Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.07.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur. 27. júli 1972 TÍMINN 9 N (Jtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timans) : Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif jstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306 i Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs : ingasimi 19523. Aörar skrifstofurssimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein takiö. Blaðaprent h.f. Heilindi þeirra I sambandi við skrif Mbl. um hækkun skatta og of þungar álögur á ellilifeyrisþega verður ekki komizt hjá þvi að minna nokkuð á mál- flutning fulltrúa minnihlutaflokkanna i fjár- hagsáætlun Reykjavikurborgar. Minnihlutaflokkarnir i borgarstjórn Rvikur lýstu sig andviga þvi að bætt yrði 10% auka- álagi ofan á útsvör Reykvíkinga og þeir lögðust gegn þvi að lagt yrði 50% aukaálag á ibúðar- húsnæði og ibúðarhúsalóðir. En sérstaka áherzlu lögðu minnihlutaflokkarnir á það, að fasteignagjöldum yrði alveg létt af ibúðum tekjulitils, aldraðs fólks, sem það býr sjálft i. í sambandi við afgreiðslu frumvarpsins um tekjustofna sveitarfélaga á Alþingi, lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins áherzlu á, að sveitarfélögin fengju heimildir til álags á lög- boðna álagningarskala. Gengið var til móts við þessar kröfur og heimilað allt að 10% aukaálag á útsvör og allt að 50% álag á fasteignaskatta til handa sveitarfélögunum. Á móti komu hins vegar aðrar heimildir, er áttu að gera sveitar- félögunum kleift að létta gjöldum af tekjulág- um einstaklingum og öldruðu fólki. í framkvæmd meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjavik.var knúin fram 10% hækkun á útsvörunum og almenn 50% hækkun á fast- eignagjöldum. Fulltrúar minnihlutaflokkanna sýndu ljós- lega fram á, að til þess að geta nýtt þessar heimildir hefði borgarstjórinn gripið til þess að hækka framlög til framkvæmdaborgarinnar á þessu ári um 100%. Þeir bentu og á, að með þessu væri gjaldþoli Reykvikinga misboðið, en hagsmunum þeirra ætlaði ihaldið að fórna til áróðursherferðar. Refirnir voru til þess skornir að koma höggi á rikisstjórnina. í bókun, sem minnihlutaflokkarnir i borgar- stjórn Reykjavikur gerðu við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar sagði m.a.: ,,Við hefðum talið æskilegt og eðlilegt, að reynt hefði verið við gerð þessarar fjárhags- áætlunar að halda útgjöldum svo i skefjum að komast mætti hjá að leggja 50% aukaálag á ibúðarhúsnæði og ibúðarhúsalóðir. Til þess hefur þvi miður engin tilraun verið gerð eins og að framan greinir. Þrátt fyrir það þótt i engu hefði verið sparað á rekstrarliðum, hefði mátt auka framkvæmdaféð um nærfellt 50% frá áætlun siðasta árs, þótt álaginu á ibúðar- húsnæði og ibúðarhúsalóðir hefði verið sleppt. Einhvern tima hefði 50% aukning á fram- kvæmdafé milli ára verið talið þó nokkuð mikið. — í SAMBANDI VIÐ FASTEIGNA- GJÖLDIN LEGGJUM VIÐ MIKLA ÁHERZLU Á ÞAÐ, AÐ ÞAU VERÐI EKKI LÖGÐ Á ÍBÚÐIR TEKJULÍTILS ALDRAÐS FÓLKS, SEM ÞAÐ BÝR SJÁLFT í. — Þá viljum við, að það komi skýrt fram, að við erum andvigir þeirri hugmynd að bæta álagi á útsvörin”. Þessum tillögum hafnaði ihaldið og af þvi má marka heilindið i skrifum þeirra nú. — TK Börgs Visby: Horfur eru á að vestur- þýzka stjórnin falli En fimm mánuðir eru tii kosninga og margt getur tekið breytingum á þeim tíma HÆPIÐ er að spá um úrslit þingkosninga, sem sagt er að fram eigi að fara i Vestur- Þýzkalandi 3. desember i vet- ur. Eins og stendur gera flest- ir þó ráð fyrir, að Rainer Bar- zel verði kanzlari að þeim kosningum loknum, en Franz Josef Strauss verði fjármála- ráðherra og atkvæðamesti ráðherrann i rikisstjórn Vest- ur-Þýzkalands. Sumarleyfi þingmanna eru hafin fyrir nokkru, en þingið kemur aftur saman 20. sept- ember. Talið er, að Willy Brandt kanslari fari skömmu siðar fram á traustsyfirlýs- ingu þingsins, en lendi i minni- hluta. Að þvi loknu er unnt að rjúfa þing og efna til kosninga. (Til kosninga þarf þó ekki að koma ef stjórnarandstaðan reynir að fá meirihluta þing- manna til fylgis vib nýjan kanslara og tekst það, sem talið er næsta óliklegt). ALLGÖÐUR umhugsunar- frestur gefst áður en iiklegt er að kosningar fari fram og margt getur tekið breytingum á þeim tima. Hinu verður þó ekki neitað, að horfur eru heldur uggvænlegar fyrir rikisstjórnina. Hún hefir glat- að þingmeirihluta sinum og ekki tekizt að fá fjárlögin samþykkt i þinginu. Aðstaða rikisstjórnarinnar hefir enn versnað við átökin, sem leiddu til afsagnar Karls Schillers efnahags- og fjár- málaráðherra. Þetta eru erfiðustu átök, sem stjórn þeirra Brandts og Scheel hefir staðið i, og til þeirra erfiðleika kom um það bil fimm mánuð um áður en talið er að kosn- ingar muni fara fram. SKOÐANAKÖNNUN fór fram fyrir skömmu, eða eftir að Schiller sagði af sér, og niðurstaða hennar sýndi, að ekki blæs byrlega fyrir rikis- stjórninni. Samkvæmt niður- stöðu skoðanakönnunarinnar gera 45% kjósenda ráð fyrir sigri Kristilega demókrata- flokksins og flokks Franz Josef Strauss, 39% gera ráð fyrir sigri Jafnaðarmanna- flokksins, en 9% spá jöfnu. 7% fengust ekki til að taka af- stöðu. Skoðanakönnun fór einnig fram mánuði fyrr. Þá spáðu 39% sigri Kristilega demókrataflokksins og flokks Franz Josefs Strauss, 39% spáðu einnig sigri Jafnaðar- mannaflokksins, en 19% vildu ekki taka afstöðu. 1 maimán- uði voru allar horfur á sigri stjórnarflokkanna, ef til kosn- inga yrði gengið. HVAÐ annan stuðningsflokk rikisstjórnarinnar áhrærir eða flokk frjálsra demókrata, er talið nokkurt álitamál, hvort honum auðnist að fá fimm af hundraði atkvæða i kosn- ingunum, en takist honum það ekki fær hann ekki þingmenn kjörna. Samkvæmt hinni ný- afstöðnu skoðanakönnun telja 68% kjósenda likur á að frjáls- ir demókratar spjari sig, en 23% gera ekki ráð fyrir þvi, en 9% taka ekki afstöðu. Helmut Schmidt nýi efna- hags- og fjármálaráöherrann tilheyrir miðfylkingu, eða jafnvel hægri armi Jafnaðar- mannaflokksins, eins og fyrir- rennari hans. Hann var ein- mitt valinn i stöðuna til þess að reyna að sýna fram á, að ráðherraskiptin skiptu engu i stjórnmálunum. Fullyrt er og, að stefnan sé með öllu óbreytt. Þeir Barzcl og Strauss eru vonglaðir en Brandt og Scheel kviðnir. Stjórnarandstaðan leggur hins vegar afar mikla áherzlu á mannaskiptin og reyniraölæða þvi inn hjá almenningi, að sósialistar og efnahagslegir óvitar hafi náð öllum völdum i sinar hendur. ÖLLUM almenningi er kunnugt, að þá Schiller og Schmidt greindi töluvert á. Stjórnarandstaðan leggur allt kapp á að telja almenningi trú um, að sá ágreiningur hafi snúizt um stjórnmálin og geti orðið örlagarikur. Ágreiningurinn snérist i raun og veru einungis um það, að Schmidt var varnarmála- ráðherra og þvi ákaflega „þurftarfrekur” á fé rikisins. Schiller barðist hins vegar fyrir niðurskurði rikisút- gjalda, til þess að reyna að varðveita efnahagslegan stöðugleika. Ekki bætti úr skák, að Schmidt hafði ein- hvern tima asnazt til að kalla efnahagslegan stöðuleika „tizkuhugtak”. JAFNAÐARMANNA- FLOKKURINN hefir boðiö Schiller öruggt sæti viö næstu kosningar, þar sem háska- samlegt geti orðið að hafa hann á lausum kili eftir sið- ustu fundi um gengismálin. Schiller hefir hins vegar látið i ljós i viðtali vð vikublaðið Stern, að hann sé i nokkrum vafa um, hvort hann geti tekið þátt i kosningabaráttu Jafnaðarmannaflokksins. Hann telur efamál, að Schmidt vilji i raun og veru varðveita efnahagslegan stöðugleika og segir Jafnaðar- mannaflokkinn hafa tekið töluverðum breytingum. Hann er þvi nú þegar orðinn eitt af höfuðvitnum Kristilega demókrataflokksins og sá orð- rómur er á kreiki i Bonn, að hann hafi i huga að ganga i flokkinn. ÞEGAR tilnefna þurfti mann i embætti efnahags og fjármálaráðherra i stað Schillers kom Hans-Dietrich Genscher innanrikisráðherra til álita, en hann er i Frjálsa demókrataflokknum. Horfið var þó frá tilnefningu hans. þegar til kastanna kom. Óttazl var, að á það yrði litið sem neyðarrúrræði eða örþrifarát af hálfu rikisstjórnarinnar af velja frjálslyndan ráðherra sem tryggingu „efnahags stefnu hins frjálsa markað ar”, sem stjórnarandstaðan klifar raunar á sýknt og heil agt, að sé nú endanlega búif að varpa fyrir róða með af sögn Schillers sem efnahags- og fjármálaráðherra. Genscher hefir raunar sagt frá þvi, að forusta Frjálsa demokrataflokksins hafi ekki haft áhuga á að fá þessa stöðu i sinn hlut þegar svo skammt er til kosninga. Flokknum hafi, hins vegar verið heitið ráð-, herrastöðu i efnahagsmálun- um i væntanlegri samstjórm Jafnaðarmannaflokksins og Frjálsa Demókrataflokksins að kosningum afstöðnum. STJÓRN ARANDSTÆÐ- INGAR halda fram, að átökin um Schiller sé nýjasta og ótvi- ræðasta sönnun þess, að Brandt sé ekki nógu ákveðinn sem leiðtogi. Þetta viður- kenna raunar einriig ýmsir þeirra, sem eru Brandt siður en svo óvinveittir. Reyndur stjórnmálarýnandi komst að orði á þessa leið: „Hann hefir neikvæða af- stöðu til valds, sem getur ver- ið næsta mannlegt og alveg sérlega geðfellt, en kann eigi að siður að reynast lifshættu- legt fyrir stjórnarleiðtoga”. Brandt hefir farið gætilega i deilum um efnahags- og fjár- málin innan rikisstjórnarinrr- ar. Hann virðist ekki hafa at- hugað það, að visir menn á þvi sviði eru ætið hver upp á móti öðrum og þarna er þvi ein- stakt tækifæri til að sýna stjórnmálaforustu. VAKIN hefir verið athygli á þvi i frjálslynda blaðinu SUddeutsche Zeitung, að þrir fyrirrennarar Brandts, Áden- auer, Erhard og Kiesinger, hafi allir orðið að láta af völd- um vegna þess, að þeir hafi sýnt alvarlega veikleika sem leiðtogar. Sé þetta á rökum reist verð- ur að telja horfur Brandts uggvænlegar. Ekki er allt fengið með þvi að hafa hlotið Nobelsverðlaun og vera viður kenndur sem merkur stjórn- málamaður. Brandt hlaut að- dáun og viðurkenningu um- heimsins þegar hann var að berjast fyrir stefnu sinni Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.