Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.07.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur. 1 :t. júli. 1972 mina við grózkumiklar, grænar stokkrósirnar við girðinguna. En ég gat með engu móti teygt svo úr mér, að ég yröi jafnhá og ljósrauöir blómhnapparnir, jafnvel þeir sem lægstir voru. Við hliðardyrnar var gamall og geysistór blómrunni, sem svignaði undan þunga hvitra blóma sinna. Eg skreið undir hann, og yfir mig hrundi daggarúði af blöðum og greinum. Aragrúi blýflugna fiaug suöandi um. Mér finnst, að ég hafi aldrei heyrt jafn hávært og kröftugt blýflugnasuö og þarna i morgunkyrrðinni. Þetta suð minnti mig á straumniðinn og buldrið i verksmiðjunum, sem aldrei barst með golunni yfir ána. Alls staðar var krökt af firðrildum og fuglum, ekki siður en býflug- um. Svifandi og svellandi og syngjandi þutu fuglarnir framhjá mér eins og ósýnilegur straumur bæri þá áfram. Þeir voru alls staðar. Akefð þeirra olli þvi, að ég var hálfsmeyk við þá. Þeir kepptust við eins og heimsendir væri væntanlegur um sólarlagsbil. En ég held, að eitthvað af þrótti þeirra og f jöri hafi seytlað inn i mig og gert mér kleift að muna hverja stund þessa morguns — hvert hljóð, öll litbrigði og form alls þess sem bar mér fyrir sjónir — jafn undra vel og ég geri þótt svona langt sé um liðið. Vafningsviðurinn,sem þakti forskyggnið, er nú horfinn, en mér er eigi að siður i minni hvildarlaust flögr kólibrifuglsins viö upsirnar. Ég man, að mér sýndust vængirnir likastir iðandi regnboga, af þvi hve ótt fuglinn hreyfði þá, þótt þeir virtust reyndar vera kyrrir, og það var eins og hann héngi fastur á löngu nefinu við eitt blómið. Ég stóð lengi hug- fangin og spaðjarkaði berfætt á votri jörðinni. Sæl hrifni yfir dásemd- um sumarsins og sólskinsins altók mig andspænis þessu furðu-fyrir- bæri. „Til hamingju á afmælisdaginn, Emilia”, kallaði Hanna út um glugga á efri hæðinni, og ég hrökk sem af blundi. Siðan kom morgunverðurinn, vöfflur og hunang, og bögglar handa mér til þess að forvitnast i. Eaðir minn hafði farið til Bostonar en hann hafði heitið mér þvi að koma aftur með siðdegislestinni til þess að taka þátt i afmælisfagnaðinum. Ég vissi, aö hann myndi koma með fangið fullt af gjöfum, og ég hafði nóg að skoða unz hann kæmi heim: nýja brúðu og vagn og bát með seglum, sem hægt var að fleyta á hvitu tjörn- inni. Ég vildi hann langt um heldur en bláa nistið, sem Emma frænka hafði átt, þegar hún vár telpa. En ég var minnug orða föður mins og lét þess vegna skina i það, að mér þætti mest varið i nistið af öllum gjöfun- um, sem ég hafði fengiö. Wallace frændi fór með okkur út á brúna, og þegar við komum til baka, biðu þeir min báðir, Jói gamli Kellý og Jói litli Kellý, til þess að óska mér hamingju. — Þeir bjuggu uppi á loftinu yfir hesthúsinu. Jói gamli hafði verið þarna garðyrkjumaður eins lengi og föður minn rak minni til. Hann var með blómvönd handa mér, en Jói litli var með þrjá riddara og einn tindáta. ,,Þú getur látið hann vera skipstjóra”, sagði hann, þegar ég sýndi honum nýja bátinn minn. „Það er reyndar erfitt að láta hann standa, en þú getur bundið hann við sigluna”. Við báðum Jóa litla að leika sér með okkur að batnum en hann fór burtu til þess að hjálpa afa sinum að draga áburðardreifara. Þeir hjálpuðu ævinlega hvor öðrum, og innilegri og samrýndari vini gat ekki, þótt sextiu ára aldursmunur væri á þeim. ForeldrarJóalitla höfðu dáið, þegar hann var i reifum, og siðan hafði hann alltaf verið hjá afa sinum. Jói litli Kellý var athyglisverður drengur. Venjulega var hann glað- vær og lundþýður en hann gat orðið ofsareiður og var þá ferlegur ásýndum. Oft sá ég blá augu hans sorta og varirnar hvitna, þegar hann hafði þrabeðið al'a sinn að egna ekki fyrir moldvörpurnar, sem skemmdu garðflatirnar. Ilann var handfljótur, þegar hann var að losa gildrurnar. Ef hérar og ikornar og mýs mættu vitna, myndi Jói litli Kellý áreiðanlega hljóta fagran vitnisburð. Einu sinni man ég, að Emma frænka talaði lengi við hannumað útrýma ensku spörhaukunum úr garðinum. Hann hlustaði þolinmóður á málalengingar hennar um hávaðann, sem þeir gerðu, þessi óféti, sem búin væru að hrekja alla söngfuglana brott. En þvi fór fjarri, að orð hennar fyndu nokkurn hljómgrunn f huga hans. „Spörhaukar eru alveg jafn réttháir og aðrir fuglar”, sagði Jói og lagði áherzlu á orð sin. Þá varð Emma orðlaus. Aðal afmælisfagnaðurinn byrjaði klukkan fjögur. Þá komu Parkers- tviburarnir, og með þeim var frændi þeirra, sem komið hafði um morguninn. Hann hét Harrý Collins og var nokkrum árum eldri en við hin. Ég sé hann fyrir mér koma upp akbrautina i hvitum matrósafötum og tviburasysturnar sin til hvorrar handar i ljósrauðum og bláum kjól- um. Sólin skein á ljósrauðan kollinn á honum, svo að hárið sýndist enn rauðara en þaö var, og af göngulagi hans mátti glögglega marka, að hann þóttist veraldarvanur. Systurnar báru gjafir, er þær reyndu aðláta sem mest bera á, en hann var tómhentur. „Komiö þið sælar,” hrópaði hann, þegar þau voru i kallfæri. Ég sá að i augunum voru ljósjarpir flekkir, sem fóru vel við freknurnar á nefinu á honum. „Hvaðertu orðin gömul?” spurði hann svo. Mér þótti vænt um þessa spurningu. „Sjö ára i dag”, svaraði ég. „Það er gott að vera sjö ára”, sagði hann mannalega. „Bezt er þó að vera tiu”. „Ert þú tiu ára?” dirfðist ég að spyrja. „Já, i rauninni”, svaraði hann. „Ekki fyrr en eftir jól”, sögðu báðar tviburasysturnar i einu. „Þú ert á tiunda ári. Meira geturðu ekki sagt”. „Það er i rauninni alveg það sama”, svaraði hann og brosti til min enn einu sinni. Og þegar Harrý Collins brosti, var sjaldan spurt um frekari heimildir. Siðan sýndi hann okkur ekki allt of fimlegt höfuðstökk þarna á flötinni, og við horfðum á með aðdáun, allar fjórar. Þegar honum fataðist taldi hann okkur strax trú um, að þetta hefði verið af ásettu ráði gert, svona til gamans og tilbreytingar. Eftir ofurlitla stund komu Jim og Lollý Wood yfir torgið, og þegar ég var að enda við að skoða gjafir þeirra, kom Jói litli Kellý, betur þveginn og greiddur heldur en ég hafði nokkurn tima séð hann áður. „Hvaða snjólfur er þetta?” sagöi Harrý Collins og virti Jóa fyrir sér með ströngu augnaráði. Ég vissi ekki, hvaðég átti að segja. Ég hafði talið viðurvist Jóa sjálf- sagða, þótt ég vissi, að hann var óvanur að taka þátt i veizlufagnaði. „Hann á heima hérna”, sagði ég og benti hikandi út i garðshornið. Ég varð þvi fegin, að Manga og Emma færnka komu i þessari þessari andrá til þess að lita á gjafirnar, sem ég hafði komið fyrir r einum runnanum. Siðan fórum við i feluleik, og þá var það, að ég fann HVELL G E I R I D R E K I i f:' FIMMTUDAGUR 13. júlí. 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Til- kynningar. 13.00 A frivaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna" eftir Sigurð Helgason Ingólfur Kristjánsson les 115). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistúníeikar: Gömul túnlist- Elisabeth Höugen, k'erdinand Leitner. Rolf Rein- hardt og Alfred Graser flytja „Grát Ariadne” eftir Monte- verdi. Gustav Leonhard, Lars Fryden, Nikolaus Harnoncourt leika Konsert fyrir sembal og strengi eltir Rameau. Tréblár- arakvintett New Yorkborgar leikur Kvintett fyrir blásara i B-dúr op. 51 no. 6 eftir Franz Danzi. Rosalyn Tureck leikur á pianó Ariu og tiu tilbrigöi i itölskum stil eftir Bach. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Konan frá Vinarborg" Dr. Maria Bayer-Juttner tónlistar- kennari rekur æviminningar sinar. Erlingur Daviðsson rit- stjóri færði i letur. Björg Arna- dóttir les sögulok. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 llrimsmcistaraeinvigið i s k á k : 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þegninn og þjúðfélagið Ragnar Aðalsteinsson og Már Pétursson sjá um þáttinn. 19.55 Frá listahátið: Kim Borg syngurlög eftir Haydn, Wolf og Ravel á tónleikum i Austur- bæjarbiói 10. júni sl. Robert Levin leikur með á pianó. 20.40 Leikrit: „Madamc Dodin” eftir Margueritc I)uras og Gerard JarletÞýðandi: Torfey Steinsdóttir, Leikstjóri: Helgi Skúlason. Helztu persónur og leikendur: Madame Dodin hús- varðarkona i Paris... Guðrún Þ. Stephensen Monsieur Gaston götusópari Rúrik Haraldsson, Mademoiselle Mimi matselja Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Monisieur Lam- bertin leigjandi Jón Aðils, Annie stofustúlka Þórunn Sig- urðardóttir o.fl. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá alþjóð- legu frjálsiþróttamóti i Laugardal. Jón Asgeirsson segir frá. 22.30 Kvöldsagan: „Sumarást” eftir Francoise Sagan Þórunn Sigurðardóttir leikkona les (9). 22.50 Dægurlög á Norðurlöndum Jón Þór Hannesson kynnir. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Auglýsið í Timanum SkólavörBustíg 3A. II. hœtf. Slmar 22911 — 19253. FASTEIGNAKAUPENDUR Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum fullbúnar og í smíðum. FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- ugga þjónustu. Leitið uppl. um verð og skilmála. Maka- skiptasamn. oft mögulegir. Önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason, hdl. Málflutningur . fasteignasala

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.