Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 4. ágúst 1972
TÍMINN
17
Hneyksli í handknattleik:
Landsliðsnefndin
leikur trúðinn í
skrípaleik ársins!
- segist ekki vera búin að velja landsliðið í
handknattleik, sem tekur þátt í OL-leikunum
i Múnchen, endanlega. Heldur áfram tauga*
stríðinu hjá handknattleiksmönnunum okkar.
Einhver mesti skripaleikur,
sent háftur hefur veriö i iþrótta-
ntálum islands, er nú leikinn hjá
handknattleiksforustunni á is-
landi. Hann byrjaði fyrir 8 mán-
uðum og á eftir að ná hántarki
eftir einn ntánuð, sem virðist
vera meðgöngutimabilið. Lands-
liðsnefndin i handknattleik, hóf
skripaleikinn fyrir keppnistima-
bilið i handknattleik i fyrra, þeg-
ar hún kont þvi til leiðar að ts-
landsmótinu i handknattleik yrði
flýtt um tvo mánuði, svo að þeir
gætu haft landsliðsmennina i
handknattleik, einir út af fyrir
sig, sent lengst, áöur en undan-
keppnin fyrir OL-leikana hæfist á
Spáni. Landsliðið hóf svo æfingar
af fullum krafti um áramót og var
æft af kappi fyrir undankeppnina
á Spáni, þar sem islenzka lands-
liðið vann frækilegasta sigur i
sögu handknattieiksins (eins og
landsliðsnefndin sjálf sagöi),
þegar landsliðið gerði jafntefli
gegn Finnum og Norðmönnum,
sigruðu Austurrikismenn, Belgiu-
ntenn og Pólverja. Eftir heim-
komuna frá Spáni, valdi svo
landsliðsnefndin 19 manna
„grúppu” til aö æfa fyrir
OL-leikana I Miinchen. Æft
var þrisvar i viku og voru æfing
arnar mjög vel sóttar og áhug
inn var mikill hjá handknattleiks-
mönnunum. Það eina sem
skyggði á æfingarnar, var sú vit-
und, að leikmennirnir væru að
æfa af kappi um sumarið, þess
vitandi að þrir leikmenn kæmust
ekki með til Munchen. Var lands
liðsnefndin með þessu, (að velja
lú.leikmenn) búin að setja mikið
taugastrið i landsliðshópinn og
það taugastrið náði hámarki 18.
og 19. ágúst, þegar tveir lands-
leikir við Bandarikjamenn voru
ieiknir i þeim tilgangi að velja
1(1 leikmenn úr 19 manna liópn
um. Það þarf ekki að ræða
um landsleikina nánar, þvi að
flestir vita hvað skeði i þeim,
landsliðsmennirnir náðu aldrei að
sýna sitt rétta andlit, þvi að þeir
vissu að liver vitleysa og mistök
hjá þeim var skráð niður og OL-
liðið valið eftir þvi hvernig þeir
stæðu sig i leikjunum, sem urðu
að taugastriði.
Eftir leikina var svo valið 16
manna OL-lið, en þrem leikmönn-
um, sem höfðu lagt hart að sér og
æft af fullum krafti um sumarið,
var sparkað og þeim gefið i skyn,
að það þyrfti ekki meira á þeim
að halda. En svo kemur rúsinan i
pylsuendanum, á fyrstu æfing-
unni, sem leikmennirnir útvöldu
mættu á, sagði landsliðsnefndin
við þá, að hún væri ekki endan-
lega búin að velja OL-liðið og það
gætu orðið breýlingar á liðinu. Nú
er spurningin: LÝSTI LANDS-
LIDSNEFNDIN ÞESSU YFIR
TIL AÐ LEIKMENNIRNIR 16
FÆRU EKKI AÐ SLA SLÖKU
VIÐ ÆFINGAR, FRAM AÐ OL-
LEIKUNUM? VAR ÞETTA
GERT TIL AÐ HRÆÐA LEIK-
MENNINA? Með þessari yfirlýs-
ingu um að ekki væri búið að velja
OL-liðið endanlega gaf landsliðs-
nefndin mönnunum þremur, sem
settir voru út úr landsliðshópnum
veikar vonir um að þeir kæmust
aftur inn i landsliðshópinn, og
leikmönnunum 16 sem voru i
hópnum, lýsti landsliðsnefndin
þeim á hendur enn einu tauga-
,»s*
Nú er stóra spurningin: Hvaða leikaöferð verður notuö, til aö brjótast í gegnum vörnina hjá a-þýzku
landsliðsrisunum og hvernig fer íslen/.ka landsliðið að stöðva þá á OL-Ieikunum. Hér á myndinni,
sést einn a-þý/ki „risinn” Werner Sengcr, lyfta sér upp og þruma knettinum i netið hjá Dönum.
striðinu, og þeir skildu, að það
væri enn ekki öruggt að þeir væru
fastir i OL-liðinu. Á þessu sést
hvaða skripaleik landsliðsnefnd-
in, hefur verið að leika að undan-
förnu.
En snúum okkur þá að öðrum
hliðum málsins. í s.l. viku lék
landsliðið (OL-liðið) fjóra lands-
leiki á fimm dögum i keppnis-
ferðalagi, sem það fór til Noregs
og V-Þýzkalands. Fyrir þessa
keppnisferð, sagði landsliðsþjálf
arinn, að liðið væri ekki enn bvri-
að að æfa leikaðferðir, þvi að liðið
hafi æft þrek og úthald um sum-
arið og ekkert komið við bolta að
ráði fyrir landsleikina gegn
Bandarikjamönnum. Enda sást
það greinilega i leikjunum gegn
Bandarikjamönnum, og það átti
3. deildar keppnin:
Þróttur Nes.hefur verið óstöðvandi
og unnið leiki með miklum mun
eftir að koma betur i ljós i keppn-
isferðinni, þar sem landsliðið
gerði eitt jafntefli og tapaði
þremur leikjum og einum leikn-
um með tiu marka mun. Úrslit
leiksins kom eins og þruma úr
heiðskiru lofti, enda ekki nema
von, að tapa 20:10 fyrir Vestur-
Þýzkalandi, sem er ekki með eins
sterkt lið og svo oft áður, lofar
ekki góðu. Hvernig fara þá leik-
irnir gegn Austur-Þjóðverjum og
Tékkum, sem hafa frábærum lið-
um á að skipa, þegar við mætum
þeim á OL-leikunum, og þar að
auki mætum við A-Þjóðverjum,
án þess að fá að sjá lið þeirra
leika.
Eftir keppnisferðina, er ekkert
að undra, þótt menn, spyrji:
Hvað hefur landsliðsnefndin, látið
handknattleiksmennina okkar
vera að gera siðustu 8 mánuði?
Er islenzka landsliðið ekki enn
farið aö æfa leikaðferðir, eða á
alltaf að stóla á Geir Hallsteins-
son, i landsleikjum? Við höfum
betri aðstæður til að láta landslið
okkar leika og æfa saman, en
nokkurt annað land i heiminum,
en það er greinilegt að landsliðs-
þjálfarinn hefir ekki hugmynd
um það, þvi að hann sagði i viðtali
fyrir stuttu, að Norðmenn hefðu
betri aðstööu til að þjálfa lands-
iiðið sitt, en við hér á tslandi. Það
getur meira en verið að það sé
erfiðara aö kalla islenzku lands-
liðsmennina okkar saman hér á
Stór-Reykjavikursvæöinu, en
leikmenn Norska landsliðsins,
sem eru á við og dreif um Noreg!
Eftir allt þetta brambolt og
skripaleik, sem landsliðsnefndin
hefur verið að leika i 8 mánuði,
væri skynsamlegast fyrir nefnd-
ina að segja starfi sinu lausu hið
snarasta, heldur en að vera alltaf
sömu trúðarnir i skripaleiknum.
S.O.S.
Nú er nokkurn veginn vitað,
hvaða lið i riðlunum fjórum í 3.
deild, komi til meö aö leika i
fjögra liöa keppninni um 2. deild-
arsætið. Eitt lið er nú þegar búið
að vinna serétt til að leika I fjögra
liða úrslitunum, það er KS frá
Siglufirði, en liðið er búið að
vinna Norðurlandsriðilinn (c-rið-
ill). Aður en lengra er haldið,
skulum við lita á stöðuna i riðlun-
um og kanna möguleika liöanna i
þeim:
A-riöill Suð-Vesturland:
Viöir 9 6 2 1 32:9 14
Fylkir 8 4 2 2 19:9 10
Reynir 7 4 12 18:6 9
Stjarnan 7 3 1 3 13:11 7
Njarðvik 8 3 1 4 15:17 7
Hrönn 7 2 0 5 11:26 4
Grindavik 8 1 1 6 6:36 3
Eins og sést á stigatöflunni, þá
koma þrjú lið til greina með að
vinna riðilinn, það eru Viðir frá
Garði, Fylkir úr Árbæjarhverfi
og Reynir frá Sandgerði. Það má
búast við að baráttan verði milli
Viðis og Reynis, þó er ekki hægt
að útiloka möguleika Fylkis, sem
á enn stóra möguleika til að
blanda sér i toppbaráttuna i riðl-
inum.
B-riöill Vesturland:
Vikingur 5 3 11 14:5 7
UMSB 5 2 2 1 15:9 6
Bolvikingar 5 1 3 2 6:9 5
Strandamenn 5 0 2 3 6:21 2
t b-riðlinum stendur baráttan
milli Vikinga frá Ólafsvik og UMS
Borgarfjarðar. Aðeins tveir leikir
eru eftir i riðlinum og ráða þeir
úrslitum, UMSB á eftir að leika
gegn Bolvikingum og Vik-
ingur gegn Strandamönnum.
Eins og sést á stigatöflunni, eru
möguleikar Vikings meiri, það
má segja aö Viking dugi aðeins
jafntefli á heimavelli, þegar Vik-
ingsliðið mætir Strandamönnum,
ef leikurinn endar með jafntefli,
sem er óliklegt, þá verður UMSB
að vinna Bolvikinga með þó
nokkrum mun, þar sem marka-
talan ræður úrslitum i riðlunum.
C-riðill Norðurland:
KS 6 4 0 2 14:5 8
UMSS 6 3 1 2 15:13 7
Magni 6 2 2 2 8:15 6
Leiftur 6 1 1 4 12:15 3
Siglfirðingar eru búnir að bera
sigur úr býtum i riðlinum og eru
þar með búnir að tryggja sér rétt
til að leika i fjögra liða úrslitun
um um 2. deilaarsætið.
D-riðill Austurland:
Þróttur 7 7 0 0 46:5 14
KSH 6 4 0 2 9:8 8
Leiknir 7 3 1 3 25:18 7
Austri 6 2 2 2 13:15 6
Spyrnir 6 114 13:30 3
Huginn 6 0 0 6 4:34 0
Það má segja að það sé orðið
nokkuð öruggt, að Þróttur frá
Neskaupstað, sé búinn að vinna
riðilinn. Liðið hefur verið óstöðv-
andi i sumar og unnið leiki sina
með miklum yfirburðum. Með
liðinu leika leikmenn, sem eru
ekki af verri endanum, þaö eru
þeir Birgir Einarsson (áður Val
og núverandi tslandsmeistari
með Keflavik) og markakóngur-
inn i liðinu Björn Árnason, sem
var miðvörður hjá KR og þekktur
fyrir annað en að skora mörk, hér
i Reykjavik. Þróttarliðið er eitt af
fjórum liðum i deildunum þremur
sem hafa ekki enn tapað leik i ts-
landsmótinu. Hin liðin eru Fram
úr 1. deild og 2. deildarliðin Akur-
eyri og FH.EinuliðiAusturlands-
riðlinum, hefur ekki vegnað eins
vel og Þrótti, það er Huginn frá
Seyðisfirði, en liðið er eina liðið i
deildunum þremur sem ekki hef-
ur unnið leik, né gert jafntefli og
er liðið þvi með ekkert stig.
Eftir að hafa litið á stöðurnar i
riðlunum fjórum, þá er hægt að
gera sér i hugarlund, hvaða lið
vinni i riðlunum og leiki þar meö i
fjögra liða úrslitunum. Við hjá
Timanum ætlum okkur að taka
það bessaleyfi, að spá þvi hvaða
lið leika i fjögra liða úrslitunum.
Það eru Viðir, Vikingur, KS og
Þróttur. Ef við litum lengra fram
á veginn og förum að hugsa um
hvaða lið af þessum fjórum eigi
mestu möguleikana að hljóta 2.
deildarsætið, þá dettur manni
fyrst i hug Þróttur frá Neskaup
stað, en lið Þróttar féll niður úr 2.
deild i fyrra og hefur mikinn hug
á að vinna sætið sitt aftur i 2.
deild. Fróðir menn segja að liðið
sé mikið sterkara nú i ár heldur
en það var i fyrra. 1 s O S
Nýjustu fréttir: Einn leikur fór
fram i 3. deild á miðvikudags-
kvöldið, þá mættust Viðir og
Reynir i a-riðlinum, úrslit uröú
þau að Viðir sigraði 4:2.
Frá
Náttúruverndarráði
um rusl á
víðavangi
Náttúruverndarnefndir eru hvattar til að vinna að
því, að framfylgt sé þeim ákvæðum 13. greinar
náttúruverndarlaganna, sem kveða svo á að:
,,Á víðavangi er bannað að fleygja frá sér eða skilja
eftir rusl, sem er til hættu eða óprýði, svo og að bera
rusl eða sorp í sjó, í f jörur eða á sjávarbakka, í ár
eða á árbakka, í læki eða á lækjarbakka. Skylt skal
að ganga frá áningarstað og tjaldstæði, er menn
hafa tekið sér úti í náttúrunni, þannig aðekkert sé
þar eftir skilið, sem lýti umhverfið.
Bannaðeraðsafna rusli í hauga á almannafæri eða
við alfaraleiðir. Skylt er að ganga svo frá sorp-
haugum, að hvorki fjúki úr þeim né fljóti. Hreinsa
má rusl á kostnað þess, sem sannur er að broti á
fyrirmæli þessu."
Náttúruverndarráð