda hcfur vel úr þvi rætzt. Einn úr þessum hóp, Einar örn Jónsson, var samkennari minn við skólann i Hveragerði. Þessi voru fyrstu kynni min af reykviskri æsku og þótl ýmsar breytingarséuorðnarsiðan, hygg ég þiýað æskan sé nú sem fyrr lik- leg til manndómsverka, fái hún notið góðrar heimanfylgju og hollra umhverfisáhrifa. Eg hitti hér að máli lnga Kristinsson skólastjóra. Eg byrjaði kennslu hér við Melaskólann fyrir tuttugu árum. Þá var skólastjóri Arngrimur Kristjánsson. Að honum látnum tók ég við stjórn skólans og hef gegnt þvi starfi i þrettán ár. Þetta hefur verið mikill breytingatimi i þjóðlifinu og þvi ekki óeðlilegt að þeirra áhrifa •gæti nokkuð innan skólans. Þó er ég ekki viss um. að þegar farið er að tjta á þetta. rifja upp hið liðna og bera saman við nútiðina, að breytingin á þvi sviði sé eins við- tæk og ætla mætti. Hér starfar aðeins barnaskóli fyrir aldursflokkana sex til tólf ára, og börn á þvi skeiði taka naumast stökkbreytingu milli kynslóða hvað snertir eðlislægar eigindir. En ég býst við/að þau vandamál, sem mikið er talað um og fyrst og fremst kennd við ungl- inga á gagnfræðastigi, geri nú vart við sig i yngri aldursflokkum en áöur. t sambandi við skólann eru engin teljandi umhverfisvanda- mál og samskipti milli hans og foreldranna fjölþætt, enda þótt ekki sé starfandi foreldrafélag. Hinsvegar finnst mér, að náms- efni og starfsaðstööu sé svo þröngur stakkur skorinn, að þess gefist enginn kostur, að gefa nemendunum sem einstaklingum gaum, sem nauðsynlegt er. Ég er sannfærður um að ráða mætti bót á mörgu þvi, sem úrskeiðis fer og svo er heimfært undir unglinga- vandamál, ef skólanum væri ætlaður rýmri timi — ekki fyrir hinar almennu námsgreinar — heldur til mannræktar. Það er mikils virði fyrir nemendurna að fá að ræða sín hugðarefni og finna/ aö þeir séu gildir einstaklingar innan skólans á fleiri sviðum en þeim einum, sem beinlinis snerta hið hefðbundna nám. Breytingará kennsluháttum og nýjar námsleiðir eru kröfur tim- ans og þeim verður að svara á þann veg, að skólinn finni hljóm- grunn hjá þvi fólki, sem hann á að sinna, en staðni ekki á gamalli hefð, án þess þó að fara kollhnis fyrir hverri nýrri kviku. Það, sem reynist gott i dag get- ur þurft endurskoðunar við á morgun, ekki vegna þess að það sé slæmt i sjálfu sér, heldur vegna þess, að i starfinu þarf að vera hreyfing og lif. Ég er ekki fjarri þvi, að um hringrás geti verið að ræða á þessu sviði sem ýmsum öðrum, að það, sem nú þykir úrelt eigi siðar i vændum sitt endurreisnar- timabil. Má þar t.d. benda á ýmis tiskufyrirbæri, sem sækja sér hliðstæðu langt aftur i aldir, svo sem i klæðaburði, dönsum og öðrum lifsvenjum. Ég er ekki nýjungagjarn án umhugsunar, ég held að við verð- um alltaf að standa talsvert föst- um fótum i fortiðinni, og horfa til framtimans meö hana sem bak- grunn athafna okkar talsvert margra, ef vel á að fara. Guðriður Þórliallsdóttir, kennari Hjördis Maria þvi,að foreldrar barnanna vinna úti og eru þar af leiðandi fjarver- andi frá heimili sinu oft daglangt. Þessu fylgja miklir erfiðleikar, og eru ef til vill þeir mestu,sem nútimaskólinn hefur við að fást. Þetta kemur eðlilega fram i öllu starfi krakkanna og liðan þeirra i skólanum. Við þessu hefur þjóð- félagið ennþá litinn mótleik átt. En hér er vissulega stórt verk að vinna, hvernig sem við á að bregðast. Vera má að hægt sé að koma hér eitthvað til móts við nemendur með þvi að gefa þeim kost á að vinna allt sitt nám i skólanum, skyldubundið heimanám hverfi. En eins og nú standa sakir leyfir húsnæði skólans þetta ekki. Og þá vaknar sú eðlilega spurn- ing, hvort ekki sé eðlilegt, að þær auknu fjárhagstekjur, sem þjóð- félagið fær vegna meira vinnuframlags á hinum almenna markaði, gangi undanbragða- laust tij þess að búa betur að skólaæskunni, ef takast mætti á þann hátt að bæta nokkru það, sem þessir breyttu félagshættir hafa frá henni tekið. Ég endurtek það, að þetta tel ég eitt erfiðasta vandamál, sem skólinn nú á við að etja. Og ég held, að margir foreldrar skilji þennan vanda, en samt sem áður virðist óhægt um vik að gera breytingu þar á, t.d. að annað- hvort foreldranna stytti sinn úti- vinnutima. Einnig má lita á það, að þegar foreidrarnir koma þreyttir heim frá vinnu, þá verð- ur aðstoðin við börnin takmörkuð og jafnvel andrúmsloftið á Mér finnst ég hafa orðið þess var, að námsáhugi fer fremur dvinandi og má ef til vill rekja or- sakir þess til hins skyldubundna skólakerfis. Krakkarnir vita, að þeim er fyrirfram mörkuð þessi leið, undan þvi verður naumast vikizt. Þeir velta þvi kannski ekk- ert fyrir sér hversvegna og hefur mér virzt bera nokkuð á þvi, að ástundun við námið verði ábóta- vant, vitnisburður skólans er ekki lengur neitt keppnisatriði, heldur að komast þetta þrep af þrepi án erfiðis. Ilér i skólanum eru nú um 1160 börn. Þar með talin þau, sem eru i sex ára deildum. Mér virðist jákvætt að byrja með börnin þetta ung. Þótt ekki sé um reglulegt nám að ræða, þá venjast þau skólanum sem vinnu- stað og aðstaða þeirra verður betri og umfram allt jafnari til að mæta framtiðar skólagöngu. Ég er þvi ekki i neinum vafa um það, að .sé hér rétt og vel að unnið, þá er stigið spor i rétta átt. — Finnst þér börnin nú hafa önnur viðhorf til lifsins en áður var? — Ég veit ekki hvað segja skal um það, en ég býst við að þau séu opinskárri og láti fremur i ljós skoðun sina, og sennilega talsvert erfiðara að láta þau lúta aga. En orsök þess er fyrst og fremst að finna hjá þjóðfélaginu sem heild. Auðvitað hlýtur æskumaðurinn — ekki sizt hann — að bera svipmót af sinu umhverfi. Við i skólanum verðum t.d. mjög mikið vör þeirra breyttu þjóðfélagshátta, sem fram koma i Jóliami Stuiul milli strfða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.