Tíminn - 27.07.1972, Síða 5

Tíminn - 27.07.1972, Síða 5
Fimmtudagur. 27. júli 1972 TÍMINN 5 Um landhelgismálið í norska blaðinu Nationen: „Ðýrt spaug, þegar til lengdar lætur" Ungur Norðmaður, læknanemi i háskólanum hér, nú i sumar- vinnu i Tromsö i NorðurNoregi, hefur vakið athygli Timans á grein um landhelgismálið i blað- inu Nation en, jafnframt þvi sem hann segir nokkuð frá afstöðu Norðmanna. Viðar Toreid kemst svo að orði: tslendingar njóta vaxandi stuð- ningshjá hagsmunasamtökum og stjórnmálaflokkum i Noregi i baráttusinni fyrir fimmtiu milna landhelgi. Æskulýðssamband Verkamannaflokksins hefur lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir íslendinga, og fiskimenn hafa óskað eftir sams konar útfærslu i Noregi, er raunar er háð þvi, að Norðmenn verði áfram utan efnahagsbandalags Evrópu. Sjálf rikisstjórnin norska hefur þá að- eins lofað að virða hina nýju fisk- veiðilögsögu i framkvæmd og viðurkenna samninga, er takast kunna milli íslendinga og Breta. Fyrir nokkru ræddi Nationen, aðalmálgagn Miðflokksins, sem lýtur forystu Pers Bortens, fyrr- verandi forsætisráðherra, þessi mál i forystugrein , sem skrifuð var, þegar viðræður tslendinga við efnahagsbandalagið voru á lokastigi. Þar segir meðai annars: „I augum stórveldanna er litil þjóð eins og fslendingar ekki fær um að verja fiskveiðimörk sin að verulegu gagni. Hitt er þó þyngra ámetunum, að Islendingar munu Borten leiðtogi Miöflokksins fá almenningsálitið þeim mun eindregnara með sér i deilum við miklu voldugri þjóðir. Hversu freistandi sem það kann að vera að beita afli til þess að koma litilli þjóð á kné, getur það orðið stór- veldi dýrt spaug, þegar til lengdar lætur, að hætta á slika valdniðslu við litla þjóð eins og fslendinga. En engu skárri en framkoma brezku stjórnarinnar i þessu máli er fullkomið skilningsleysi EF- stofnananna á sérstöðu fsl. Það kemur illa heim við glæsi- lýsingarnar á eðallyndi EF og sérstaklega lýðræðisleg viðhorf til smáþjóða, sem ekki hefur verið dregið af hér i Noregi. Það bólar ekki mikið á eðallyndi i hinum hörðu og langvinnu þröng- vunum,sem beitt hefur verið við íslendinga i þvi skyni að fá þá til þess að hverfa frá ákvörðunum sinum um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar. Og ógnunin vofir enn yfir fslendingum- Ef íslendingar láta ekki undan siga að lokum, áskilur efnahagsbandalagið sér rétt til þess að draga strik yfir gerða samninga um lækkun tolla á islenzkum fiskafurðum. Þannig er valdbeitingin. Það verður að harma sáran, að norska rikisstjórnin hefur verið svo tvilráð i þessu máli sem raun ber vitni. Hér er tækifæri til þess að sýna norrænan samstarfsvilja i verki. En það hefur aðeins verið gert með varfærnislegum og óákveðnum orðum, sem varla er mikill gaumur gefinn i Brússel. Rikisstjórn okkar (Norðmanna) hefur læðzt um á flókaskóm meðan tslendingar berjast fyrir sjálfri tilveru sinni”. Þannig lýkur þessari forystu- grein i aðalmálgagni Miðflokks- ins norska. Er rafvirkjadeilan leyst eða ekki? OÓ—Reykjavik Það virðist erfitt að sjá hvort vinnudeilu rafvirkjasveina og vinnuveitenda þeirra sélokið eða ekki, þótt endi hafi verið bundinn á verkfallið 19. júli s.l. með undirskrift nýrra kjarasamninga, en þá var varkfallið búið að standa i rúman mánuð. Timinn Framhald af bls. 20. það um 75 manns, sem vinna að þessari starfsemi. Fylgjendur EBE-aðildar, sem eru miklu fjársterkari hafa aftur á móti um 300 manns, sem starfa við kynningu á EBE. Kalheim og Sandmann sögðu, að i Noregi væri talað um, að landið yrði að ganga i EBE vegna smæðar sinnar, en á íslandi væri talað um að ísland gæti ekki gengið i EBE vegna smæðar sinnar. — Mestur fjöldi EBE and- stæðinga i Noregi er á Vestur- ströndinni og i strjálbýlinu. T.d. eru sjómenn og útgerðarmenn mjög á móti aðildinni, enda á að hleypa togurum Efnahagsbanda- lagslandanna inn i landhelgi Noregs á vissu svæði, ef Noregur gengur i EBE. Að auki hefur Noregur þá litla sem enga mögu- leika til að færa út fiskveiði- lögsögu sina siðar meir, ef að inngöngu verður. Minntust þeir félagar á það, er Hoem fiskimála- ráðherra sagði af sér út af Bruxellssamkomulaginu og um þessár mundir berst Hoem af al- efli gegn aðild Noregs i EBE, þar sem hann telur að, ef Noregur gengur i EBE, sé búið að brjóta niður norskan sjávarútveg. Leiðrétting 1 grein Snorra Sigfússonar, Hug- leiðingu um hátiðahald,er birtist i blaðinu i gær, var greinin sögð rituð á Laugarvatni i júni en átti að vera júli. benti á,að verkfallið hefði i raun- inni verið leyst með fundarsam- þykkt i Fél. isl. rafvirkja, en félagsmenn ákváðu að vinna ekki nema i ákvæðisvinnu samkvæmt henni. En aðaldeiluefnið var ein- mitt ákvæðisvinnan. Áður en samkomulag var gert, lét sam- ninganefnd sveina* meistara vita af þeirri ákvörðun, að slik tillaga yrði borin upp á félagsfundinum. Meistararnir mótmæltu, en skrifað var undir samningana og vinna hófst, og vinna allir raf- virkjar eftir þeim skilmálum, sem fundarsamþykktin kveður á um. 20. júli sendi Vinnuveitenda- sambandið Félagi isl. rafvirkja bréf og skoraði félagið að draga fundarsamþykktina til baka. í fyrradag svöruðu rafvirkjar og sögðust alls ekki hreyfa þvi máli og nú hefur Vinnuveitenda- sambandið ákveðið að fara i félagsdómsmál við þá. Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Vinuveitendasam- bandsins, sagði i gær, að ekki væri enn búið að taka út stefnu, en verið er að vinna að þvi. Verður kæran send nú einhvern næstu daga, þegar hægt verður að ná Félagsdómi daman. Vinnuveitendasambandið telur margnefnda fundarsamþykkt brot á gildandi samningi og vill fá úr þvi skorið með dómi. —Þeir telja að samningarnir hafi verið gerðir með þessum fyrirvara, sagði Björgvin, en við lýstum þvi yfir fyrir undirskrift, að ef þeir gerðu þessa samþykkt myndum við fara i mál til ógildingar á henni, ef þeir skrifuðu undir samninginn eins og þeir geröu. Verkfallið stóð fyrst og fremst um ákvæðis- vinnuna, og okkar sjónarmið er það, að ef þetta hefði verið fær leiö fyrir þá, hvers vegna voru þeir þá i mánaöarverkfalli? —Við getum heldur ekki viður,- kennt, að hægt sé að breyta samningi með einhliða samþykkt annars aðilans. Bíræfnir veiðiþjófar á Jökuldalsheiði JK—Egilsstöðum Silungsveiði hefur verið góð i ám og vötnum hér um slóðir. Nú er verið að ganga frá laxagildrum við Lagarfoss, og standa vonir til, að lax geti gengið i vatnasvæði Lagarfljóts i næstu viku eða i ágústmánuði. Góð silungsveiði hefur verið i vötnum á Jökuidalsheiði, en bændur kvarta undan ágengni veiðiþjófa. Er engu likara en menn standi i þeirri meiningu, að þeim sé heimilt að leika lausum hala i vötnum þessum og veiða að vild sinni. Þessir menn hafa jafn- vel haft net með sér. Er þetta furðulegt, þar sem veiðileyfi eru fáanleg á mjög sanngjörnu verði i þessum vötnum, hvenær sem er. Þau eru fáanleg hjá oddvita Jökuldalshrepps á Skjöldólfsstöð- um. — Það lýsir einnig ófyrir- leitni i meira lagi, að ef að mönn- um hefur verið komið við veiði- þjófnað hafa þeir svarað iilu einu til. Jökuldælingar eru seinþreyttir til vandræða, og hafa þessar að- farir ekki verið kærðar enn- þá, en langlundargeði þeirra má ofbjóða eins og öðru. Hver stal 2 V2 metra balla á Eiðsgranda? OÓ—Reykjavik. Einhverjum snarráðum náunga tókst að stela tveggja og hálfs metra löngum balla, sem féll af dráttarvagni frá Eimskip á Eiðsgranda s.l. mánu- dag. Ballinn var ásamt öðrum varn- ingi á dráttarvagni og féll hann af skammt frá vörugeymslu Eim- skips. Bilstjórinn var látinn vita, en hann hafði engin tök á að koma ballanum á sinn stað aftur, eða snúa bilnum og dráttarvagninum við á grandanum. Fór hann þvi fyrst með farminn i vörugeymsl- una, en þegar hann kom til baka með handlangara með sér rétt á eftir var ballinn horfinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.