Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.08.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. ágúst 1972 TÍMINN 15 Það rigndi daginn, sem ég gerði mér fyrst grein fyrir, hversu komiö var fyrir mér. Ég vaknaði og komst að raun um, að ég lá i rúmi minu í svefnherberginu við stigann. Ég fann ekki til neins sársauka, og þótt ég væri ákaflega máttfarin gat ég þó hrært mig ofurlitiö. Ég gat virt fyrir mér manneskju i hvitum klæðum er var þarna inni i svefnherbergi minu, og ég var að hugsa um, hvers vegna hún ávarpaði mig ekki, er hún kom að rúminu og hagræddi mér og brosti nærgætnislega eins og hún vissi allar minar þarfir áður en ég hafði látið nokkra ósk i ljós. Svo fór hún út úr herberginu, og þá tók ég eftir þvi að regnið draup i stórum dropum af berum greinum trjánna fyrir utan gluggann og seytlaði nið- ur rúðurnar. Ég virti fyrir mér sérhvern hlut i herberginu af þeirri ná- kvæmni, er þeim einum er eiginleg, sem er að vakna til meðvitundar eftir langvinn veikindi. Allt var þarc^sem það átti að vera: stólarnir, myndirnar, borðið. Ég saknaði einskis, en þó fannst mér einhvern veg- inn að einhvers væri áfátt. En hugsun min var of sljó til þess, að ég gæti undir eins gert mér grein fyrir þvi. Regnið hjálpaði mér til að ráða gát- una. Það var járnþak á anddyrinu neðan undir vesturgluggunum, og á þessu þaki var regnið vant að bylja, jafnvel úðaregn á sumrin. Allt virtist vera i venjulegum skorðum i herbergi mfnu, en samt saknaði ég einhvers. Ég sá regnið drjúpa úr loftinu, en — ég heyrði það ekki bylja á járnþakinu yfir anddyrinu. Illur grunur vaknaði i huga minum, og það fór hrollur um mig undir hlýrri sænginni. Ég varð að vita vissu mina. En þó ég beitti allri orku minni lá við sjálft, að mér yrði um megn að framkvæma hugsun mina. Ég heyktist i hnjáliðunum, og slik áraun var mér það að skriða yfir- gólfið, að svitinn bogaði af mér. En loks komst ég út að glugganum. Það var örlitil rifa á honum, og út um hana tróð ég hendinni. Iskalt vatniö draup á hana, og ég vissi aö mér hafði ekki missýnzt. Regnið kom i gusum og slengdist yfir þakið fyrir neöan gluggann, og þó heyrði ég ekki neitt regnhljóð fremur en glaðasólskin væri. Hjúkrunarkonan kom að mér þarna við gluggann, en ég man ekki, hvernig hún kom mér aftur i rúmið. Seinna man ég, að Emma frænka hélti aðra hönd mina, en Weeks læknir i hina, er ég vaknaði til meðvit- undar. Þau leituðust við að brosa framan i mig, en bros þeirra var svo átakanlega gleðisnautt, að jafnvel mér gat ekki dulizt það. Varir þeirra hreyfðust, og ég vissi að þau hlutu að vera að tala saman. Þau voru svo nærri mér að ég fann ylinn af andardrætti þeirra, en samt gat ég ekkert hljóð greint. Þvi meir sem ég leitaðist við að hlusta, þvi meiri tómleika skynjaði ég umhverfis mig. Það var eins og eyrun heföu breyzt úr lif- andi liffæri i dauða snepla. Varir minar tóku að bærast, og i huga minum bergmálaöi i sifellu sama spurningin: ,,Er ég orðin heyrnarlaus?” sagði ég og sneri mér aö lækninum og dró hann að mér. ,,Ég heyri ekkert. Er þaö satt,að ég sé orðin heyrnar- laus?” Ég mun ætið verða Weeks lækni þakklát fyrir það, aö hann dró mig ekki á svarinu. Hann horfði beint framan I mig og kinkaði kolli til sam- þykkis. Þegar Emma frænka var farin út gekk hann að skrifborðinu minu og skrifaði á miöa svar við annarri spurningu,sem lá mér á hjarta, þótt ég hefði raunar ekki orðað hana: „Þú hefur verið mjög veik”, skrifaöi hann. ,,Þú fékkst heilahimnu- bólgu, og af hennar völdum hefur þú misst heyrnina. En ég vona, að þú fáir aftur fulla heilsu.” Ég held, að ég muni aldrei gleyma þessum litla miða né orðunum, sem læknirinn hripaði á hann með blýanti sinum. En samt var þaö eigi fyrr en siöar,að ég skildi til hlitar hvaðgerzt hafði. Allt þetta kom i hug minn, er ég var á leiö heim frá járnbrautarstöð- inni, gangandi i hellirigningu. Ég hvatti sporið,er ég nálgaðist ráöhúsið. Framhjá þvi gat ég aldrei farið svo að beiskum minningum skyti ekki upp i huga minum. Ég hafði komið þangað dag nokkurn til þess að láta endurnýja ökuskirteini mitt. En þetta nýja skirteini fékk ég aldrei. Þetta var sumarið eftir leguna, og eftir að ég var nýfarin að skilja varamálið. Enn voru fjölmörg orð, sem ég skildi ekki nema talað væri sérlega hægt. En ég skildi fulltrú- ann mætavel. A skirteinunum eru nokkrar spurningar um heilbrigði, likamsþrótt, sjón — og heyrn. Þeim gat ég ekki komizt hjá að svara. Ég hafði lokið þvi prófi, sem tilskiliðer um þá, er bifreiðum stjórna, sjónin var góö og aðrir hæfileikar eftir þvi, sem krafizt var, nema bvað ég var heyrnarlaus. Þessar minutur, sem ég var inni i þessari skrifstofu, eru einhver þjáningarfyllsta stund lifs mins. Fulltrúanum leið ekki heldur vel. Hann var sótrauður i framan er hann rétti mér aftur gamla skir- teiniö mitt og hristi höfuðið afsakandi. Ég hefði sjálfsagt getað fengiö ökuskirteinið framlengt annars stað- ar. Venjulega er auðvelt að smeygja sér undan ákvæðum laganna. Ég gat ekki fengið mig til þess. Auk þess heföi þaö komiö mér að litlum notum i Blairsborg að minnsta kosti. Þar vissu allir, hvað hafði komið fyrir mig. Já, hugsanir sóttu á mig. Það er einn af göllum litilla borga, að þar eru minningarnar bundnar við hvern blett, og þar getur maður aldrei flúiðsjálfan sig. Gömul atvik rifjast upp á hverju horni, og gam- alla og nýrra kunningja er von úr úr hverjum húsdyrum. Þar fær enginn villt á sér heimildir. Mánuðum áður en Olympiuleikjarnir hófust, fóru sendimenn um öll grisku rikin og tilkynntu, aö hiö heilaga vopna- hlé væri gengið i garð. Mikið var um það rætt, hvort Sparta myndi færa sér i nyt núverandi valdaaðstöðu sina og útiloka Aþenumenn frá þátttöku. Sparta var ræðisriki og hafði á sinum snærum iþróttamenn i þjónustu rikisins sem fengu flest verölaun þvi þeir voru þjálfaðir frá barnæsku. IIII m ■ FÖSTUDAGUR 4. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45 Morgunleikfitni kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl 8.45: Magnea Matthiasdóttir les sögu sina um „Babú og bleiku lestina” 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 S I ðd e g is s a g a n : „Loftvogin fellur” eftir Richard Hughes Barður Jakobsson ies (5) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Joan Sutherland syngur með Sinfóniuhljómsveitinni i London Konsert fyrir Kóloratúr-rödd og hljom- sveit op. 82 eftir Gliér, Richard Bonynge stj. Igor Oistrakh og hljómsveitin Filharmónia leika Fiðlukon- sert eftir Aram Katsjatúrian. Eugene Goossens stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Feröabókarlestur: „Stödd I Kina,, Rann- veig Tórhasdóttir byrjar að lesa úr bók sinni „Lönd i ljósaskiptum.” 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 Við bókaskápinn. Björgvin Magnússon talar. 20.00 Sinfónia nr 2 eftir William Walton. Cleveland hljómsveitin leikur undir stjórn George Szell. 20.30 Mál til meðferöar. Arni Gunnarsson fréttamaður sér um þáttinn. 21.00 Sænski útvarpskórinn og Kammerkór Stokkhólms- borgar flytja verk eftir Dallapiccola, Jansen og Bach. 21.30 Útvarpssagan: „Maður- inn sem breytti um andlit” eftir Marcel Aymé. Karl Is- feld islenzkaði. Kristinn Reyr les (3) 22.35 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 Á tólfta timanum.Lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 4. ágúst 1972 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Tónleikar unga fólksins. „Hin gömlu kynni”. A þess um tónl. koma fram tveir hljóðfæraleikarar og.ein söngkona, sem öll hafa áður verið kynnt á Tónleikum unga fólksins, sem „ung og efnileg”, en hafa nú aflað sér viðurkenningar viða um heim. Þau eru Stephen Kates (selló) Veronica Tayler (sópran) og André Watts (pianó) sem lék hér á Listahátiðinni i sumar. Fil- harmóniuhljómsveit New York-borgar, eru eftir Tsjækovski, Puccini, Gershwin og Brahms. Stjórnandi og kynnir er Leonard Bernstein. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.25 Ironsidc.Bandariskur sakamálaflokkur. Greiði fyrir greiða. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 22.15 Erlcnd málefni. Umsjónarmaöur Jón Hákon Magnússon. 22.45 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.