Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. ágúst 1972 TÍMINN 7 Tízkan lætur ekki aö sér hæða Hér á landi er enginn maður með mönnum meðal yngri kynslóðarinnar, sem ekki á eitt þessara nýtizkulegu reiðhjóla, sem við sjáum mest af á götunum i dag. Þau virðast likjast mest barnareiðhjólum, en eru þó sögð jafngóð fyrir börn sem fullorðna. 1 Danmörku hefur þó risið ný tizkubylgja, og hún er einmitt á sviði reiðhjóla. Nú keppast menn um að fá sem ellilegust reiðhjólin, og þeir, sem geta klófest eitt slikt og komið þvi i nothæft ástand, eru taldir mun ofar i mannfélags- stiganum heldur en hinir, sem verða að láta sér nægja nýjustu gerðir reiðhjóla. Hér sjáið þið unga dömu á gömlu reiðhjóli, sem eitt sinn var i eigu hjúkrunarkonu, sem hjólaði um götur Kaupmannahafnar og vitjaði sjúkra. Stúlkan þóttist hafa himin höndum tekið, þegar hún komst yfir hjólið. Það hafði upphaflega verið svart, en nú er hún búin að mála það himinblátt, og er talin mjög öfundsverð af hjólinu. ☆ Framtið hjónabandsins Bandariski félagsfræðingurinn Jessie Bernard hefur sent frá sér bók, sem fjallar um framtið hjónabandsins. Þar segir, að i rauninni sé hjónabandið mann- inum nauðsynlegra en konunni. Þar heldur Jessie þvi einnig fram, að áður en langt liði verði byrjað að láta hjónabönd endast i ákveðinn árafjölda, rétt eins ☆ og aðra samninga. Þá verði meira aðsegja svo langt gengið, að hjón þurfi alls ekki að búa undir sama þaki. En hvers vegna að vera þá nokkuð að gifta sig, spyrja sumir. ☆ Æviminningar Chanel Innan skamms kemur út bók um tizkuteiknarann Coco Chanel. Þar segir Chanel m.a. að hun þoli ekki tizku, sem ekki endist, og að hún hafi aldrei kunnað við að henda fötunum sinum, aðeins vegna þess að þau séu orðin gömul, og komin úr tizku. Ég elska gömul föt, segir hún ennfremur. Ég fer aldrei út i nýjum kjól, hugsið ykkur, ef saumarnir hefðu ekki verið nægilega vel frágengnir, og hann færi að rakna upp. Gömul föt eru eins og gamlir vinir. Coco Chanel lézt fyrir rúmu ári. Allt fram til hins siðasta var hún meðal þekktustu og vinsælustu tizkuteiknurum Parisarborgar, en föt hennar voru ekki eins öfgafull og tizkufatnaður margra annarra tizkuteiknara. ☆ Endurminningar sem seldust Nú er Jacqueline Onassis farin að velta þvi fyrir sér, hvort ekki sé kominn timi til þess að hún fari að skrifa um menn og málefni, eins mikið og búið er að skrifa um hana sjálfa. Hún ku vera i þann veginn að hefja samninga æviminninga sinna, og bókaforlögin i Bandarikjun- um vita ekkifhvað þau eiga að gera til þess að vera viss með að fá sér útgáfurétt þessara endur- minninga, þvi talið er öruggt, að þær eigi eftir að seljast betur en nokkur önnur bók aldarinnar. Hins vegar eru margir aðrir, sem einnig eru farnir að ókyrr- ast, ekki af löngun i bókina heldur þveröfugt, af ótta við það, sem ef til vill á eftir að standa i henni, þvi talið er, að ☆ fáar konur, að minnsta kosti, þekki jafnvel til skemmtanalifs heimsins og Jackie, og eigi þvi til með að fletta ofan af ýmsu, sem fólki þætti betur, að þagað væri yfir. ☆ Hjón á nýjan leik Þau þóttu einu einu sinni falleg hjón þessi tvö, en' svo slettist. upp á vinskapin-og þau skildu, m.a. vegna þess að Nathalie Wood sagði, að hann Robert Wagner væri alltaf úti að spila golf. Ekki vitum við, hvort hann hefur lofað að hætta að leika . golf, eða hvort hún ætlar i þetta sinn að leika það með honum, en þau hafa alla vegana ákveðið að reyna á nýjan leik. Robert Wagner er nú 42 ára, en Nathalie er 33. Hún er skilin við Richard Gregson, enskan kvik- myndaframleiðanda, sem hún' var gift, og Robert segist vera búinn að jafna sig á ástarævin- tyrinu með Christinu Sinatra, dóttur Frank Sinatra, en lengi vel var búizt við,' að þau rugluðu saman reitum sinum. Nathalie og Robert eru bæði hin lag- legustu, þótt þau séu ekki alveg eins ungleg og þegar þau voru gift fyrir 11 árum. — Þetta hlýtur að vera skakkt númer. Hér er enginn með þvi nafni nema konan min. flautaðir, en ég hélt bara að þú værir að daðra við mig. — Hér er það ég, sem ræð hraöanum. Viltu gjöra svo vel að taka löppina af bensininu. DENNI DÆMALAUSI Getum við ekki borgað lækninum hundrað kall, svo ég fái bara að hafa tönnina áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.