Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. ágúst 1972
TÍMINN
3
Friðrik Ólafsson skrifar
um tíundu skákina
Hv: Fischer
Sv: Spasski
Spánski leikurinn
1- e4 e5
Sikileyjarvörnin reyndist
Spasski vel í 4. skákinni, svo
að búazt hefði mátt við þvi, að
hannbeitti henniaftur (1-, c5).
En Spasski hefur sama
háttinn á og Fischer hingað til.
Hann breytir út af, þvi að
gera má ráð fyrir að Fischer
hafi undirbúið sig sérstaklega
fyrir Sikileyjarvörnina.
2. Rf3 Rc6
3. Bb5
Þessi biskupsleikur gefur
byrjuninni nafn sitt, en hann
er kenndur við spánska
biskupinn Ruy Lopez, sem
uppi var á 15. öld. Byrjunin
nýtur mikilla vinsælda enn
þann dag i dag og munu fáar
byrjanir itarlegar kannaðar.
3. —s. a6
4. Ba4 Rf6
5.o-o Be7
6. Hel, b5
Það er vonlaust að gefa yfir-
lit um allar þær leiðir og af-
brigði, sem i þessari byrjun
leynast, þær skipta
hundruðum. Þeir sem hafa
hug á að kynna sér byrjunina
nánar, er visað á byrjanda-
bækurnar.
7. Bb3 d6
8. c3 0-0
9. h3 Rb8
Leikið i þvi skyni aö koma
riddaranum í betri aðstöðu á
d7, og undirbúa framrás
svarta c-peðsins. Hugmyndin
er kennd við ungverska skák-
meistarann Breyer, sem var
upp á sitt bezta um 1930.
10. d4 Rbd7
Hér koma fjölmargar leiðir
til greina fyrir hvit, svo
sem 11. Rh4 11. c4 11. Bg5 o.fl.
Leið sú, er Fischer velur hefur
Kavaleks og Portisch i Wijk
aan Zee 1969.
Zee 1969.
11. Rbd2 Bb7
12. Bc2 He8
13. b4
Hin venjubundna aðferð er
13. Rfl ásamt 14. Rg3 o.s.frv.
13. Bf8
14. a4 Rb6
F’ram að þessu hefur skákin
teflzt á sama hátt og áður-
nefnd skák milli Kavaleks og
Portisch, en hér breytir
Spasski út af. Portisch lék 14.
— , c6 og skákin leystist fljót-
lega upp i jafntefli. Leikur
Spasskis þvingar Fischer til
að taka ákvörðun um a-peð
sitt.
15. a5
Opnun a-linunnar væri ekki
hagstæð hviti. s
15. — Rbd7
16. Bb2 Db8
Með þessum leik undirbýr
svartur framrás c-peðsins.
Drottningunni er ætlað það
hlutverk að styrkja valdið á
e5-reitnum. Báðir aðilar hafa
nú búið sig vel undir komandi
átök og brátt fara linurnar að
skýrast
17. Habl
Biskupinn þarf að vera
valdaður eins og framhaldið
ber með sér!
17. — c5
18. bxc5 dxc5
19. dxe5 Rxe5
Leikir féliu hratt hér og virt-
ust báðir ánægðir með sina
stöðu. Heimsmeistarinn hefur
i hyggju að fórna peði til að
skapa sér færi á miðborðinu.
Spassky
Friðrik
Fischer
Dxe5
20. Rxe5
21. c4
Sbr. 17. leikur hvits. Nú fer
að færast fjör i leikinn.
21, — Df4
22. Bxf6
Fischer er vanur að þiggja
það, sem að honum er rétt en
hér liggur meira að baki. Það
er fróðlegt að fylgjast með
þvi, hvernig Fischer notfærir
sér, eftirfarandi flækjur til að
ná hættulegri kóngssókn.
22. — Dxf6
23. cxb5 Hed8
24. Dcl
Dregur drottninguna úr
skotlinu svarta hróksins og
leggur drögin að kænlegri
ráðagerð á kóngsvængnum.
24. — ] Oc3
Vinnur peðið aftur rr.eð að
þvi virðist ágætri stöðii.
25. Rf3 . Dxa5
Áskorandinn nær nú hættu-
legum færum á kóngsvængn-
um, en ekki er vist að Spasski
hafi átt á betra völ.
26. Bb3! axb5
Með þessum leik tekur
Spasski þá ákvörðun að láta af
hendi skiptamun, til að taka
broddinn úr sókn Fischers. í
staðinn fær hann tvö samstæð
peð á drottningarvængnum.
Spurningin er þessi: Eru peðin
nægilegt mótvægi fyrir skipta-
muninn?
27. Df4 Hd7
Gallinn er sá, að 27. — c4
strandar einfaldlega á 28.
Bxc4 og hvitur heldur sókninni
gangandi eftir 28. —, Dxc4 29.
Hxb7.
28. Re5 Dc7
29. Hbd 1!
Lykilleikurinn! Nú er
skiptamunstap óumflýjanlegt.
29. — He7
29. —, Bd6 strandaði á 30.
Hxd6 og hvitur nær vinnandi
sókn. Hins vegar virðist 29. — ,
Had8 koma sterklega til
greina. Bezta framhald hvits
virðist þá vera 30. Bxf7+Hxf7
31. Dxf7+ Dxf7 32. Rxf7, Hxdl
33. Hxdl, Bxe4 34. Rg5 og
svartur er i dálitilli klemmu
vegna hótunarinnar 35. Hd8
ásamt 36. Re6.
30. Bxf7+ Hxf7
31. Dxf7+ Dxf7
32. Rxf7 Bxc4
þegar hér var komið sögu
átti Spasski eftir u.þ.b. 17
minútur af umhugsunartima
sinum, en Fischer 40 minútur.
33. Hxe4
34. Hd7 +
35. Hb7
36. Kh2
37. g-3
38. Kg2
39. II b6
40. KfS
Kxf7
Kf6
Hal +
Bd6+
b4
H5
Hdl
Kf7
ílj
A *
I -■
■ o m -
Umr -
ABCDSFGH
Hér fór skákin i bið. Menn
voru ekki á eitt sáttir um
þessa stöðu en ljóst er þó að
vinningsmöguleikarnir eru
allir hvits megin. Nægja
svörtu freisingjarnir á
drottningarvængnum til að
halda i horfinu?
FÖ.
Bent Larsen, stórmeistari, um biðstöðuna:
„Gjörtapað fyrir svartan!”
f 1 1
1
A
Á myndinni sést hið risavaxna sýningartjald (63 fermetrar að stærð) I
keppnissal Laugardalshallarinnar. Neðan við það sjást svo þeir
Spasskf og Fischer niðursokknir i taflið.
- Biðskákin tefld kl. 2,30 í dag -
ET-Rcykjavik
10. einvigisskákin, er tefld var i
gær, bauð upp á mjög spennandi
augnablik fyrir skákáhugamenn.
Segja má, að skákin hafi verið sú
jafnbezta, sem tefld hefur verið i
einviginu hingað til.
Fischer lék e4 i 1. leik og
Spasski svaraði e5 og upp kom
Spánski leikurinn. Staðan varð
fljótlega torræð og skýrðist litt
þótt mönnum fækkaði á taflborð-
inu.
Skákin fór svo i bið að loknum
40 leikjum og eru menn ekki á
einu máli um stöðu keppenda.
Flestir telja, að Fischer standi
betur að vigi, en eru ekki á eitt
sáttir um möguleika Spasskis.
Sumir hallast að bvi að hann haldi
öruggu jafntefli aðrir eru óvissir
og enn aðrir taka undir með Bent
Larsen, danska stórmeistaran-
um, er telur stöðuna: „Dead lost
for black!” — Gjörtapað fyrir
Spasski!
Biðskákin verður tefld i dag og
hefst kl. 2.30 i Laugardalshöll.
FORSPIL — FASTUR
LIÐUR
EINS OG VENJULEGA
Klukkan er rúmlega hálf fimm i
gær og strjáll hópur fréttamanna
og forvitinna áhorfenda biður
kappanna við bakdyr Laugar-
dalshallarinnar. Tiu minútum fyr
•ir fimm sést til ferða Spasskis,
þar sem hann þokast yfir grænar
grundir Laugardalsins i átt til
Hallarinnar. í fylgd með honum
er sálfræðingurinn Krogius, ef-
laust að gefa honum góð ráð fyrir
skákina. Spasski gengur inn um
bakdyrnar ólikt rólegri i fasi en
Fischersem skýzt inn átta minút-
um yfir fimm. Einhver kallar:
„Bobby!” og nokkrir klappa á-
skorandanum lof i lófa.
Ég flýti mér inn i keppnissal.
Kapparnir birtast á sviðinu
(Spasski i fyrsta sinn um leið og
Fischer, en ekki á undan — e.t.v.
að ráðum Krogiusar) og Fischer
leikur uppáhaldsleiknum: e4.
SPASSKÍ VELUR
SPÁNSKA LEIKINN
Spasski hugsar sig um nokkra
stund, áður en hann svarar: e5.
Þar með er leiðin opin til Spánska
leiksins eða Ruy Lopez, eins og
hann nefnist á ensku. (Nafn sitt
dregur Ruy Lopez af samnefnd-
um itölskum presti, sem uppi var
á 16. öld. Frank Brady fræðir mig
á þvi, að séra William Lombardy,
aðstoðarmaður Fischers, sé eini
presturinn eftir Lopez i dag, sem
kemst i fremstu röð skákmeist-
ara).
1 9. leik dregur Spasski riddara
sinn til baka: Rb8. Sem leikmanni
kemur mér þessi leikur spánskt
fyrir sjónir, en er skjótt upplýstur
að hér sé þekkt afbrigði á ferð-
inni: svonefnt Brayer-afbrigði (i
höfuðið á þekktum ungverskum
skákmeistara). Ingi R. Jóhanns-
son segist hafa teflt þetta afbrigði
af og tilá skákferli sinum, en bæt-
ir við að staða svarts sé þrengri
en hvits og erfitt að gizka á næsta
leik heimsmeistarans.
Ég rekst á Fred Cramer og
Skattadæmi úr Degi
1 Degi á Akureyri er rætt
um skattaáhágninguna, nýja
skattakerfið og skrif stjórnar-
blaðanna i ritstjórnargrein.
Þar segir:
„DAGUR hefur litinn þátt
tekið i uniræðum um breytingu
þá á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt, og tekjustofna
sveitarfélaga, sem fariö hafa
fram i vetur og nú i sumar.
Skattakerfi fyrrverandi
stjórnar hafði verið miðað við
það, að velta sem mestu af
skattabyrðunum af fyrirtækj-
um og tekjuhærri einstakling-
um yfir á fólk með miðlungs-
tekjur og lægri. Þessu er nú
snúið við og m.a. gert með þvi
að hætta að innheimta sjúkra-
samlagsgjald og trygginga-
gjald, sem allir þurftu áður að
greiða, fátækir jafnt sem rik-
ir, og hefðu þessi gjöld orðiö á
þessu ári: 23 þús. kr. á hjón og
16 þús. á einstakling. ! staðinn
var tckjuskattur aukinn.
Sérstök áherzla hefur verið
lögö á það i stjórnarandstöðu-
blöðum, að skattabyrðar
þyngist nú á baki hinna öldr-
uðu og þeirra, sem tekjulágir
eru. Þvi ber ekki að neita, að
■vilnanir til ellilifeyrisþega
hafa minnkað, ef þeir hafa
verulegar tekjur umfram lif-
eyri. En á það er rétt að
benda, aö sá, sem hefur litlar
tckjur umfram bætur, ber
cngin opinber gjöid. Þannig
má einstaklingur hafa allt að
47 þús. kr. tekjur umfram elli-
lifeyri, án þess að þurfa að
borga lekjuskatt eða útsvar.
Einstaklingur, sem ekki nýtur
bóta, þarf að greiöa 8.400
krónur i útsvar af sömu tekj-
um, þ.e. neltótckjum 111 þús.
kr. Ef reglur „viðreisnar”
hcfðu cnn vcriö i gildi þyrfti
sami cinstaklingur að greiða
almannatryggingargjald og
sjúkrasamlagsgjald kr. 16.000
og útsvar kr. 6.200, þ.e. af
þcssum 111 þús. kr. nettótekj-
um, cða samtals kr. 22.200,
sem cr tæplcga þrisvar sinn-
um hærri upphæðcn hann þarf
nú að greiða. Dæmi af þessu
tagi eru mjög mörg og getur
hver og cinn af þeiin séð, að
ekki er niðzt á gamla fókinu,
iivað scm um það má segja,
hefði viðreisnarkerfið enn
verið i gildi.
Einstaklingur með tvöfald-
an lifeyri á sl. ári og 40 þús. kr.
lekjur að auki, þarf að greiöa
126 krónur i tckjuskatt nú og
ekkcrt útsvar. Einstaklingur,
scm ekki nýtur bóta og hefur
sömu tekjur þ.e. 166 þús. kr.
neltótekjur, greiðir hins vegar
kr. 5.302 i tekjuskatt og kr.
13.200 i útsvar. Samtals kr.
18.502. En eftir reglum fyrra
árs hefði framangreindur aðili
þurft að greiöa af sinum 166
þús. kr. nettótekjum kr. 16.000
i nefskatta, kr. 2.081 i tekju-
skatt og kr. 14.800 i útsvar, eða
samtals kr. 32.881, eða kr.
14.379 meira en hann greiðir
nú.” —TK
spyr hann, hvers vegna Spasski
hafi valið spánska leikinn — byrj-
un,sem Fischer virðist mjög hrif-
inn af. Cramer svarar af bragöi:
„Spasski var hræddur við Sikil-
eyjarvörnina (þ.e. c5), þótt hon-
um hafi tekizt vel upp með henni i
4. skák . Hann hlaut að álita að
Fischer hefði sterkt svar við Sik-
ileyjarvörninni, úr þvi hann lék e4
i upphafi.”
SPJALL
VID DIMITRIJE
BJELICA
Skákin þokast áfram leik fyrir
leik. Eins og venjulega eru skipt-
ar skoðanir um stöðu keppend-
anna. Ég spyr glaðlegan blaða-
mann frá Júgóslaviu, Dimitrije
Bjelica, um álit á stöðunni. ,,Ég
held að Spasski standi betur að
vigi núna” (i 16. leik), hljóðar
svarið.
Og við tökum tal saman. Það
kemur upp úr dúrnum, að Bjelica
Framhald á 5. síðu.