Tíminn - 11.08.1972, Síða 7
Föstudagur 11. ágúst 1972
TÍMINN
7
Egfandiry, i stað þess að fara
með Franco til Sikileyjar.
Soraya fékk fréttirnar af flug-
slysinu á heimili móður sinnar,
og hefur móðirin sagt, að þetta
hafi verið hræðilegasta augna-
blikið i lifi dóttur sinnar. Næsta
dag fór Soraya aftur til Rómar,
en hún vissi ekki hvert halda
skyldi, er til Rómar kom, þvi
ekki gat hún hugsað sér að fara
heim i ibuðina þar sem þau
höfðu búið saman siðustu
fjögur árin. Soraya hafði búizt
við, að áður en langt liði gætu
þau Franco gift sig, þar sem r?ý
lög um hjónaskilnaði höfðu
gengið i gildi i Italiu. Franco
hafði verið kvæntur Amalie
nokkurri, en hafði ekki búið með
henni i mörg ár. Nú fór það þó
svo, er Franco Indovina hafði
látið lifið i flugslysinu, þá var
það Amalie kona hans, sem
fengin var til þess að skera úr
um það, hvort þetta væri lik
hans, en ekki Soraya, sem þó
elskaði hann svo heitt. En nú er
þessu öllu lokið og Soraya aftur
ein. Þegar hún kom til Rómar
eftir flugslysið var þessi mynd
tekin af henni. Dökk gleraugun
áttu að dylja tárin.
☆
Hitt og þetta frá
Hollywood
Sean Conncry hefur nú ákveðið
að leika ekki James Bond i
næstu kvikmynd um 007
njósnarann, Live And Let Live.
Hann segist eiga nóg af
peningum, og þarf ekki á þvi að
halda að vinna i bili. Nú flýgur
hann i hverri viku fram og til
baka milli London og Marbella
á Spáni til þess eins að sóla sig
og spila golf.
Tony Curtis er búinn að selja
Sonny og Cher söngparinu,
húsið sitt, en i þvi eru 45 her-
bergi.
lill St. John,sem er þekkt leik-
kona, hefur nú opnað fata-
verzlun iýmsum rikjum Banda-
rikjanna.
☆
Lán að ofan
Pat Boone, sem var einn alvin-
sælasti dægurlagasöngvari
heimsins á sjötta áratugnum
hefur nú helgað sig trúmálum.
Hann hefur meira að segja
gengið svo langt að hann tekur
að sér að skira fólk i sundlaug-
inni sinni við glæsilega húsið,
sem hann býr i i Hollywood.
p]nn er hún ein
1 mai s.l. varð Soraya fyrrum
keisarafrú enn einu sinni fyrir
alvarlegu áfalli. Þá missti hún
þann mann, sem verið hefur
henni hvað tryggastur og beztur
vinur undanfarin ár, en það er
Franco Indovina leikstjóri. Þau
Soraya og Franco höfðu verið ó-
aðskiljanleg undanfariö, en svo
gerðist það 5. maí s.l. að flugvél
fórst með 114 farþegum i
lendingu i Palermó. Einn
þeirra, sem i vélinni var, var
Franco Indovina. Lézt hann
samstundis sem og allir aðrir.
Soraya fékk þessi hörmulegu
tiðindi til Miinchen. Þangað
hafði hún farið til þess að heim-
sækja móður sina, Evu
☆
Sumum hefur ekki fundizt geta
samræmzt þessari miklu trúar-
vakningu, að Pat Boone berst
mikið á og á meira að segja
Rolls-Royce, en Pat Boone
hefur svör á reiðum höndum.
Billinn er nefnilega fenginn að
láni hjá guði almáttugum
sjálfum.
Ekki vitlaus i föt
Jacqueline Kennedy hefur lengi
verið þekkt fyrir fatakaup sin.
Samt er nú sagt, að hún sé hætt
að eyða eins miklum peninga-
upphæðum i fatakaup og hún
eitt sinn gerði. Hún eyðir nú
aðeins 100 þúsund dollurum eða
9milljónum króna til fatakaupa
siðasta ár. Þætti ýmsum, sem
það ætti að nægja, svona fyrir
flestar konur, en Jackie er
auðvitað ekki venjuleg
manneskja.
Elskar hana enn
Steve McQueen sem er mikið
hörkutól á hvita tjaldinu, hefur
komizt að þeirri mðursloöu aö
hann elski enn konuna sina
hana frú Neile. Hann hafði verið
staðráðinn i þvi að skilja við
hana, þar til hann heyrði, hvað
það mundi kosta hann að gera
það. Hann hefði orðið að greiða
henni meðlag i 10 ár að upphæð
144 milljónir króna og auk þess
ætlaði hún sér að halda eignum
að verðmæti 25 milljónir króna.
— Ég hef ekki ráð á sliku, herra
dómari, sagöi McQueen fyrir
réttinum. Nú er hann sem sagt
byrjaður á upphafinu aftur
eins og hann gerði þegar hann
giftist Neile fyrir 14 árum. —
Það er nefnilega þrátt fyrir allt
Neile, sem ég elska segir hann.
Ég held þú ættir að fara upp á
háaloft og sjá, hvað hann er að
lesa, þvi hann sagði, að það væri
eini staöurinn, þar sem hann væri
öruggur.
DENNI
DÆMALAUSI