Tíminn - 11.08.1972, Page 15

Tíminn - 11.08.1972, Page 15
Föstudagur 11. ágúst 1972 TÍMINN 15 horföi á okkur meö þessu ósvifna augnaráöi, sem gert haföi mér gramt i geöi i járnbrautarstööinni. En ennþá meira sveiö mér þó, aö ég þóttist veröa vör viö hálfgeröa meöaumkun i svip hans, er hann leit aftur á bókina, sem hann haföi tekiö af boröinu. Mér varö litiö framan i Harrý. A andliti hans vottaöi ekki fyrir sliku. Hugur hans var allur viö aö stjórna mér i dansinum. t sömu svifum fataöist mér rétt spor. Ég tvi- steig ringluö á miöju gólfinu. „Fyrirgeföu”, sagöi ég afsakandi. „Þetta var mér að kenna”. „Nei, mér”, svaraði Harrý kurteislega. „Það er lika orðið svo langt siöan við höfum dansaö saman. Þú dansar ágætlega, Emilia, bara ágætlega”. „Nei, ekki vel”, svaraöi ég ogreyndi áöhlæja, en hláturinn var næsta óeðlilegur. „Manstu hvaö Johnson læknir sagðu um hundinn, sém gekk á afturfótunum. Það merkilega var ekki, hve fallega hann gekk, heldur aö hann skyldi yfir höfuð geta gengið á tveim fótum”. „Þú átt ekki að láta þér annað eins og þetta um munn fara, Emilia. Er þetta ekki rétt, Vance?” Harrý sneri sér aö honum, er hann hafði gefið Hönnu merki um aö loka útvarpinu. „Þér veröið að tala um fyrir henni i krafti sérþekkingar yðar”. Mérsárnaði þaö, aö Harrý skyldi draga gestinn inn i þetta tal okkar, og ég hlýt að hafa sýnt þess einhver merki. „Kærið þér yður um umtölur, ungfrú Emilia?” Ég þóttist ekki skilja, hvaö hann sagði. Mér var það ofboðlitil fróun aö láta hann endurtaka orð sin. „Ég hata umtölur, ef yður iangar til að vita það”, hrópaði ég. „Ég hata þær næstum eins mikið og lækna og læknalygar”. „Ef ég lofa þvi, aðláta heyrn yöar...” hóf hann máls. En éggreip fram i fyrirhonum. „Heyrn mina, segið þér”. „Raunar geröi ég það”. Hann neyddi mig til þess aö halda samtalinu áfram, þótt allir hlytu að sjá, aö ég óskaöi einskis frekar en að komast brott. „Samt er ég ósmeykur að tala um heyrnaleysi yðar þótt aðrir virðist forðast það”. Ég man ekki hverju ég svaraði. En lengri urðu orðaskiptin ekki aö sinni, þvi að ég gekk yfir að spilaborðinu og stóð þar lengi og horfði á spilin. Þó var eins og þau svifu fyrir augunum á mér. Ég var bæði reið og gröm, ekki sizt vegna þess, hve sönn þessi orð voru. Ég fylgdi Harrý og Hönnu út i anddyrið, þegar þau héldu af stað i samkvæmi Katons-hjónanna. — Ég var staðráðin i að sýnast glaðari en ég var. Þótt undarlegt væri, fannst mér ég vera frámúnalega einmana, erég horfði á eftir þeim, þó að koss Harrýs brynni enn á vörum mér og fyrirheit hans um að koma næsta kvöld hljómuðu enn i eyrum minum. Svo lokaðiég dyrunum og ætlaði að skunda inn. Vance iæknir stóð and- spænis mér. „Góða nótt”. Hann rétti mér höndina. „Ég var að þakka henni föður- systur yðar fyrir að hafa leyft mér að koma hingað og sjá yöur aftur”. „Sjá mig aftur?” endurtók ég. „Já, I norðurstööinni. Satt að segja voru það nú skritnir samfundir”. „Segi það sama”. Hann yppti öxlum og brosti. Siöan hélt hann áfram: „En við höfum sézt áður”. „Það hefur þá liklega verið I einhverri lækningastofunni. Ég hef komið i þær svo margar siðustu tvö árin, að það getur vel verið, þótt ég minnist þess ekki”. „Nei”, sagði hann og virtist ekki vera neitt að flýta sér aö taka hatt- inn og frakkann. „Það var hér i Blairsborg. Það var á jólatrésskemmt- un i verksmiðjugarðinum. Þér stóðuð á hækkuðum palli og höföuð handskjól, sem voru eitthvaö á stærð við þetta. Hann kreppti báöa hnefana og studdi þeim saman. „Þér munuö hafa verið sjö ára eða átta i hæsta lagi”. „Sjö”, svaraði ég. „Já, ég man það núna. Það var eitthvert uppþot, minnir mig”. Hann kinkaöi kolli. „Faöir minn gerði dálitið uppsteyt. Hann haföi veriö rekinn úr vinnu og var ekki i skapi til þess að horfa á jólasveina leika skripaleik”. Enn einu sinni horfði hann hvasst og óþægilega á mig. „Æ”, sagöi ég undrandi. „Þá hlýtur það að hafa verið faðir yöar, sem...” „Já, það var hann. Við nefndumst Vanvóvits þá. Þvi var breytt, er við fórum frá Blairsborg. Faðir minn er dáinn”, bætti hann viö. „Hann dó af blýeitrun i verksmiðju við Newark. Þér þurfið ekki að óttast, að hann verði ykkur oftar til ama”. „Ég býst við, að þér getið tekið upp merki hans”, svaraöi ég. „Þér komið lika á þægilegasta tima, þegar verkföll og óeirðir vofa yfir”. Ég sá, að hann roðnaði og vissi þvi, að skeytið hafði hitt i mark. „Ég verðskulda sjálfsagtrefsingu”, svaraði hann. „Ég heföi ekki átt að segja þetta. Mér datt það bara allt i einu i hug, og gerði það þá, þótt ég vissi, að það var heimskulegt”. Hann þagnaði um stund, en hélt sið- an áfram. „Ég hefði heldur átt að segja yður, að ég kom hingað til Blairsborgar einungis af þvi,að Weeks læknir bað mig að koma. Ég á honum margt að þakka. Hann bjargaðieinu sinni lifi móður minnar, og hann studdi mig til náms i menntaskóla og háskóla. Ég get ekki launað honum með öðru en vera honum tii hjálpar”. Auglýsingastofa Tlmans ér I Bankastræti 7 simar 19523 — 18300,: Almenningur hafði mestan áhuga á þvi, sem fram fór á öðrum degi Ólympíuleikanna. Þá fór fram kerruakstur, og hesteigendur hvaöanæva að úr Grikklandi og nýlendunum höfðu sent hesta sina og menn til þess að taka þátt i þessari keppni. Tilkynnt haiði verið þátttaka 40 kerra, og siðan var dregið um það, hvar hver skyldi hefja keppnina. Aka átti 24 sinnum umhverfis brautina, og var þetta 15 km löng leið, og búast mátti við ýmsu á þeirri leiö. Það voru ekki margir, sem komust hana á enda heilu og höldnu. HVELL li II I iiilill FÖS UDAGUR 11. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forystugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- annaki. 8.45: Jónina Stein- þórsdóttir heldur áfram lestri sögunnar um „Óska- draum Lassa” eftir önnu- Lisu Almquist. Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Spjallað viö bændurkl. 10.05. Tónleikar kl. 10.25: 12.0Ó Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Loft- vogin fellur” eftir Richard Hughes. Bárður Jakobsson lögfræðingur endar lestur þýðingar sinnar (10). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 ,,Stödd i Kina” Rann- veig Tómasdóttir les úr bók sinni „Lönd i ljósaskiptum” (3). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegiil- 19.45 Bókmenntagetraun- 20.00 Sænskir kórar syngja,a. Kammerkór Stokkhólms- borgar syngur lög úr „Of- viðrinu” eftir Frank Martin við texta eftir Shake- speare. b. Camerata Holm- iae-kórinn syngur fimm Madrigala eftir Monteverdi. (Frá sænska útvarpinu). 20.40 Nýjasta tækni og visindi Guðmundur Eggertsson pró- fessor og Páll Theódórsson eðlisfræðingur sjá um þátt- inn. Páll flytur siðara erindi sitt um jöklaboranir. 21.00 Sónata fyrir tvö pianó og slagverk eftir Béla Bartók. Ungverskir hljóðfæraleikarar flytja (frá ungverska út- varpinu). 21.30 Útvarpssagan: „Ilala- lif” eftir Guðrúnu frá Lundi. Valdimar Lárusson leikari les þriðja bindi sögunnar (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Maðurinn, sem brcytti um andlit” eftir Marcel Aymé.Kristinn Reyr les (7). 22.35 Danslög i 300 ár. Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanum. Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli, Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 11. ágúst 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 í myrkri og þögn. Þýzk mynd um vandmál þeirra, sem bæði eru blindir og heyrnarlausir. Rætt er við kennara slikra barna og fólk, sem þannig er ástatt fyrir. Þýðandi Briet Héðins- dóttir. 21.00 Frá Listahátið I Reykja- vik. Astraliumaðurinn John Williams leikur á gitar þrjú verk eftir brasiliska tón- skáldið Hector Villa-Lobos. 21.15 Ironside. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Hetjan snýr aftur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.05 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 22.35 Frá heimsmeistaraein- viginu i skák. Umsjónar- maöur Friðrik Ólafsson. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.