Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 13. ágúst 1972 NÝ HLJÖMSVEIT JÓNS PALS, I VÍKINGASAL Verkstæðishúsnæði til sölu í Kópavogi Til sölu er áhaldahús Kópavogsbæjar. Húsið er tæplega 3000 fermetrar að stærð og fylgir þvi rúmgóð lóð, sem heimilt er að byggja á til viðbótar. Byggingin er sérstaklega hentug fyrir hvers konar verkstæðis- eða gróf-iðnaðar- rekstur. Nánari upplýsingar fást hjá yfirmanni á staðnum. Tilboðsblöð fást hjá honum og á bæjarskrif stofunum. Tilboð verða opnuð i skrifstofu rekstrar- stjóra mánudaginn 21. ágúst kl. 10 f. h. liekstrarstjóri Kópavogsbæjar. TRÚ 0G SKÁTASTARF Hversu stór hluti eiga trúarathafnir að vera í skátastarfi? Segja má, að auðvelt sé að svara þessari spurningu umsvifa- laust, af þvi að svarið liggi fyrir i sjálfri Ritningu kristinna þjóða. En þaðer á þessa leið: „Sex daga skaltu verk þitt vinna. En sjöunda daginn skaltu halda heilagt- þú skalt blessa og helga hinn sjöunda dag.” Allar fornar reglur og þúsund ára boðorð byggjast að meira eða minna leyti á reynslu þjóðanna. Þvi má lullyrða, að um leið og i þessu boðorði felst einhver bjartasti og stærsti sigur hinna vinnandi stétta í veröld og sögu mannkyns, þá er hér einnig um að ræða eitt hið merkasta spor til menningar og eflingar andlegu lifi, sem stigið hefur verið á framaferli mannsins. Þaö mætti þvi svara spurningu þeirri, sem er fyrirsögn þessarar hug- leiðingar með orðunum: Allt að sjöunda hluta skátastarfs ætti að helga hugleiðslu og bæn, trúarat- höfnum. En þá kemur annað til greina. Og þar vandast málið. Hvað er að helga? Hvað er trúarathöfn? Ileilagur þýðir frátckinn i ákveönum tilgangi. Trúarathöfn á að vera frátekin helgistund, guðsþjónusta eftir sérstöku l'ormi eftir sérstökum reglum og siðum, innan sérstakra vébanda. En þá verður sú hætta á leiðinni, að umbúðirnar skyggi á kjarnann. Og formið gelur orðið innantóm og misjafnlega falleg skel, sem enga perlu geymir. Trúarathöl'n, sem er orðin staðnað form og kaldur vani er tilgangslitil i sjálfu sér. Þó getur það verið einum heilagt, sem öðrum er ekki neitt. Það er þvi vandi að dæma venju, einkum helgivenju alda og kynslóða úr leik. Hér vil ég þvi gefa ofurlitla uppskriít, sem bendir i átt til þess, sem skátar þurfa að hugsa um og hugsa fyrir ef þeir vilja skapa sér eða eignast helgistund og iðka trúarathöfn. Það er þá fyrst, að samkvæmt eðli sinu er skátastarfsemin byggð upp til að efla siðgæðis- þroska sinna félaga og efla og auðga þeirra persónuleika. En til þess er göfgun tiúaililfinningar algjiir nauösyn. Göl'gun trúartilfinningar er likt og ræktun viðkvæmra blóma. Þar þarf bæði nærgætni, umhyggju, vernd og aðgát i nærveru sálar. Trúarathöfn á að vera leit að hinu lagra, gúöa.sanna og rctta, lcil aö (iuöi i alheimsgeimi og Guði I sjálfum sér. Þar cr anömvkt, lolning og til- bciösla algjörlega nauðsynlegir þættir til starfa i sál og athöfn. Samræming þessara þátta hefur öldum saman verið kallað guðsótti á islenzku, en það er orð, sem er að vissu leyti rangt, gefur ranga hugmynd. Þar er ekki um ótta að ræða, heldur hitt, að nálgast hið heilaga , með,,beygðum knjám og bænar- staf” svo að notað sé orðatiltæki viturs skálds. Guösást væri miklu betra orð, en guðsótti yfir sama hugtak, þótt hvorugt nái þvi að öllu. Við nálgumst það, sem við elskum með lotningu, aðdáun og undrun þess, sem ekkert á dýrmætara. Til þessa og yfirleitt til að njóta helgi og og skapa helgidóm.til að finna nálægð hins heilaga,skynja áhrif þess, þarf kyrrö, liljóöan Iriö.lcgiirö og þögn. Viðkvæmur gróður vex ekki i stormi og á berangri. Eins er með himingróður mannssálar. Hann þarf skjól og vernd, sólskin og döggvar orða og tóna, en umfram allt barnslega undrun og frið ljóss og hita, eða rökkurs i hlýju rúmi. Og þar þarf allt að vera innan vissra vébanda, svo að ekkert komi óþægilega og verki sundur- tætandi, heldur sameinandi, frið- andi. Hins vegar skiptir minna með staðinn. Auðvitað á að vera bezt séð fyrir öllu sliku i kirkju. En eins gæti orðið helgistaður i fjallshlið, hvammi, rjóðri, holti eða tré, hraun eða hafið. Og svo má slik stund ckki vcra liiiig fyrir unga leitendur. ,,Eitt augnablik, helgað af himinsins náð oss hefja til farsældar má.” Of löng trúarathöfn getur verkað alveg neikvætt. Hálftimi gæti verið alveg hámark. En samt fer þetta eftir aðstæðum hverju sinni. Sjö til tiu minútur ætti að vera ágætt að morgni eða kvöldi. Og þá er siðast að minnast á efni slikrar athafnar fyrir unga skáta, ungt fólk. Það verður að velja efnið eftir aldri fólksins sem athölnin er helguð. Ein slutt bæn.sem gæti verið Faðir vor og fallegt vers er sjálf- sagt, sömuleiðis söngur eftir ástæðum eða aðeins túnlist og þögn, liljúö bæn.Ræða má aðeins vera ávarp i samtalsformi, örstutt og aldrci fræðileg, nema sé verið að svara spurningum. Stutt hnitmiðuð smásaga sögð eða lesin eðlilega á einfaldan hátt, er oftast betri en predikun. Kannske má þá fylgja sögunni stutt skýring sem sýnir tilgang hennar, undirstrikar efnið. Þetta er þá svarið. Og i stuttu máli að lokum yfirlit. Trúarathafnir skáta ættu að vera nokkurn veginn sjöundi hluti starfsinsi kirkju eða utan eftir at- vikum. Þar þarf að rikja þögul liclgi, kyrrö, friöur, þögn. Fegurö og cinföld form ættu að vera vébönd trúarathafnar. Og hún þarf að vera stutt, bnitmiðuö og án allrar hégómlegrar tilætlunar semi. SA STOKIER ALDUl'IOF STÓR í IGNIS FRYSTIKISTUNA RAFTORG S Mi: 26660 RAFIÐJAN S Mi: 19294

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.