Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 1
jO/>á««nwcfa/t A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 SOL 0G skAk í SUND- LAUG- UNUM Tvennt átti öðru fremur liugi Keykvikinga, og fjöl- margra annarra landsmanna, einkum simiianland^i gær; sól og skák. Góðu veðrið, sem lengi hef- ur verið beðið eftir kom loks i 20 börn frá norður-írsku neyðarsvæðunum til íslands óV-Keykjavík i kringum 2». þessa mánaðar koma til islands, i boði biskups, 20 irsk börn, sem illa liafa orðið úti i átökunum á Norður-írlandi. Eru börnin frá Londonderry og Bel- l'ast, 10 frá bvorri borg, .10 mót- mælendur og 10 kaþólikkar. Til að greiða dvöl barnanna, sem verða hér i á að gizka hálfan mánuð, hefur Hjálparstofnun | kirkjunnar ákveðið, að efna til al- '< mennrar fjársöfnunar og sagði ■ Páll Bragi Kristjónsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar- ■: innar i viðtali við fréttamann Timans i gær, að sú söfnun myndi íj væntanlega héfjast um það bil 10 dögum áður en börnin kæmu hingað til lands. Börnin eru á aldrinum 12-15 ára og munu þau dveljast i sumar- búðum þjóðkirkunnar á meðan á dvöl þeirra hér stendur. Æsku- lýösstarf þjóðkirkjunnar mun sjá um þau i þennan hálfa mánuð, en i trlandi eru það samtökin N-Ire- land Community Relations Commission, sem valið hefur þau og sent hingað til lands. Var þess vandlega gætt, að börnin væru valin með tilliti til þess, hve illa þau hefðu orðið úti vegna ófriðarins i landinu og er tilgangurinn með heimsókn þeirra hingað sá, að gefa þeim kost á, að kynnast friðsælu um- hverfi i nokkra daga, kynnast sem sé þeirri tilfinningu, að þurfa ekki að vera hrædd um lif sitt og ástvina sinna alltaf stöðugt. Söfnunin fer að likindum fram mestmegnis á þann hátt, að fólki verður gert kleift að senda fjár- framlög til fjölmiðla, presta og biskupsstofu og eru landsmenn hvattir til að taka söfnuninni vel, þarna er einstakt tækifæri til að kynnast vandamálinu og leggja eitthvað af mörkum til að leysa það eða gera börnunum frá neyðarsvæðunum lifið léttara um stundarsakir að minnsta kosti. Þrír sluppu naumlega úr logandi báti á Hólmavík JA-Hómavik. Stærsti báturinn á Hólmavik, Snarfari, skemmdist mikið af eldi i fyrrinótt. Þrir menn, sem sváfu um borð i bátnum, sluppu með naumindum úr eldhafinu, án þess að brennast neitt, sem heitið gæti. Það var skömmu eftir miö- nætti, að mennirnir þrir, sem sváfu i lúkar bátsins, vöknuðu við það, að hann var orðinn alelda. Mennirnir sluppu upp með mestu herkjum og vöktu slökkviliðið, kom það strax á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Lúkar bátsins er alveg ónýtur eftir brunann, og eins náði eldur- inn til að brenna hluta af þilfar- inu. — Vist er, að Snarfari verður frá veiðum það, sem eftir er sum- ars. Afli Hómavikurbáta hefur verið með bezta móti undanfarið, og i fyrradag var t.d. landað þar 50 lestum af handfærafiski. Þjónar felldu samningana l»ó—Iteykjavik. Eramreiðslunicnn felldu samn- inga þá, sem sanininganefnd þeirra liafði skrifað undir við veitingabúseigendur. Þegar at- kva»ði voru talin i gærkvöldi kom i Ijós að saniningarnir liöfðu vcrið l'elldir ineð :i!l atkvæðuni gegn 1(>. Þess vegna niá búast við, að verklall skelli á bjá franireiðslu- niöitnuni á næstunni, ef nýir sainiiingar takasl ekki fljótlega. Það er stjórn Félags fram- leiðslumanna, sem tekur ákvörð- un um, hvað gera skal, en i gær var ekki búið að ákveða hvort stjórnarfundur yrði boðaður fyrir helgina. Ef ekki verður haldinn fundur fyrir helgi, þá þarf varla að óttast verkfall hjá fram- reiðslumönnum fyrr en um næstu helgi. grænfóðun/erksmiðjur gær. Þá var gott veður uni allt land, og bitinii viðast 12—14 stig uni niiðjan daginn. Mest sólskin var sunnanlands og vestan. A Norð-Austurlandi var skýjað, en þurrt. Keykvikingar voru fljótir til að njóta sólarinnar, og flykkt- ust í sundlaugarnar og á gras- bletti viða uni borgina aö njóta veðurbliðunnar. En skákin, seni átt hefur bug og lijarta svo niargra is- lendinga undanfarið, var þó ekki fjarlæg niörgum, og i sundlaugunum i Laugardal liittuni við aðaldómarann i lieinismeistaraeinvigiiiu, Lothar Schmidt, og Henný Ilermannsdóttur, fegurðar- drottningu, við taflborðið. (Timamynd — Gunnar) 3 nýjar Landbúnaðarráðherra hefur fallizt á áætlun sem gerir ráð fyrir þvi, að á næstu árum verði byggðar þrjár nýjar grænfóður- verksmiðjur og veröa þær á eftir- töldum stöðum: i llólminum i Skagafirði, i Saltvik i Reykja- hreppi. S-Þing. og Klatey i Mýra- lireppi i A-Skaft. Akvörðun uin þctta var tekin i samræmi við tillögur Landnáins- stjórnar og stjórnar Búnaðar- félags islands. Áður hafði sex manna nefnd, þar sem þrir voru tilnefndir af hvorum aöila, Landnámsstjórn og Búnaðarfélagislands skilað áliti um innlenda og erlenda reynslu á þessu sviði, og þá möguleika sem við höfum til að auka þessa framleiðslu og láta heyköggla koma i staðinn fyrir innflutt kjarnfóður. I nefndarálit- inu voru einnig tilgreindir þeir staöir sem til greina kæmu fyrir 3-4 næstu verksmiðjur. 1 niðurstöðum nefndarinnar segir m.a. „Nefndarmenn eru sammála um að samkvæmt þeirri reynslu, er fengizt hefur og þeim tilraunum sem nú eru i gangi með heyköggla sem svari til allt að 5Ö% af kjarnfóðri, miðað við að verð pr. fóður- einingu sé sambærilegt. Ætlað er að innflutt kjarnfóður, sem notað er i sauðfé, nautgripi og hesta, sé um 50.000 lestir árlega, ef hey- kögglar kæmu i stað 25.000 lesta, svarar það til þess að framleiða þyrfti 32.500 lestir af heykögglum. Reiknað er þá með að 1 kg af fóðurbæti þurfi i eina fóður- einingu en 1,3 kg af heykögglum.” (Af meðaltöðu fara 2 kg i fóður- einingu) Þá telur nefndin eftir að hafa kynnt sér rekstur verksmiðjanna i Gunnarsholti og á Stórólfsvelli, að flest bendi til aö þær séu of smáar. Enda sé það i samræmi viö álit prófessors Sonne Frederik sen, forstöðumanns þeirrar stofnunar i Danmörku sem fæst við rannsóknir á hraðþurrkun og Framhald á bls. 18 [Skemnif//egosfo skák einvígisins fór f bið - sjá bls3 |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.