Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN 6 Sunnudagur 13. ágúst 1972 \ ' * T'. , + W \ ;v: H . 16 j ir' WIÍ tB A i |m - TWM El-JM H». • Jfifl JLj " m & 1 W; ~ Mgjyl 'JfmL - M J** fu Gestirnir frá Kogalandi og fulltrúar fslenzkra bænda, sem á móti þeim tóku. Tuttugu bændur af Rogalandi í heimsókn Hingað til lands eru komnir tuttugu bændur af Rogalandi i Noregi, og munu þeir dveljast i vikutima. Fararstjórinn er fs- lendingur, Arinbjörn Kúld, sem fór til Noregs frá Akureyri fyrir sextán árum. Hann er nú ráðu- nautur á Rogalandi. Alls eru i hópnum tuttugu og tveir menn, þvi að kona Arinbjarnar er einnig með i förinni. Norðmennirnir fóru upp i Borgarfjörð i gær, þar sem Bjarni Arason ráðunautur verður leið- sögumaður þeirra, en eftir helgina fara þeir um Suðurland allt austur i Fljótshlið. ------------------------- — s. Sumarhátíð FUF í Arnessýslu Sumarhátið FUF f Arnessýslu veröur haldin 19. ágúst n.k. i Arnesi. Hljómsveit Ólafs Gauks og Jón B. Gunn- laugsson skemmta. Útsvarsgreiðendur AKRANESI Ef þið eigi standið skil á fyrirframgreiðslu útsvara fyrir 15. ágúst verða lagðir á dráttarvextir, svo sem skylt er lögum samkvæmt: 7,5% á ógreidda febrúargreiðslu 6% á ógreidda marzgreiðslu 4,5% á ógreidda aprilgreiðslu 3% á ógreidda maigreiðslu 1,5% á ógreidda júnigreiðslu. Fyrir hvern byrjaðan mánuð, sem gjald- andi dregur að greiða útsvar sitt, hækka dráttarvextir um 1,5% til greiðsludags (18% á ári). Vinsamlegast gerið skil nú þegar. Bæjarritari. Svefnsófar með hlifðardúk og rúmfatageymslu. Þessi glæsi- legi einsmanns svefnssófi (teak) kostar aðeins kr. 12.000.oo Orval áklæða. Sófinn fæst einnig úr eini ( kr. 12.990.00 ) og pallisander ( kr. 14.730.00 ) Sendum gegn póstkröfu. verzlunin Úðins nmG hf Bankastræti 9, Reykjavik, simi 14275 17 ára stúlka í gatnagerð — Erfitt? endurtók Ingibjörg Sverrisdóttir, seytján ára gömul stúlka, sem vinnur við gatnagerð i Reykjavik — ekkert erfiöara fyrir mig en strákana, sem vinna hérna með mér. Og svo hélt hún áfram að moka steypumulningnum úr syðri gangstéttinni við Eiriksgötu, sem nýbúið var að tæta sundur með loftbor. — Ég hef unnið við svona nokk- uð i sumar, hélt hún áfram. Hvers vegna ætti stelpa að kveinka sér við aö taka til höndunum? Pabbi minn er verkstjóri við gatnagerð- ina og úr þvi hann fékkst til þess að ráða mig, þá var ekki neitt hik á mér. Ég sé ekkert eftir þvi, hvaða vinnu ég fór i. Eitthvað á þessa leið talaði Ingibjörg. Og þá Stund sem Tima- menn stöldruðu við urðu fleiri skóflurnar sem hún mokaði held- ur en karlkynið, þvi að sumir strákanna að minnsta kosti lágu flissandi i grasinu á Landspitala- lóðinni. Við hefðum samstundis skipað hana flokksstjóra þarna á Eiriksgötunni, ef við hefðum haft nokkur völd hjá Reykjavikurbæ. .1H lngihjnrg Sverrisdóttir viö mokslurinn. Tlmamynd: Róbert. Haustkaupstefnan í Leipzig Haustkaupstefnan i Leipzig verður haldin dagana 3.-10. sept- ember nk. Um 6500 framleiðend- ur frá 50 löndum munu verða með sýningardeildir, og ná þær yfir meira en 270 þúsund fermetra svæði, eða sem svarar rúmlega 100 Laugardalshöllum. Megniö af því svæöi hafa sósia- listarikin eða 229 þús. fermetra Eru þau 13 talsins, að þýzka al- þýðuiýðveldinu meötöldu. Stærsti sýningaraðilinn er Sovétrikin, með sýningardeildir frá 600 út- flutningsfyrirtækjum. Þátttaka þróunarlandanna hef- ur aukizt mikið og er mesta þátt- takan úr þeirra hópi frá Indlandi. 1500 sýningaraðilar frá 25 vest- UR OG SKARTGRIPIR KORNELlUS JONSSON SKÖLAVORÐUSi IG 8 BANKASTRÆTI6 18588 18600 rænum iðnaðarlöndum hafa sýningardeildir. Frakkland, Bretland, ttalia , Holland og Bandarikin hafa aukið þá'tttöku sina frá siðastliðnu ári. Mjög myndarleg þátttaka er einnig frá Belgiu, að sögn austur-þýzka verzlunarfulltrúans hér, svo og frá þýzka sambandslýðveldinu, Finnlandi, Japan, Austurriki, Sviþjóð og Sviss. Frá Austur- Þýzkalandi taka 2800 útflutnings- fvrirtæki þátt i haustkaupstefn- unni. Engir islenzkir aðilar taka þátt i haustkaupstefnunni, en fjögur is- lenzk fyrirtæki voru með deildir á vorsýningunni i marz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.