Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. júni 1972 TÍMINN 13 J |.......|| MIHI Ull.....II III llliiMiiiiliiiillllnil:......iil IIIIII Alþjóöleg list í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið: Ballett-gestaleikur Damc Margot Fonteyn ásanit öðru listafólki frá Ballet-Spectacular Gala Uljómsveitarstjóri: Ottavio I)e Kosa. Það þykir ganga göldrum næst, hversu vel brezka listdans- snillingnum, Margot Fonteyn hefur tekizt að varðveita f jaður- magn likama sins, mýkt og krafta. Jafnvel þótt hún megi sennilega muna sinn fót fegurri og fimari, vantar samt sem áður engin teljandi fjörefni i dans hennar. Enda þótt ,, i lifsins júni ljómi sólin skær" má engu að siður kenna af henni nokkurn yl i lifsins september. Stundum liður Margot Fonteyn yfir danssviðið með goðborinni ró og öryggi, stundum geysist hún fram með glóð og gleði og heiliandi leiftur i dökkum augunum. Mönnum er það óþrjótandi undrunarefni, hve vandlega er heflað af dans- sporum hennar, hreyfingu og lát- bragði allt það, sem kann að spilla heildaráhrifum túlkunar hennar. Mönnum er ef til vill spurn, hverju Margot Fonteyn eigi mest að þakka þann glæsilega árangur, sem hún hefur náð i listgrein sinni. Margt mætti eflaust nefna, en hér skal aðeins fernt tilgreint: áskapaðir hæfileikar, fágætur sjálfsagi, óbilandi viljaþrek og rétt likamsbygging. Þessi mikil- hæfa listakona dansar ekki aðeins af iþrótt, heldur lika af innlifun. Það fer vel á þvi, að i þann mund, sem Boris Spasski og Bobby Fischer ætla að leiða saman hest sina á skákborði aidarinnar, stigi hér sin fyrstu spor sú dansmær sem einna lengst hefur seilzt i listgein sinni á liðandi öld. Saga listdans á tuttugustu öld er hvorki sam- vizkusamlega né réttilega skráð nema Margotar Fonteyn sé oft og rækilega getið, svo og mótdans- ara hennar, snillinganna góðu Roberts Helprnann , Michels Somes og Rudolphs Nureyev. Sá siðastnefndi er talinn hafa veitt henni ferskan þrótt og innblástur, eða með öðrum orðum léð list hennar nýja vængi. Þetta er áreiðanlega rétt, vegna þess að eftir þvi sem leikskrá Þjóðleik- hússins hermir á Dame Margot Fonteyn aö hafa lýst þvi sjálf yfir oftar en einu sinni á fjölmiðluðum vettvangi, að hún eigi rússneska flóttamanninum Rudolph Nureyev mest að þakka listræna velgengni sina hin siðari ár. Listdanshöfundurinn frum- legi og fjölhæfi, Frederick Ashton, greiddi og mjög götu þessarar göfugu listakonu með þvi að semja balletta eins og t.d. Ondine og Symphonic Variations við tónlist eftir César Franck, þarsem listgáfa hennar naut sin i fjölbreytileik sinum. og töfra- í'ögrum blæbrigðum. Hér þarf ekki annarra vitna né heimildar- manna við, þar sem sá sem þetta ritar. sá. sér til óblandinnar gleði og ljúfra minninga, siðarnefnda listdansinii i London árið 1946. Enda þótt yfirburðið Margotar Fonteyn i tvidansinum (pas de deux) úr Rómeó og Júliu séu ótvi- ræðir, tekst henni að minni hyggju samt betur upp i tvi- dansinum úr Svanavatninu. Það leynir sér ekki, að hér er óvenju- leg hæfileikakona á ferð. Um Karl Musil frá Vinar-ballettflokknum er það að segja, að hann reynist lafðinni verðug stoð og stytta, en annað ekki. 1 sannleika sagt fær hann naumast tækifæri til að sýna, hvað i honum býr og hlýtur þvi að teljast hálf-óráðin gáta. Soili Arvola og Leo Ahonen frá Finnlandi eru fágaðir dansendur, sem bjóða af þér þokka, æsku- þrótt og óspillta lifsnautn. Soili Arvola er svo litil og létt i spori, að hún minnir einna helzt. á dans- brúðu, sem er eins og hugur manns. Hún virðist ekki vita, hvað áreynsla er, svo örugg, fót- viss qg fislétt er hún. Ég þori að spá þessari finnsku listakonu miklum orðstir á framtiðarferli sinum. Enda þótt Soili Arvola sé jafnprýðileg og raun ber vitni, stendur Leo Ahonen henni samt fyllilega á sporði. Með þessu elskulega danspari er þvi l'ull- komið listrænt jafnræði, að heita má. Hann tekur lil að mynda sitt assemblé með svo miklum ágætum,að furðu sætir. Þótt tvi- dansinum úr Giselle væru gerð góð skil, þótti mér þau þó ná glæsilegustum arangri i tvi- dansinum úr Hnotubrjólnum og La Favorita. Spánverjanum Luis Fuente er greinilega ekki fisjað saman. Hann dansar af slikum fitonskrafti og með slika suðrænan funa i æðum, að menn standa lengstum á öndinni á meðan hann hoppar og stekkur um danssviðið, og hvilik heljarinnar stökk. Ef hann og Finninn Leo Ahonen leggjast á eitt, má segja að þeir sameini beztu kosti Andrés Eglevski, meðan hann stóð á hátindi frægðar sinnar. Þó að Luis Fuente sé karl i krapinu, má enginn skilja orð min svo, að hann sé mótdansara sinum, Annette av Paul, ofjarl. Hver vöðvi i likama þessarar spengilega vöxnu dansmeyjar virðist stundum vera þaninn eins og stilltur strengur. 011 listsköpun hennar er gædd sérstæðum per- sónutöfrum 'og fágun. Fáar munu sennilega geta leikið eftir ,,arabeskur" hennar og ,,fouttés". Rétt er að geta þess hér, að Luis Fuente virðist vera það ofraun að bera mótdansara sinn og gripa sem skyldi í tvi- dansinum úr don Quijote. Skýringin á þessum mistökum er ef til vill sú, að Annette av Paul er hér staðgengill hins venjulega mótd. Funetes frá New York City Ballet. Lydiu. Diaz Cruz, sem forfallaðist á siðustu stundu vegna meiðsla. 1 tvidansinum úr Sjóræningjanum lét Fuente . hins vega r engan bilbug á sér finna i þessum efnum. Tvidansinn úr Lindunum var bæði af stuttur og snubbóttur til að unnt væri að njóta hans að ráði. Tvidansinn úr Opus 11 eftir Tito Barbon við tónlist eftir Menotti var aftur á móti opin- berun, sem hreif og sagði sex. Að minum dómi var þetta eftir- minnilegasti og aðdáunarverðasti tvidans kvöldsins. Þau Grace Doty og Juliu Horvath frá San Fransiseo-óperunni fara hér á hreinum kostum. Túlkun þeirra beggja ergædd sterku seiðmagni, sem hlýtur að vekja djúpar hræringar i næmu brjósli. Oltavio de Rosa, ásamt 20 ein- leikurum úr Filharmóniunni i Miami, lögðu sitt af mörkum til aðgera þessa kvöldstund ánægju- lega og ógleymanlega i senn. Að lokum þelta: Þessar glefsur úr ýmsum áttum reyndust þrátt fyrir allt hinar beztu kræsingar. Ilalldór Þoi'Kleinsson - ¦_* ¦ i _« ¦ ¦ ¦ ilKAUPMANNA- mAFNARFERÐIR ;• 1. ferð: Farið 20. júlí. Komið til baka 3. ágúst. ;• 2. ferð: Farið 27. júlí. Komið til baka 3. ágúst. : • 3. ferð: Farið 3. ágúst. Komið til baka 10. ágúst. i ¦ : Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins i Hringbraut 30 - Sími 24480, ¦ • Stjóm fulltrúaráðs ' Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Sumarhátíð að Laugum Framsóknarmenn i Norður- landskjördæmi eystra, efna til sumarhátiðar að Laugum i Reykjadal um næstu helgi og verður þar mikið um aö vera. Sumarhátiðin hefst meö dansleik i Skjólbrekku i Mý- vatnssveit föstudaginn 30júni, og þar leika Gautar frá Siglu- firði fyrir dansi, Jón B. Gunn- laugsson flytur gamanþátt og flutt verður s'tutt ávarp. Á laugardagskvöldið verður svo dansleikur að Breiðumýri i Reykjadal, þar verður einnig flutt stutt ávarp, Gautarnir leika og siberiska þjóðlaga- söngkonan Kurugei Alexandra skemmtir. Aðalhátiðin verður svo sett af Inga Tryggvasyni að Laugum i Reykjadal klukkan þrjú á sunnudaginn. Þar mun þjóðlagasöngkonan skemmta. Halldór E. Sigurðsson fjár- ¦[ málaráðherra flytur ræðu, og J» einnig flytur Ingvar Gislason ¦" alþingismaður ræðu. Þá flytur J» Jón B. Gunnlaugsson gaman- «J þátt. ;¦ Siðan verða ýmis atriði £ tengd flugi. Haraldur Ásgeirs- »J son mun koma i heimsókn á !» svifflugu og sýna listir sinar. ;¦ Húnn Snædal fer gandreið um «JJ loftið á Prikinu, en svo nefnist J» litil þyrla hans. Þá sýnir «J Eirikur Kristinsson fallhlifa- "¦ stökkvari listir sinar ásamt »J félaga sinum. Um kvöldið J. verður svo dansað i iþrótta- .J húsinu að Laugum. ;. Góð gisti- og veitingaaðstaða l* er á Laugum, og þar eru *2 einnig góð tjaldstæði. Sæta- _¦ ferðir verða frá Ferðaskrif- "I stofu Akureyrar. ,"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.