Tíminn - 11.08.1972, Page 8

Tíminn - 11.08.1972, Page 8
8 TÍMINN I'östadagur 11. ágúst 1972 Blikfaxi lendir á Egilsstaða- flugvelli 1. ágúst , ys og þys i flugstööinni. úti fyrir biða langferðabilar tilbúnir að aka til Reyöarfjarðar, Seyðis- fjarðar, Borgarfjarðar og Fáskrúösfjarðar. Ég spyr um fartil Vopnafjarðar. Þarna er farkosturinn, svarar Ari, öllum hnútum kunnugur, og bendir á litla fiugvél á vellinum. Hellisheiði er kannski fær núna að visu, en hún er mjög brött og verður fljótt ófær bilum, ef rignir. Áætlunarflug til Vopnafjarðar er einn dag i viku, en auk þess er daglegt leiguflug, þegar veður er gott. Brátt hefur litla flugvélin sig á loft og flýgur lágt yfir Smjörvatnsheiði. Nokkrar kindur sjást á beit, þótt fremur virðist gróðurlitið á heiðinni. Eftir 20 minútna flug er lent innan við fjarðar- botninn á litlum flugvelli. Þar er dálitill skúr eða skýli, en enginn simi að ég held- og drjúgur spölur til bæja og til kaupstaðarins. Það er hress- andi að ganga þangaö i góðu veðri eins og núna, en óþægi- legt getur það eflausl verið i slagviðrum og að vetri til.’ Vopnafjarðarkauptún stend- ur austanvert á Leiðar- hafnartanga, sem nú er oft nefndur Kolbeinslangi og kauptúnið stundum Tangi. Á Kolbeinstanga er grýtt og hrjóstrugt, allsstaöar blá- grýtisklappir, klungur og kambar, en sums staðar mýrasund á milli. Minnir landslagið á Stykkishólm og Djúpavog. Sunnan við nesið liggja þrir klettahólmar og nokkur sker. Liggur nú halnargarður- Haraldargrjót- út- út i Miðhólma, og dregur mjög úr sjávargangi. Fyrrum stóðu hér aöeins íáein verzlunarhús og ibúðar- hús fólks, sem við verzlunina vann aðallega. Nú búa 787 manns i Vopnafjarðarkaup- stað. llúsin standa dreift og fremur óskipulega, en húsa- kynnin viðast góð. Útgerð er talsverð og atvinna góð við hana og i frystihúsinu. Þarna fjölbreyttur gróöur i þeim. Stór hvalbein setja einkenni- legan svip á einn þeirra. Blómaræktaráhugi „gengur i ættir”. Dóttir Oddnýjar i Hlið stundar garð sinn af alúð og kostgæfni og „smitar” út frá sér. Svo er viðar. Blóm- ræktarkona kemur upp garði og nágrannakonurnar láta þá ekki sitt eftir liggja til lengdar. Má viða sjá 2-4 garða hlið við hlið og svo stór nær garðlaus bil. Þetta má hvarvetna sjá i kaupstööum. „Já, svo þú vilt skoöa garð hjá okkur: það eru hæg heimatökin”, sagði veitinga- konan á Tanganum. „Hérna rétt hjá er garðurinn hennar Unu, hún er mikil garðræktar- kona”. Una var að vinna i frystihúsinu, en kom heim um hádegið og sýndi mér garðinn sinn. Þar er blómlegt um að litast og Una kann góð skil á öllu, eins og þær fleiri blóma- konurnar. Hér þreifst ekkert aö ráði, sagði hún, fyrr en verksmiöjan var byggð,( hún er skjólgarður fyrir hafatt og særoki. Það er satt, hér þarf skjól umfram allt, og bezt að rækta fremur lágvaxinn gróður i skrautgörðum — blóm og runna aðallega. Hrislur i góðu skjóli. Sitkagrenið virtist að visu þola seltuna vel, en hættir til að missa toppinn i veðrum. „Bóndinn hugsar um kartöflurnar og rófurnar, ég um trén og blómin: Það er góð samvinna”, sagði ein Vopna- fjarðarfrúin og brosti við. fagurt. Veiðimenn sækja til Vopnafjarðar i seinni t>ð. Kannski verða Hofsá og Selá frægar vegna veiöiskapar. Landiö við Hámundarstaöi i Vopnafirði sýndist mér miklu kollhúfulegra en hjá Hámundarstöðum við Eyja- fjörö. En vopnfirzki bærinn hefur Selána, laxveiðina og veiðigildrurnar. Komið á Kolbeinstanga Ribs þrifst sæmilega i Vopnafirði. Særok gengur stundum yfir kaupstaöinn og ber með sér salt, svo varla sér út um rúður. Munu tré þvi eiga erfitt uppdráttar nema i góðu skjóli. í skjólsælum görðum stóðu rósir i blóma einkum fjallarós og þyrnirós. Gljámispill myndi sennilega þrifast hér vel- og sumir kvistir (Spirea) o.fl. lágir runnar. Við heyrum i útvarpinu að hér koma margir heitir sumardagar. Það sýndu lika blómin i göröunum. Þeim leið auðsjáanlega mörgum hverjum prýðilega i skjóli, bæði sumarblómum og fjölærum skrautjurtum. Bæði garðblóma- og stofublóma- sendingar koma stundum með skipum frá Reykjavik. Hrislur fá margir frá Hallormsstað og sumir blóm frá Laugabrekku i Eyjafirði. Undir klettum og klöppum rækta menn lika islenzk blóm, þrenningarfjólu, blágresi, burnirót, hellu- hnoðra, umfeðming o.fl. og allstaðar prýðir bláklukkan. Margir garðar eru laglegir og er iika verzlunarmiðstöö hins stóra og fagra Vopnafjarðar- héraðs. Gistihúsið Tangi tekur á móti ferðamönnum — og i Vopnafirði er margt að sjá. I tslandslýsingu sinni segir Þorvaldur Thoroddsen árið 1895: „Kaupstaðurinn mun vera i uppgangi, þvi að það má heita að mokfiski hafi veriö á hverju sumri. Franskir fiski- menn koma oft á Vopnafjörð og hafa viöskipti við Islendinga, sem hafa tölu- verðan hagnaö af þvi. Frakkar kaupa allt fyrir salt, brauð, koniak, rauðvin o.fl. af útgerð sinni, en aldrei fyrir peninga. Naut keyptu þeir fyrir þrjá poka af brauði og hundrað poka af salti.” Þetta var laust fyrir aldamót. Nú er öldin önnur. Þorvaldur segir lika: 1895:” Það er öll ástæöa til að halda, að Vopnafjörður dafni með vaxandi framtaks- semi og hagsýni, þvi að hér eru lika hinar beztu og fegurstu sveitir rétt i kring. Þó hefur átumein Norðurlands- Amerikuflanið- gert þessum sveitum mikinn baga, eigi siður en öðrum”. Á prest- setrinu var nýlega búið aö rifa frambæinn 1895, „en i honum var fjöldi herbergja, löng giing þverl og fram og margir afkimar. Baðstofa fyrir bæjarenda 80 álna löng, henni þó skipt niður i ýmsar smærri stúkur”. Nú sýnir Bursta- fellsbær sta-rð og reisn hinna giimlu stórbýla i Vopnafirði. I Hlið i Vesturárdal hefur Oddný Metúsalemsdottir komið upp skrúðgarði með i'jölbreyttum gróðri. Segir frá þvi i timaritinu „Heima er bezt" og viðar. Ég reikaði um i kaupstaönum að skoða garða. ilaraldur Gislason sveitarstjóri útvegaði mér kunnugan mann til leið- beiningar um garðana. Þarna er lalsverð kartöflurækt og lánast oft vel., Heilbrigði virtist góð. Þó sa aðeins vott ströngulsýki og þurrrotnun kvaðkoma þar fram á kartöfl- um i geymslu eins og viðar. Rófur spretta vel, en verja þari þær fyrir kálmaðki. Ofur- litið er ræktað af hvitkáli, blómkáli, grænkáli, gulrótum og salati. Graslaukur og rauð- rófur sáust i einstaka garði. Trjágróður er lágvaxinn, hæstu hrislur um 3 metrar, enda flestar ungar, varla meir en 30-40- ára þær elztu, Mest er um reynivið og birki. Einnig gulviðir, þingvíðir og viðja. Allmargar lerkihrislur og og nokkur sitkagreni. Lerkiö gulnað af veðrum. Fáeinir vesaldarlegir álmar og 1 heggur. Já, lerkið niðri i kaupstaðnum var gulnað af særoki og veðrum. Áhrif skjolsins og skjólleysisins sáust greinilega, þegar Kjartan Stöðvarstjóri ók með mig stuttan spöl upp á „útvarpshæðina” og sýndi mér öll riki Vopnafjarðar og þeirra dásemdir. Þar uppi var blásið land og bert, fáeinar jurtir skriðu við jörð. En útsýnið er ljómandi „Erfiðir tímar í Grimsby r. . - yy - segja fulltrúar Att I Y ||lTSPr7lllV1Qn Grimsbyborgar, sem eru Gllll Ull (Cl Llli IIG í heimsókn hér á landi Borgarstjórinn og fulltrúarnir frá Grimsby, ÞÓ—Reykjavik. Siðastliðna tvo daga hefur 8 manna hópur frá borgarstjórn Grimsby-borgar verið staddur hér á landi og rætt við fslenzka ráðamenn — þó sérstaklega for- ráðamenn Reykjavikur um út- færslu landhelginnar i 50 milur. Á fundi með blaðamönnum i gær sögðu áttmenningarnir, að þeir væru hér i vinaheimsókn, enda hafa vinsamleg samskipti Reykjavikur og Grimsby ávallt verið mjög mikil, en þó aldrei meiri en siðustu árin. Fulltrúarnir sögðu, að þeir hefðu rætt um fiskveiðiútfærsluna við Islendinga, og bættu þvi við, að ef tslendingar færðu landhelg- ina út i 50 milur, þá færu erfiðir timar I hönd i Grimsby. I Grimsby vinna um 5000 þúsund manns við fiskveiðar, 3000 við dreifingu á fiskinum og 13.500 vinna við fiskiðnaðinn. Alls vinna þvi um 21.500 manns að meira eða minna leyti við fiskveiðar og fisk- vinnslu i Grimsby, en ibúar borg- arinnar eru um 100 þúsund. Fulltrúarnir sögöu, aö þeir hefðu ekki lagt fram neinar tillög- ur til lausnar deilunni, enda hefðu þeir ekkert vald til þess. Þeir væru hér aðeins sem fulltrúar fólksins i Grimsby. — Ef Bretar fá engar ivilnanir eftir útfærslu islenzku fiskveiði- lögsögunnar, þá verður atvinnu- leysi i Grimsby, sagði einn full- trúinn. Um það bil 40% af heildar- aflanum, sem landað var i Grimsby i fyrra, kom af tslands- miðum, þar af lönduðu islenzk skip 10% aflans. Þegar við eigum ekki kost á þessum afla lengur, fer að syrta i álinn, og það sem verra er, atvinnuleysi er þegar þó nokkuð i Grimsby, og nú eru þar 2500 atvinnulausir. Bretarnir sögðu, að eitthvert samkomulag yrði að nást til nokkurra ára. Nú væru uppi stór- felldar áætlanir um að reisa iðju- ver á bökkum Humberfljóts og að þvi loknu yrðu ibúar i Grimsby væntanlega ekki eins háðir fisk- veiðunum við Island og nú. Einnig sögðu þeir að undanfarin ár heföu útgerðarmenn i Grimsby farið að gera út minni skip, sem veiddu á heimamiðum, en það stæði mest á endurnýjun flotans til þeirra veiða. Togaraflota sinn, sem veiðir við Island, töldu þeir úreltan og sögðu, að á næstu ár- um yrði þessum gömlu togurum lagt, og um leið myndi ásókn Breta á Islandsmið minnka. Þeir þyrftu aðeins að fá umþóttunar- tima. Aðspurðir sögðu Bretarnir, að þeir hefðu ekki heyrt mikið talað um innflutningsbann á vörum frá tslandi, það væri mál rikis- stjórnarinnar brezku. Að lokum sögðu þeir, að þeir skildu afstöðu Islendinga betur en áður, og að þeir væru vissir um,að Islending- ar skildu betur þeirra afstöðu, eftir þessa heimsókn. Bretarnir hittu að máli Ólaf Jó- hannesson forsætisráðherra og Lúðvik Jósefsson sjávarút- vegsmálaráðherra og Einar Ágústsson utanrikisráðherra, og einnig þá Má Elisson fiskimála- stjóra og Ingvar Hallgrimsson forstöðumann hafrannsókna- stofnunarinnar. Mestum tima vörðu Bretarnir þó til umræðna við forráðamenn Reykjavikurborgar, og á fundin- um sagði Geir Hallgrimsson borgarstjóri, að fulltrúar Reykja- vikur hefðu reynt að koma Bret- unum i skilning um, aö útfærslan þýddi lif eða dauða fyrir Islend- inga.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.