Tíminn - 01.08.1972, Qupperneq 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 1. ágúst 1972
,,Ég hef skoðað yður, og ég tel mig ekki geta læknaðyður. Ég get ekki
gert neitt fyrir yður. Það vil ég, að þér vitið afdráttarlaust”, hafði hann
sagt.
,,Ég veit það”, svaraði ég, ,,mér er það fyllilega ljóst”. Ég reyndi að
hafa vald á röddinni.
Hann svaraði ekki, heldur fór að tala i simann. Ég sat i stól hinum
megin við borðið og virti fyrir mér franskar nýtizku myndir, sem
héngu á veggnum: Þroskamiklar ungmeyjar, dansgyðjur og blóm i
keri á gluggakistu. Ekkert gat verið andstæðara sjúkdómum og þreytu
og kviða. En mér féllu þessar myndir illa i geð. Ég hafði lagt mikið á
mig og komið óravegu til þess að fá þann úrskurð, sem hér hafði verið
felldur. Það hefði verið meir við hæl'i, að þessi veggur hefði verið auð-
ur.
„Þér teljið með öðrum orðum vonlaust um bata?” Ég hallaði mér
l'ram á borðið, þegar hann hafði lokið simtalinu og snúið sér að mér aft-
ur.
„Það orðalag nota ég aldrei, ungfrú Blair. Á sviði læknislistarinnar
er aldrei fyrir að synja, að mistök eigi sér stað. Ég sagði það eitt, að ég
treysti mér ekki til þess að hjálpa yöur. Hvað hefur þetta annars þjáð
yðurlengi?” Hann tók vélritað blað úr skjalabindi sinu og leit yfir það.
„Ó-já, siðan i febrúar 1929, og þér hafið verið hjá Chase i Chicago,
Mack og Jacob i New York, Kicker i Baltimore, og þér hafið lika
verið....”
„Gerist þess nokkur þörf að lesa alla þessa læknaskrá?” Ég var
hvorki reið við hann né undrandi. Þetta sama hafði verið sagt mér svo
oft áður, þótt með öðrum hætti væri, að ég var við þvi búin. Mér létti
meira að segja. Ég var eins og maður, sem hrakinn hefur verið inn i
blindstræti, nú var ég komin að veggnum, sem lokaði leiðinni, og þurfti
ekki að vænta mér neinnar undankomu. Hann horfði á mig um stund
með svipblæ, sem ég vissi af gamalli reynslu, að var undanfari kveðju-
orðanna og siðustu ráðlegginganna
„Vilduð þér ekki spara yður að lýsa þvi, hve þakklát ég megi vera
forsjóninni eða skirskota til þess, að ég megi aldrei gefast upp eða
reyna að færa mér heim sanninn um það, að flest fólk hafi við einhver
mein að striða? Ég mun einhvern veginn sætta mig við það, sem ég
verðað þola, og mér er engin fróun að þvi, þótt mér sé sagt, að það gæti
verið ennþá verra en það er”.
Og nú var ég komin i biðsal morðurbrautarinnar i Boston einu sinni
enn og varð að biða þar heila klukkustund áður en ég fengi ferð til
Blairsborgar. Hér kom mér allt svo kunnuglega fyrir sjónir: miða-
sölur, borð og bekkir. Mér varð litið á ferðatöskuna mina. Hún var
merkt stórum svörtum stöfum, E.B. og orðin máð og skellótt eftir si-
felld ferðalög i tvö ár. Ég hafði flýtt mér að láta farangur minn i hana.
Blár lindi af náttkjól stóð út undan lokinu. Ég hefði alls ekki þurft að
flýta mér svona mikið, þegar ég kom frá lækninum. Ég vissi það
mætavel, að engin lest tór til Blairsborgar frá klukkan 12,53 til 3,19. En
ég var að flýja —ekki undan örlögum minum, heldur á náðir þeirra. Ég
gerði mér engar gyllivonir og ól e kki á neinni meðaumkun með sjálfri
mér.
Það var enginn við kaffiborðiö. Ég fór þangað og settist á einn hverfi-
stólinn. Ég bað um kaffi, þótt mig langaði i raun ekkert i það, en
vissi, að biðin myndi vera mér bærilegri, ég ég hefði eitthvað fyrir
stafni.
Andlit mitt blasti við mér i speglinum yfir borðinu. Ég horfði rann-
sakandi á sjálfa mig. Var breytinga orðið vart i útliti minu? Ég var
1169
Ljárétt
1) Sjávardýr. 6) Óhreinindi,-
7) Krjókorn,- 9) E11.- 11)
Kanga,- 12) 499,- 13) Bær -
15) Ana,- 16) Mann,- 18)
Naut,-
Lóðrétt
1) Prestur.-2) Peð,- 3) Pi - 4)
Ans.- 5) Naumast.- 8) Iss,-
10) Alm,- 14) Ren,- 15) Áll.-
17) KG,-
Lóðrétt
I) Úrkoma,- 2) Hnall,- 3)
Nes,- 4) Svefnhljóð,- 5)
Sauð,- 8) Nefnd,- 10) Her-
sveit,- 14) Dýr.- 15) Spýju.-
17) Hvilt,-
Itáðning á gátu No. 1168
Lárétt
1) Pappann,- 6) Ein,- 7) Eið,-
9) Sáu - 11) SS,- 12) LM,- 13j
TSR,- 15) Áma,- 16) Efl.- 18)
Ranglát.-
Meðal Forn-Grikkja var litið á iþróttir
sem málefni alls rikisins. Iþróttaþjálfun
var undirbúningur l'yrir tveggja ára
herþjónustu. Þjálfunin hófst þegar á
unglingsárum og litið var á það sem
borgaralega skyldu að vera i góðu
likamsástandi. Þegar hnefaleika-
kappinn Kratos fann ekki lengur hæfa
andstæðinga i heimabæ sinum fékk
hann inngöngu i nýjan og stóran iþrótta-
skóla rikisins i höfuðborginni, Argos.
HVELLI
G
'llann gæti VHann sagði mér að
hafa miðunartækið
r ... en hann *
hefur ekki fundið
mig enn
rHvers vcgna .
7 í
gerðist ég
.iaumufarþegi?
Ég hélt
þaðyrði
gaman!
R
E
K
I
R |£
D
Þ RIÐJUDAGUR
1. ágúst
7.00 Morgunútvarp
Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.) 9.00
og 10.00. Morgunbænkl. 7.45
Morgunleikfimi kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl
8.45. Magnea Matthiasdóttir
les sögu sina um „Babú og
bleiku lestina” (2).
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli liða. Við sjóinn kl.
10.25. Um sildveiði i Norður-
sjó: Ingólfur Stefánsson
ræðir við Jakob Jakobsson,
fiskifræðing. Fréttir kl.
11.00. Tónleikar
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið.Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Siödegissagan:
„Loftvogin fellur” eftir
Richard Ilughes. Bárður
Jakobsson les (2).
15.00 Fréttir. Tilkynningar
15.15 Miödegistónleikar.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
17.00 Fréttir. Heimsmeistara-
einvigið i skák
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Kréttaspegill.
19.45 islenzkt umhverfi.
Snæbjörn Jónasson verk-
fræðingur talar ufn vegina
og umhverfið.
20.00 Lög unga fólksins.
Sigurður Garðarsson
kynnir.
21.00 iþróttir. Jón Ásgeirsson
sér um þáttinn.
21.20 Ferðin með „Frekjunni”
Ingibjörg Jónsdóttir ræðir
við einn skipsmanna, Úlfar
Þórðarson iækni.
21.45 „Dumbarton Oaks”,
konsert i Es-dúr eftir
Stravinsky.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Maðurinn sem breytti
um andlit" eftir Marcel
Aymé. Karl Isfel is-
lenzkaði. Kristinn Reyr
byrjar lesturinn.
22.35 llarmonikulög. Benny
van Buren leikur með
hljómsveit sinni.
22.50 A hljoðbergi „The
Barretts of Wimpole Street”
eftir Rudolf Besier. Fluttir
verða þrir þættir leikritsins,
sem fjallar um fyrstu ástir
skáldanna Elisabetar
Barretts og Roberts
Brownings. Með hlutverkin
fara Katherine Cornwell og
Anthony Quayle.
23.25 Fréttir i stuttu máii.
Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
1. ágúst 1972.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Frá Heimsmeistara-
einviginu i skák
21.00 Ashton-f jölskvldan.
Brezkur framhalds-
myndaflokkur um
lif stórrar miðstettar-
fjölskyldu i siðari heims-
styrjöldinni. 14. þáttur. Ný
viðhorf. Þýðandi Jón O.
Edwald. Við tökum upp
þráöinn þar sem frá var
horfið i vetur. Þessi þáttur
gerist um áramótin 1940 - 41.
Tony Briggs hefur gefið sig
fram til herþjónustu. Edwin
Ashton er orðinn fram-
kvæmdastjóri fyrir prent-
smiðju Sheftons Briggs, en
er óánægður og þykir
mágur sinn ekki syna sér
nægilegt traust. Nokkurrar
þreytu gætir einnig i sam-
búð Ashtonhjónanna.
21.45 Setið fyrir svörum.
Umsjónarmaður Eiður
Guönason.
22.20 tþróttir. Umsjónar-
maöur Ómar Ragnarsson.
23.20 Dagskrárlok.