Tíminn - 01.08.1972, Qupperneq 15

Tíminn - 01.08.1972, Qupperneq 15
Þriftjudagur 1. ágúst 1972 TÍMINN 15 Umsjón:Alfreð Þorsteinsson Tvö klaufamörk kostuðu Víking tvö dýrmæt stig - Vfkingsliðið er komið í mikla fallhættu, eftir að það tapaði gegn Eyjamönnum Enn hallar undir fæti hjá Vik- inguni iknattspyrnubaráttunni. A laugardaginn töpuhu þeir tveim- ur dýrmætum stigum til Eyja- manna, sent voru svo sannarlega heppnir að vinna leikinn, þegar liðin mættust á Laugardalsvellin- um. Eyjamenn skoruðu tvö mörk af ódýrari gerðinni, þessi rnörk má skrifa á reikning markvaröar Vikings, Diðrisk ólafssonar. Þótt hann hafi fcngiö þessi klaufa- mörk á sig, stóð hann sig vel i markinu og má segja að hann hafi ekki átt það skiliö, aö hafa fengið þessi tvö mörk á sig. Vikingsliöiö hefur ekki haft heppnina með sér i sumar, og ef liöið fellur niður i 2. deild er ekki annaö hægt að segja, en aö liðið er ekki það lélegasta i 1. deild. Heldur þveröfugt, liöiö er þegar þeir sáu knöttinn fara fram hjá Diðriki og inn i markið. Var mjög grátlegt fyrir Vikingsliðið að fá svona mark á sig, þegar lið- ið er að berjast fyrir tilveru sinni i 1. deild. Stuttu eftir markið fær Vikingsliðið gullið tækifæri til að jafna, Jóhannes Bárðason, leikur að marki Eyjamanna og spyrnir fyrir utan úr vitateig, knötturinn þýtur að Eyjamarkinu, en fer aft- ur fyrir endamörk. Þarna heföi Hafliði Pétursson getað verið á réttum staö og sent knöttinn i net- ið, en hann var of seinn á sér. Sendingar eins og Jóhannes gaf fyrir markið, með jörðu, eru stór- hættulegar, ef útherjar eru vel á verði og kunna að leika stööu út- herja, sem eiga að fylgja öllum sendingum, sem koma fyrir ,,Ég sá að knötturinn var kom- inn inn fyrir marklinuna og var farinn að fagna markinu, en dómarinn, sem stóð við hliðina á mér, lét leikinn halda áfram eins og ekkert hefði skeö” sagði Guð- geir Leifsson um markiö, sem Vikingur skoraði, en dómarinn, Rafn Hjaltalin, lokaði augunum fyrir. eitt af skemmtilegustu iiðunum i deildinni. Með smá heppni, hefðu Víkingar veriö eitt af toppliðun- um og verið búnir aö tryggja sér áframhaldandi veru i 1. deild. Leikur liðanna á laugardaginn var frekardaufurog tókst liðunum ekki að skapa sér hættuleg tæki- færi fyrstu 35 min. fyrri hálfleiks. Á þessum min. voru liðin að þreifa fyrir sér og léku frekar ró- lega knattspyrnu. A 35. min .kem- ur þruma úr heiðskiru lofti. örn Öskarsson, fékk knöttinn fyrir ut- an vitateig og skaut hættulausu skoti að Vikingsmarkinu. Diðrik markvörður, haföi nógan tima til að falla á hné og virtist handsama knöttinn — en það skeði annað og áhorfendur og leikmenn liðanna, trúðu ekki sinum eigin augum, markið. Ekki biöa og sjá hvað skeður og verða svo of seinn til að ná sendingunum. Hafliði fékk aft- ur tilvalið tækifæri, stuttu siöar (43. min.) Þá var hann með knött- inn inn i vitateig, en missti hann of langt frá sér. A 5. min siðari hálfleiks, skora svo Eyjamenn sitt annað mark. örn Óskarsson, skaut góðu skoti frá vitateig, Diðrik varði, en missti knöttinn frá sér til Harald- ar Júliussonar, sem þakkaði fyrir sig og sendi knöttinn i netiö. Vik- ingur skorar svo sitt mark á 13. min. Guðgeir Leifsson, spyrnir knettinum vel inn i vitateig, þar stekkur Páll Björgvinsson og einn varnarmaður Eyjamanna upp — knötturinn hrekkur frá þeim út i teiginn til Jóns Karlssonar, sem LEGIA ER TALIÐ EITT BEZTA KNATT- SPYRNULIÐ EVRÓPU - Víkingur leikur fyrri leikinn heima í Evrópukeppni Nú er búið að ákveöa, að Bikarmeistarar Vikings, sem taka þátt i Evrópukeppni Bikarmeistara, leiki fyrri leikinn gegn pólska liðinu lægia Varsjá, hér heima 13. september. Er það mjög heppilegt fyrir Viking, þvi að þeir geta látiö leikinn byrja klukkutima fyrr, en ef þeir hafa þurft að leika hér 27. sept. Þá veröur Legia, fyrsta erlenda knattspyrnuliðið, sem leikur hér i sumar og má búast við aö mjög margir áhorf- endur komi til aö sjá leikinn. Pólska liöið Legia Varsjá, er bezta knattspyrnuliö Póllands i dag, það er taliö eitt bezta félagsliö Evrópu og er i svipuðum flokki og beztu ensku 1. deildarliðin. Meö liöinu leika margir núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn t.d. leika fjórir leikmenn með pólska landsliðinu eins og það bikarmeistara er skipað i dag. Pólska lands- liöið er mjög sterkt, sést það bezt á þvi,aö þaö gerði jafn- tefli við V-Þýzkaland i Evrópukeppni landsliða, þar sem Pólland og V-Þýzkaland voru i sama riðli. Þá unnu Pól- verjar landsleik gegn Rúss- landi fyrir stuttu. Leikmenn- irnir fjórir úr Legia, sem leika nú með pólska landsliöinu, eru þessir: Tezaskowski, en hann leikur miðvörð Cmikiewicz, tengiliður og mikill sóknarleikmaðurL hann er mjög duglegur og skorar mikið af mörkum með Legia og landsliöinu, annar tengiliður úr Legia leikur einnig með landsliöinu, hann heitir Blaut, þá er útherjinn Gadocha. einnig i landsliðinu pólska. Eins og sést á þessu þá má búast við,að Legia leiki sóknarleik, sem er ekki af verri endanum. SOS Hér sésl llafliöi Pétursson, sækja aö Ársæli Sveinssyni, markveröi Eyjaliösins, sem tókst aö bjarga á siðustu stundu. (Timamynd Gunnar) spyrnti viðstöðulaust skoti i mark. A 20. min. komst Hafliði einn inn fyrir vörn Eyjamanna, en hann missti knöttinn til mark- varðar. A 25. min. varöi Diðrik meistaralega skot frá Tómasi Pálssyni, sem skaut þrumuskoti frá markteig — knötturinn hrökk frá Diðriki út i teiginn og þaðan kom svo annað skot, sem Diðrik varöi einnig. Mjög umdeilt atvik skeði á 36. min. Mjög þung pressa var á Eyjamarkinu, Hafliði á skot frá markteigshorni, sem Arsæll Sveinsson ver, en missir knöttinn til Eiriks Þorsteinssonar, sem er á markteigslinu. Hann spyrnir aö marki og knötturinn fer inn fyrir marklinuna, en þaðan er knettin- um spyrnt úr markinu af varnar- manni. öllum til undrunar dæmir dómarinn Rafn Hjaltalin ekki mark og linuvöröurinn, Garðar G. Guðmundsson, sér ekkert at- hugavert. Þarna var greinilegt mark og sáu það allir áhorfendur, enda létu þeir heyra til sin, þegar dómarinn lét leikinn halda áfram, eins og ekkert hefði i skorizt. Vik- ingsliðið, sem hefuraðeins skorað tvö mörk i tslandsmótinu, mátti ekki við þvi, að greinileg mörk væri tekin af þeim og kostuðu þessi mistök dómarans, eitt dýr- mætt stig fyrir Viking. Vikingsliöiö, náði aldrei að sýna eins góðan leik og gegn Keflavik, sóknarlotur liðsins eru ekki nógu þungar, þvi aö leik- menn liðsins fyigja þeim ekki nógu vel eftir. Þá einleika fram- linumennirnir, oft mikið og þjappa vörn andstæðinganna saman. Beztu menn liösins voru: Magnús Þorvaldsson, Diörik, Guðgeir, Jóhannes og Hafliði. Eyjaliöið var einnig mjög dauft og náöi liöið ekki að sýna þá knattspyrnu, sem maöur bjóst við. Beztu menn liðsins, voru: Kristján Sigurgeirsson, Arsæll, örn og Friðfinnur. Dómaratrió leiksins komst ekki vel frá leiknum. —SOS. Hvað er orðið af KR-heppninni? - KR-ingar áttu megnið af leiknum gegn Keflavík, en máttu þola tap 1:2 KR-ingar máttu svo sannarlega ganga óánægöir frá leiknum viö Keflavik, þeir töpuöu leiknum, sem þeir höföu algerlega á sinu valdi svo til allan timann. Þeir áttu mörg marktækifæri, sem þeir misnotuöu og þeir fengu Ifka á sig Ijótt klaufamark, einnig var Steinar Jóhannsson, skoraöi bæöi mörk Keflvikinga gegn KR. tekin af þeim greinileg vita- spyrna. Þaö er ekki hægt annaö en aö taka undir orö áhorfandans, sem sagöi: ,,Nú er ekki lengur hægt aö tala um KR-heppnina heldur er hægl aö tala um KR- óheppnina, liöiö hefur veriö mjög óhcppiö i þremur síöustu leikjum sinum: gegn Fram, Skaga- mönnum og nú gegn Kefl- víkingum". KR-liðið tók forustuna i leiknum.semvar leikinn á gras- vellinum i Keflavik, strax á 10. min. Hörður Markan, komst einn inn fyrir Keflavikurvörnina og átti ekki i vandræöum meö aö koma knettinum i markiö. Þaö er ekki hægt að segja annaö en aö það hafi veriö rangstöðulykt af þessu marki Haröar, en Kefla- vikurvörnin hætti, þegar Hörður fékk knöttinn, þvi aö varnar- leikmenn Keflavikur voru svo öruggir um þaö, að Hörður væri rangstæður. En þar gerðu þeir mikla skyssu þvi aö ekki má hætta fyrr en dómarinn er búinn aö stööva leikinn. Það er flautan, sem gefur merki um,aö eitthvaö sé athugavert. KR-liöiö hélt áfram að sækja,. en leikmönnum liðsins tókst ekki aö koma knettinum i netiö. Aftur á móti komu Keflvikingar knettinum i netiö hjá KR. Steinar Jóhannsson, skoraöi mjög ódýrt mark á 30. min., eftir ljót varnarmistök hjá varömönnum KR. A 1. min. sföari hálfleiks, sleppir dómari leiksins Eysteinn Guömundsson, greinilegri vitaspyrnu á Keflavik, Gunnar Guömundsson, var kominn i mjög gott marktækifæri inn i vitateig, þegar Grétar Magnússon bregður honum illilega. Það er ekki vafamál, hvar sigurinn hefði lent, ef KR-ingar hefðu fengið vitaspyrnu þarna. Hið unga lið KR sótti nær stanzlaust aö Kefla- vikur-markinu og fór leikurinn að mestu fram á vallarhelmingi Keflavikur, en heppnin var ekki með KR-ingum, — þeim tókst ekki að skora. A 25. min. kom svo reiöarslagið yfir KR-inga. SteinarJóhannsson spyrnti fyrir KR markiö frá vitateig — knötturinn fór i boga yfir KR vörnina og öllum til undrunar yfir Magnús Guömundsson — sem stóö grafkyrr og horföi á eftir knettinum, sem sveif i markiö. Viö þetta mark brotnaði KR-liöið og Keflvikingar fóru að sækja, og voru nær búnir að skora sitt þriöja mark. Jón 01. Jónsson, átti hörkuskot i þverslá. Ekki voru skoruð fleiri mörk i leiknum, sem lauk meö sigri Keflvikinga 2:1. Voru það ekki sanngjörn úrslit eftir gang leiksins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.