Tíminn - 11.08.1972, Síða 9
Föstudagur 11. ágúst 1972
TÍMINN
9
Útgefandi: Fratnsóknarflokkurínn
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Hitstjórar: Þór
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbla&s Tlmans):;:
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, Ritstjórnarskrif!;:
stofur i Edduhúsinu vift Lindargötu, simar 18300-18206.'!:
Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiösluslmi 12323 — auglýs
ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:s!mi 18300. Askriftargjald!:!
225 krónur á mánuöi innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-:!
takið. Blaðaprcnt h.f.
Hagstæð þróun móla
Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, sem
nú situr að störfum i Hafsbotnsnefnd Samein-
uðu þjóðanna i Genf, er vinnur að undirbúningi
Hafréttarráðstefnunnar, simaði i fyrrakvöld
góðar fréttir til Timans um þróun mála i nefnd-
inni. Sagði Þórarinn, að þróun mála hjá nefnd-
inni virtist ætla að verða íslendingum hagfelld
og eru nú horfur á að leiðir hinna engilsax-
nesku rikja muni skilja varðandi afstöðu til
viðáttu fiskveiðilögsögu.
Fljótlega eftir að hafsbotnsnefnd settist að
störfum i sumar var skýrt frá þvi á fundi
nefndarinnar, að ráðstefna fimmtán róm-
anskra rikja, sem liggja að Karabiuhafi og
ihaldssömust hafa verið talin, hefði samþykkt
ályktun um að strandriki skyldu eiga auðæfi á
hafsbotni og yfir honum allt að tvö hundruð
sjómilur út frá ströndum. Þá var einnig skýrt
frá þvi, að ráðstefna sextán Afrikurikja hefði
samþykkt, að öll auðæfi á hafsbotni og yfir
honum skyldu verða einkaeign strandrikja,
allt að 200 sjómilum frá landi.
Sl. þriðjudag fluttu svo fulltrúar Kenýja til-
lögu á fundi hafsbotnsnefndar, sem gengur i
þessa átt en er þó öllu viðtækari. Þessi tillaga
hlaut strax stuðning Indverja og Mexikó-
manna.
Þá er það mjög mikilvægt, að Bandarikja-
stjórn hefur horfið frá fyrri tillögum sinum og
flytur nú nýja tillögu, sem gengur miklu lengra
til móts við sjónarmið íslendinga. Þessi tillaga
er þó óaðgengileg fyrir okkur, vegna þess að i
henni eru ákvæði um gerðardóm i ágreinings-
málum.
Þá er beðið eftir tillögu frá Ástraliumönnum
og Nýsjálendingum um einkarétt strandrikja
til fiskveiða utan 12 milna landhelgi án nokk-
urra ákvæða um gerðardóm. Þessi tillaga er
okkur mjög mikilvæg, vegna þess að með henni
skilur leiðir engilsaxneskra þjóða i deilunni um
fiskveiðiréttindin.
Þórarinn segir það ljóst nú, að dráttur muni
verða á þvi að Hafréttarráðstefna Sameinuðu
þjóðanna taki til starfa. Ráðgert var að ráð-
stefnan hæfist 1973, en nú þykir vist, að störfum
öllum verði frestað, þótt vera kunni, að ráð-
stefnan verði sett það ár.
Svíar draga í land
Sjávarútvegsráðherra Svia telur að fjölmiðl-
ar hafi mistúlkað þau ummæli, sem hann við-
hafði um útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunn-
ar i nafni sænsku rikisstjórnarinnar um sl.
helgi. Hitt mun sanni nær, að ráðherrann hafi
hlaupið á sig og sé nú að draga i land. Er það
vel. í viðtali við fréttamann rikisútvarpsins i
fyrrakvöld snýr hann algerlega við blaðinu og
lýsti stuðningi við ráðstafanir íslendinga og
sagði, að sænska rikisstjórnin myndi ekki mót-
mæla útfærslu landhelginnar við ísland og
bætti þvi við, að hann myndi sjálfur gera ná-
kvæmlega sama og islenzka rikisstjórnin sæti
hann i rikisstjórn Islands.
Betur getur ráðherrann ekki leiðrétt afar
óheppileg ummæli frá þvi um helgina og fyrir
það ber að þakka.
—TK
Forustugrein úr The Economist:
Farið er að gusta um
Brezhnev á valdatindinum
Sýnileg mistök hans í utanríkismálum þurfa þó ekki að
tákna fall á næstunni
ÞEGAR stefna Sovétmanna
verður fyrir áfalli eins og hún
varð i Egyptalandi, fara allir
að velta þvi fyrir sér, hvort
Brezhnev verði gefið þetta að
sök. Þetta veldur honum
nokkrum erfiðleikum, en er
eigi að siður eðlileg afleiðing
persónudýrkunar. Hann tók
við formennsku sovézka
kommúnistaflokksins af
Krustjeff, sem tók við af Stalin
og fylgdi fordæmi fyrirrenn-
ara síns, með þvi að láta hefja
ákafa smjaðursherferð. Þessu
fylgdi, eins og venjulega,
nokkurra ára varaþjónusta
við „sameiginlega forustu” og
vanþóknun á
„persónudýrkun”.
Brezhnev gerði sér hins
vegar sérstakt far um að sýna
að hann væri fyrst og fremst
aðalgestgjafi Nixons i Moskvu
i mai i vor. Hann undirskrifaði
til dæmis einn fyrir hönd
Sovétmanna samninginn um
takmörkun kjarnorkuvopna,
sem er stjórnlagalega rangt,
þar sem hann á ekki sæti i
rikisstjórninni fræðilega séð.
Venjulegt er orðið, að
fréttamenn útvarps i Sovét-
rikjunum séu fjölorðir um
„hina miklu utanrikismálaá-
ætlun, sem félagi Brezhnev
lagði fram á 24. flokksþing-
inu.”
VALD spillir ekki aðeins,
heldur leggur það alla ábyrgð
á herðar einræðisherrans.
Sé utanrikisstefna Sovét-
rikjanna i raun og veru per-
sónuleg stefna Brezhnevs, ber
hann að sjálfsögðu einn
ábyrgð á óförum eins og þeim,
sem Rússar fóru i Egypta-
landi fyrir skömmu.
Brezhnev kom Krustjeff frá
völdum árið 1964, meðal
annars á þeim forsendum að
hann hefði spillt sambúð
Rússa og Kinverja, en getur
hins vegar ekki borið á móti
þvi, að sambúðin er verri nú
en hún var á valdaskeiði
Krustjeffs, og Bandarikja-
menn og Kinverjar hafa bætt
sambúð sina án þess Rússar
kæmu þar nærri. Ljóst er þó,
hver ber ábyrgð á stefnunni,
sem hefir valdið þessu.
Biði Brandt ósigur i
kosningum i Vestur-Þýzka-
landi, i haust, hljóta Rússar að
beina þeirri spurningu til
Brezhnevs, hvort öllum fyrir-
ætlunum um bætta sambúð
Rússa, og Vestur-Þjóðverja sé
þar með teflt i tvisýnu. Spjótin
hljóta að beinast að Brezhnev.
Hin „mikla utanrikismálaá-
ætlun” hans virðist ekki horfa
of vænlega eins og sakir
standa.
OPINBER kattarþvottur
vegna fregnanna fra Kairó
getur ekki hulið þá staðreynd
að staða Rússa í Egyptalandi
hefur versnað verulega. Satt
er að visu að styrkt aðstaða
Rússa i Iraq bætir þetta upp
að nokkru. Bagdad er bæði
nær oliusvæðunum i Persaflóa
og Rússum sjálfum en Kairó
og kann þvi að vera eðlilegri
bækistöð áhrifaumsvifa i
löndunum fyrir botni Mið-
jarðarhafsins. En þá liggur
beint við að spyrja Brezhnev,
hvers vegna hann hafi lagt
jafn mikið i sölurnar i Egypta-
landi og raun ber vitni, jafn
litið og það sýnist hafa gefið i
aðra hönd?
Eins má spyrja Brezhnev,
hvers vegna hann hafi sýnt
Brandt jafn áberandi vinsemd
og hann gerði — svo sem að
taka á móti honum á skyrtunni
i höll sinni á Krim — úr þvi að
Leonid Brezhnev.
hann var ekki reiðubúinn að
ganga örlitið lengra en hann
gerði og slaka þaö mikið til, að
kanslaranum yrði kleift, að
koma i veg fyrir, að Kristilegi
Demókrataflokkurinn næði
völdum í Bonn. Tilraunir
forustumanna hans til aö
koma á sambandi við Kin-
verja, sem för Schroeders til
Peking bar vott um, hlýtur
ekki aðeins að valda Brandt
áhyggjum, heldur einnig
Brezhnev, sem getur tæplega
gert ráð fyrir, að Kristilegi
Demokrataflokkurinn i
Vestur-Þýzkalandi auki
möguleika hans á að fá
öryggismálaráðstefnu Evrópu
haldna. Hann hefir barizt fyrir
slikri ráðstefnu i þrjú ár og
enn er ekki öruggt, að hún
verði haldin.
SIGURGLOÐ sviðsganga
með Nixon i Moskvu i maí i
vor er Brezhnev minna virði
en ella vegna þess, hve
augljóst var að hinn banda-
riski gestur hafði sett honum
kostina með Kinaför sinni.
Litlu máli skipti, hvort Rússar
höfðu hvatt og stutt Norður-
Vietnama til sóknar i april
með skriðdrekunum og byss-
unum sem þeir lögðu fram,
eða hvort þeir höfðu reynt án
árangurs að halda aftur af
þeim. I maí var meira áber-
andienallt annað, að vel varð
að taka á móti Nixon i Moskvu
vegna þess, að hann var
nýbúinn að fara til Peking og
þrátt fyrir hitt, að hann hafði
brugðizt við sókn Norður-Viet-
nam með þvi að láta leggja
tundurduflum við hafnir
landsins og varpa sprengjum
á aðalflutningsleiðir þeirra.
Siðar varð hitt meira
áberandi en flest annað, að
sókn Norður-Vietnama tókst
ekki — séð i ljósi gagnkvæmra
úthúðana Rússa og Kínverja,
sem saka hvorir aðra um að
hafa brugðizt skjól-
stæðingunum i Hanoi. Álit
Hanoimanna á valdhöfunum i
Moskvu sem ódeigum
stuðningsmönnum, hefur
varla aukizt við þá yfirlýsingu
Sadats Egyptalandsforseta,
að hann hafi oröið að reka
fjölda Rússa úr landi með
skyndingu og umsvifum vegna
allt of mikillar varfærni
þeirra.
ÞESSIR erfiðleikar verða
Brezhnev þó sennilega ekki að
falli. Að sumu leyti er meira
auðmýkjandi fyrir stórveldi
eins og Sovétrikin að þurfa að
láta undan blaki Egypta en að
hörfa eftir átök við annað stór-
veldi. Brezhnev hefir þó ekki
enn beðið annan eins ósigur og
Krustjeff beið i deilunum um
kjarnorkueldflaugarnar á
Kúbu árið 1962. Keppinautar
hans þurftu þó aö biða i tvö ár,
áður en þeir töldu sig færa um
að steypa honum, sem þó var
bæði flatur fyrir ásökunum
um „ævintýramennsku” og
„undanlátssemi.”
Ósennilegt er, aö Brezhnev
þurfi nokkurn tima að svara
slikum ásökunum. Félagar
Krustjeffs i fámennisstjórn
Rússlands óttuðust hve hann
gat verið ofsafenginn og óút-
reik na nlegur . Aðferð
Brezhnevs er hins vegar jafn
þunglamalega litlaus og
maðurinn sjálfur. Þaö hlýtur
að vera traustvekjandi, jafn-
vel fyrir þá samstarfsmenn
hans i einræðisstjórninni, sem
efast um ágæti stefnu hans.
HVAÐ sem um þetta er á sá
sannleikur ekki siður við i
Rússlandi en öðrum rikjum,
að utanrikisstefna ræður
sjaldnast örlögum drottnanda
eða rikisstjórnar. En tvennt
skiptir þó miklu máli.
Annað er, að sérhver
stjórn, sem ekki styðst við
samþykki þegnanna verður að
halda hernum ánægðum. I
Rússlandi er þetta fyrst og
fremst gert með þvi að veita
hershöfðingjum furðuleg sér-
réttindi.
Marskálkarnir hafa virkt
neitunarvald gegn hverri
þeirri framkvæmd utanrikis-
stefnu, sem skelfir þá eða
setur þá i vanda. Liða þeir til
dæmis, að Brezhnev komist að
þeirri niðurstöðu, að hann
verði að afhenda Japönum
syðstu eyjarnar i Kurileyja-
klasanum sem mótleik gegn
viðleitni Kinverja til að afla
sér velvildar Japana? Enn
hefir ekkert sovézkt land verið
látið af hendi siðan að Lenin
afhenti Þjóðverjum Ukrainu i
örvæntingu sinni árið 1918.
SIÐARA atriðið er stjórn-
málalegs eðlis. Stjornmála-
menn i lýðræðisrikjum telja
öll skref i friðarátt oftast lik-
leg til fylgisauka.
Stjórnendum einræðisrikja
veitist hins vegar oftast auð-
veldast með að halda þegnun-
um i skefjum þegar mikil
spenna rikir i alþjóðamálum.
Verði friðarhorfur of miklar
eiga rússneskir stjórnendur á
hættu að fylgiriki þeirra risi
gegn þeim, að ókyrrð þjóð-
ernisminnihlutanna i Sovét-
rikjunum aukist, og jafnvel að
sumir Rússar geri óþægilegar
kröfur um félagslegt frjáls-
ræði, lýðræði, ferðafrelsi,
o.s.frv.
Brezhnev virðist bregðast við
þessum vanda með þvi að
draga úr hættunni af auknum
friðarhorfum i vestri með þvi
að boða „gulu hættuna” enn
ákafar en áður. Tékkum,
Ukrainumönnum, Gyðingum
og óánægðum menntamönn-
um i Rússlandi er sagt, að þeir
veriðað taka á með Brezhnev,
en ekki vegna þess að neinn
alvarlegur háski stafi frá
Nixon og Brandt, sem séu geð-
þekkustu náungar, sem gera
megi skriflega samninga við,
heldur vegna 750 milljóna Kin-
verja sem hið illa afsprengi
Genghis Khans og dr. Fu
Manchu ráði yfir.
SA hængur er á í þessu fyrir
Brezhnev, að Austur-Evrópu-
menn og þjöðernisminnihlutar
i Sovetrikjunum gætu farið að
lita á Kinverja sem tæki til að
knýja hann til undanlátssemi.
Kinverjar leggja rækt við sér
stök tengsl i Rúmeníu og
I Framhald á bls. 19