Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.08.1972, Blaðsíða 20
y Kvittun? Við viljum fara með i Jyrstu gullsendingunni 'Herra — hér er kvittun fyrir gull frá rikisstórn L minni! ^ SkipstÍórl r Ég verð að fá leyfi yfir Bíöíö hér boðara minna til að taka ykkur með! W Herra... þessir nmenn! Ég kom með ^ tæki hingað — og þetta eru aðrir en þeir sem > \tóku þá á móti mérll ^Zakarias! Lokaðu inn ganginum Hvað? Ertu viss? 4 Þvi miður — þið fái ekki að fara strax! p^Ahöfn min mun sprengja sér leið hingað löngu áður! . !^Ég náði i aðmi^ Tálinn í Venushöfn! Þeir senda menn hingað! i-------- framhald (g) King Features Syndicate, Inc., 1972. World righta reaerved. Sunnudagur 13. ágúst 1972 J MENJAR UM HÆTTI MANNAA FYRRI TIÐ JI—Reykjahliö. Það ber við annað veifið, þegar dælt er leðju úr Mývatni handa kisilgúrverksmiðjunni, að með henni berst sitthvað, sem minnir á lif og starf þeirra manna, sem bjuggu á bökkum vatnsins i fyrri tið. Einkum berst upp sitthvað, sem notaö hefur verið við veiöi- skapinn, einkum kindarleggir eða sundursagaðir stórgripaleggir, sem notaðir hafa verið i net, og nú fyrir nokkru komu úr leðjunni leifar af tréiláti, sennilega aski. Ekkert spyrst til Gastons ÓV-Reykjavik Þegar Timinn fór i prentun i gær, var Fransmaðurinn Gaston — Henri Dominique de Sainte- Marie — ennþá ófundinn. Ekkert hefur til hans spurzt siðan á þriðjudagskvöld en maður nokk- ur taldi sig hafa séö hann þá sömu nótt við Ananaust. Leitað var skipulega þar i fyrradag, en sam- kvæmt upplýsingum rannsóknar- lögreglunnar verður ekki hægt að halda þeirri skipulögöu leit áfram fyrr en einhver getur gefið ein- hverjar visbendingar um veru-' stað Gastons. Það var sambýlisfólk hans i Garðastræti 9 i Reykjavik, sem fór þess á leit við rannsóknarlög- regluna, aö leitað yrði aö honum, og eru allir þeir, sem telja sig hafa séð hann, beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una i sima 21100 eða 21107 — eða þá lögregluna i heimabyggð sinni. Og ekki ætti að saka, að fólk hafi augun opin, fari það um fáfarnar slóðir. Fjörráð við Nixon forseta Bandariska lögreglan hefur handtekið kaupsýslumann i New York,sem sakaður er um. að hafa ætl. að ráða Nixon af dögum. Var gerður út á fund hans maöur, sem lézt vera leigumorðinginn, og greiddi sakborningur honum þús- und Bandarikjadali til þess að vinna verkið. „Þessar 10 * 15 virtust óratími” mínútur í sjónum - sagði Magnús Ragnarsson, annar tveggja manna, sem voru hætt komnir á Hesteyrarfirði fyrir viku SB-Reykjavik Um kl. 11 á laugardags- morguninn fyrir viku, voru tveir menn á 5 tonna trillu á leið inn Hestey rarf jörð i Jökulfjöröum, þeir Bjarni Guðinundsson, verkstjori hjá Togaraafgreiöslunni i Rcykja- vik 72 ára, og Magnús Ragnarsson frá Bolungarvik, um fimmtugt. Þeir skutu út litlum plast báti til að fara á til lands og lögðu af stað. Gott var i sjóinn og noröan kul. Ekki höfðu þeir félagar róið lengi, er bátnum hvolfdi snögglega, um 200 faðma frá landinu. — Þetta gerðist svo snögg- lega, að við áttuðum okkur bara allt i einu i sjónum, sagði Magnús i viðtali við Timann i gær. — Lengi vel héldum við, aö okkur myndi bera að landi, en áttuðum okkur svo á þvi, að straumur er þarna mikill, og okkur bar hratt út fjörðinn. Við héldum okkur dauða- haldi i bátinn, og mátti hvorugur sleppa. Ég er syndur, en gamli maðurinn ekki. Hvað voruð þið lengi i sjónum? ' — Það hafa liklega ekki verið nema 10-15 minútur, en okkur fannst það óratimi. Bráðlega sáum við til björgunarmanna okkar og ef Framhald á 3. siðu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.